Morgunblaðið - 01.09.2014, Page 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2014
✝ Loftur J. Guð-bjartsson
fæddist í Gilhaga á
Bíldudal 5. júní
1923. Hann lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Eir 13. ágúst
2014.
Foreldrar hans
voru Guðbjartur
Friðrik Marías
Friðriksson, f. 14.
júlí 1892 í Litla-
Laugardal í Tálknafirði, d. 18.
júlí 1941 á Akureyri, og Jensína
Sigríður Loftsdóttir, f. 7. ágúst
1883 á Eysteinseyri í Tálkna-
firði, d. 29. mars 1965 í Reykja-
vík. Loftur fluttist til Akureyrar
sex ára gamall með foreldrum
sínum og bjuggu þau fyrst í
Strandgötu en faðir hans
byggði síðan hús við Eiðs-
vallagötu 7 á Akureyri og bjó
Loftur þar þangað til hann
fluttist til Reykjavíkur. Systkini
Lofts voru Unnur, f. 9. október
1916, d. 2. febrúar 2005, og
Friðrik Laugdal, f. 26. nóv-
ember 1919, d. 27. janúar 2006.
Loftur kvæntist 12. desember
1953 Vigdísi Guðfinnsdóttur, f.
8. október 1927 í Reykjavík.
Dætur Lofts og Vigdísar eru: 1)
og fulltrúi á skrifstofu Véla- og
raftækjaverslunarinnar hf.
1956-1958.
Í ársbyrjun 1959 hóf Loftur
aðalævistarf sitt er hann gekk í
þjónustu Útvegsbanka Íslands,
fyrst sem fulltrúi í bókhalds-
deild aðalbankans til 1963, síð-
an sem deildarstjóri í hag-
fræðideild 1963-1971 og
forstöðumaður hennar 1971-
1975, er hann var skipaður úti-
bússtjóri bankans í Kópavogi og
starfaði hann þar til 1987. Á ár-
unum 1958 til 1975 lagði hann
einnig fyrir sig stundakennslu í
ensku við ýmsa skóla, þó lengst
af við Menntaskólann í Reykja-
vík og Hagaskóla. Loftur var í
stjórn Byggingasamvinnufélags
starfsmanna ríkisstofnana 1957-
1972, formaður 1965-1972, var í
nefnd á vegum viðskiptaráð-
herra um dreifingu og birgða-
hald á olíuvörum 1968. Hann
var stofnfélagi í Rótarýklúbbn-
um Reykjavík-Breiðholt og um-
dæmisstjóri Rotary Int-
ernational á Íslandi 1991-1992.
Þá var hann um skeið varafor-
maður sóknarnefndar og safn-
aðarfulltrúi í Fellasókn í
Reykjavík. Loftur var mikill
fjölskyldumaður og naut þess
að vera með fjölskyldu sinni.
Loftur fluttist á Hjúkr-
unarheimilið Eir í júlí 2013 er
heilsu hans fór að hraka.Útför
Lofts fer fram frá Fella- og
Hólakirkju í dag, 1. september
2014, og hefst athöfnin kl. 15.
Marta, f. 19. mars
1955. Fyrrverandi
maki: Sveinn Harð-
arson, f. 8. desem-
ber 1955. Synir
þeirra eru Hörður,
f. 1981, og Finnur,
f. 1986. Þau skildu.
Núverandi maki:
Gunnar Jóhanns-
son, f. 14. sept-
ember 1955. Gunn-
ar á tvö börn, Árna
Beck, f. 1978, og Guðrúnu
Björgu, f. 1980. Samtals eiga
Marta og Gunnar sjö barna-
börn. 2) Svava, f. 2. febrúar
1957. Maki: Ásmundur Krist-
insson, f. 13. október 1956. Þau
eiga tvo syni, Friðrik Heiðar, f.
1980, og Loft, f. 1984. Svava og
Ásmundur eiga fjögur barna-
börn.
Loftur útskrifaðist sem stúd-
ent frá Menntaskólanum á Ak-
ureyri 1947. Hann lauk BA-
prófi 1953 í spænsku og hag-
fræði frá háskólanum í Leeds á
Englandi. Eftir heimkomuna
frá Leeds stundaði Loftur
stjórnsýslu- og skrifstofustörf,
var viðskiptalegur fram-
kvæmdastjóri Offiseraklúbbsins
á Keflavíkurflugvelli 1953-1956
Í dag kveð ég tengdaföður
minn, Loft J. Guðbjartsson. Ég
kynntist Lofti fyrir 17 árum er ég
hóf sambúð með Mörtu dóttur
hans. Loftur og Dísa tóku mér vel
strax í upphafi og þeim var ávallt
umhugað um mig, börnin mín og
barnabörn.
Loftur braust sjálfur til
mennta, gekk í MA og síðan lá
leiðin til Leeds þar sem hann
stundaði nám í hagfræði og
spænsku. Enskan var honum þó
tömust og er mér til efs að margir
jafnaldrar hans hafi haft jafn-
mikla þekkingu og jafn góð tök á
enskunni og hann enda var hann
stundakennari í ensku í 17 ár
lengst af í MR og Hagaskóla.
Loftur var haldinn ólæknandi
bíladellu öll sín fullorðinsár. Hann
hugsaði vel um bílana sína og
þreif og bónaði þá nánast alltaf á
sunnudögum. Hann var áskrif-
andi að bílablöðum og las þau upp
til agna. Stjórnmálin hér heima
voru honum einnig hugleikin sem
og heimsmálin og efnahagsmál al-
mennt. Þá vitnaði hann oft í grein-
ar sem hann hafði lesið í Econom-
ist. Það var gaman að ræða þessi
mál við Loft og hann var oft með
áhugaverða og annarskonar sýn á
málin.
Loftur og Dísa höfðu alla tíð
mikinn áhuga á ferðalögum og
ferðuðust víða og fóru oft á fram-
andi slóðir. Þau heimsóttu allar
heimsálfurnar nema Suður-
skautslandið en það var bara
vegna þess að það var of flókið að
fara þangað. Á seinni árum voru
það einkum orlofsferðir í sólina
sem heilluðu. Ferðin til Ungverja-
lands 2005 með okkur Mörtu,
Svövu og Ása var ógleymanleg.
Við áttum frábærar tvær vikur
saman í fögru umhverfi Balaton-
vatns og Búdapest og nutum sam-
vista hvert við annað.
Fyrir þremur árum veiktist
Loftur á ferðalagi og þurfti að
dveljast á sjúkrahúsi í Kaup-
mannahöfn í nokkra daga. Árni
Beck sonur minn og fjölskylda
búa í Kaupmannahöfn og heim-
sóttu þau Loft daglega.
Við Marta flugum út til að vera
Lofti til halds og trausts. Loftur
átti afmæli meðan hann dvaldist á
sjúkrahúsinu og við héldum upp á
daginn í almenningsgarði við hlið-
ina á spítalanum í frábæru veðri
og gæddum okkur á heimabak-
aðri afmælistertu og kaffi. Þetta
þótti Lofti mjög gaman því af-
mæli og aðrar fjölskyldusamkom-
ur voru honum kærar.
Árlegt jólaboð í Asparfellinu
var hápunkturinn á veisluhöldum
ársins. Þar safnaðist fjölskyldan
saman og fagnaði aðventunni.
Síðasta afmælisveislan hans var
haldin heima hjá Svövu og Ása í
Hljóðalindinni í sumar og þar var
stórfjölskyldan nánast öll saman-
komin og samgladdist með ætt-
föðurnum á einum besta degi
sumarsins.
Síðastliðið ár bjó Loftur á
Hjúkrunarheimilinu Eir. Þar
naut hann umönnunar frábærs
starfsfólks og þar leið honum vel.
Hann tók þátt í ýmsu félagsstarfi
heimilisfólks, en það sem veitti
honum mesta ánægju var að fara í
sunnudagsbíltúr innanbæjar eða
stutt út fyrir bæinn. Þá var gjarn-
an sest á huggulegt kaffihús til að
gæða sér á góðum kaffibolla og
tertusneið. Síðasta ferðin okkar
með Lofti var austur að Ölfusár-
ósi helgina áður en hann lést. Það
var bjartur og fagur dagur og
hafði Loftur á orði hvað veðrið
væri yndislegt og fjöllin falleg.
Elsku Dísa. Missir þinn er mik-
ill og fjölskyldunnar allrar. Minn-
ingin um góðan mann lifir áfram.
Gunnar Jóhannsson.
Mig langar að minnast í fáein-
um orðum tengdaföður míns
Lofts J. Guðbjartssonar sem
verður jarðsunginn í dag. Ég
tengdist fjölskyldunni fyrir hart
nær 40 árum þegar við Svava fór-
um að rugla saman reytum.
Ég minnist manns sem allt frá
fyrsta degi reyndist mér góður fé-
lagi. Honum get ég m.a. þakkað
að hluta til fyrir hvað ég starfa í
dag því hann kom mér í samband
við byggingameistara minn.
Ég minnist mikils málamanns
sem talaði ensku eins og breskur
aðalsmaður. Loftur tók mig í
enskukennslu rétt fyrir próf sem
skilaði sér undravel.
Ég minnist faðmlaganna þegar
við heilsuðumst og kvöddumst.
Það var einkennandi fyrir hann að
faðma sína nánustu.
Ég minnist jólanna þegar við
gáfum hvor öðrum Alistair Mac-
Lean spennubækurnar enda báð-
ir miklir aðdáendur hans.
Ég minnist reglustikanna,
heftaranna og áherslupennanna.
Loftur var mikill nákvæmnismað-
ur. Eftir hann liggja margar dag-
bækur frá ferðum hans vítt og
breitt um heiminn. Gaman er að
lesa nákvæmar lýsingar hans m.a.
á innanstokksmunum hótelher-
bergja.
Ég minnist bílaáhuga hans.
Allra bílanna sem hann keypti,
bílablaðanna og bílasýninganna.
Ég minnist utanlandsferða
okkar saman, þó sérstaklega Hol-
landsferðarinnar 1986. Loftur
naut sín þar í afahlutverkinu í
rússíbanaferðum með barnabörn-
unum og í hjólreiðatúrum og hjól-
koppaskoðunarferðum með nafna
sínum.
Ég minnist ferða hér innan-
lands en þó sérstaklega ferðar-
innar þegar við Svava fórum með
Loft og Dísu á Vestfirði sumarið
2012. Loft langaði að sjá í hinsta
sinn fæðingarstað sinn, bæinn Gil-
haga á Bíldudal. Honum kom á
óvart að húsið sem hann fæddist í
og bjó í til 6 ára aldurs var enn
uppistandandi, í góðu ásigkomu-
lagi og að náfrænka hans bjó í
húsinu. Grunar mig að honum hafi
fundist þessi ferð síst síðri en allar
utanlandsferðirnar til fjarlægra
heimsálfa.
Þessar minningar ásamt mörg-
um fleirum munu fylgja mér.
Blessuð sé minning tengdaföð-
ur míns, Lofts J. Guðbjartssonar.
Ásmundur Kristinsson.
Elsku Loftur minn. Sagt er að
ein mynd segi meira en þúsund
orð og það gerir myndin sem við
Loftur nafni þinn tókum af þér
með barnabarnabörnunum síðast
þegar við hittumst. Þú situr í stól,
heldur á Hauki Leó og Emilía Dís
situr í stólnum við hliðina á þér.
Börnin horfa á þig full aðdáunar
og þú horfir svo stoltur á þau.
Þessi mynd lýsir umhyggjunni og
gleðinni sem þú gafst okkur.
Ég hugsa til baka og minnist
margra góðra stunda á heimili
ykkar Dísu. Þið komuð ávallt fram
á gang og tókuð á móti okkur með
brosi og faðmlagi. Þú varst alltaf
svo glaður þegar fjölskyldan hitt-
ist. Síðan þegar við fórum þá
horfðuð þið á eftir okkur úr glugg-
anum og veifuðuð. Loftur sagði
mér að þið hefðuð gert það frá því
að hann myndi eftir sér og honum
þótti mjög vænt um það. Við
horfðum alltaf upp í gluggann og
veifuðum ykkur til baka.
Það er svo margt sem mig lang-
ar að segja en mér er ekki til lista
lagt að semja jafngóðar ræður og
þú gerðir. Því vil ég aðeins segja:
Loftur minn, þakka þér fyrir allar
þær góðu stundir sem við áttum
saman. Ég mun um ókomna tíð
minnast þín með hlýju og þakk-
læti.
Hvíl í friði,
Bergdís Heiða.
Nú er komið að kveðjustund,
nafni minn og afi. Ég á eftir að
sakna þín mjög en mun halda í
minningarnar um hversu frábær
afi og fyrirmynd þú varst.
Ég man svo vel þegar þú
bauðst mér með að skoða nýjustu
bílana. Ég man hversu spenntur
lítill pjakkur ég var þegar afi Loft-
ur ætlaði að sækja mig og fara
með mér á bílasýningar. Þökk sé
þér þá þekkti ég flestar bílateg-
undir út frá stuðurum, afturljós-
um eða hjólkoppum. Þér fannst
gaman að spila á spil og kepptum
við oft saman í ólsen ólsen og
rummikub. Keppnisskapið var
mikið þótt mig gruni að í sumum
tilfellum hafi mér verið gefinn sig-
urinn.
Þú varst mikill fjölskyldumað-
ur og hafðir alltaf velferð fjöl-
skyldunnar í fyrirrúmi. Ég minn-
ist fallega brossins þegar við
fjölskyldan komum í heimsókn og
sérstaklega þegar þú hélst á
barnabörnunum þínum.
Hvíl í friði elsku afi.
Loftur Ásmundsson.
Elsku afi. Við kveðjum þig með
söknuð í hjarta. Þú varst yndisleg-
ur afi og reyndist okkur vel. Við
munum ávallt varðveita stundirn-
ar sem við áttum með þér og erum
þakklátir fyrir allt það sem þú hef-
ur kennt okkur. Minning þín mun
lifa með okkur.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þínir afastrákar,
Hörður og Finnur.
Nú er lokið langri og ljúfri sam-
fylgd við Loft Guðbjartsson. Ég
man eftir honum frá því ég var
pínulítil, þegar fjölskylda mín
kom í heimsókn á Fornhaga. Í
minningunni var hann brosmildur
en ákveðinn. Þarna áttu þau Dísa
frænka mín heima, og dætur
tvær. Þær hétu Marta og Svava
og voru á svipuðu reki og við Ás-
laug, systir mín. Mér þóttu þetta
skemmtilegar stelpur, en alveg
fannst mér furðulegt í fyrstu, að
Marta skyldi halda því fram, að
þær ættu sömu ömmu á Víðimeln-
um og við Áslaug. Þarna fékk ég
eftirminnilega kennslustund í
hagnýtri ættfræði.
Heimsóknunum á Fornhaga
fjölgaði eftir að foreldrar mínir
fluttu aftur til Íslands, og alltaf
var notalegt að líta inn til Lofts og
Dísu. Svo fór ég í MR, og þar
mætti ég Lofti stundum á göng-
unum. Þá var hann í hlutverki
ábúðarmikils enskukennara og
bar með sér ótvíræða breska há-
skólafágun. Enn síðar var Loftur
útibússtjóri í bankanum okkar í
Kópavoginum, og þar fóru saman
þjónustulundin og festan. Oft
komu Dísa og Loftur til foreldra
minna á Þinghólsbraut á gamlárs-
kvöld, og þá var spiluð vist. Loftur
birti þá á sér nýja hlið, tók spilið
föstum tökum, og oft var hlegið
dátt.
Þegar Loftur og Dísa tóku að
reskjast bjuggu þau sér fallegt
heimili í Asparfelli, þar sem útsýni
er vítt til allra átta. Svo veiktist
Loftur, og þau tvö síðustu skipti
sem ég hitti hann var hann æðru-
laus, sáttur við lífið og það sem
framundan var.
Við vottum Dísu samúð okkar,
svo og Mörtu og Svövu, tengda-
sonum og afkomendum.
Ólöf Pétursdóttir.
Robert Burns, hið endingar-
góða höfuðskáld Skota, orti fag-
urlega um vináttuna sem fólk
stofnar til á ungum aldri og
spurði: „Should auld acquaintance
be forgot?“ „Hvort viltu slíta vina-
bönd, svo verði týnd og gleymd.“
Þessi hugsun kemur mér í hug
þegar ég minnist vináttu okkar
Lofts Guðbjartssonar sem til varð
við fyrstu kynni okkar í Mennta-
skólanum á Akureyri fyrir meira
en 70 árum. Fjarri fór því að við
Loftur gengjum sömu götur
gegnum lífið. Starfsvettvangur
okkar var í raun býsna ólíkur, en
hinar huglægu vináttuleiðir lágu
alltaf saman. Þegar á leið ævina
og umstang ævistarfanna var um
flest að baki tókum við upp okkar
fornu nánu kynni og urðum aftur
daglegir samferðamenn og vinir
eins og ekkert hefði ískorist á ár-
unum milli ungdóms og elli. Loft-
ur átti líka mikinn þátt í því að
taka upp þráðinn sem batt okkur
saman, stúdentshópinn frá MA
1947. Þar var hann virkur forustu-
maður og félagi til hinstu stundar.
Það sem lifir þessa hóps heiðrar af
heilum hug minningu Lofts og
þakkar liðna tíð.
Loftur Guðbjartsson var gædd-
ur miklum hæfileikum, prýðilegur
námsmaður í skóla og gegndi
hverju því starfi sem hann tókst á
við af áhuga og trúmennsku. En
hann var líka mannkostamaður,
frábær að kurteisi og gerðar-
þokka, já, „integer vitae“. Loftur
var með sanni hamingjumaður í
einkalífi. Þau Vigdís voru sem
einn maður, eins og við fornvinir
hans vissum og fundum svo vel.
Henni og fjölskyldunni allri eru
færðar samúðarkveðjur á útfarar-
degi Lofts. Um það sammælast
vinir og skólasystkin hans. Bless-
uð sé minning Lofts Guðbjarts-
sonar.
Ingvar Gíslason.
Loftur J.
Guðbjartsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN G. HJÁLMARSSON
frá Vestmannaeyjum,
Kleppsvegi 62,
lést á Hrafnistu, Reykjavík, sunnudaginn
31. ágúst.
Soffía Guðrún Jóhannsdóttir,
Jóhann Pétur Jónsson, Kristín S. Steingrímsdóttir,
Einar Hjálmar Jónsson, Erla J. Erlingsdóttir,
Hafdís Jónsdóttir, Georg Kulp,
Kristrún Jónsdóttir, Ólafur Fannar Vigfússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
MARÍA ÓLÖF KJARTANSDÓTTIR,
Laufbrekku 20,
Kópavogi,
lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn
24. ágúst.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju
þriðjudaginn 2. september kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, þeim sem
vilja minnast hennar er bent á FAAS eða Hollvinasamtök
Droplaugarstaða.
Einar Guðmundsson,
Elín Einarsdóttir,
Guðmundur Einarsson, Anna Karlsdóttir,
Kjartan Einarsson, Claudia Spagnol,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma, langalangamma og langalanga-
langamma,
SIGFRÍÐUR GEORGSDÓTTIR,
Bústaðavegi 105,
Reykjavík,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 27. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í
Reykjavík föstudaginn 5. september kl. 13.00.
Örn S. Jónsson, Friðbjörg Haraldsdóttir,
Baldur Jónsson, Guðrún Halldórsdóttir,
Pétur I. Jónsson, Edda G. Guðmundsdóttir,
Laufey Jónsdóttir, Eysteinn Nikulásson,
Emilía G. Jónsdóttir, Einar Ólafsson,
Ólafur Jónsson, Kristín Guðmundsdóttir,
Ragnar Jónsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
AUÐUR JÓHANNA
BERGSVEINSDÓTTIR,
Sóltúni 2, Reykjavík,
er látin.
Ásgeir Reynisson, Hildur Anna Hilmarsdóttir,
Nína María Reynisdóttir, Ingólfur Guðmundsson,
Kristín Erna Reynisdóttir,
Ragnhildur Sif Reynisdóttir, Gísli Sigurðsson,
Sara Steina Reynisdóttir, Trausti K. Traustason,
barnabörn og barnabarnabörn.