Morgunblaðið - 30.09.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.09.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2014 Margar tillögur eru af veitingum á heimasíðu okkar. Einnig er hægt að panta einstaka rétti eða eftir óskum. Veislusalur okkar er bjartur og fallegur salur á jarðhæð, gott aðgengi. Öll þjónusta, kaffi og gos eru innifalin í verði þegar erfidrykkja er í sal. Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is ·www.veislulist.is Veitingar í erfidrykkjur af öllum stærðum, hvort sem er í veislusal okkar, í aðra sali eða í heimahús. Skútan Íbúðaverð Fjölbýli hefur hækkað mikið. ● Vísbendingar eru um að ágætt jafn- vægi ríki á fasteignamarkaði höf- uðborgarsvæðisins miðað við ýmsa mælikvarða, að mati Hagfræðideildar Landsbankans. Þar má nefna lang- tímaþróun raunverðs á húsnæði, sam- hengi íbúðaverðs og kaupmáttar launa og samband íbúðaverðs og bygging- arkostnaðar. Hagfræðideildin telur þetta jafnvægi þó brothætt og að óvissa sé fram- undan. Þar skipti miklu máli höfuðstóls- lækkun verðtryggðra fasteignalána. Aukning á framboði og eftirspurn mun ýta undir spennu og verðhækkanir. Brothætt jafnvægi á fasteignamarkaði BAKSVIÐ Hörður Ægisson hordur@mbl.is Eignaumsýslufélagið Klakki hefur ekki getað greitt út laust fé til er- lendra eigenda og kröfuhafa í sam- ræmi við ákvæði nauðasamnings fé- lagsins undanfarin tvö ár. Samtals nam fjárhæðin á þessu tímabili 12,4 milljörðum króna í lok síð- asta árs, að því er fram kemur í samstæðureikn- ingi Klakka fyrir árið 2013. Eftir að gerðar voru þýðingarmiklar breytingar að frumkvæði Seðlabanka Íslands á lögum um gjaldeyrismál þann 13. mars árið 2012 voru undanþágur frá fjármagnshöftum, sem höfðu meðal annars gilt um greiðslur til erlendra kröfuhafa Klakka, af- numdar. Óvíst um frekari greiðslur Með breytingu á lögunum urðu því allar greiðslur samningskrafna samkvæmt nauðasamningi til er- lendra kröfuhafa í krónum ólögleg- ar. Klakka er að óbreyttu óheimilt að inna af hendi frekari greiðslur til erlendra kröfuhafa félagsins í sam- ræmi við ákvæði nauðasamnings frá 2010 nema með sérstakri undan- þágu Seðlabankans. Í skýringum við ársreikning Klakka er sérstaklega tekið fram að ekki sé gerður greinarmunur á því hvort félagið greiði til erlendra aðila í krónum inn á reikning þeirra í eigu íslenskrar fjármálastofnunar hér á landi. Slík fjármagnsviðskipti fara sömuleiðis gegn ákvæðum laga um gjaldeyrismál sem bannar fjár- magnshreyfingar á milli landa. Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vilja tjá sig neitt frekar um málið til viðbótar við það sem fram kæmi í ársreikn- ingi félagsins. Helstu eignir Klakka, áður Ex- ista, eru 23% eignarhlutur í Vá- tryggingafélagi Íslands (VÍS) og fjármögnunarfyrirtækið Lýsing sem er að fullu í eigu Klakka. Í apr- íl 2013 seldi félagið 69% hlut í VÍS fyrir ríflega fjórtán milljarða króna og í júní síðastliðnum var 8% hlutur einnig seldur. Burlington stór kröfuhafi Á meðal stærstu erlendra eig- enda og kröfuhafa Klakka eru vog- unarsjóðurinn Burlington Loan Ma- nagement og Holt-Funding sem er írskt félag í eigu Glitnis og heldur utan um tiltekin lánasöfn í eigu slitabúsins. Burlington Loan Ma- nagement er í eigu bandaríska vog- unarsjóðsins Davidson Kempner. Sjóðir á vegum Davidson Kempner eru sem kunnugt er langstærstu einstöku kröfuhafar í bú Glitnis, meðal þeirra stærstu í Kaupþingi, eiga umtalsverðar kröfur á gamla Landsbankann, auk þess eignarhlut í Bakkavör. Burlington er jafnframt langsam- lega stærsti kröfuhafi Lýsingar eft- ir að sjóðurinn endurfjármagnaði erlendar skuldir félagsins í október 2013. Þá var gjaldeyrisskuld Peru, dótturfélags Lýsingar, við þýska stórbankann Deutsche Bank, greidd upp með lántöku frá móð- urfélaginu sem var fjármögnuð af Burlington. Stærstu innlendu eigendur og kröfuhafar Klakka eru hins vegar Arion banki og slitabú Kaupþings. Fram kemur í ársreikningi Klakka að félagið hafi þurft að setja til hliðar ríflega 5 milljarða króna á liðnu ári – sem bundnar banka- innstæður (e. restricted cash) – en það samsvarar þeirri fjárhæð sem Klakka var óheimilt að greiða til er- lendra kröfuhafa. Á árinu 2012 nam upphæðin 7,2 milljörðum króna. Samtals eru því tæplega 12,4 millj- arðar króna bókfærðir sem ógreidd skammtímaskuld Klakka við er- lenda kröfuhafa félagsins. 47 milljarða eignir Klakka Hagnaður af starfsemi Klakka á síðasta ári var um 8,5 milljarðar króna. Tilgangur félagsins er þó ekki að skila hagnaði af rekstri heldur að umbreyta eignum í laust fé og greiða til eigenda og kröfu- hafa í samræmi við ákvæði nauða- samnings. Heildareignir félagsins í lok árs 2013 námu um 47 millj- örðum króna. Nærri helmingur þeirrar fjárhæðar er handbært reiðufé. Stærstur hluti þess er aftur á móti ekki laus til útgreiðslu til kröfuhafa. Sem fyrr segir nema bundnar bankainnstæður 12,4 millj- örðum, vegna ógreiddrar skuldar við erlenda kröfuhafa, en auk þess eru ríflega 3,3 milljarðar króna veð- settir stórum kröfuhafa Klakka. Um mitt síðasta ár var lokið við fjárhagslega endurskipulagningu Skipta, móðurfélags Símans og Mílu, en við það framseldi Klakki alla hluti sína í Skiptum til óveð- tryggðra kröfuhafa og varð því ekki lengur hluthafi í félaginu. Ekkert greitt til erlendra kröfuhafa Morgunblaðið/Eggert Hlutafjáreign Auk 23% eignarhlutar í VÍS á Klakki allan eignarhlutinn í fjármögnunarfyrirtækinu Lýsingu.  Eftir breytingar á lögum um gjaldeyrismál hafa erlendir kröfuhafar Klakka ekki fengið neinar greiðslur í samræmi við ákvæði nauðasamnings  Yfir 12 milljarðar króna á um tveggja ára tímabili Magnús Scheving Thorsteinsson ● Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust 2013 um 4,2% frá fyrra ári. Ráðstöf- urnartekjur á mann hækkuðu um 3,2% á milli ára en hins vegar lækkaði kaup- máttur ráðstöfunartekna á mann um 0,7%, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ráðstöfunartekjur heimilanna skil- greinast sem samtala launatekna, eignatekna, tilfærslutekna og reiknaðs rekstrarafgangs einstaklingsfyrirtækja en að frádregnum eigna- og tilfærsluút- gjöldum. Kaupmáttur rýrnar ● Stjórn N1 hefur boðað til hlut- hafafundar þriðjudaginn 21. október þar sem lögð verður fyrir tillaga um 30% lækkun hlutafjár, sem tilkynnt var í tengslum við hálfsársuppgjör félagsins í lok ágúst. Í tillögu stjórnar er lagt til að hlutafé verði fært niður um tæplega 3.860 milljónir króna. Verður fjár- hæðin greidd út til hluthafa hlut- fallslega í samræmi við hlutafjár- eign í dagslok 28. nóvember næstkomandi, að því gefnu að lög- boðnar forsendur fyrir útgreiðslunni séu uppfylltar á þeim tíma. Við þetta mun eiginfjárhlutfall N1 lækka úr 51% í 43%. N1 boðar hluthafafund STUTTAR FRÉTTIR                                     ! " !  # $$# $ $ " # #" !%! &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 %  !! ##$ "# ! $!#" $$  # #$ !% !  !!  !% $!" $$% $$  #  ! #% Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Klakki hefur nú þegar greitt kröfu- höfum félagsins samtals 38,5 milljarða króna í tengslum við nauðasamninginn sem var sam- þykktur árið 2010, að því er fram kemur í samstæðureikningi Klakka fyrir árið 2013. Á síðasta ári námu greiðslur til kröfuhafa um 16,5 milljörðum króna. Eftir að Klakki, sem þá hét Ex- ista, fékk heimild með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur til að leita nauðasamninga við lán- ardrottna sína í júlí 2010 voru nauðasamningar félagsins sam- þykktir með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða kröfuhafa þann 17. október sama ár. Með nauðasamn- ingnum fluttust yfirráð yfir félag- inu og öll verðmæti til kröfuhafa. Samkvæmt samningnum breyttu lánardrottnar 10% af 239 milljarða króna kröfum sínum í nýtt hlutafé í Klakka. Níutíu pró- sentum var síðan breytt í kröfur sem breytanlegar eru í hlutabréf í félaginu að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Endurgreiðslur til kröfuhafa munu ráðast af lausa- fjárstöðu félagsins hverju sinni og bera ekki vexti. Ef ekki tekst að greiða kröfuhöfum að fullu til baka í árslok 2020 eða seinna – þó ekki síðar en 31. desember 2030 – verður fjárhæðum sem eru enn ógreiddar breytt í hlutafé. Hefur greitt 38,5 milljarða KRÖFUHAFAR KLAKKA SAMÞYKKTU NAUÐASAMNINGA 2010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.