Morgunblaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.06.2014, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2014 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Illa lítur út með lundavarpið í ár í Vestmanna- eyjum. Lundarnir verptu óvenjulega seint og margir hafa líklega yfirgefið hreiðrin sín. Erpur Snær Hansen, líffræðingur hjá Náttúrustofu Suður- lands, óttast að fáir ungar komist á legg. „Lundinn hef- ur ekki verið svona seinn í varpi síðan Óskar í Stór- höfða hóf að taka saman komu lundans og varp árið 1952. Komutími lundans er yfirleitt í kringum miðjan apríl en í ár kom hann í byrj- un maí og það hefur aldrei gerst áður,“ segir Erpur Snær, en það gefi merki um að hlutirnir séu ekki eðlilegir. Nýverið var skoðað í 108 lundaholur í Stór- höfða og kom í ljós að aðeins var búið að verpa í 34% þeirra, sem er ansi dapurt að sögn Erps Snæs, og enn verra er að lundinn liggur ekki á nema í 38% af þeim. „Þetta lága hlutfall segir okkur að lundinn sé líklega byrjaður að afrækja eggin,“ segir Erpur Snær. „Sá möguleiki er fyr- ir hendi að þeir séu ekki fullorpnir en það er lík- legra, miðað við reynslu fyrri ára, að þeir séu frekar hættir við varpið en að þeir eigi eftir að bæta við það.“ Enginn grundvöllur fyrir ungaeldi Fæðuskortur er líklegasta skýringin á lé- legu lundavarpi. „Þetta er enn eitt árið þar sem er algjör fæðuskortur við Eyjar. Það kom smá skot í stofninn 2012 sem byggðist á rauðu sæ- veslu en það virðist ekkert slíkt á sveimi hér nú og þá er enginn grundvöllur fyrir ungaeldi. Fullorðnu fuglarnir mega þakka fyrir að hafa það af hérna. Það er algjör sílaskortur og ekk- ert annað sem þeir komast í.“ Miklar makríltorfur eru nú við landið og er því haldið fram að makríllinn éti upp ætið frá fuglinum. Erpur Snær segir makrílinn valda mikilli samkeppni um fæðuna en vísbendingar hafi verið uppi um að sandsílið hafi verið byrjað að gefa eftir áður en makríllinn kom í miklu magni. „Sem er vísbending um að hann sé ekki beinn sökudólgur þó að hann sé örugglega ekki að hjálpa til,“ segir Erpur Snær. „Við ljós- myndum sílabera, fullorðna fugla sem eru að koma með fæðu í ungana, og greinum hvað þeir eru með í gogginum. Út frá því hefur komið í ljós að það er mjög lítið um sílabera sunnan- og vestanlands en það var smá skot í fyrra í Papey og á Ingólfshöfða sem byggðist á loðnu. Góð- ærinu hjá lundanum norðanlands nú er haldið uppi af sandsíli, sem er athyglisvert því að loðn- an var meginfæða sjófugla þar fram til 1996.“ Tólf slæm ár í röð fyrir lundann Erpur Snær veit ekki hvernig lundavarpið stendur annars staðar á landinu en fer af stað í næstu viku til að athuga það. „Okkur grunar að lundavarpið sé heldur ekki í lagi í Faxaflóa og Breiðafirði. Við ætlum að setja upp sjálfvirkar myndavélar núna í öllum vörpunum svo við sjáum hvað er á seyði á milli heimsókna okkar.“ Staða lundastofnsins hefur verið mjög slæm síðustu ellefu ár og allt lítur út fyrir að 2014 verði tólfta árið þar sem fáir ungar komist á legg. „Það vantar orðið allan ungfugl í stofn- inn sunnan- og vestanlands. Það eru nánast að- eins varpfuglar eftir og þeim fækkar um 10% á ári,“ segir Erpur Snær. 75% af lundastofninum hefur verpt sunnan- og vestanlands en Erpur Snær spáir því að þungamiðjan í varpinu færist norður fyrir land á næstu árum, þar sem sílið lifir enn. Óttast að fáir lundar komist á legg  Lundarnir verptu óvenjulega seint í ár í Eyjum  Aðeins verpt í 34% lundahola af 108 í Stórhöfða og legið á í 38% þeirra  Lundinn hefur líklega yfirgefið hreiðrin  Miklum fæðuskorti um að kenna Morgunblaðið/Eggert Lundar Fækkar hratt í stofninum við Eyjar. Erpur Snær Hansen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.