Morgunblaðið - 01.09.2014, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 01.09.2014, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2014 ✝ Kristín ÁgústaÞorvaldsdóttir fæddist á Sveins- eyri við Dýrafjörð 24. ágúst 1919. Hún lést á öldrunardeild LSH 22. ágúst 2014. Foreldrar henn- ar voru Þorvaldur Ólafsson bóndi og sjómaður, f. 1883, d. 1949, og Andrea Guðnadóttir hús- freyja, f. 1892, d. 1962. Þau voru bæði frá Sveinseyri við Dýra- fjörð, hófu þar búskap. Árið 1923 fluttu þau á Þingeyri og voru þar til 1939, þaðan fluttu þau svo til Keflavíkur. Systkini Kristínar Ágústu voru Ragnheiður Guðný, f. 1911, d. 1966, Magnús Jón, f. 1913, d. 2003, Guðni Ragnar, f. 1914, d. 1991, Ólafur Sigurbjörn, f. 1920, d. 1998, Guðmundur, f. 1926, d. 2011 og Sigurbjörn Ingi, f. 1931, d. 1995. Kristín giftist 10. júní 1939 Ást- ráði Jónssyni, f. 1916 í Reykjavík, d. 1977. Foreldrar hans voru Jón 1995, og Ólöf Andrea, f. 1996. Helgi Jón, f. 1973. 2) Þorvaldur Andrés, f. 1946, d. 2012, synir hans og Dóru Halldórsdóttur (þau skildu): Halldór Alberts, f. 1968, dætur hans: Íris Dóra, f. 1995, og Anita Agnes, f. 2000. Ástráður Freyr, f. 1976, og Jón Ingi, f. 1984, barnsmóðir: Guðrún Jónsdóttir, börn Jóns Inga: Birta Guðrún, f. 2011, og Hákon Jaki, f. 2013. 3) Jón Yngvi, f. 1955, kvæntur Sjöfn Jónsdóttur, f. 1955, dætur þeirra eru Elísabet, f. 1982, börn hennar: Hanna Sjöfn, f. 2008, og Jón Leví, f. 2013, Hild- ur, f. 1985, dætur hennar Embla Hrönn, f. 2009, og óskírð, f. 2014. Kristín Ágústa, f. 1989. Kristín Ágústa lauk barnaskólagöngu á Þingeyri og fermdist þar. Eftir að hún kom til Reykjavíkur 1935 var hún m.a. í vist hjá Ólafíu og Halla rakara á Bergþórugötu 51 og einnig á Arnbjargarlæk í Borgarfirði. Hún lærði til sauma og varð eft- irsótt saumakona meðal vina og ættingja enda afar vandvirk. Lengst af starfaði hún við ræst- ingar, síðustu 15 ár starfsævi sinnar hjá Alþýðubankanum við Laugaveg. Útför Kristínar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 1. sept- ember 2014, kl. 15. Oddur Jónsson, f. 1882, d. 1943, frá Galtarholti og Ingi- björg Gilsdóttir frá Mýrum, f. 1877, d. 1952. Kristín og Ást- ráður fluttu 1942 á Njarðargötu 27 og bjó Kristín þar til dauðadags eða í 72 ár. Afkomendur Kristínar og Ástráðs eru: 1) Kolbrún, f. 1939, d. 2009, gift Magnúsi Helgasyni, f. 1939, börn þeirra: Ragnar, f. 1962, börn hans: Hanna Jóna, f. 1980, Bjarki Snær, f. 1995, Margrét Sól, f. 1996, Viktoría Dögg, 1998, og Alexander Kári, f. 2000. Krist- ín Áslaug, f. 1965, dætur hennar: Kolbrún, f. 1981, börn hennar: Halldór Matthías, f. 2000, Tinna Ösp, f. 2002, Kolbrún Petra, f. 2011, og Sveinn Magnús, f. 2013. Sonja, f. 1985, dætur hennar: Klara Fanndís, f. 2004, og Natalía Rós, f. 2012. Magný, f. 1990, Jenný, f. 1990, Anna Kristín, f. Ég kveð í dag Kristínu, eða Stínu á Njarðargötunni, eins og ég og mín fjölskylda kölluðum hana gjarnan því þar bjó hún ásamt Ása manni sínum og börnum þeirra þegar ég steig mín fyrstu skref í stigaganginum í þessu fjölskyldu- húsi sem Njarðargata 27 var mér og öllum öðrum sem þar bjuggu. Þar átti ég sem sagt líka heima ásamt móður minni Elísabetu Jónsdóttur sem sá um að halda heimili fyrir þá bræður sína Finn- boga, Andrési og Leifa. Ástráður Jónsson, eiginmaður Kristínar, var einn af bræðrum mömmu og voru þær ekki bara mákonur sem áttu heima undir sama þaki, því fljótlega tókst með þeim góður vinskapur sem entist þeim alla tíð. Stína varð ekkja aðeins 58 ára gömul þegar Ási lést skyndilega á heimili þeirra og var það því miður ekki fyrsta og eina áfallið sem þessi kjarkmikla kona þurfti að ganga í gegnum á sinni löngu lífs- leið. En hún stóð það allt af sér eins og klettur í stórsjó og hélt áfram af æðruleysi og hugrekki að hlúa að þeim sem þurftu áfram á aðstoð hennar að halda. Börn Stínu og Ása þau Kolbrún, Þor- valdur og Jón Yngvi áttu líka góð- ar stundir í þessu húsi en Kolbrún og Þorvaldur eru bæði látin. Nonni frændi og ég erum á svip- uðum aldri og þess vegna fannst okkur eins og við værum alvöru bræður í þessu stóra húsi og fór- um um allt eins og um eina íbúð væri að ræða því allir sem þar áttu heima voru eins og ein stór fjöl- skylda. Var þá t.d. vaskahúsið, sem var kjallaranum, vettvangur Stínu og mömmu á daginn við að þvo og strauja þvott, en á kvöldin staður karlanna og vorum við Nonni þar með taldir og þar var spjallað saman um alla heima og geima ásamt því að stunda óhollari hluti sem við gerðum líka þegar við höfðum aldur til. En þetta var ekki konum eins og Stínu og Betu bjóðandi enda smakkaði hvorug þeirra tóbak eða áfenga drykki og það er ánægjulegt að geta sagt hér frá því að þær voru 94 ára gamlar báðar þegar yfir lauk, geri aðrir betur. Stína var vel gerð mann- eskja og það sem einkenndi hana var að hún var alltaf hreinskilin og sagði það sem henni fannst og skipti þá ekki máli hver átti í hlut. Ég leitaði oft til hennar þegar ég var í heimaverkefnum í skóla því hún var vel að sér í ýmsu og vissi oftar en ekki svör við spurningum sem aðrir fullorðnir í húsinu vissu lítið um. Stína var mér oft á yngri árum sem önnur móðir og var hún eins nærgætin og látlaus við mig og son sinn þegar við vorum við háværan leik frá morgni til kvölds, frá kyndiklefa í kjallara upp í kompur í risi og allt þar á milli, í þessu mikla húsi. Stína sýndi ávallt öllum sem til hennar komu mikla gestrisni og var hún orðin ein eftir í húsinu eftir að mamma lést sem var í febrúar 2005. Nú hefur Kristín yfirgefið það líka í hinsta sinni. Þar með er það ekki lengur okkur opið. En minningin um Stínu og annað fólk sem bjó á Njarðargötu 27 mun alltaf lifa í mínum huga sem eitt af bestu skeiðum í mínu lífi þar sem áhyggjur voru víðsfjarri, lífið var tóm gleði og skemmtun þar sem þetta góða fólki sá um allt sem ég þurfti og gott betur. Blessuð sé minning Kristínar Ágústu Þorvaldsdóttur. Ingibergur Finnbogi Gunnlaugsson. Nú hefur elsku amma Kristín okkar kvatt okkur í hinsta sinn. Hún náði þeim háa aldri 94 ára og vantaði aðeins tvo daga í 95 árin. Hún amma var rík af afkomend- um og átti þrjú börn, níu barna- börn, 19 barnabarnabörn og sex barnabarnabarnabörn. Við eigum margar minningar úr æsku af henni ömmu og langar okkur að rifja það aðeins upp. Sunnudags- kaffi á Njarðargötunni var tíður viðburður hjá fjölskyldunni. Þar tók hún amma á móti okkur með faðmlagi og með bros á vör. Hún bakaði iðulega pönnukökur og gerði þær langbestu. Við settumst við borðstofuborðið og röðuðum í okkur pönnukökum og öðru góð- gæti og hjá ömmu fengum við kók að drekka úr fallega skreyttum glösum sem hún hafði alltaf lagt á borð fyrir okkur. Amma stóð við helluna og hélt áfram að baka pönnsur svo að við fengjum þær glóðvolgar. Þegar amma loksins settist við borðið voru allir í fjöl- skyldunni að springa enda búin að troða okkur út. Þá varð amma allt- af jafn hissa á því að við borðuðum ekkert af veitingunum og að við yrðum nú að fá okkur meira en hún auðvitað tók ekkert eftir því að það voru nokkur kíló af mat horfin af borðum og ofan í sadda maga. Það varð síðan samstillt átak hjá fjölskyldunni að minna hvert annað á að bíða með að borða þar til amma væri sest svo hún sæi okkur örugglega borða. Að öllu átinu loknu gátum við gengið að því vísu að amma ætti rjómasúkkulaði frá Nóa inni í búri. Í heimsóknum okkar til ömmu hittum við alltaf Betu frænku sem bjó á hæðinni fyrir neðan og var eins og okkar þriðja amma. Á jólunum fórum við alltaf í kaffi til ömmu þar sem hún bauð upp á súkkulaði að drekka. Við systurnar lærðum að hún gat móðgast ef drykkurinn var kall- aður kakó því amma var á því að það þyrfti að hita súkkulaðið í margar klukkustundir áður en það var klárt og því ekki skrítið að það skipti máli að súkkulaðið væri kallað réttu nafni. Amma vildi hafa allt í röð og reglu og með kyrrð og ró. Við stelpurnar pöss- uðum alltaf upp á það að sýna okk- ar bestu hegðun og vorum ekki að hlaupa um inni hjá ömmu. Við vor- um í mörg ár að velta því fyrir okkur af hverju það voru alltaf óopnaðar gjafir inni hjá ömmu en hún hafði þann skemmtilega vana að þegar hún fékk gjafir þá opnaði hún þær en pakkaði þeim svo aft- ur inn. Þannig geymdi hún þær þar til hún ákvað að vígja þær. Amma las Morgunblaðið alla daga og hlustaði mikið á útvarpið og þannig hélt hún þekkingu sinni við en hún prófaði aldrei tölvur eða þess háttar tæknihluti. Eftir að sjónin dapraðist notaði hún stækkunarglerið sitt til þess að sjá stafina. Amma var lánsöm með það að hún var stálminnug og brást það henni aðeins lítillega hennar síðustu vikur og þannig var auðvelt fyrir hana að rifja upp gamla tíma sem og þá nýju. Amma okkar flutti aldrei á elliheimili þrátt fyrir háan aldur og var hann pabbi okkar mikill stuðningur við hana. Við kveðjum ömmu okkar og minnumst hennar með gleði. Stelpurnar hans Nonna, Elísabet, Hildur og Kristín Ágústa. Kristín Ágústa Þorvaldsdóttir ✝ MargrétGunnars- dóttir fæddist í Reykjavík 23. jan- úar 1965. Hún lést á Landspítalanum 23. ágúst 2014. Foreldrar Mar- grétar voru Krist- ján Jóhann Gunn- ar Vagnsson, f. 13.7. 1918, d. 23.9. 1977, og Sigríður Bjarnadóttir, f. 14.2. 1920, d. 24.3 2006. Systkini Margrétar eru Bjarni Gunnarsson, f. 1946, Kristín Gunnarsdóttir, f. 1948, og Gunnar Vagn Gunnarsson, f. 1950. Margrét eignaðist soninn Gunnar Þór Bergsson, f. 30.5. 1982, með Bergi Þór Rögnvalds- syni. Eiginkona Gunnars Þórs er Tinna Breiðfjörð Guð- jónsdóttir, f. 1982. Margrét giftist Sig- urði Gísla Gíslasyni, f. 1963, árið 1992. Þau skildu árið 1996. Mar- grét giftist Gunnari Ármannssyni, f. 1967, eftirlifandi maka, árið 1998. Margrét kom inn í líf dóttur Gunn- ars, Fjólu Hreindísar Gunnarsdóttur, f. 10.7. 1995, áður en Fjóla varð ársgömul. Margrét var henni sem önnur móðir alla tíð. Margrét útskrifaðist sem lög- fræðingur árið 1991 og starfaði mestan sinn starfsferil innan bankageirans. Útför Margrétar fer fram frá Vídalínskirkju í dag, 1. sept- ember, kl. 13. Að fá fylgd vinar og ástvinar í sömu manneskju, þótt ekki sé nema hluta lífsleiðarinnar, er dásamlegt. Taka þátt í gleðinni með henni. Taka á móti vindinum saman. Hlusta á frásögnina. Hlusta á andardráttinn. Hlusta á hjartsláttinn. Upplifa líf með vini og lífsförunaut. Það er tími ham- ingju og fyrir þann tíma ber að þakka. Elsku Magga, þakka þér sam- fylgdina – þú fullkomnaðir mig. Gunnar Ármannsson. Elsku mamma mín. Það er óraunverulegt að í dag kveðjumst við í síðasta sinn. Við sem áttum svo margt ógert saman öllsömul. Þótt þetta sé ótímabært í meira lagi, þá eru minningarnar ótelj- andi og munu lifa í hjörtum okkar, allar veiðiferðirnar og ferðalögin. Ég man allt frá því ég var smá- gutti, kannski fimm eða sex ára, og var að þvælast með mömmu uppi í lagadeild háskólans. Þrátt fyrir ungan aldur okkar beggja man ég vel hversu vel allt lá fyrir henni, námfús og dugleg auðvitað. En ekki síður félagslífið og hversu vel hún var liðin meðal vin- kvenna og annarra skólafélaga. Strax þá fyllti hún mig stolti sem ég bar og mun bera í brjósti um ókomna tíð. Henni var fyrst og fremst umhugað um fólkið í kringum sig öllum stundum, metnaðarfull, óeigingjörn en ákveðin og fylgin sér þegar þess var þörf. Og sjálfsagt minnist þess ekki nokkur maður að hún hafi beðið um aðstoð nema brýna nauðsyn bæri til, svona var hún bara. Ég mun minnast þín á hverjum degi og brosa í gegnum allar góðu minningarnar. Ég elska þig mamma. Gunnar Þór Bergsson. Mig langar að deila með ykkur minningarorðum mínum um tengdamóður mína. Hún var tek- in frá okkur í blóma lífsins, falleg manneskja, að utan sem og innan. Ég fékk þann heiður að fá hana inn í líf mitt fyrir sex árum þegar ég kynntist manni mínum, syni hennar, Gunnari Þór. Frá því ég kynntist henni fyrst gladdist ég yfir því að eiga einstaklega góða tengdamóður, ég bar mikla virð- ingu fyrir henni og reyndist hún mér áhrifamesta fyrirmynd full- orðinsáranna. Það gerði hún með því að vera hún sjálf, hún var gædd einstökum eiginleikum sem góðhjörtuð, skynsöm, klár, skemmtileg og áhugaverð mann- eskja. Hún sýndi mér strax móður- lega umhyggju og áhuga, hún hafði áhuga á lífi og plönum okkar Gunnars Þórs og snerust oftast löng símtöl okkar um að hún hlustaði á þau og gaf hvatning- arorð. Í heimsóknum okkar á Ís- landi dvöldum við alltaf hjá henni og Gunna í Stekkjarflötinni þar sem hún sýndi okkur mikla gest- risni og hlýju, við vorum alltaf vel- komin og leið okkur eins og heima hjá okkur. Hún sá til þess. Við Margrét vorum að kynnast meir og meir, mér fannst hún vera ein- staklega áhugaverð týpa með djúpan persónuleika sem ég gladdist yfir að kynnast. Mér fannst það vera heiður sem ég mat mikils. Ég hlakkaði til ferðalaga okkar saman í framtíðinni, en við deild- um þeim áhuga. Hún ætlaði að sýna mér sínu kæru Barcelona og töluðum við oft um þau plön. Við áttum svo margt eftir sem okkur langaði að upplifa saman, fjöl- skyldan. Ég hef undrast hversu mikið ein manneskja hefur kennt mér og gefið af sér, mér til góða, á svona stuttum tíma. Ég sé það núna að ef til eru forlög er ástæð- an fyrir þessum miklu gjöfum sú að við áttum því miður ekki mik- inn tíma saman á þessum stað. Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst henni og þær dýrmætu gjafir sem mér hafa hlotnast hennar vegna; samverustundir, ráð, umhyggju og upplifun af ein- stakri manneskju. Sú dýrmæt- asta er gjöfin sem hún gaf mér 20. júlí í fyrra á brúðkaupsdaginn minn. Því hún á mikinn þátt í að sonur hennar er yndislegur eig- inmaður, hún ól upp strák sem ber mikla virðingu og umhyggju fyrir fólki og dýrum, líkt og hún. Mann sem hún var og getur ávallt verið stolt af. Takk, elsku tengda- mamma mín, fyrir allt, þín er sárt saknað. Þín elskandi tengdadóttir, Tinna. Í dag fylgjum við systur minni, Margréti Gunnarsdóttur, til hinstu hvílu. Margrét var einstök, greind og trygg vinum sínum. Hún var ein- lægur mann- og dýravinur. Í aug- um hennar mátti gjarnan greina eilitla glettni og kímni, alltaf var stutt í hlátur. Margs er að minnast og þakka fyrir. Missir okkar allra er mikill. Margrét barðist hetjulega við veikindi síðustu mánuðina. Við sem fylgdumst með baráttu henn- ar dáðumst að styrk hennar og bjartsýni. Ég minnist systur minnar, sem var 15 árum yngri en ég, sem kátrar lítillar stelpu með fallegt liðað hár, en síðan sem sterkrar og glæsilegrar konu sem var vin- mörg og eftirsóttur starfskraftur í sínu fagi. Margrét kynntist sorginni ung þar sem hún missti föður okkar, Gunnar Vagnsson, aðeins 12 ára gömul. Ári seinna kom Margrét með mér og fjölskyldu minni í sína fyrstu sólarlandaferð í þrjár vikur og áttum við góða daga saman og vonum við að ferðin hafi hjálpað í sorgarferli hennar á þeim tíma. Ég og fjölskylda mín höfum átt margar ljúfar stundir með Mar- gréti og fjölskyldu hennar og munum við varðveita þessar góðu minningar á meðan við lifum. Fósturlandsins Freyja, fagra vanadís, móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís. Blessað sé þitt blíða bros og gullið tár. Þú ert lands og lýða ljós í þúsund ár. (Matt. Joch.) Ég og fjölskylda mín vottum Gunnari Ármanns, Gunnari Þór, Fjólu og Tinnu okkar dýpstu samúð. Megi mildi Guðs lina söknuð ykkar og veita ykkur styrk í sorginni. Gunnar Vagn Gunnarsson og fjölskylda. Margrét tengdadóttir mín elskuleg er látin langt um aldur fram, eftir harða baráttu við krabbamein. Hún ætlaði svo sannarlega að hafa betur en svo fór ekki. Þegar þau Gunnar sögðu mér frá þessu í júní á síðasta ári fékk ég stóran hnút í magann og þar hefur hann verið síðan. Magga sagði við mig: „Þetta er bara næsta stóra verkefni fyrir mig til að takast á við“ og ég von- aði svo sannarlega að hún myndi fá að klára það með sigri. Hún tók þessu öllu með einstöku æðru- leysi og ég heyrði hana aldrei kvarta. Ef ég spurði: Hvernig líð- ur í dag: „Bara fínt, þetta gengur bara vel.“ Ég á eftir að sakna hennar mikið, yndisleg kona var hún, hafði einstaklega létta, ljúfa og fallega framkomu, var mér ein- staklega góð tengdadóttir. Eftir að ég varð ekkja hefur samverustundum með þeim hjón- um fjölgað mikið. Þau hafa verið dugleg að bjóða mér í mat og ég var alltaf tilraunadýr hjá þeim, þau voru alltaf að prófa eitthvað nýtt í eldamennskunni og ég varð aldrei fyrir vonbrigðum. Magga og Gunni voru að sýsla við elda- mennskuna og ég sat hjá þeim í eldhúsinu og svo var talað um daginn og veginn á meðan elda- mennskan var kláruð, sest að matarborði og borðaður góður matur. Þarna hef ég átt með þeim ánægjulegar og góðar stundir. Hún tengdadóttir mín stjanaði við mig, ég mátti ekki lyfta litla fingri til að aðstoða hana og ég var í dekri. Magga var listakokkur, með þeim betri, klikkaði aldrei, við í fjölskyldu minni vorum öll sammála um það. Það er búið að vera alveg ótrú- legt að fylgjast með þeim hjónum síðustu fjórtán mánuði, hvernig þau hafa tekist á við þennan erf- iða tíma. Þau hafa sýnt ótrúlegan styrk, væntumþykjan og ástin þeirra á milli hefur svo sannar- lega skinið skært. Þvílík um- hyggja sem Gunnar er búinn að veita Möggu síðustu mánuði. Ég kveð Möggu með sorg í hjarta og mörg tár hafa fallið síðustu mán- uði þeirra vegna. Ég mun minnast hennar með gleði og ég þakka henni samfylgdina þann tíma sem við áttum samleið, sem voru tutt- ugu ár. Brynhildur Garðarsdóttir. Ljúfmennska, glettni, já- kvæðni og notalegheit eru orðin sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til Margrétar Gunnarsdótt- ur. Hún hafði einstaklega góða nærveru og fallega framkomu og naut virðingar innan bankans. Hún hafði þannig góð áhrif á alla í kring um sig. Á stórum vinnustað, þar sem er opið rými, skipta þess- ir eiginleikar einmitt miklu máli. Magga hafði mikla reynslu í sínu fagi og var öflugur starfs- maður, sem allir treystu. Þannig vissi ég alltaf að mál væru í góð- um höndum hjá Möggu. Það var ákaflega gott að hafa hana í okkar góða hópi – bæði faglega og fé- lagslega. Það var okkur mikið áfall að frétta af veikindum Möggu. Ein- hvern veginn var það óhugsandi að Magga, sem alltaf hugsaði vel um heilsuna, væri nú veik. Hún bar sig þó alltaf svo vel og við vild- um engu öðru trúa en allt færi vel og við hlökkuðum mikið til að fá hana til baka. Það var því gríð- arlega sárt að fá fréttirnar af því að endalokin nálguðust. Við kveðjum Möggu með sökn- uði og virðingu og vottum að- standendum hennar okkar dýpstu samúð. F.h. lögfræðisviðs Arion banka, Jónína S. Lárusdóttir, framkvæmdastjóri. Margrét Gunnarsdóttir  Fleiri minningargreinar um Margréti Gunnarsdóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.