Morgunblaðið - 01.09.2014, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2014
Svo virðist sem óprúttnir tölvuhakk-
arar hafi getað athafnað sig í tölvu-
kerfum JP Morgan Chase í tvo mán-
uði, þar til reglubundin skönnun á
kerfum bankans leiddi í ljós að ekki
var allt með felldu.
Heimildarmenn Bloomberg sem
kunnugir eru tölvuárásinni leiða lík-
ur að því að hakkararnir hafi notið
liðssinnis rússneskra stjórnvalda.
Talsmaður Rússlandsforseta hefur
vísað á bug öllum ásökunum um að
þarlend stjórnvöld hafi átt þátt í
árásinni.
Glufa á heimasíðu
Hakkararnir eiga að hafa fundið
sér leið inn í kerfi bankans í gegnum
veikleika á heimasíðu hans. Í fram-
haldinu komu þeir fyrir sérsmíð-
uðum forritum af ýmsum toga sem
voru til þess gerð að komast djúpt
ofan í kerfi bankans. Eiga hakk-
ararnir að hafa komist yfir gígabæt
af gögnum, þar á meðal reiknings-
upplýsingar viðskiptavina.
Árásin þykir ekki síst merkileg
fyrir þær sakir að óvíða er meiri
fjármunum varið í gagnaöryggismál
en hjá bankanum. Skömmum áður
en hakkararnir létu til skarar skríða
hafði JPMorgan tilkynnt að hann
myndi verja 250 milljónum dala ár-
lega í netöryggismál, jafnvirði um 29
milljarða króna.
Rannsókn málsins er nú í höndum
bandarísku alríkislögreglunnar,
FBI. ai@mbl.is
AFP
Tjón Tölvuþrjótarnir virðast hafa
stolið ógrynni gagna frá bankanum.
Hakkarar
komust í
tölvukerfi
JPMorgan
Rússnesk stjórnvöld
bendluð við árásina
Sælgætisrisinn Hershey‘s svipti hulunni af
nýju vörumerki á föstudag. Hefur hið gamla
merki fyrirtækisins verið stílfært, m.a. með
því að sleppa eignarfalls-„s“-inu aftan af
nafninu og útfæra á aðra vegu mynd af sæl-
gætinu vinsæla Hershey‘s Kiss.
Samkvæmt umfjöllun Wall Street Journal
um breytinguna er nýja vörumerkinu ætlað
að gefa þessu 120 ára gamla fyrirtæki nú-
tímalegra yfirbragð.
Hershey framleðir meðal annars Almond
Joy, Kit Kat, Reese‘s hnetusmjörsbollana,
Twizzlers lakkrísinn og York pipar-
mintubuffin. Einnig annast fyrirtækið fram-
leðslu súkkulaðistykkja Cadbury fyrir
Bandarikjamarkað.
Ekki leið á löngu þar til netverjar komust
á snoðir um fréttirnar, og varð tilefni mikils
galsaskapar.
Þykir stílfærði Hershey-kossinn nefnilega
minna mjög á rjúkandi dellu. Er þetta ekki
fyrsta klaufalega hannaða vörumerkið sem
lítur dagsins ljós á þessu ári og Market-
Watch minnir á að nýtt merki leigumiðl-
unarinnar Airbnb sem kynnt var í júli þótti
minna helst til mikið á kynfæri kvenna.
ai@mbl.is
Nýtt merki Hershey kætir netverja
Breytingar Gamla merkið
(uppi) og það nýja (niðri).
Skráðu þig
í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/
Nú geta
allir fengið
iPad-áskrift