Morgunblaðið - 01.09.2014, Side 17

Morgunblaðið - 01.09.2014, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2014 Á puttanum Þau Joanny og Florian höfðu reynt í hálftíma að fá far til Akureyrar frá Mývatni í hvassviðrinu í gær. Þau höfðu freistað þess að fá að skoða nýtt Holuhraun en urðu frá að hverfa þar sem aðgangur að hrauninu er takmarkaður. Þau höfðu verið á Íslandi í tíu daga og stefna á fjögurra daga göngu um Landmannalaugar, áður en þau fljúga aftur heimleiðis á nýjan leik. Eggert Getur verið, að það sem menn telja rétt og hafa tileinkað sér sem stefnumörkun týnist í framkvæmdinni, svona eiginlega óafvitandi eða kannske af því önnur viðfangsefni glepja sýn? Mér hefur virst almennt við- urkennt meðal allra leiðandi afla, stjórn- málaflokka og sér- fróðra jafnt sem almúga, að hafa skuli að leiðarljósi í heilbrigðiskerfi og einkanlega varðandi aldraða, að allir geti sem best bjargast á eigin vegum. Samt er það svo, að ekki verður betur séð en á þessu sé ótrú- legur misbrestur í framkvæmdinni. Laugardaginn hinn 16. ágúst sl. var í Morgunblaðinu pistill eftir Styrmi Gunnarsson, fyrrver- andi ritstjóra, þar sem hann studdi rökum að heilbrigðiskerfið væri að lotum komið og nefndi mörg dæmi um alvarlegar brotalamir máli sínu til stuðnings. Í næsta tölublaði, á mánudegi, færði for- stjóri Landspítalans fram andmæli við sumu og rakti fyr- irhuguð tækjakaup og lagfæringar sem mundu bæta úr ýmsu sem Styrmir hafði nefnt. Einu lét forstjórinn ósvarað. Það er það sem mér dvelst við. Ekki bara af því að hann sleppti að taka á því, heldur vegna þess að það svíður svo í aug- um, jafnframt því að leiðréttingin, úrbótin, er einföldust og augljósust. Í grein sinni upplýsir Styrmir að á sjöunda hundrað manna fái lyfja- meðferð vegna hrörnunar í augn- botnum og segir svo: „Hér á landi er ekki kostur á nýjustu lyfjum í þessu sambandi.“ Hann bætir við: „Getum við sætt okkur við þessa stöðu?“ Augnablik! Eru menn svo upp- teknir af trésmíðum og múrverki framkvæmda ellegar pöntunarstöðu tækjakaupa að menn blindist af því að hvorugt þarf til, svo að lyfjakaup eigi sér stað? Hin bönnuðu lyfja- kaup, sem Styrmir nefnir, standa ein og sjálf og draga engan slóða annarra útgjalda. Einfaldara getur það ekki verið. Þessa dagana dynja yfir okkur þjóðarinnar þegna upplýsingar um framúrkeyrslu í fjárlagaliðum og djarflega frammistöðu fjárlaga- nefndar við að finna skýringar og skúrka. Sumt hið digurbarkalegasta í yfirlýsingum át sjálft sig í van- áætlunum nefndarinnar. Þannig reyndist heilbrigðisgeirinn í heild sinni illa vanáætlaður og átti það einkum við um Sjúkratrygging- arnar. Komst forstjóri þeirra frá hildinni með fána við hún. Allt gott um það. Hitt er vafamál hvort telja skuli honum til ágætis að lyfja- kostnaður var undir áætlun. Þessi sami liður og ræður því að ekki er að fá þau lyf við augnsjúkdómi, sem fá má í grannlöndum og Styrmir nefndi. Það er ljótt, sárt og rangt, en úrbót einföld. Þeir sem ráða end- anlega framkvæmd stefnu og út- hlutun fjár eiga hér ábyrgð að bera, stóra og þunga, hvaða titil sem þeir hafa. Sjónlaus maður ræður illa eigin vegum. Blindur maður verður að njóta aðstoðar. Hver sá sem nýtur lyfjameðferðar til að halda sjón sinni heldur valdi yfir eigin lífi og er áfram virkur þátttakandi í sam- félaginu. Aldrei má það gerast að fyrir nískusakir séu menn eða konur dæmd til að sitja í myrkri, ósjálf- bjarga, þegar lausnin er aðeins handan pennastriks. Það er vond stjórnviska sem dæmir fólk til ósjálfbjargar. Eftir Kjartan Jóhannsson »Nýjustu lyf, sem ekki er kostur á hér á landi, geta veitt mönn- um að halda sjón sinni, en ríkjandi ástand dæmt menn til ósjálf- bjargar. Kjartan Jóhannsson Höfundur er fyrrverandi ráðherra og sendiherra. Sjónin er dýrmæt en stjórnviskan skrítin SVÞ – Samtök versl- unar og þjónustu hafa ávallt barist fyrir af- námi óskilvirkra og íþyngjandi álagna á fyr- irtæki í landinu, bæði atvinnulífi og almenn- ingi til hagsbóta. Sem dæmi má nefna það frumkvæði samtakanna að árið 2011 var unnin greining á vörugjalds- kerfinu sem fór fram í náinni samvinnu við fjármálaráðu- neyti. Afrakstur vinnunnar var skýrsla SVÞ sem ber heitið „Vöru- gjaldskerfið á Íslandi“. Vörugjöld hafa lengi verið þyrnir í augum verslunarinnar en tilgangur þeirra í núverandi mynd var aðallega að mæta tekjutapi ríkisins vegna tollalækkana sem leiddu af EFTA- aðild Íslands. Vörugjöldum var upp- haflega ætlað að standa til skamms tíma sem þó var ekki skemmri en svo að gjöldin lifa enn góðu lífi og var skamm- tímaráðstöfun þessari varanlega komið á með núgildandi lögum um vörugjald frá árinu 1988. Á undanförnum ár- um hafa orðið einstaka breytingar á vöru- gjaldskerfinu sem felast einkum í afnámi gjalds- ins á einstökum toll- skrárnúmerum og breytingum á gjaldflokkum. Þótt nið- urfelling gjalda sé sannarlega fagn- aðarefni hefur eigi verið gætt sam- ræmis við þá framkvæmd og þess þá heldur tryggt að sambærilegar vörur fái sambærilega meðferð. Þá hefur innleiðing á nýjum gjöldum, s.s. syk- urskatti, verið skref til baka á þeirri vegferð að afnema þessi úreltu gjöld sem vörugjöld óneitanlega eru. Af- leiðing þessa er að atvinnulífið býr við flókið og ógagnsætt skattaumhverfi þar sem einstökum vörum og vöru- flokkum er mismunað. Flókið skattaumhverfi felur í sér óskilvirka og kostnaðarsama stjórn- sýslu, hvort sem það varðar álagn- ingu eða eftirlit. Því kann markmið um tekjuöflun með álagningu vöru- gjalda á kostnað atvinnulífs og al- mennings að fela í sér kostnað við að viðhalda slíku ógagnsæju kerfi. Þá er álitamál hvort önnur markmið vöru- gjalda, þ.m.t. lýðheilsumarkmið syk- urskatts, nái fram að ganga en sam- kvæmt nýlegri óháðri rannsókn sem unnin var fyrir Evrópusambandið um matarskatta liggur ekkert fyrir að slíkir skattar skili tilætluðum ár- angri. Þess í stað er slík flókin skatt- heimta til þess fallin að auka kostnað stjórnvalda, atvinnulífs og neytenda af því að viðhalda þess háttar kerfi. Að undanförnu hafa komið fram efasemdaraddir um hugmyndir fjár- málaráðherra um að hækka virð- isaukaskatt á matvæli, lækka efra virðisaukaskattsþrepið og draga úr undanþágum samhliða því að fella niður sykurskatt og ýmis vörugjöld. Virðist engu skipta í þeirri gagnrýni að virðisaukaskattur á Íslandi er sá næsthæsti í heimi og bilið á milli efra og neðra þreps virðisaukaskatts er óvenju hátt og sker sig frá því sem tíðkast í flestum öðrum ríkjum. Þetta stóra bil mismunar atvinnugreinum á óréttmætan hátt, eftir því í hvoru þrepi varan eða þjónustan lendir. Að mati SVÞ eru tillögur ráðherra um breytingar á virðisaukaskatti sam- hliða niðurfellingu á vörugjöldum skynsamar og þarfar breytingar á núverandi kerfi. Þá eru slíkar breyt- ingar til þess fallnar að einfalda skattkerfið og draga úr allri mis- munun sem til staðar er. Í stað þess að gagnrýna áður- nefndar breytingar og áhrif þeirra á tekjulægstu heimilin væri skyn- samlegra að taka saman höndum og vinna að mótvægisaðgerðum til að ná sambærilegum árangri fyrir þau heimili með mun minni tilkostnaði, t.d. með hækkun persónuafsláttar. Nú stendur yfir árleg vinna við gerð fjárlagafumvarps og hafa ráða- menn, þ.m.t. fjármálaráðherra, gefið atvinnulífi og almenningi undir fótinn með að til standi að fella niður vöru- gjöld, að undanskildu áfengi, tóbaki, bifreiðum og eldsneyti. Þessu ber að fagna og hvetja SVÞ nú sem áður til að hið úrelta vörugjaldskerfi verði af- lagt og sá fortíðardraugur verði end- anlega kveðinn niður. Mikilvægast er þó að það takist að ná sátt um kerfi sem er gagnsætt, sanngjarnt og ódýrt í framkvæmd. Eftir Margréti Sanders » Flókið skatta- umhverfi felur í sér óskilvirka og kostn- aðarsama stjórnsýslu, hvort sem það varðar álagningu eða eftirlit. Margrét Sanders Höfundur er formaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. Ákall eftir skynsamlegri umræðu um skynsamlega skatttöku

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.