Morgunblaðið - 01.09.2014, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2014
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Hvernig getumviðbættmenntunbarnanna okkar?
Illugi Gunnarsson,mennta- ogmenningarmála-
ráðherra stendur fyrir opnum fundumum
umbætur í menntun og hvernig við getummeðal
annars bætt læsi og námsframvindu.
Mánudaginn 1. september í
Landnámssetrinu í Borgarnesi kl. 17.00
og í VitakaffiáAkranesi klukkan 20.00
Fundirnir eru öllum opnir.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu
fékk tæplega 40 útköll vegna vatns-
tjóns í íbúðum í óveðrinu sem gekk
yfir landið í gærmorgun og fyrra-
nótt. Þá voru iðnaðarmenn víða
kallaðir til aðstoðar. Flest voru út-
köllin í Túnahverfi í Reykjavík og
þurfti slökkviliðið meðal annars að
sinna útköllum vegna vatnstjóns í
Hátúni 1, 3, 5, 7, 9, og 11.
Guðrún Gunnarsdóttir, eigandi
að Hátúni 7, var vakin af leigjanda
í fyrrinótt þegar vatnselgurinn í
íbúð hennar var um 40 sm hár.
„Kettirnir vöktu leigjandann sem
óð í vatninu og vakti mig,“ segir
Guðrún.
Laufblöðin stífla
Þá sinnti slökkviliðið m.a. útkalli
í Breiðagerðisskóla í Gerðunum
þar sem vatn hafði flætt um alla
ganga.
Hjá bilanavakt Orkuveitunnar
fengust þær upplýsingar að flest
niðurföllin væru stífluð af laufi.
„Við höfum fengið svona hvell áður,
en ég veit ekki hvort það varð
svona mikill vatnselgur. Niðurföllin
réðu ekki við þetta. Kerfið í heild
sinni ræður ekki við það þegar
svona mikið úrhelli er auk þess
sem sjávarstaðan er há og stór-
streymt,“ segir Þórður Bogason,
varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höf-
uðborgarsvæðinu. Reykjavíkur-
borg, Orkuveitan og slökkviliðið
unnu sameiginlega að því að dæla
upp vatni á höfuðborgarsvæðinu.
Óviðunandi leki
á Landspítalanum
Dropar féllu á gólf á Landspít-
alanum við Hringbraut. Vatnið lak
inn á gang spítalans þar sem
sjúkrabílar koma að. Samkvæmt
upplýsingum frá Landspítalanum
lak þak hússins. Þakið er steypt og
er dúkurinn upprunalegur.
Ingólfur Þórisson, yfirmaður
fasteigna á Landspítalanum, segir
dúkinn vera löngu farinn að gefa
sig. Ítrekað hafi rigningarvatn lek-
ið inn. Reynt hefur verið að þétta
þakið á síðustu árum en illa gengið
að koma í veg fyrir leka. Kostnaður
við að skipta um dúk er um 40
milljónir króna.
Ingólfur segir ástandið óviðun-
andi þótt vatnslekinn hafi ekki
áhrif á starfsemi spítalans með
beinum hætti.
Hvellurinn kerfinu ofviða
Slökkviliðið í á fjórða tug útkalla vegna vatnstjóns í óveðrinu Leki vegna
ónýts dúks á Landspítalanum 40 sentimetra vatnselgur í íbúð í Hátúni
Morgunblaðið/Golli
Hátún Guðrún Gunnarsdóttir, íbúi í Hátúni 7, var ein þeirra íbúa í Hátúni 1-11 sem aðstoða þurfti vegna vatnstjóns.
Vatnshæðin á heimili Guðrúnar náði 40 sentimetrum áður en slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu kom til aðstoðar.
Breiðagerðisskóli Nokkurt vatnstjón varð í Breiðagerðisskóla í Reykjavík
þegar vatn kom upp úr niðurföllum og flæddi um ganga skólans.
Vatnselgur Niðurföll stífluðuðst víða og mikið vatn safnaðist fyrir á götum
úti. Helst er það lauf sem stíflar niðurföll í fyrstu haustlægð ársins
Siglingar ferj-
unnar Baldurs,
sem siglir milli
Stykkishólms og
Brjánslækjar
með viðkomu í
Flatey, falla nið-
ur frá og með 6.
september
Keypt var ný
og betri ferja
fyrir stuttu frá
Noregi til að leysa Baldur af
hólmi en forsvarsmenn Sæferða,
fyrirtækisins sem gerir ferjuna út,
segja að ekki hafi enn fengist inn-
flutningsleyfi fyrir nýja skipið.
Í tilkynningu frá Sæferðum seg-
ir að siglingayfirvöld beri fyrir sig
óljósar hindranir á innflutningi
skipsins. Óskað hafi verið eftir úr-
skurði innanríkisráðuneytis í mál-
inu en ljóst sé að þessi töf muni
valda því að ekki takist að koma
norsku ferjunni í áætlun á til-
settum tíma. Vonir standi þó til að
hún verði komin í áætlunarsigl-
ingar á Breiðafirði um miðjan
september.
Baldur til Eyja
Gamli Baldur hefur verið leigð-
ur til að leysa Vestmannaeyjaferj-
una Herjólf af í þrjár til fjórar
vikur frá og með 6. september.
Páll Kr. Pálsson, stjórnarformað-
ur Sæferða, vildi ekki tjá sig um
málið umfram það sem kemur
fram í tilkynningunni en sagðist
þó vonast til að málið leystist í
næstu viku.
Vegna óveðursins í gær komst
Herjólfur ekki í Landeyjahöfn en
sigldi þess í stað til Þorlákshafnar.
stefania@mbl.is
Ný ferja
ekki komin
með leyfi
Ferðir falla niður
frá 6. september
Páll Kr.
Pálsson
Björgunarsveitir Slysavarna-
félagsins Landsbjargar sinntu
útköllum víða á landsbyggðinni
í fyrstu hressilegu haustlægð-
inni. Fyrsta útkallið var í Grinda-
vík klukkan fjögur í fyrrinótt en
flest útköllin voru undir morg-
un. Björgunarsveitir voru kall-
aðar út í Reykjanesbæ, á Eyrar-
bakka og í Eyjafirði. „Tjón var
yfirleitt smávægilegt. Þetta
voru laus trampólín, fiskikör og
aðrir smáir hlutir. Það voru eng-
in útköll eftir hádegið,“ segir
Ólöf Snæhólm Baldursdóttir,
upplýsingafulltrúi hjá Lands-
björg.
Á facebooksíðu Neyðarlín-
unnar kom fram að heildarfjöldi
útkalla hefði verið 324 á dag-
vaktinni. „Stór hluti af þessu
eru óveðurs- og vatnstjónsmál
sem slökkvilið og björgunar-
sveitir hafa sinnt. Það hefur því
verið nóg að gera hjá viðbragðs-
aðilum í dag,“ segir í tilkynning-
unni.
Mikið
um útköll
HRESSILEG HAUSTLÆGÐ
Ingvar Smári Birgisson
isb@mbl.is
Í kvöld rennur út heimild sýslu-
manna til að fresta nauðungarsölum
að beiðni gerðarþola. Hanna Birna
Kristjánsdóttir innanríkisráðherra
mun því leggja fram á fyrstu dögum
þingsins frumvarp um breytingar á
nauðungarsölulögum, þar sem gert
er ráð fyrir að nauðungarsölum verði
frestað áfram til 1. mars árið 2015
meðan vinnsla umsókna um höfuð-
stólslækkun húsnæðislána stendur
yfir.
Vill tryggja að fólk hafi ráðrúm
Hanna Birna Kristjánsdóttir inn-
anríkisráðherra segir að tryggja
þurfi að fólk geti
nýtt sér þá kosti
sem í boði eru.
„Okkur finnst
mikilvægt að
tryggja að þeir
sem hafa staðið á
erfiðum stað, eins
og þeir sem hafa
verið að horfa upp
á hugsanlega
nauðungarsölu,
nái að fara vel og vandlega yfir sín
mál og það sé tryggt að fólk geti nýtt
sér þessa kosti sem boðið er upp á.
Í upphafi þegar við ákváðum að
fresta nauðungarsölum var það gert
með þeim rökum að við teldum mik-
ilvægt að fólk fengi ráðrúm og tíma
til að sjá hvaða áhrif skuldaleiðrétt-
ing ríkisstjórnarinnar hefði á mál
þess. Núna hefur legið fyrir í nokkr-
ar vikur að útreikningar á höfuðstóls-
lækkuninni og úrvinnsla úr kærum
eða óskum fólks eftir frekari útreikn-
ingum er aðeins tímafrekari en við
áttum von á, enda umsóknirnar mjög
margar.
Af þeirri ástæðu höfum við verið
að skoða hvernig við getum best
tryggt að fólk hafi það ráðrúm sem
við vildum gefa því með þessum
breytingum, en það er okkar skoðun
að það verði ekki gert nema með því
að framlengja frestinn,“ segir Hanna
Birna en hún segir mjög marga hafa
sótt um höfuðstólslækkun og úr-
vinnslan muni taka nokkurn tíma.
Vill að nauðungarsölum verði
frestað til 1. mars árið 2015
Leggja á frumvarpið fram á fyrstu dögum haustþings
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
Karlmaður sem lést í umferðarslysi
á Hafnarvegi, skammt norðan við
Höfn í Hornafirði, fimmtudaginn
28. ágúst síðastliðinn hét Halldór
Guðmundsson.
Halldór var 58 ára gamall, fædd-
ur 29. nóvember 1955, til heimilis á
Kópavogsbraut 93 í Kópavogi.
Hann lætur eftir sig eiginkonu,
fjögur uppkomin börn og eitt
barnabarn.
Lést í bílslysi
við Höfn