Morgunblaðið - 30.09.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.09.2014, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2014 Ég minnist tengdamóður minn- ar með hlýju og söknuði. Hún var sterk kona sem vissi hvað hún vildi. Við vorum miklir vinir frá fyrstu kynnum, þegar ég heimsótti hana og tilkynnti henni, að ég ætlaði mér að eyða ævinni Sigríður Þorsteinsdóttir ✝ Sigríður fædd-ist 29. sept- ember 1930. Hún lést 22. september 2014. Útför Sigríð- ar fór fram 29.9. 2014. með Helgu dóttur hennar. Eitthvað hafði hún verið í vafa um ágæti tengdason- arins vegna fyrri lífs- hátta og þótti mér rétt að hitta hana og ræða málin. Frá fyrstu stundu fór vel á með okkur og í henni átti ég traustan vin og talsmann alla tíð. Ég get ekki ímyndað mér betri eða traustari tengdamóður. Didda var tíður gestur á heimili okkar og það var mér mjög mikils virði að hún var alltaf til í að koma í mat. Ég dáðist alltaf af dugnaði hennar og elju, ekki síst eftir fráfall Jóns Abra- hams tengdapabba. Það eru ekki allar 57 ára konur sem hefðu treyst sér í ökunám, en hún vílaði það ekki fyrir sér. Traust og heiðarleiki voru einkenni hennar og hún var hreinskiptin í samskiptum. Hún var mikill vinur vina sinna og ákaf- lega dugleg að rækta tengsl við vini og fjölskyldu. Hún var kraftmikil kona sem kunni að meta góða tón- list, listsýningar og ferðalög. Hún ferðaðist með okkur bæði innan- lands og utan. Ég er henni afskap- lega þakklátur fyrir vináttu hennar og hlýju og traust í minn garð. Börnin okkar áttu hjá henni skjól og hún var alltaf reiðubúin til þess að aðstoða fjölskylduna á alla lund. Það verður skrýtið að geta ekki hringt í hana og boðið henni að koma í mat eða stoppa hjá henni í kaffisopa. Ég hugga mig við að nú eru tengdaforeldrar mínir samein- uð á ný. Ég kveð elskulega tengdamóður mína með söknuði og bið góðan Guð að geyma hana. Egill. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Í dag er til moldar borin Sigríð- ur Þorsteinsdóttir, vinkona mín. Með henni er gengin mikilhæf mannkostakona. Við kynntumst fimmtán ára gamlar í Ingimars- skólanum og vinátta okkar hefur haldist óslitið síðan. Maður heldur sig ríkan, með gnótt vina. En þegar spilin eru stokkuð vaknar maður við að aðeins fáir eru manni sérlega kærir og eftirminnilegir, sem skilja eftir sig spor sem aldrei fennir í. Þannig var Didda. Didda var félagslynd og saman gengum við til liðs við Garðabakka, ferðafélag undir stjórn Þorsteins Magnússonar, og með honum fór- um við ótal ferðir vítt og breitt um heiminn. Didda hafði mikið yndi af tónlist. Við hófum fyrir tuttugu ár- um að sækja tónleika Sinfóníunnar og höfum eftir því sem árin hafa liðið sótt æ fleiri tónleika og átt fasta miða á tónleikaraðir hljóm- sveitarinnar. Saman höfum við ferðast með vinafélagi Íslensku óp- erunnar til New York að hlusta á óperu í Metropolitan og átt áskrift- arkort í leikhús. Það var í maí síð- astliðnum sem við sátum síðast saman í Hörpu og nutum hljómlist- arinnar daginn áður en Didda var lögð á sjúkrahús. Samband Diddu við börnin sín og fjölskyldu var mikið og inni- legt. Þau sjá nú á eftir móður sem bar umhyggju fyrir þeim og gladdist með þeim í velgengni þeirra. Ég veit að minning henn- ar um allt sem hún var þeim mun lina sorg þeirra. Ég mun sakna hennar mjög en er um leið þakk- lát fyrir samveruna, þakklát fyrir að hafa átt hana að traustum vini. Sigríður Smith. Svo minnug, greind, prúð, falleg innst sem yst, góð- viljuð, ættrækin og þver, þannig var hún Sirrí mín. Hún var svo alvöru, góð við alla bæði sóma sinna ættar og þá sem höfðu misstigið sig í lífinu. Á henn- ar heimili gátu allir verið eins og þeir voru, þar voru engin hlutverk sem gengið var inn í því það var ekkert leikrit í gangi. Enda var þar hlýtt og gott að vera. Það var í sveitinni sem hún steig sín léttustu spor og þangað leitaði hugurinn síðan. Einn sól- bjartan sumardag eftir að hún var komin á efri ár ókum við á æsku- slóðir hennar að Álftanesi á Mýr- um. Þegar þangað kom dreif hún sig niður að bakka, dreif sig úr skóm og sokkum, tiplaði yfir steina, arkaði í fararbroddi yfir sand og ála og gekk léttstíg suður á tanga. Árin síðan hún var þarna Sigríður Jónasdóttir ✝ Sigríður Jón-asdóttir fædd- ist 17. október 1924. Hún lést 18. september 2014. Útför Sigríðar fór fram 29. september 2014. ung hurfu sem snöggvast. Svipur- inn varð mildur og geðið gott. Sögur voru sagðar á skemmtilegan hátt og örnefni voru rifj- uð upp af öryggi. Sveitin var hennar. Marga litla lófa hefur hún Sirrí þrif- ið, marga hefur hún mettað og kinnar strokið. Hjá henni og Jóni hennar var rekið hálfgert barnaheimili þar sem mörg börn í ættinni voru pössuð til skemmri og lengri tíma. Þar lærðu þau margt gott og skemmtilegt. Ungur drengur lærði að raspa með þjöl og sjóða járn með loga, annar lærði að skrúfa og varð vitni að göldrum þegar kvikmynd var kastað á vegg, enn annar lærði staðfestu og vinnusemi, þá lærði einn að meta soðningu og saltkjöt, ein fékk gott eyra fyrir íslensku máli og önnur heillaðist af vönduðum prjónaskap og öll lærðu þau að þau voru á góð- um stað hjá góðu fólki. Hún var mér hin besta frænka sem gaf en einskis krafðist. Hún reyndi að kenna mér góða siði og umgengni, fötin mín átti ég að brjóta saman og matinn minn að klára. En af henni var líka hægt að læra annað og meira eins og heið- arleika, hreinskilni, umhyggju og að vera ekki gráðugur í þessum heimi. Slíkri konu ber að þakka. Valgerður Garðarsdóttir. Mikið vorum við systurnar heppnar að eiga svona hlýja og góða afasystur. Við minnumst þeirra ófáu skipta sem við geng- um yfir Fossvogsdalinn með mömmu til að fara í heimsókn til Sirrí frænku. Í kotinu hjá Sirrí og Jóni var alltaf tekið vel á móti gestum. Þar máttum við sælker- arnir búast við því að kex og mjólk væri á borðstólum þar sem alltaf var eitthvað til í búinu af sætind- um því gestagangur þar var svo mikill. Sirrí var vel gefin, gjafmild og sjálfstæð kona. Þau hjónin eignuðust ekki börn en Sirrí var hins vegar mjög barngóð og hafði gott lag á börnum, þannig grædd- um við barnabarnabörnin þeirra Huldu og Jónasar auka-ömmu. Á níræðisaldri hafði minnið aldrei brugðist og var hún minnug með eindæmum. Alltaf mátti treysta því að Sirrí mundi eftir manni og á afmælisdegi hvers einasta fjöl- skyldumeðlims beið símtal frá Sirrí frænku. Við erum þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast Sirrí frænku, fyrir allar góðu fjöl- skyldustundirnar og það að hún hafi alltaf haldið höndunum á okk- ur hlýjum. Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Marta, Erna og Agnes Jóhannesdætur. Við systkinin eigum góðar minningar um Sirrí okkar og flestar þeirra um Jón og Sirrí. Þegar við vorum yngri var erfitt að skilja hvernig Sirrí var skyld okkur og framan af héldum við að hún væri amma okkar, enda var hún alltaf svo hlý og góð. Við urð- um því í raun þeirrar gæfu aðnjót- andi að eiga þrjár ömmur. Það var hlýlegt að koma í heimsókn til Jóns og Sirríar í Dalalandi og þrátt fyrir að þau eignuðust aldrei börn sjálf vorum við börnin reglu- lega hjá þeim og var mikið fjör. Það er okkur minnisstætt hversu gaman okkur þótti að koma í heimsókn enda beið okkar heilt herbergi af dóti til að leika með. Það var yndislegt að sjá hvað Sirrí var dugleg að mæta með ömmu Mörtu í allar veislur. Hún var dugleg að prjóna og þegar það kom nýtt barn í heiminn var hún ekki lengi að töfra fram falleg heimferðarsett. Við kveðjum hana Sirrí okkar með söknuði og nú ert þú komin á annað stað og það til Jóns þíns. Hvíldu í friði, elsku Sirrí okkar. Hulda Hrund, Guðlaug Dagmar, Helgi Hörður. Komið er að kveðju- stund kvöldið þegar runnið. Fögur kveðja fylgir sprund sem fyrir hefur unnið. (HRJ) Frá því að ég man eftir mér bjó Birna alla sína búskapartíð í Set- bergi, næsta húsi við mig á Hauganesi. Birna og Kjartan eignuðust sinn stóra barnahóp eins og títt var á Hauganesi í þá daga. Samgangur fjölskyldna var mikill og hver hjálpaði öðrum eins og nauðsyn bar til, stundum við að taka saman hey, eða fisk af klöpp- um og grindum, beita eða stokka upp. Hrinda bátum á flot eða setja á land. Á Hauganesi var mjög sér- stakt að fá að alast upp, þar sem hver fjölskylda sá og leit eftir barnahópnum sem þar var að alast upp án nokkurrar sérfræði- eða háskólamenntunar. Þau hjón settu sinn svip á þetta litla sam- félag og voru tíðir gestir á heimili Birna Guðrún Jóhannsdóttir ✝ Birna GuðrúnJóhannsdóttir fæddist 12. sept- ember árið 1918. Hún lést 4. sept- ember 2014. Útför hennar fór fram 16. september 2014. pabba og mömmu og mikið var búið að drekka af kaffinu og ræða pólitíkina, sem og um daginn og veginn. Þegar lífsgöngu okkar samferðafólks lýkur snertir það mann og minningar um góðar stundir í góðum félagsskap kalla á að gera eitt- hvað, einmitt það er ég að reyna, að þakka fyrir mig. Ég vil þakka Birnu fyrir sam- ferðina og hennar afkomendum sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur. Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson. Elsku amma. Þar sem ég sat í kirkjunni í dag og kvaddi þig hrönnuðust upp minningarnar. Ég man eftir eldhúsinu hjá þér, alltaf bakkelsi á borðum, heitur matur bæði í hádeginu og á kvöld- in eins og venjan var á þessum tíma og alltaf eftirmatur. Ég man eftir að einu sinni sem oftar var unnið við beitningu, við krakkarn- ir stokkuðum upp. Þú sendir mig heim í Setberg til að koma suð- unni upp á kartöflunum. Ég stóð samviskusöm við pottinn og slökkti um leið og suðan kom upp! Þú varst ekki sérlega hress með mig þegar allir komu sársvangir heim í mat hálftíma síðar og kart- öflurnar ósoðnar. Ég man eftir heimalningunum og því að við fengum að gefa þeim pela. Lengi vel hélt ég að heim- alningarnir væru lömb sem þér hefði litist sérlega vel á og tekið með þér heim sem gæludýr, það var leiðrétt. Ég man þú sauðst grásleppu í matinn, eitthvað hef ég verið orðin grænleit í framan því þú sendir mig út í Klapparstíg í mat og gistingu. Ég man eftir heyskapnum, allir úti á túni að snúa í garða og síðan raka saman í sátur. Nesti var snætt á túninu. Ég man að ef þú varst ekki að elda, baka, heyja, beita, sinna roll- unum og eitthvað rámar mig í að þú hafir lagt í saltfisk – þá varstu að sauma. Saumavélin í eldhúsinu og yfirleitt stæður af verkefnum. Þú byrjaðir snemma að eignast börn, rétt sautján ára það fyrsta og það yngsta og sjöunda fjörutíu og tveggja ára. Tvisvar áttuð þið mamma börn á sama ári. Þú varst því á fullu í móðurhlutverkinu þegar við elstu barnabörnin kom- um í heiminn. Mörg systkinabörn mömmu eru á aldur við mín börn. Þannig að kynslóðaskiptin eru ekki mjög skýr í þessum u.þ.b. 130 manna afkomendahópi þín- um. Þú ólst þín börn upp í Setbergi, sem var u.þ.b. 47 fermetrar, alltaf fullt af fólki. Setberg var reyndað stækkað síðar og er viðbyggingin mun stærri að gólffleti en gamla húsið. Þér var ekki hugað líf eftir langvarandi veikindi, á áttunda áratugnum, þar sem maginn var fjarlægður. Þú áttir nú eftir að dansa mikið með þjóðdans- aklúbbnum þínum eftir það, svo ég tali ekki um allar ferðirnar sem þú fórst í með félagi aldraðra. Það var mikið tekið frá þér þegar þú treystir þér ekki lengur til að stunda þessi áhugamál þín. Heils- an fór að bila, tíð veikindi og sjúkrahúslegur settu mark sitt á þig. Þú áttir erfitt með að sætta þig við að geta ekki búið áfram í fallegu íbúðinni þinni og flytja inn á Dalbæ. Síðasta áfallið var þegar þú fékkst sýkingu í öxl og oln- boga, þú náðir þér aldrei af því. Hættir að geta heklað og að- gerðaleysi var ekki alveg í þínum anda. Það var sárt að líkaminn skyldi svíkja þig en kollurinn var í lagi fram á síðustu stund. Morfín- ið var eitthvað að rugla þig inn á milli en þú varst of upptekin við að hafa áhyggjur af afdrifum ein- stakra afkomenda til að leyfa þér að kveðja. Að lokum varstu orðin þreytt og fékkst að sofa að mestu síðustu sólarhringana. Farðu í friði, elsku amma, dansaðu og ferðastu í Sólarlandinu. Þegar líkams brestur bandið, bikar hérlífs tæmið þið, svífið yfir sólarlandið, saman aftur búum við. (Höf. ókunnur) Erla Sigurveig Ingólfsdóttir. ✝ Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BJARTMARS GUÐMUNDSSONAR, Skúlagötu 40a. Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar H2 á Hrafnistu, Laugarási, fyrir alúð og umhyggju. Hilda Nissen, Kristín Bjartmarsdóttir, Brynjar Kristjánsson, Elísa Björk Sigurðardóttir, Sigríður Ósk Sigurðardóttir, Þráinn Alfreðsson, Hilda Ríkharðsdóttir, Axel Karlsson, Kristján Bjartur Brynjarsson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÚLFAR GUNNAR JÓNSSON húsasmíðameistari, Gullsmára 7, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 2. október kl. 13.00. Charlotta Olsen Þórðardóttir, Hulda Hrönn Úlfarsdóttir, Aðalsteinn Finsen, Edda Sólveig Úlfarsdóttir, Henríetta Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát systur okkar og frænku, HALLDÓRU THORODDSEN, Eskihlíð 6, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Auður Thoroddsen, Magdalena Thoroddsen. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VILBORG STRANGE áður til heimilis á Vallarbraut 6, Njarðvík, lést laugardaginn 27. september á hjúkrunarheimili Hrafnistu, Hafnarfirði. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigríður Victoria Árnadóttir, Guðmundur Svavarsson, Garðar Árnason, Kristrún Stefánsdóttir, Þorvaldur Árnason, Helga Birna Ingimundardóttir, Kristrún Lísa Garðarsdóttir, NilsJohan Torp, Vilborg Anna Garðarsdóttir, Þorgrímur Hallsteinsson, Hulda Karen Guðmundsdóttir, Hjálmar Vatnar Hjartarson, Árni Þórmar Þorvaldsson, Drífa Guðrún Þorvaldsdóttir og langömmubörnin hennar. ✝ Elskulegur eiginmaður og faðir okkar, BIRGIR HANNESSON, Hamraborg 38, Kópavogi, lést á Landspítalanum, Landakoti, föstudaginn 26. september sl. Guðrún Björnsdóttir, Magnús Birgisson, Hannes Birgisson, Kristín Birgisdóttir, Björgvin Birgisson, Brynjar Þór Birgisson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.