Morgunblaðið - 01.09.2014, Page 19

Morgunblaðið - 01.09.2014, Page 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2014 ALDARMINNING Við minnumst föður okkar Guð- mundar Jónssonar sem hefði orðið 100 ára í dag, 1. sept- ember 2014. Hann lést 21. júlí 1993. Foreldrar Guð- mundar voru Jón Jónsson frá Arnar- hóli, Dalvík, og Guðrún Jónsdóttir frá Vallholti á Ár- skógsströnd og stóðu því að honum sterkir eyfirskir stofnar. Guðmundur ólst upp í Svarf- aðardal. Hann stundaði bæði landbúnaðarstörf og sjó- mennsku og síðar bifreiðar- stjórn á Akureyri og gerðist fljótt stöðvarstjóri Bifreiða- stöðvarinnar Stefnis. Árið 1949 var Olíufélagið hf. stofnað og fékk Kaupfélag Ey- firðinga umboð fyrir það á Ak- ureyri. Guðmundur var ráðinn fyrsti deildarstjóri Olíusölu- deildar KEA og gegndi því starfi í um 40 ár, eða þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Af krafti og dugnaði hóf hann uppbyggingu Olíusölu- deildarinnar og báru glæsilegar byggingar og góð þjónusta þess merki að vel hafi til tekist. Guð- mundur var mikill samvinnu- og framfaramaður og tók virkan þátt í hinni miklu uppbyggingu sem átti sér stað hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Hann fylgdist vel með öllu sem fram fór hjá félag- inu og var fljótur að sjá hvað mætti betur fara og hvaða nýj- ungum yrði við komið. Hann var úrræðagóður og fljótur að taka ákvarðanir og fylgja þeim eftir af dugnaði og festu. Í störfum sínum sem deildar- stjóri og stjórnarformaður fyr- irtækja ávann hann sér traust og virðingu, enda óvenjumiklum hæfileikum gæddur. Stjórnun Guðmundur Jónsson hans var þaulhugs- uð, en því hefur hann vanist sem góður skákmaður og briddsspilari á yngri árum. Ein- kunnarorð hans voru „Að horfa til framtíðar“. Guðmundur hafði eldlegan áhuga á mönnum og málefnum og geislaði þá af krafti sem ungur væri. Á seinni árum átti Frí- múrarareglan á Íslandi hug hans allan, þar sem hann starf- aði af miklum áhuga á meðal sinna bestu vina. Hann var þar mikils metinn og heiðraður fyr- ir störf sín í þágu reglunnar. Hinn 21. nóvember 1936 kvæntist Guðmundur Jóhönnu Gunnlaugsdóttur f. 3.3. 1915, ættaðri úr Svarfaðardal. Þau reistu sér hús á Hlíðargötu 6 þar sem þau bjuggu í hartnær 44 ár, en síðast bjuggu þau í Víðilundi 15. Þau eignuðust 4 börn. Guðmundur var mikill fjöl- skyldumaður og höfðingi heim að sækja. Gestrisni þeirra hjóna var rómuð. Í fjöldamörg ár var eldaður mjólkurgrautur á hverjum laugardegi og kom þá öll fjölskyldan saman og málin rædd. Í tilefni þessa afmælis ætlar stórfjölskyldan að koma saman og gera sér glaðan dag á Ak- ureyri og enda hátíðina með því að borða saman „laugardags- mjólkurgraut“. Við afkomendur hans og tengdabörn eigum honum afar mikið að þakka fyrir umhyggju hans, áhuga og kærleika sem hann ávallt sýndi okkur. Við hugsum til hans með virðingu og þökk. Margrét Guðmundsdóttir. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, PÉTURS ANDRÉSAR BALDURSSONAR, Strikinu 8, Garðabæ, áður til heimilis á Skagabraut 4, Akranesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilanna Vífilsstaða og Ísafoldar ásamt heimahjúkrun Garðabæjar fyrir einstaka aðstoð og umönnun. Anna Helgadóttir, Baldur Pétursson, Linda Hrönn Sigvaldadóttir, Helgi Pétursson, Pétur Pétursson, Inga Pétursdóttir, Þorgeir Kristófersson, Guðlaug Pétursdóttir, Guðni Gunnarsson og fjölskyldur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ANDRÉS SIGHVATSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu miðvikudaginn 27. ágúst. Útförin fer fram fimmtudaginn 4. september kl. 13 frá Grafarvogskirkju. Kristín Andrésdóttir, Valdimar Haraldsson, Andrés Jón Andrésson, Lára Halla Andrésdóttir, Sæmundur I. Þórðarson, Viggó Andrésson, Laufey A. Sveinbjörnsdóttir, Finnur Andrésson, Lovísa Jóhannesdóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, og langafi, SIGURÐUR EMIL MARINÓSSON, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sælgætisgerðarinnar Mónu, Boðaþingi 5, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Boðaþingi, Kópavogi, föstudaginn 15. ágúst. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 4. september kl. 13.00. Ágústa Kristín Sigurjónsdóttir, Jakobína Edda Sigurðardóttir, Gunnar Eiríksson, Gunnar Sigurðsson, Hólmfríður Þorvaldsdóttir, Emilía Sigurðardóttir, Ágúst Sigurður Sigurðsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Hjalti Sigurðarson, Hrönn Hrafnsdóttir, Sigurjón Atli Sigurðsson, Jóney Hrönn Gylfadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ FinnbogiBreiðfjörð Ólafsson var fædd- ur í Reykjavík 1. febrúar 1949. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 22. ágúst 2014. Finnbogi var sonur hjónanna Ólafs Breiðfjörð Finnbogasonar kaupmanns, f. 12. desember 1918, d. 21. maí 2010, og Krist- jönu Jónsdóttur, húsmóður, f. 28. febrúar 1920. Bræður hans voru Jón Breiðfjörð, f. 4. júlí 1945, d. 2. febrúar 2002, Björn, f. 28. október 1952, d. 14. des- ember 1987, Ólafur Haukur, f. 1. júní 1956, og Valdimar, f. 24. október 1958. Finnbogi giftist Þórleifu Drífu Jónsdóttur 16. september 1972, dóttur Guð- rúnar Þorkelsdóttur húsmóður og Jóns Þórarinssonar, skip- stjóra og útgerðarmanns í Reykjavík. Eiga þau þrjá syni: 1) Ólaf Breiðfjörð, f. 23. júlí hann starfaði þar til hann hóf störf á Listasafni Íslands árið 2010. Samhliða rak hann Fjöl- afl til dagsins í dag sem fyr- irtæki í prentun á auglýs- ingavörum. Finnbogi bjó í Mávahlíðinni með foreldrum sínum og flutti með þeim á Sel- tjarnarnes 10 ára og gekk þar í Mýrarhúsaskóla og lauk þar gagnfræðaskólaprófi árið 1966. Finnbogi hóf sinn búskap með Þórleifu á Smyrilsvegi og síðan í 6 ár í Kjarrhólma í Kópavogi eða til ársins 1980 þegar þau fluttu á Sindra við Nesveg á meðan þau byggðu Nesbala 92. Árið 2000 flutti Finnbogi ásamt eiginkonu sinni í Bauganes 15 og bjó þar til dauðadags. Finn- bogi var virkur í félagsstörfum og var meðal annars einn af stofnendum Handknattleiks- deildar Gróttu og Björg- unarsveitarinnar Alberts. Einn- ig var Finnbogi í Lionsklúbbnum Tý í yfir 30 ár. Útför Finnboga fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 1. september 2014, kl. 11. 1974, giftan Dögg Hjaltalín og saman eiga þau Freyju, f. 25. febrúar 2010. Fyrir á Dögg Gabríel, f. 6. júlí 1997, d. 1. nóv- ember 1997 og Agnesi, f. 11. febr- úar 1999. 2) Sindra Má, f. 1. apríl 1978, í sambúð með Írisi Schweitz Ein- arsdóttur. Fyrir á hún Ívan, f. 4. desember 2005. 3) Þóri Jök- ul, f. 24. júlí 1987. Finnbogi hóf störf sem ung- ur maður í Pennaviðgerðinni hjá föður sínum, fyrst í Von- arstræti og síðar í Ingólfsstræti og starfaði þar til 1984. Sam- hliða starfi sínu í Penna- viðgerðinni starfaði hann við viðgerðir á skrifstofuvélum. Finnbogi stofnaði sitt eigið skrifstofuvélaviðgerðafyr- irtæki, Fjölafl, árið 1984 og rak það í fullu starfi til 1994 eða þar til hann hóf störf hjá Aco og síðar Pennanum þar sem Elsku pabbi. Við áttum svo margar góðar minningar saman og betri pabba var ekki hægt að fá, alveg sama hvað amaði að eða hvað það var sem ég bað þig að gera þá var það ekkert mál, þú varst alltaf tilbúinn, alveg sama hvað þú varst að gera þá gastu alltaf hætt því og hugsað um mig í staðinn. Þú hefur verið og verður alltaf mín helsta fyrirmynd, varst aldrei reiður, varst alltaf tilbúinn að hjálpa öllum, alveg sama hver það var eða hvænar það var. Þú varst alltaf tilbúinn að fara og horfa á mig í öllu því sem ég tók mér fyrir hendur og alltaf forvit- inn um það sem ég var að gera, hvort sem það var tengt vinnu, skóla eða áhugamáli, og alveg sama hvort þú hafðir nokkurn áhuga á því sjálfur. Elsku pabbi, ég mun sakna þín óendanlega mikið. Þórir Jökull. Mig langar að minnast Finn- boga mágs míns með nokkrum orðum. Finnbogi var hvers manns hugljúfi og það var gott og gaman að vera í návist hans. Hann hafði næmt auga fyrir spaugilegum hlutum tilverunnar og naut sín á meðal fólks. Finnbogi var fagur- keri sem vildi hafa fallega og vandaða hluti í kringum sig og ber heimili þeirra Þórleifar glöggt vitni um það. Þegar ég kom í fjölskylduna vann Finnbogi í Pennaviðgerðinni hjá foreldrum sínum. Þangað komu margir, bæði fjölskyldan, vinir og ýmsir samferðamenn. Einnig þeir sem ekki fetuðu beinu brautina í lífinu. Finnbogi gerði engan mannamun og spjallaði við alla og hafði gaman af að kynnast kynlegum kvistum. Hann var spurull um hagi fólks og fylgdist vel með vinum og vandamönnum. Finnbogi hafði á seinni árum mik- inn áhuga á ættfræði og hafði skráð alla meðlimi stórfjölskyld- unnar í ættfræðiforrit sem við hin í fjölskyldunni njótum góðs af. Finnbogi var traustur vinur vina sinna og vitnar stór æsku- vinahópur um það. Það var ein- stakt að fylgjast með samheldn- inni í hópnum í gegnum árin. Finnbogi hafði gaman af allri tón- list og fylgdist vel með. Þegar ég frétti af hugmynd sem Finnbogi fékk ásamt öðrum um að halda vínilkvöld í Bauganesinu fyrir vini sína og vini sona sinna, fannst mér það lýsa Finnboga vel. Þar var ekkert kynslóðabil og áhugi á ólík- um straumum og stefnum í tón- listinni voru ríkjandi. Það var víst mikil traffík í kjallarann þar sem Finnbogi geymdi vínilsafnið sitt þegar velja átti plötu á fóninn. Finnbogi var mikill fjölskyldu- maður og hann hugsaði vel um aldraða móður sína. Hann var hennar stoð og stytta. Finnbogi var afar stoltur af strákunum sín- um og þegar Freyja, fyrsta barna- barnið, fæddist var hann himinlif- andi, loksins orðinn afi. Sú stutta vafði honum um fingur sér og þeg- ar hann sagði frá litla sólargeisl- anum ljómaði hann allur. Við fjöl- skyldurnar höfum fagnað saman við hin ýmsu tímamót í lífi okkar. Það var því einstaklega ánægju- legt að taka þátt í brúðkaupi þeirra Daggar og Óla í sumar. Þrátt fyrir veikindin lék Finnbogi á als oddi og stóð stoltur hjá Óla sínum í kirkjunni. Það er margs að minnast og ég kveð Finnboga mág minn með söknuði og þakklæti fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Kæru Þórleif, tengdamamma, Óli, Sindri, Jökull og fjölskyldur, missir ykkar er mikill en minning- in um góðan dreng mun lifa með okkur öllum. Guðrún H. Ingimundardóttir. Þegar Finnbogi kom í 12 ára bekkinn í Mýrarhúsaskóla komu fljótt í ljós eiginleikar sem öfluðu honum á skömmum tíma fjölda vina og voru í reynd aðalsmerki hans í gegnum lífið. Hann var glaðvær, átti einstaklega auðvelt með að stofna til samræðna og kynna, hafði sjálfstraust, var nýj- ungagjarn og drífandi, jafnan fremstur í flokki þegar koma átti einhverju í verk, laghentur, úr- ræðagóður og ekki upptekinn af vandamálum. Árið eftir, fermingarárið okkar, vorum við orðnir nánir vinir og átt- um samleið á þessu undursamlega skeiði unglingsáranna þegar sam- an fóru spennan yfir nýjum upplif- unum, draumarnir um að gera ým- islegt sem hugurinn stóð til og gleðin og fögnuðurinn þegar ár- angur náðist, í smáum skrefum eða stórum. Á þessum tíma var unglingatónlistin að hasla sér völl fyrir alvöru. Við ákváðum að stofna hljómsveit og eyddum mikl- um tíma í að verða okkur úti um hljóðfæri, að læra á þau og reyna að ná skaplegri leikni svo að unnt væri að spila á skólaskemmtun. Á sama tíma vorum við farnir að gefa stelpum gaum, sækja skemmtanir og hafa okkur til, leita í nýjustu tískuna ef efni leyfðu og líkja eftir erlendum fyrirmyndum. Í fyrstu voru það Cliff og Shadows sem áttu hug okkar sameiginlega, en svo féll Finnbogi fyrir Rolling Sto- nes, á meðan ég var meira fyrir Bítlana. Hann átti leðurvesti eins og Stones og ákvað að verða bassaleikari, sennilega vegna aðdáunar á Bill Wyman. Þetta voru spennandi tímar og við nut- um þess að eiga samleið og traust hvor annars. Þótt við færum á ólíkar brautir að loknu skyldunámi hélst vináttan óbreytt. Eftir að við stofnuðum fjölskyldur voru tíðar heimsóknir til að spjalla án sérstaks tilefnis eða fagna áföngum, stórum og smáum, í brúðkaupum, við barns- fæðingar, í afmælum og nýjum húsakynnum. Á þeim árum mynd- aðist vinahópur sem hneigðist snemma til útivistar og ferðalaga og hefur undanfarin 15 ár farið í árlega sumarferð. Við Lilja höfum auk þess margoft ferðast með Finnboga og Þórleifu innan lands og utan og eigum um þær ferðir hjartkærar minningar. Það er mikil gæfa að fá að vera samferða æskuvinum svo lengi á lífsgöngunni, í tilviki okkar Finn- boga í tæp 54 ár, og safna í sameig- inlegan minninga- og reynslusjóð. Sá fjársjóður eyðist ekki. Í öllum okkar samskiptum var Finnbogi einstaklega ljúfur og traustur. Ég fann það ætíð hversu sannur vinur hann var og hann var alltaf boðinn og búinn að rétta mér hjálparhönd ef þörf var á. Aldrei bar nokkurn skugga á vináttu okk- ar og aldrei varð okkur sundurorða eða urðum ósáttir. Í veislu á fimmtugsafmæli mínu færði Finnbogi mér gjöf og í þakk- arorðum sagði ég að hann væri „elsti virki vinur minn“. Finnboga þótti vænt um þennan titil og vitn- aði oft síðar til hans. Þótt ég kveðji þennan kæra vin, þá mun hann halda þessum sæmd- artitli. Vinátta hans verður virk í mínum huga um ókomin ár. Við Lilja sendum Þórleifu, son- unum þremur og öðrum ástvinum samúðarkveðjur og jafnframt þakkir fyrir að hafa fengið að eiga hlutdeild í lífshlaupi Finnboga. Stefán Halldórsson. Við hjónin munum seint gleyma því, þegar síminn hringdi hjá okk- ur að morgni dags, hinn 22. ágúst sl. Við vissum bæði hver var í sím- anum og hvert erindið var. Það var Þórleif Drífa, vinkona okkar, að til- kynna að Finnbogi hefði látist þá um nóttina. Fréttin kom ekki á óvart. Hann hafði veikst alvarlega nokkrum dögum áður og verið lagður inn á gjörgæslu á Landspít- alanum með lungnabólgu. Í fyrstu leit út fyrir að sýklalyf myndu slá á sýkinguna, en þegar á leið dugði það ekki til og ekkert gat lengur komið til bjargar. Okkar fyrsta tilfinning, þegar við heyrðum um látið hans, var reiði. Reiði út í tilveruna fyrir að hann, sem aldrei hafði reykt og alltaf lifað heilsusamlegu lífi, skyldi hljóta þau örlög að látast úr lungnakrabbameini. Það var ekki fyrr en seinna um daginn sem kökkurinn kom í hálsinn og tárak- irtlarnir fóru að virka. Það er orðin löng þrautagangan frá því að Finnbogi veiktist fyrst. Skurðaðgerðin í Boston, þegar annað lungað var tekið og allt sem kom þar á eftir. Við tók löng end- urhæfing sem lofaði góðu og það leit út fyrir að hann næði heilsu á ný. En sjúkdómurinn tók sig upp aftur og þó að allt hefði verið gert, sem hægt var, þá tókst ekki að nema meinið burt og bjarga hon- um. Það eru reyndar alveg ótrúleg þau áföll, sem Finnbogi og Þórleif hafa gengið í gegnum í lífinu. Þórleif greindist með krabba- mein fyrir nokkrum árum, en náði sem betur fer fullri heilsu. Þau hafa bæði misst systkini og vini á undanförnum árum. Allt er það fólk, sem fallið hefur frá í blóma lífsins. Aldrei hafa þau bug- ast og alltaf litið fram á veginn. Þegar við höfum hist þá hafa þau, sem betur fer getað rætt op- inskátt um veikindi Finnboga, ásamt öðrum áföllum, sem þau hafa gengið í gegnum. En það er ekki eins og sorgin hafi alltaf ráðið ríkjum. Við höfum gegnum árin átt margar yndisleg- ar gleðistundir saman, bæði við fjögur og saumaklúbburinn. En saumaklúbburinn er enginn venju- legur saumaklúbbur, heldur vinkvennahópur, þar sem strák- arnir hafa oftast fengið að vera með. Þau Finnbogi og Þórleif hafa alla tíð verið félagslynd og vina- mörg, og sinnt vinum sínum vel. Við vorum oft undrandi á, hvernig þau höfðu tíma til að sinna öllum vinahópnum, ásamt því að vera í nánu sambandi við fjölskylduna. Nú þegar komið er að leiðarlok- um viljum við þakka fyrir allar ógleymanlegu stundirnar, sem við áttum saman, og vináttu í marga áratugi. Það verður tómlegt án Finnboga, vinar okkar, og við munum sakna trausta og hlýja faðmlagsins hans. Við eigum bara góðar minningar um þennan góða dreng. Við viljum ekki og munum ekki minnast Finnboga vinar okkar sem sjúklings. Við munum minn- ast hans sem hins hrausta og sterka manns sem tók áföllum lífs- ins af æðruleysi. Elsku Þórleif, Óli, Sindri, Jök- ull, Kristjana og fjölskyldan öll. Við sendum ykkur öllum innilegar samúðarkveðjur og vonum að allar góðar vættir vaki yfir ykkur. Guðbjörg og Egill. Finnbogi Breiðfjörð Ólafsson  Fleiri minningargreinar um Finnboga Breiðfjörð Ólafs- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.