Morgunblaðið - 30.09.2014, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.09.2014, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2014 Verkið Gaukar segir fráfundum þeirra Tómasarog Gunnlaugs á hótelher-bergi á landsbyggðinni að vetri til. Gunnlaugur, sem er eldri, er kominn að vestan. Tómas hefur ekið í um klukkustund frá Reykjavík til að hitta hann. Ástæða fundarins er að Gunnlaugur hyggst gefa frá sér páfagauk sem Tómas hefur mik- inn áhuga á að eignast og er kominn til að skoða. Gunnlaugur er þó ekki til í að láta hvern sem er fá páfa- gaukinn og yfirheyrir því Tómas um fjölskylduhagi og reynslu af dýra- haldi. Það teygist á samveru þeirra fé- laga og páfagauksins og smátt og smátt verðum við margs vísari um þennan unga borgarbúa og eldri landsbyggðarmann. Við komumst að því að mennirnir eiga meira sameig- inlegt en okkur hefði fyrirfram grunað. Sviðið er fyrrnefnt hótelherbergi. Í miðju er tvíbreitt rúm. Á vinstri hönd er inngangur en á þá hægri eru dyr og klósett þar fyrir innan. Allt er snyrtilegt og ópersónulegt eins og við má búast. Lifandi páfagaukur er í búri á kassa framarlega á sviðinu. Áður en verkið hefst er varpað skuggamynd yfir herbergið, mögu- lega af skógi og undir murra hljóð sem gætu verið úr sama skógi og heimkynni páfagauka. Þegar verkið er hafið lýsir kastari búr páfagauks- ins þannig að sjá má skuggamynd af honum á vegg hótelherbergisins. Gunnlaugur, sem Jóhann Sigurð- arson leikur, er nokkuð vel mótuð persóna. Flestir kannast sjálfsagt við svona týpu. Hann hefur horn í síðu höfuðborgarbúa, er hrjúfur á yfirborðinu en í raun besti kall sem líður nokkuð vel við fábreyttar að- stæður, borðar gamlan íslenskan mat og þegir. Jóhann miðlar honum mjög vel. Persóna Tómasar, sem leikinn er af Hilmari Guðjónssyni, verður ekki eins lifandi og skýr. Mér fannst til dæmis ekki alveg sennilegt að svona ungur og myndarlegur maður væri að því er virtist alveg búinn að gefa samband við hitt kynið upp á bátinn. Nokkuð vel tekst að undirbyggja það hvernig teygist á samvistum karlanna og að þeir fara að segja hvor öðrum meira af eigin hag. Sam- töl eru góð og á köflum fyndin, til dæmis frásagnir af sparakstri sem er áhugamál Gunnlaugs. Báðir segja mennirnir líka skemmtilegar og kostulegar sögur. Sambandið við fyrrverandi sambýliskonur ber á góma og þeir leika samtöl við þær. Þar er lýst aðstæðum sem maður kannast við og eru fyndnar. Fundur mannanna og páfagauk- urinn er mögulega hugsaður sem dæmi um það hvað lífið getur verið fáránlegt og óvænt og boðið upp á skrýtnar uppákomur. Í verkinu er einnig lýst kreppu tveggja karla sem eiga ekki sérlega auðvelt með mild og lauflétt samskipti, efni sem vissu- lega er gott að tekið sé upp. Ef láta á tvo menn ná saman með sæmilega trúverðugum hætti verður að gefa því sæmilegan tíma. Verkið er rúmlega tveir tímar að lengd og mér fannst það of löng samvera við þessa tvo menn. Þó að þeir opnuðu sig og segðu hvor öðrum eitthvað nýtt þá var framvindan of hæg og fyrirsjáanleg til þess að halda at- hygli minni og áhuga. Það er hálf erfitt að viðurkenna þetta því þarna er þrátt fyrir allt verið að fjalla af virðingu um vanda karlmanna – sem auðvitað er lofsvert. Samskipti „Í verkinu er einnig lýst kreppu tveggja karla sem eiga ekki sér- lega auðvelt með mild og lauflétt samskipti,“ segir meðal annars í leikdómi. Borgarleikhúsið Gaukar bbmnn Eftir Huldar Breiðfjörð. Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson. Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir. Lýsing: Þórður Orri Pétursson. Tónlist: Úlfur Eldjárn. Hljóð: Baldvin Magnússon. Leikarar: Jóhann Sigurðarson og Hilmar Guðjónsson. Frumsýning á Nýja sviði Borgarleik- hússins, föstudaginn 26. sept. 2014. SIGURÐUR G. VALGEIRSSON LEIKLIST Karlar í kreppu Önnur plata ársins hjá Bedroom Community, Theatrics eftir enska tónlistarmanninn Puzzle Muteson, kom út í gær. Theatrics er rökrétt framhald af fyrstu plötu Muteson, En Garde frá árinu 2011 og er óður til þjóðlagatónlistar á sama tíma og hún kannar leyndardóma hins raf- ræna hljóðheims, skv. tilkynningu. Meðal þeirra sem leggja Muteson lið á plötunni eru Nico Muhly og Valgeir Sigurðsson. Rökrétt framhald hjá Muteson Ljósmynd/Costanza_Gianquinto Saga Lögin 11 á Theatrics Puzzle Mute- son segja áhrifamikla sögu með hverri mínútu sem líður, skv. tilkynningu. um unga lækni og þegar gamall félagi, kunnur listamaður, slasast illa tekur frá- sögnin nokkuð óvænta stefnu en jafnframt losnar um tök höfund- arins á efninu. Umfjöll- unarefnin eru mik- ilvæg, til að mynda um hlutverk lækna, hvað sé að líkna, og muninn á því að hafa stjórn á lífi annarra og sínu eig- in, en sagan tekur að hlaupa út undan sér og um tíma er reynt að koma of miklu inn. Fulláberandi verður hvernig byggja á upp net vísana og end- urtekninga, og kúvendingar í lífi Hér er teflt við dauðann ávöktum. Spennuþögnskákeinvígis í loftinu,rofin af og til af andvörp- um öndunarvéla, hálfkæfðum ópum frá stífluðum vökvadælum og hljóð- deyfðu skrafi starfsfólksins.“ (8) Í upphafi frumraunar Ara Jó- hannessonar í skáldsöguskrifum, Lífsmörk, stígur lesandinn beint inn á gjörgæsludeild Landspítalans og sagan grípur lesandann, enda er höf- undurinn vel ritfær eins og glögg- lega kom í ljós í ljóðabók hans, Öskudögum (2007), en fyrir hana hlaut Ari Bókmenntaverðlaun Tóm- asar Guðmundssonar. Textinn er ljóðrænn og frásögnin athyglisverð. Lesandinn kynnist hinum vinnu- sama svæfingalækni Sölva Odds- syni, nokkrum vinnufélögum hans og glímu þeirra við að halda lífi í sjúklingunum en jafnframt í ást- arsamböndum, því í ljós kemur að samband Sölva og eiginkonu hans er ekki sem best. Í fyrsta hluta sögunnar er dregin upp sannferðug lýsing á daglegu lífi á íslensku sjúkrahúsi, og áhugavert persónugallerí er kynnt til sög- unnar, innan stofnunar og í fjöl- skyldu Sölva. Álagið er mikið á hin- persóna verða óþarf- lega dramatískar. Um tíma virðist frásögnin ætla að verða saka- málasaga, og er það veikasti hluti verksins, áður en hún er loks tekin saman í lokin þar sem söguhetjan fær tækifæri til að koma reglu á líf sitt. Lífsmörk er áhuga- verð saga, mjög læsi- leg og ágæt frumraun vel stílandi höfundar. Sá hluti sem gerist inn- an sjúkrastofnana er einkar vel lukkaður og sýnir að höfundurinn, sem er starfandi læknir, á fullt er- indi á gjörgæsludeild orðanna. Morgunblaðið/Golli Læknasaga „Lífsmörk er áhugaverð saga, mjög læsileg og ágæt frumraun vel stílandi höfundar,“ segir um skáldverk Ara Jóhannessonar. Drama á gjörgæslunni Skáldsaga Lífsmörk bbbnn Eftir Ara Jóhannesson. Mál og menning, 2014, Kilja, 282 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 16 Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND UM EINKASPÆJARA SEM FLÆKIST INN Í HEIM EITURLYFJASALA LIAM NEESON ÓLAFUR DARRI ÓLAFSSON L 12 EQUALIZER Sýnd kl. 8 - 10:40 TOMBSTONES Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10:20 MAZE RUNNER Sýnd kl. 5:40 - 8 - 10:20 PÓSTURINN PÁLL 2D Sýnd kl. 6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.