Morgunblaðið - 01.09.2014, Side 32
MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 244. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Nýjar myndir af gosinu
2. Gos á ný í Holuhrauni …
3. „Þetta er mun öflugra gos“
4. Jafnvel 50 sinnum stærra en …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Stuðmenn halda sína fyrstu tón-
leika síðan 2012 nk. laugardag, 6.
september, í Eldborg Hörpu. Að lokn-
um tónleikum í Eldborg er tónleika-
gestum boðið í eftirpartí í Silfurbergi
þar sem hljómsveitin efnir til Stuð-
mannaballs fram eftir nóttu. Þetta er
í fyrsta sinn sem almenningi gefst
kostur á að heyra hljómsveitina full-
skipaða á dansleik síðan 2005.
Morgunblaðið/Eggert
Bjóða tónleikagestum
í fjörugt eftirpartí
Páll Rósinkranz varð fertugur fyrr á
árinu. Hann hóf söngferil sinn upp úr
fermingaraldri og því heldur hann
einnig upp á 25 ára starfsafmæli sitt
á árinu. Í tilefni þessara
tvöföldu tímamóta
kemur Páll fram á alls-
herjar afmælistón-
leikum í Há-
skólabíói
laugardag-
inn 11. október
næstkom-
andi.
Tvöfaldir afmælistón-
leikar Páls Rósinkranz
Á þriðjudag Sunnan og suðvestan 5-13 m/s og víða rigning, eink-
um suðaustanlands, um kvöldið. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast fyrir norð-
austan. Á miðvikudag Suðvestlæg átt, 5-10 m/s.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 8-15 m/s og rigning með köflum
en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast
fyrir austan.
VEÐUR
Stjarnan rígheldur í vonina
um að vinna sinn fyrsta Ís-
landsmeistaratitil karla í
knattspyrnu eftir 3:2 úti-
sigur á KR í 18. umferð
Pepsi-deildar karla í gær.
Stjarnan er með 39 stig í 2.
sæti deildarinnar, tveimur
stigum á eftir toppliði FH
sem hefur 41 stig í 1. sæt-
inu. FH vann Fjölni 4:0. KR
er í þriðja sæti en titilvonir
liðsins eru litlar eftir tapið í
gær. »2,4,7
Barátta FH og
Stjörnunnar
Mario Balotelli sneri aftur í ensku úr-
valsdeildina í gær þegar Liverpool
vann öruggan sigur á Tottenham.
Bæði lið hafa keypt marga leikmenn
á stuttum tíma en svo
virðist sem Liverpool
hafi náð að byggja
upp betri liðs-
heild og undir-
strikaði það í
uppgjöri lið-
anna í gær.
»6
Öruggur sigur Liverpool
í stórleik helgarinnar
Harpa Þorsteinsdóttir heldur áfram
að skora mörkin. Hún skoraði þrennu
í úrslitaleik Borgunarbikarsins á
laugardaginn þegar Stjarnan lagði
Selfoss með fjórum mörkum gegn
engu á Laugardalsvelli. Stjarnan
komst í gegnum keppnina án þess að
fá á sig mark. Þetta er fjórði titill
Stjörnukvenna á fjórum árum á fót-
boltavellinum. »8
Harpa með þrennu
í úrslitaleik bikarsins
ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Ég er hæstánægður með að vera
hamingjusamur og sjá gleðina í
hlutunum. Það er mikilvægast. Og
að eiga góða vini og hjarta sem
slær,“ segir fjöllistamaðurinn þjóð-
kunni, Ketill Larsen, sem er átt-
ræður í dag. Hann fagnaði tímamót-
unum með fjölskyldu og vinum í
gær. Þar var glatt á hjalla, enda
þurfa menn ekki að vera lengi í ná-
vist afmælisbarnsins áður en þeir
smitast af léttlyndi hans og lífsgleði.
Ketill vann við bústörf hjá móður
sinni, Helgu Þórðardóttur, á býlinu
Engi við Vesturlandsveg á árunum
fram á þrítugsaldur og var við nám
í Bændaskólanum á Hvanneyri.
„Ég var svolítið lengi að finna
sjálfan mig,“ segir hann. Það átti
ekki fyrir honum að liggja að verða
bóndi. „Ég uppgötvaði eitt sinn í
Þjóðleikhúsinu að það sem ég vildi
gera í lífinu væri að leika, syngja,
mála, semja og vinna með börnum.“
Ketill ákvað að læra leiklist: Hann
var í tvö ár hjá Ævari Kvaran og
þrjú ár í Leiklistarskóla Þjóðleik-
hússins. Samhliða náminu vann
hann hjá Æskulýðsráði Reykjavík-
urborgar, seinna ÍTR, við leiðbein-
andastörf og sumardvalir barna í
Saltvík, Víðidal og víðar. Þetta átti
eftir að verða aðalstarfsvettvangur
hans í næstum fjörutíu ár.
Ketill starfaði með Leikflokki
Litla sviðsins í Þjóðleikhúsinu 1967-
1968 og Leiksmiðjunni 1968-1969.
Þá lék hann ýmis hlutverk í Þjóð-
leikhúsinu frá 1969. Hann var með-
al annars einn leikenda hinnar
frægu Inúk-sýningar sem sýnd var í
nítján þjóðlöndum á árunum 1974-
1978.
Auk leiklistar hefur Ketill fengist
mikið við myndlist og haldið ótal
einkasýningar í Reykjavík og Kaup-
mannahöfn. Hann segir að misjafnt
sé hve vel verkin seljist, en það sé
ekki aðalatriðið. „Mestu skiptir að
hafa gaman af listinni,“ segir hann.
Einna þekktastur hefur Ketill
orðið fyrir að leika jólasveina.
Stjórnaði hann útiskemmtunum
jólasveina í Reykjavík um langt ára-
bil þegar kveikt var á Óslóartrénu á
Austurvelli. Margir muna hann
einnig í hlutverki Tóta trúðs á
skemmtunum um land allt. Þá hefur
Ketill samið fjölda leikþátta fyrir
börn. Ketill er enn að. „Ég var Tóti
trúður á þjóðhátíðinni í sumar og
Sindri sæfari á menningarnótt fyrir
nokkrum dögum,“ segir hann og
bætir við hlæjandi að hann ætli að
gæta sín á því að setjast ekki í
„hinn lífshættulega helga stein“.
Að sjá gleðina í hlutunum
Ketill Larsen
fjöllistamaður er
áttræður í dag
Morgunblaðið/Golli
Tímamót Vinir og ættingjar Ketils Larsens samfögnuðu honum í hófi í gær í tilefni áttræðisafmælisins í dag.
Morgunblaðið/RAX
Jólasveinninn Ketill Larsen hefur leikið jólasveina áratugum saman. Aska-
sleikir er sérgrein hans og um hann hefur Ketill samið bók fyrir börn.
Ljóðaverðlaun
Guðmundar Böðv-
arssonar árið
2014 hlaut Jó-
hann Hjálmarsson
ljóðskáld og Borg-
firsk menning-
arverðlaun hlaut
karlakórinn Söng-
bræður. Verðlaun-
in voru veitt í níunda sinn í Reyk-
holtskirkju.
Söngbræður og ljóð-
skáld verðlaunaðir