Morgunblaðið - 30.09.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.09.2014, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ríkisútvarpiðallt ogfréttastofa þessarar opinberu stofnunar hefur verið í sérkenni- legum stellingum síðustu árin. Þessi stofnun er hin aleina af opinberum stofnunum þar sem sem tekið er fram í lögum, að hún sé „í al- mannaþágu“. Og það er ekki lát- ið duga heldur er í sama texta sagt: „Ríkisútvarpið er þjóðar- miðill.“ Minna mátti ekki gagn gera. Alþingi segir ekkert um það að Ríkisendurskoðun, Um- boðsmaður Alþingis eða Lands- virkjun skuli vera „þjóðar- stofnun“. Ekki heldur Vega- gerðin og Þjóðminjasafnið. Í lögum sem Alþingi hefur sett um Stjórnarráðið og ríkisstjórn Íslands er ekki minnst einu orði á þjóðina. Ekki einu sinni þegar sett eru lög um dómstólana og Hæstarétt þykir mönnum taka því að nefna þjóðina til sög- unnar. Í fyrirsögn laganna um þessa einstæðu stofnun þjóðarnnar er talað um Ríkisútvarpið. Og það heiti margendurtekið í lagatext- anum. En starfsfólkið hefur breytt nafninu, í fullkomnu heimildarleysi, yfir í „RÚV“, en það orð, ef orð skyldi kalla, kem- ur hvergi fyrir í lögunum. Starfsmennirnir hafa ekki ósk- að eftir því að Alþingi geri þessa breytingu á heiti þessarar stofn- unar. Það hefur ekki beðið menntamálaráðherra um það og síst af öllu hefur það spurt þjóð- ina. Og svokölluð stjórn þess- arar stofnunar hefur væntan- lega aldrei um þetta fjallað. Ekki er vitað um neina aðra ríkisstarfsmenn sem hafa breytt heiti sinnar stofnunar upp á sitt eindæmi. En það er ekkert ein- kennilegt þótt starfsmenn þess- arar ríkisstofnunar gangi þann- ig fram, því þeir telja sig ekki heldur í öðrum efnum þurfa að fylgja anda þeirra hástemmdu laga sem um hana gilda. Í lög- unum segir m.a. að Ríkis- útvarpið eigi að stuðla að „fé- lagslegri samheldni“. Það er svo sem ekki einhlítt hvað felst í þeim fyrirmælum. Ekki er langt síðan Ríkisútvarpið gekk dag eftir dag erinda þess liðs sem réðst á Alþingishúsið með bar- eflum, grjótkasti, saur og eggj- um og eins á heimili almennra borgara eftir beinar og óbeinar hvatningar sjálfskipaðra ræðu- manna á Austurvelli, sem Rík- isútvarpið gagnrýnislaust flutti hrópin frá. Það hefur kannski talið sig vera að ýta undir „fé- lagslega samheldni“. Það lýsti því meira að segja yfir að „skipuleggjendur“ mótmæl- anna, sem aldrei hefur verið upplýst hverjir voru, bæðu menn að hafa með sér búsáhöld niður á Austurvöll, t.d. pönnur. „T.d. pönn- ur“! Pönnur eru helsta þungavopn sem fyrirfinnst á al- mennum heimilum. Menn geta ímyndað sér hvern- ig fjölskyldum hins fámenna lögregluliðs leið þegar þær heyrðu þessar hvatningar Rík- isútvarpsins, sem þykist á tylli- dögum eiga umfram aðra að stuðla að öryggi í landinu. Ríkisútvarpið hefur ekki, svo vitað sé, talið nauðsynlegt að fara yfir framgöngu sína á þeirri ögurstundu, þegar engu mátti muna að trylltur lýður næði valdi á viðkvæmustu stofnunum íslenska ríkisins, og ekki hefði þurft um að binda, ef hinu hug- rakka en örþreytta lögregluliði hefði ekki tekist að koma í veg fyrir þá þjóðarógæfu. Menn muna hvernig Ríkis- útvarpið hagaði sér í Icesave- málinu. Eins hvernig það af- flutti málatilbúnað eins fram- boðsins fyrir borgarstjórnar- kosningar svo aðeins örfá af hrópandi dæmum séu nefnd. Og nú leggur það lykkju á leið sína til að gera kristilega bænastund í Hörpu tortryggilega og koma í leiðinni höggi á forseta Íslands. Það er ekki í fyrsta sinn sem það er reynt. Ríkisútvarpið hafði flutt hefð- bundna örstund fyrir morgun- bæn fram undir klukkan sex að nóttu til að tryggja að fáir væru vaknaðir til að nýta þann dag- skrárlið og felldi niður kvöld- bænina. Stofnunin hefur rofið áratuga velmetna hefð og eyði- lagt síðasta lag fyrir fréttir og gefur ekkert fyrir sjónarmið fólksins í landinu. Enda hefur það ekki neitt með þessa stofn- un að gera. Það á bara að borga. Ríkisútvarpið er „RÚV“, sem er ekki til í lagatextanum, „þjóðin“ í lagatextanum er það örbrot sem er í starfsmannafélaginu í Efstaleiti og yfirlýsing laga um Ríkisútvarpið um „félagslega samheldni“ snýst auðvitað að- eins um samheldni félaganna þar. Í fréttum fyrir fáeinum vikum var sagt frá því að ákveðið hefði verið að fækka starfsmönnum danska ríkisútvarpsins um lið- lega tvö hundruð manns. Fáir í Danmörku sáu neitt athugavert við það. Ekki er vitað hvort sú stofnun starfar í danska þjóð- arþágu. Í niðurskurðarfjárlögum hér eru fjármunir „RÚV“ hins vegar auknir á milli ára, sem sýnir væntanlega að núverandi ríkis- stjórn kann vel að meta fram- göngu útvarpsins. Og skiptir þá ekki máli, þótt sú ákvörðun hennar sé ekki endilega í þjóð- arþágu. Frétta- og dag- skrárgerðarstjórar Ríkisútvarpsins virðast telja sér til tekna að vera upp á kant við hlustendur} Lagast ekki, versnar bara B rosmildur gaur stóð í vegarkanti á Breiðamerkursandi og veifaði þumli. Svipurinn var bjartur og áhættunnar virði að leyfa mann- inum að fljóta með. Við förunaut- ur minn skutluðum þessum þýska puttalingi frá Jökulsárlóni að Höfn í Hornafirði og þótt leiðin væri ekki löng varð hún seinfarin. Margt var að sjá sem leiddi af sér alls konar spurningar og umræður sem voru fín þjálfun í enskunni. Við fórum meðal annars að Þurru- brú í Suðursveit, þar sem Heinabergsvötn runnu forðum fram eða allt til ársins 1948. Þá hafði brúin nýlega verið reist og má segja að undir hana hafi aldrei vatnað. Þjóðverjanum þótti þetta sérstaklega merkilegt – og var raunar stóreygur af undrun. Við ræddum líka um bráðnun jöklanna og það hvernig landið er sífellt að breytast. Hæsta fjall landsins, Hvannadals- hnjúkur, fór úr 2.119 metrum í 2.111 með einni mælingu. Höfn var náttstaður. Að kvöldi var sá áskilnaður gerð- ur að halda samferðinni áfram eins og gekk eftir. Ferða- félaginn þýski var líka þokkalega lesinn, þekkti að minnsta kosti útlínur í sögu lands og þjóðar og vissi lítið eitt um bókmenntir og sögu. Hafði lesið Laxness og var vel með á nótunum þegar talið barst að sögunni Para- dísarheimt. Okkar manni þótti því nánast óraunverulegt þegar við bókstaflega gengum inn í sögusvið bókarinnar við Eystra-Horn, en þar voru ákveðin atriði úr myndinni kvikmynduð endur fyrir löngu og stendur leikmyndin enn þótt fúin sé orðin. Og svo komum við á Djúpavog, lítið og fallegt sjávarþorp sem Bú- landstindur setur svo sterkan svip á. Og í kaupfélaginu þar fengust íslenskar SS- pylsur, eins og Bill Clinton Bandaríkjaforseti fékk á Bæjarins bestu um árið. Svo var farið áfram inn Berufjörð og um Öxi, tröllaveg upp himinháar brekkur í stór- brotnu landslagi enda var Þjóðverjinn upp- numinn. Niður á Fljótsdalshérað komum við síðla dags og notuðum kvöldið í leiðangur um- hverfis Lagarfljótið. Í Þýskalandi eru sögur Gunnars Gunnarssonar þekktar og hús skáldsins á Skriðuklaustri er byggt eftir teikningu þýsks arkitekts. Aftursætisfarþeg- anum þótti þetta áhugavert og einnig þegar við komum að útfalli Fljótsdalsvirkjunar, sem er ein stærsta orkustöð Evrópu. Hallorms- staðarskógur, sem er víðfeðmt svæði á íslenskan kvarða, þótti honum snoturt rjóður í besta falli. Leiðir skildi eystra en nokkrum dögum síðar var sá þýski kominn til Reykjavíkur. Hafði þá samband eins og rætt hafði verið um. Tókum þá rúnt, skoðuðum Höfða, Hörpu, Perlu og Laugarnestanga Hrafns Gunnlaugs- sonar. Og þessi Íslandskynning virðist hafa lukkast því í nýlegum tölupósti lét puttalingurinn af Breiðamerkur- sandi þess getið að hann kæmi sennilega aftur næsta sumar og tæki kærustuna með. Já, og þá er eins gott fyr- ir mig að finna upp á einhverju sniðugu og fara svo í bíl- túr með þau skötuhjúin. sbs@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson Pistill Hringferð með Þjóðverja STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Mikið vatn runnið til sjávar á 40 árum SVIÐSLJÓS Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Þegar Auður Eir Vilhjálms-dóttir var vígð til prests 29.september 1974, fyrst ís-lenskra kvenna, leitaði Morgunblaðið álits „klerka og leik- manna“ á þessum sögulega viðburði. Flestir voru sammála um að ákvörð- un leiðtoga kirkjunnar um að vígja konu í prestsembætti væri gleðileg og af hinu góða en aðrir hörmuðu þróunina; einn starfsbræðra Auðar gagnrýndi að með þessu væri löng hefð rofin, en annar gekk svo langt að tala um „andlega kynvillu“. Mikið vatn hefur runnið til sjáv- ar á þeim fjörutíu árum sem liðin eru frá því að sr. Auður Eir fékk brauð á Suðureyri í Súgandafirði en á þeim tíma hafa 79 konur til viðbótar verið vígðar til prests á Íslandi og tvær konur gegnt embætti biskups; Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Ís- lands, og Solveig Lára Guðmunds- dóttir, vígslubiskup á Hólum. Bolt- inn fór þó hægt af stað en önnur konan til að gegna prestsembætti á Íslandi var Dalla Þórðardóttir, dótt- ir Auðar Eirar, sem var vígð 1981. Ekki lengi að slá til „Þegar ég var komin á síðasta árið í guðfræðideildinni, átti í raun lítið eftir nema ritgerðina mína, þá hringir séra Sigurbjörn biskup í mig og býður mér í viðtal, og segir mér að það séu nú laus nokkur presta- köll, fjögur minnir mig,“ segir Dalla um aðdragandann. Hún var ekki lengi að slá til og tók við embætti á Bíldudal, sem þá var í Barðastrand- arprófastsdæmi. En höfðu viðhorfin þá breyst frá því að móðir hennar var vígð? „Já, ég hugsa það. Að minnsta kosti hjá kirkjustjórninni og mörg- um öðrum. En maður veit það að heilt samfélag breytist ekki í einni svipan. Það voru náttúrulega ennþá margir sem voru ekkert ginnkeyptir fyrir því að fá konu. Það tekur meira en heilan mannsaldur,“ segir Dalla, sem varð þó aldrei vör við fordóma í eigin prestakalli. Meiri kröfur gerðar til kvenna? Spurð að því hvort henni finnist eitthvað hafa breyst frá því að hlut- fall kvenna í prestastéttinni fór að aukast nefnir hún t.d. að málfarið nái nú til beggja kynja. „Það er að segja ekki „bræður“ heldur „syst- kin“, við erum „öll“ en ekki „allir“. Það er eitthvað sem konurnar hafa beitt sér fyrir og það hefur borið ár- angur,“ segir hún en það sé mjög mikilvægt að málfarið sé ekki útilok- andi. „Svo held ég að andrúmsloftið í prestahópnum, á prestastefnu og í messum sé orðið léttara og frjáls- legra,“ bætir hún við og segist vilja meina að það sé m.a. vegna fjölgunar kvenna innan kirkjunnar. Þegar Dalla er innt eftir því hvort einhver vígi innan kirkjunnar séu óunnin hvað varðar jafnrétti kynjanna nefnir hún tvöfalt álag á konum sem starfa úti og halda heim- ili. Undir þetta tekur Kristín Þórunn Tómasdóttir, formaður Félags prestvígðra kvenna, en hún telur að hugsanlega séu ákveðnir þættir, eins og að sjá um stórt heimili, sem eru taldir til veikleika hjá konum en styrkleika hjá körlum þegar kemur að ráðningum. „Það sem ég myndi vilja sjá, og kalla eftir rannsóknum á, er hvaða mál það eru sem brenna á konum sem gegna embætti. Hvernig þeim líður í starfi og hvort það er eitthvað í prestsstarfinu sem hefur öðruvísi áhrif á konur en karla, og hvort það eru aðrar væntingar til þeirra, og þar fram eftir götunum,“ segir Kristín. Morgunblaðið/Golli Kvennamessa Alls þjóna 49 vígðar konur í þjóðkirkjunni í dag og 12 erlendis og ein er prófessor við Háskóla Íslands, samkvæmt upplýsingum Biskupsstofu. Konur í kirkjunni » Sl. sunnudag var 80. ís- lenska konan vígð til prests, El- ín Salóme Guðmundsdóttir, sem hefur verið skipuð í emb- ætti í Patreksfjarðarprestakalli. » 71 kona hefur verið braut- skráð með BA-próf í guðfræði frá HÍ frá 1990 og 87 með kandídatspróf. Um þessar mundir stunda 24 konur BA- nám í guðfræði við HÍ. » Í ágúst árið 2000 höfðu 45 konur verið vígðar til prestsþjónustu innan þjóð- kirkjunnar. » Samkvæmt upplýsingum frá Biskupsstofu voru 33 karlar og 36 konur vígð til prests 1998-2012, þegar Karl Sig- urbjörnsson var biskup. » Frá því að Agnes M. Sig- urðardóttir var skipuð biskup hafa 6 karlar og 7 konur verið vígð til þjónustu. » Árið 1995 var Dalla Þórð- ardóttir skipuð prófastur fyrst íslenskra kvenna og árið 1998 varð hún fyrst kvenna kjörin í kirkjuráð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.