Morgunblaðið - 01.09.2014, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2014
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú verður að gera þér grein fyrir því
að ekki eru allir viðhlæjendur vinir og að ekki
eru allir vinir með sama hætti. Haltu óvænt
partí eða skálaðu við einhvern.
20. apríl - 20. maí
Naut Ef þig langar að ferðast um þessar
mundir skaltu leita á kunnugar slóðir. En þú
þarft ekkert að óttast, því að jafnaðargeð þitt
skilar þér góðri upplifun.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er engin ástæða til þess að
vera með samviskubit. Nú sérðu hvort gjörðir
þínar færa þér árangur eður ei.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú hefur lengi reynt að fá kunningja
þinn til að skila ákveðnum hlut. Hamraðu því
járnið á meðan það er heitt og fylgstu með
framvindu mála.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Láttu ekki ákveðna persónu vera í
óvissu með hvaða tilfinningar þú berð til
hennar. Sumar eru á þínu valdi svo þú skalt
ekkert bíða með þær.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ástvinir þínir rugla þig svo sannarlega
í ríminu í dag með sínu óstöðuga framferði
og skaplyndi. Skrifaðu hugsanir þínar niður
áður en þú deilir þeim með öðrum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Hafðu ekki áhyggjur þótt dagdraumar
sæki á huga þinn í dag. Forðastu að gagnrýna
vinnufélaga þína og það sem þeir eru að
gera.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Láttu það eftir þér að upplifa
ævintýrið og fara ótroðnar slóðir. Hafðu það
hugfast að kurteisi kostar ekkert og með
hana að vopni nærðu betri árangri en með
frekju og ólátum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þetta er góður tími til að njóta
lífsins með vinum þínum. Samræður eru
alvarlegar og praktískar en líklegar til
árangurs.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú getur haft þínar skoðanir en
skalt ekki búast við að aðrir skilji þær. Finndu
strax einhvern sem þér líkar við. Kvöldið
tekur óvænta stefnu.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur yndi af skáldsögum og
lætur þig dreyma um að skrifa eina sjálfur.
Sýndu tillitssemi og þá leysast öll mál af
sjálfu sér fyrr en varir.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Láttu tjáningu og samskipti ganga
fyrir. Láttu aðra um sín mál. Hvernig væri að
gefa óttanum þínum nafn og kynna þig fyrir
honum? Jafnvel bjóða hann velkominn?
Alls konar pestir eru að gangaog kvartað undan maga-
verk. Ármann Þorgrímsson orti:
Brakar í landsins burðargrind
bresti má heyra undir þind
alltaf verðum af ótta blind
ef að náttúran leysir vind.
Fía á Sandi brást skjótt við:
Allir tala um eitthvurt gos.
Allir vilja spá í gos.
Hvar er nú þetta árans gos?
Ég ætla í sjoppu að kaupa gos.
Sigrún Haraldsdóttir hefur frá
öðru að segja:
Sven hafði léleg lungu
en lipra og hvassa tungu,
hann klæddist í hökul
og kleif up á jökul
en álpaðist oní sprungu.
Davíð Hjálmar Haraldsson
hefur löngum verið veð-
urglöggur:
Það var suddi og sárkaldur rosi
þegar Sven lenti í þessu vosi,
samt lifð’ann af
er séns honum gaf
til að drukkna í Grímsvatnagosi.
Brátt fór Davíð Hjálmar að
hugsa um aðra hlutir. Umboðs-
maður Alþingis hefur verið mik-
ið í fréttum:
Fyrir honum fátt má dylja,
á flækjur laga ber hann skyn
enda sýnast allir vilja
Umba fyrir pennavin.
Og enn kveður Davíð Hjálmar sér
hljóðs. Hann sagðist á miðvikudag
hafa heyrt í útvarpinu dósent í nær-
ingarfræði ræða nauðsyn góðrar
þarmaflóru.
Flestur matur finnst mér vera bestur.
Feitan dilk og nautgrip eða svín
hef ég ætíð etið líkt og hestur
enda blómstrar þarmaflóra mín.
Ármann Þorgrímsson er hógvær
eins og góðum hagyrðingi ber að vera:
Engu tapar okkar þjóð
eg þó bráðum hætti að ríma
varla hafa verri ljóð
verið samin nokkurn tíma.
Magnús í Magnússkógum orti:
Kvæða-akur fölna fer,
falla liljur orða.
„Gæðalakur orðinn er,“
inna þiljur borða.
Þessi er úr rímum af Gríshildi góðu:
Rúm um garpa raddargöng
rennur vín og drýpur.
fiðla, harpa sinfón söng,
sumir blása í pípur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Magakveisa, þarma-
flóra, gos og Umbi
Í klípu
„VIÐ SKULUM SETJA JÓLASVEINS-
VÖRUMERKIÐ TIL HLIÐAR Í SMÁSTUND,
OG TALA MEIRA UM ÞÁ PERSÓNU SEM
JÓLASVEINNINN HEFUR AÐ GEYMA.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„SENDU SEKTINA Á BÍLASÖLUNA,
ÉG ÆTLA EKKI AÐ KAUPA HANN.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að lesa stjörnu-
spána hans á undan
þinni eigin.
MOGGINN MOG
GINN
EKKI ÞRÆTA! ÞETTA VERÐUR
FYRSTA
TÆKIFÆRI
MÖMMU TIL AÐ
SJÁ ÞIG MEÐ
HJÁLMINN SEM
HÚN GAF ÞÉR Í
JÓLAGJÖF!
SVO ÞÚ SKALT VERA
MEÐ HANN!
FYRIR MÖRGUM ÁRUM
MÓÐGAÐI ÉG GAMLA
GALDRANORN.
HÚN LAGÐI Á
MIG BÖLVUN.
„TAKTU ÞENNAN
KÖTT,“ SAGÐI HÚN!
ER EINHVER
NEIKVÆÐNI Í
GANGI?
Víkverji hefur aldrei orðið fyrir þvíóláni að brotist hafi verið inn á
heimili hans. Reyndar hrakti hann
einu sinni á flótta mann í slíkum hug-
leiðingum, en aldrei hefur óboðnum
gesti tekist að troðast inn í það allra
heilagasta – griðastað fjölskyld-
unnar.
Sem er eins gott, því fregnir herma
að tryggingafélög séu með afbrigðum
treg til að bæta slík tjón. Yfirleitt er
það skrifað alfarið á húseiganda að
innbúið sé ekki lengur á sínum stað.
Ef það er rétt, sem Víkverji heyrði
fyrr í sumar, að tryggingafélag hafi
neitað að greiða út bætur eftir inn-
brot til fjölskyldu vegna þess að
gluggakrækjur voru ekki festar, tel-
ur Víkverji sínum peningum betur
varið í eitthvað annað en tryggingar.
x x x
Í umræddri sögu átti innbrotsþjófurað hafa brotið sér leið inn á hemili í
gegnum glugga sem hafði verið lok-
að, þannig að stormjárninu hafði ver-
ið „læst“, en krækjur ekki festar.
Þjófurinn þurfti engu að síður að
spenna upp gluggann með verkfær-
um, en af því að hann komst hjá því
að brjóta rúðuna leit trygginga-
félagið svo á að heimilisfólkið hefði
ekki staðið við sinn hluta samnings-
ins sem ríkti þeirra á milli um trygg-
ingar.
x x x
Hversu erfitt þarf að vera að steladótinu þínu, til þess að trygg-
ingafélag samþykki að það hafi ekki
verið þér að kenna? Víkverji fellst á
að opnar og ólæstar útidyr sé van-
ræksla. Opnir gluggar kæruleysi og
lykill undir dyramottu áhætta.
En gluggar sem búið er að loka og
setja stormjárnið í lás, á það ekki að
vera nóg?
x x x
Víkverji ræddi þessi mál við bróðursinn, á leið á ættarmót í sumar.
Bróðirinn benti á að árlega væri
gengin svokölluð Drusluganga, til að
benda á að fórnarlömb kynferðisof-
beldis bera aldrei ábyrgð á því, sama
hvernig þau klæða sig eða hegða sér.
Þó að samanburðurinn sé í besta falli
hæpinn er þó um ofbeldisverk að
ræða í báðum tilfellum, og algengar
ranghugmyndir um hvar sökin liggi.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Enginn er sem þú, Drottinn. Voldugur
ert þú og mikill er máttur nafns þíns.
(Jeremía 10:6)
Heflar, standborvélar, hjólsagir, bútsagir,
loftpressur, sogkerfi og margt fleira.
Tæki og tól á
flottu verði
Zipper trésmíðavélar,
öflugar og hagkvæmar
Sýningarvélar á staðnum.
Einnig lamir, höldur, lím og
aðrar vörur fyrir smíðar.
Borðsög
250 mm blað
31.776 kr.
Pokasog
100 mm barki
29.026 kr.
Bútsög
210 mm blað
28.091 kr.
Hefill/afréttari
210 mm breidd
50.110 kr.
Sambyggð vél
5 stöðvar
178.448 kr. Loftpressa
200 l/50 l kútur
32.335 kr.
Súluborvél
13 mm patróna
17.382 kr.
IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is