Morgunblaðið - 30.09.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.09.2014, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 273. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Hefur glímt við andleg veikindi 2. Víðtæk leit við Óseyrarbrú 3. Drukknaði í Ölfusá 4. Tók myndir og lét lögregluna vita »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hjónin Steina og Woody Vasulka eru meðal helstu frumkvöðla vídeó- listar. Á 130 ára afmæli Listasafns Ís- lands hinn 16. október opnar mennta- málaráðherra svokallaða Vasulka- stofu í safninu. Þar verður vistað gagnasafn listamannanna en jafn- framt er ætlunin að Vasulka-stofa verði miðstöð rafmiðlalista á Íslandi. Listasafnið, sem er eitt höfuðsafna landsins, beinir þar með aukinni at- hygli að varðveislu vídeólistar. Morgunblaðið/Skapti Hallgríms Stofa með verkum Steinu og Woodys  Kanadíska skáldið Angela Rawlings heldur fyrirlestur í Ketilhúsinu í dag kl. 17 undir yfirskriftinni Wild slumber for industrial ecologists (Villtar svefnfarir iðnaðarvistfræðinga). Rawlings mun m.a. fjalla um sam- nefnda sýningu sem nú stendur yfir í Verksmiðjunni á Hjalteyri og er af- rakstur af samstarfi myndlistar- manna, rithöfunda og tónlistarmanna sem dvalið hafa í alþjóðlegri gesta- vinnustofu á Hjalteyri undanfarið. Eitt umfjöllunarefni sýningarinnar er iðnaðarvistfræði og rannsóknir á flæði efnis og orku í iðnaðarkerfum. „Iðnaðarvistfræðingar rannsaka þró- un á sjálfbærum og lokuðum kerfum þar sem úrgangur eins iðnaðar getur verið auðlind annars,“ segir í tilkynn- ingu. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er aðgangur ókeypis. Hann er sá fyrsti í röð fyr- irlestra sem haldnir verða á hverjum þriðjudegi í Ketilhúsinu kl. 17 í vetur. Villtar svefnfarir iðnaðarvistfræðinga Á miðvikudag Suðvestan og sunnan 15-23 m/s og skúrir eða rign- ing en 10-15 m/s og úrkomulítið á Norður- og Austurlandi. Hiti 5 til 10 stig. Á fimmtudag Hvöss suðlæg átt en norðlægari fyrir vestan. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í sunnan 18-23 m/s vestast á land- inu í dag, annars 10-18 m/s. Rigning en úrkomulítið norðaustantil. Hiti víða 5 til 10 stig. VEÐUR „Ég var draghaltur alla vik- una en við vorum búnir að borga alla ferðina, og höfð- um enga tryggingu, þannig að við ákváðum að láta slag standa. Ég varð svo smám saman betri og ákvað að lokum að prófa að keppa,“ segir júdókappinn Þor- móður Árni Jónsson en hann lét meiðsli ekki hindra sig í að klifra upp um 30 sæti á heimslistanum. »1 Fór draghaltur upp um 30 sæti „Henrik Bödker hringdi í mig og spurði hvernig mér litist á að koma hingað. Ég skoðaði hvaða aðra mögu- leika ég hafði og taldi þetta besta kostinn. Þar spilaði ýmislegt inn í, eins og til dæmis tækifærið til að spila í Evrópukeppni,“ segir Rolf Toft, framherji Stjörnunnar, sem skoraði sína fyrstu þrennu í meistaraflokki í leiknum gegn Fram í fyrradag. »2-3 Toft fékk hringingu frá Henrik Bödker „Maður er í þessu til að reyna að komast til útlanda að spila. Ég fórn- aði ýmsu í sumar til að æfa eins og brjálæðingur. Það væri gaman að reyna aftur fyrir sér í atvinnu- mennskunni og ég veit að ÍR mun ekki standa í vegi fyrir mér ef það opnast einhverjar dyr um áramótin,“ segir Björgvin Þór Hólmgeirsson, markahæsti leikmaður Olísdeildar karla í handbolta. »4 ÍR myndi ekki standa í vegi fyrir mér ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Heiðmörkin skilar gæðatimbri. Áhuginn á því að nýta þessa afurð er mikill, ekki síst meðal þeirra sem hafa áhuga á nýstárlegri og fram- andi hönnun. Þegar á að skapa eitt- hvað skemmtilegt þykir hæfa að nota íslenskan við,“ segir Helgi Gíslason, framkvæmda- stjóri Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur. Á athafnasvæði félagsins við Ell- iðavatn er nú ver- ið að hefja timbur- vinnslu og verið að setja upp vélar og tæki í því skyni. Unnið verður úr grisjunarviði, svo sem greni og furu sem gróðursett var fyr- ir 40 til 50 árum. Veruleikinn er sem sagt sá að í Heiðmörk er auðlind í timburframleiðslu – til viðbótar við að þaðan kemur sá kaldi sopi sem öllu máli skiptir, sjálft Gvendarbrunna- vatnið. Gengið á gilda stofna „Síðasta árið höfum við grisjað sjö hektara hér á svæðinu, til dæmis á Elliðavatnsheiði og í Vífilsstaðahlíð. Það hefur skilað okkur drjúgu af hrá- efni. Þumalputtareglan er sú að hver yfirferð í grisjun skili 50 rúmmetrum af timbri á hektara og jafnvel meiru,“ útskýrir Helgi. Í gegnum tíðina segir hann skógana í Heiðmörk hafa verið grisjaða reglulega. Þannig hafi feng- ist viður sem hafi farið í t.d. brenni eða kurl. Nú sé hins vegar gengið að gildum stofnum. Af þeim megi fá til dæmis 1 x 6 og 2 x 4 tomma við. „Menn þurfa að vanda mjög til verka í timburvinnslu. Fyrst er trjá- bolunum flett í gegn og fjalirnar sniðnar til og þurrkaðar. Í tilraunum hér hefur þurrkunin verið tveggja til þriggja ára ferli hvar timbrið hefur staðið í geymsluhúsi hér. Nú erum við hins vegar að fá hingað sérstakan þurrkgám, en þar inni verður 40 til 50 gráða hiti og blástur sem tekur rak- ann úr timbrinu svo ferlið verður að- eins vika til tíu dagar.“ Timbrið er eftirsótt Ágætt verð fæst fyrir timbur úr ís- lenskum skógum. Viðmiðið er að fyrir hvern rúmmetra af fullunninni furu eða greni fáist 120 þúsund krónur; viður sem er eftirsóttur í til dæmis veggklæðningar og til fínsmíði. Hafa smiðir og hönnuðir talsvert verið í sambandi við skógræktarmenn vegna þessa. „Hér á Heiðmerkursvæðinu eru víðfeðmir skógar sem við þurfum að grisja á næstu árum. Slíkt mun skila okkur drjúgu af timbri og áhug- inn segir okkur að ekki verði neinum vandkvæðum bundið að koma þessu í verð.“ Ný auðlind í Heiðmörkinni  Timburvinnsla hafin og skógur skilar drjúgu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skógarhögg Johan Azizi með bjálka í stórviðarsög sem Heiðmerkurmenn fengu nýlega vegna timburvinnslu. Viður Margt fellur til í skóginum, svo sem þessar skífur úr barrviði, en slík- ar eru í vaxandi mæli notaðar til dæmis sem klæðningar á heila veggi. Helgi Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.