Morgunblaðið - 30.09.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.09.2014, Blaðsíða 27
síðan eitt ár hjá Granda, stundaði nám í íþróttafræði við háskóla í Tennesee á körfuboltastyrk, hóf nám við Íþróttaháskólann á Laug- arvatni 1998 og lauk þaðan BSc- prófi í íþróttafræðum 2001. Á námsárunum starfaði Hanna Björg í leikskóla, var í fiski, vann við íþróttanámskeið í Hafnarfirði og á innkaupadeild Borgarspítalans. Hanna Björg byrjaði ung að æfa og keppa í knattspyrnu og körfu- bolta með Haukum. Hún lék auk þess körfubolta með Trevecca Naz- arene University í Nashville Tenne- see, með Keflavík, Breiðabliki, KR og ÍS, og með BK Skjold-Stevns- gade Basket í Danmörku. Hún hefur verið afar sigursæl með sínum lið- um, hefur unnið fjölda Íslandsmeist- ara- og bikarmeistaratitla, lék með yngri landsliðum í knattspyrnu og körfubolta og lék 40 landsleiki með A-liði Íslands í körfubolta. Eftir háskólanámið flutti Hanna Björg ásamt konunni sinni til Dan- merkur þar sem hún spilaði körfu- bolta með Stevnsgade Boldklub. Eftir heimkomuna kenndi hún við Laugalækjarskóla til 2007, en árið 2008 hóf hún störf á Hrafnistu í Reykjavík við endurhæfingu og þjálfun eldri borgara: „Þar er ég enn enda vinnustaður góður, vinnufélag- arnir frábærir og gamla fólkið ynd- islegt. Ég er alltaf að læra eitthvað merkilegt um lífið og tilveruna með því að spjalla við fólkið um mannlífið hér á árum áður. Það er í rauninni stórmerkilegt hvað íslenskt sam- félag hefur breyst mikið frá því þetta fólk var ungt og var að hefja lífsbaráttuna. Það er einnig stór- kostlegt að fylgjast með íbúum á Hrafnistu, jafnvel á tíræðisaldri, vera að skrifa á Facebook og nota snjallsíma.“ Snúast áhugamálin um íþróttir? „Já. Nú er það golfið. Forgjöfin fer lækkandi og vonandi heldur það áfram. Síðan erum við mikil skíða- fjölskylda. Við erum ferðaglöð, dug- leg að fara í útilegur, förum í fjall- göngur og elskum allt sem viðkemur útiveru og hreyfingu. Þegar við erum ekki á fleygiferð njótum við þess að vera saman heima, enda líka heimakær. Þá er gott að grípa í krossgátur, spil eða jafnvel prjónana.“ Hanna Björg var valin besti leik- maður Íslandsmótsins í körfubolta tímabilið 1991-1992 og íþróttamaður KR 2001. Fjölskylda Eiginkona Hönnu Bjargar er Sara Smart, f. 3.2. 1974, íþrótta- og sund- kennari við Grandaskóla í Reykja- vík. Foreldrar hennar eru Jim Smart, f. 24.5. 1949, ljósmyndari, og Sigurlaug S. Smart, f. 24.2. 1953, ferðaráðgjafi hjá Icelandair. Þau búa í Reykjavík. Börn Hönnu Bjargar og Söru eru Camilla, f. 9.10. 2004, og Daníel Kjartan, f. 21.5. 2007 en þau ganga í Langholtsskóla. Bróðir Hönnu Bjargar er Sig- urður Kjartansson, f. 1.9. 1970, aug- lýsinga- og myndbandaframleiðandi í Denver í Bandaríkjunum. Foreldrar Hönnu Bjargar eru Kjartan Guðjónsson, f. 12.6. 1944, tannlæknir, og Sigríður Sigurðar- dóttir, f. 1.6. 1947, húsfreyja og klínka. Þau eru búsett í Hafnarfirði. Úr frændgarði Hönnu Bjargar S. Kjartansdóttur Hanna Björg S. Kjartansdóttir Illugi Jónsson útvegsb. i Stafnesi, frá Fáskrúðsfirði Sigurlína Jónsdóttir húsfr. í Hópi í Grindavík Guðjón Illugason skipstj. og Indíafari í Hafnarfirði Sigurður Sigurðsson kaupm. í versluninni Hamborg Kjartan Guðjónsson tannlæknir í Hafnarfirði Guðný Sigurðardóttir húsfreyja í Njarðvík Sigurður Þorkelsson útvegsb. í Njarðvík í Borgarfirði eystra Guðjón Guðjónsson skipstj. í Seattle Haffi Haff tónslistarmaður Jón Víðir Hauksson kvikmyndatökum. hjá RÚV Guðrún Hauksdóttir hárgreiðslum. í Rvík Guðrún Hauksdóttir hárgreiðslum. í Rvík Haukur Bent Guðjónsson vélsmiður Sigurður Kjartansson auglýsingaframleiðandi í Denver í Bandaríkjunum Jóhanna Filipusardóttir húsfreyja. í Rvík Sigurður Jónsson kaupm. í Rvík Sigurður Sigurðsson kaupm. í versluninni Hamborg Jóhanna Guðjónsdóttir húsfreyja í Kópavogi Sigríður Sigurðardóttir aðstoðarm. tannlæknis og fyrrverandi frjálsíþróttakona Sigríður Jónsdóttir yfirmatráðsk. á Ljósafossi og Írafossi Guðjón Bent Jóhannsson Í dönskum dýragarði Hanna Björg, Camilla og Daníel Kjartan. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2014 Jón Borgfirðingur fæddist áHvanneyri í Borgarfirði 30.9.1826. Foreldrar hans voru Jón Bachmann Hallgrímsson, prestur í Hestaþingum í Borgarfirði og síðast í Klausturhólum, og Guðríður Jóns- dóttir, vinnukona á Hvanneyri. Eiginkona Jóns var Anna Guðrún Eiríksdóttir, ættuð úr Eyjafirði og voru börn þeirra Guðrún Borgfjörð; Finnur, prófessor í Kaupmanna- höfn; Klemens, landritari og ráð- herra í Reykjavík; Guðný, sýslu- mannsfrú á Sauðafelli í Dölum; Vilhjálmur Borgfjörð, cand. phil. og póstmeistari í Reykjavík, og Ing- ólfur skrifstofumaður. Dóttir Jóns og Sigurlaugar Þórðardóttur var Sigurjóna, húsfreyja á Kvíabekk. Jón ólst upp hjá fátækum hjónum í Svíra við Hvanneyri. Hann lærði að lesa og skrifa en hafði engin ráð á skólanámi þó hann væri bráðskarp- ur og afa bókhneigður. Hann var vinnumaður á Hvanneyri og víðar en flutti til Reykjavíkur 1852 og fékkst einkum við farandbóksölu. Hann kenndi sér sjálfur dönsku, flutti til Akureyrar 1854, lærði þar bókband og stundaði þar bókbandsiðn, bóka- útgáfu og bókasölu. Jón flutti aftur til Reykjavíkur 1865 og var þar lögregluþjónn í 23 ár. Jafnframt sinnti hann rit- og fræðistörfum. Hann tók m.a. saman lista fyrir British Museum yfir allar bækur sem prentaðar höfðu verið í Reykjavík og á Akureyri frá upp- hafi, og í framhaldi af því ýmsa aðra lista yfir íslensk rit fyrir ýmis erlend bókasöfn. Þá var hann umboðs- maður British Museum hér á landi. Jón var mikill bóka- og handrita- safnari en skorti þó æði oft fé til að festa kaup á þeim bókum og hand- ritum sem hugurinn stóð til. Hann ánafnaði síðan Bókmenntafélaginu safn sitt og þar á meðal ýmis fágæt rit og skjöl, enda kjörinn heiðurs- félagi þess. Þrátt fyrir fátækt og mennt- unarskort tókst þeim Jóni og Önnu Guðrúnu að koma öllum börnum sín- um til mennta og urðu tveir sona þeirra landskunnir fræðimenn. Jón lést 20.10. 1912. Merkir Íslendingar Jón Borgfirðingur 95 ára Hrafnhildur K. Thors 90 ára Adam Þór Þorgeirsson Ásta Maack Ingibjörg Björgvinsdóttir Jóhanna Thorarensen Lilja Eiríksdóttir Valdís Jóhannsdóttir Þorkell Guðmundsson 85 ára Ingibjörg Jónsdóttir Jónína Jónsdóttir Sigurður I. Sigurðsson Stefán Ármann Þórðarson 80 ára Ágústa N. Hafsteinsdóttir Edda Thorlacius Elínborg Sigurðardóttir Guðmundur Halldórsson Jónhildur Halldórsdóttir Sigmundur Freysteinsson Sigmundur I. Júlíusson 75 ára Ásta Tryggvadóttir Birgir Þórðarson Emma Hanna Einarsdóttir Gunnbjörg H. Kristinsdóttir Sigurður Einir Kristinsson Sigurður Sigurkarlsson Stefán Þór Guðmundsson Þórir Sigurðsson 70 ára Gísli Þór Þorgeirsson Hallvarður Ólafsson Helga Karitas Nikulásdóttir 60 ára Björn Guðjónsson Dögg Káradóttir Guðný Zíta Pétursdóttir Guðrún Hildur Pétursdóttir Gunnhildur Hreinsdóttir Hafberg Svansson Jónatan Ingimarsson Magnús Ingi Björgvinsson Magnús Jóhannsson María Kristín Thoroddsen Nanna M. Guðmundsdóttir Rut Olsen Salóme Magnúsdóttir Þórdís Petra Ingimarsdóttir 50 ára Albert Bjarni Oddsson Alla Plugari Anna Einarsdóttir Brynjólfur Sigurðsson Eyrún Eiríksdóttir Gunnlaugur Óttarsson Hanna Fríður Stefánsdóttir Hans Friðrik Kjerulf Ragna Fróðadóttir Rúnar Óli Aðalsteinsson Sigrún Guðmundsdóttir Trausti Gylfason Þorbjörg A. Þórðardóttir 40 ára Agris Ostrovskis Damian Komarowski Elsa Grímsdóttir Eygló Svava Gunnarsdóttir Halldóra L. Sigurðardóttir Hannes Pétursson Hans Ögmundur Stephensen Kristín Friðrikka Jónsdóttir Thongkhoon Mueangkhoon Valur Ásgeirsson 30 ára Angelika Cwikla Eiður Ágústsson Ester Gunnarsdóttir Hlíf Kvaran Brynjarsdóttir Steingrímur Jóhannesson Valgeir Ólafur Kragh Til hamingju með daginn 30 ára Snorri ólst upp í Vestmannaeyjum, býr í Hafnarfirði, lauk atvinnu- flugmannsprófi frá Nap- les Air Center í Flórída, er skólastjóri hjá Flug- akademíu Keilis og flug- maður hjá Wow Air. Maki: Egle Skersyte, f. 1986, flugfreyja. Foreldrar: Snorri Snorra- son, f. 1959, vélstjóri, og Helga Þórarinsdóttir, f. 1959. Þau eru búsett í Vestmannaeyjum. Snorri Páll Snorrason 40 ára Gunnhildur lauk BA-prófi í félagsfræði við HÍ og prófi í mannauðs- stjórnun og er ráðgjafi við Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts. Maki: Arnar Leifsson, f. 1973, rafiðnfræðingur. Börn: Guðrún Hekla, f. 2009, og Jóhann Þorri, f. 2014. Foreldrar: Jóhann E. Ólafsson, f. 1944, d. 2013, og Guðrún Þ. Einarsdóttir, f. 1946. Gunnhildur H. Jóhannsdóttir 30 ára Freydís ólst upp á Ólafsfirði, býr á Akureyri, er þjónustufulltrúi við Landsbankann og und- irbýr ofurhetjuafmæli. Maki: Hörður Elís Finn- bogason, f. 1979, ferða- málafræðingur. Synir: Arnar Helgi, f. 2009 og Óðinn Helgi, f. 2012. Foreldrar: Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 1961, og Konráð Þór Sigurðsson, f. 1959. Freydís Heba Konráðsdóttir Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver www. .is Velkomin á nýjan vef Bakarameistarans Nú getur þú pantað Tertur, Brauðmeti og bakkelsi Veislu og fundarpakka og margt fleira í vefverslunni okkar . .. . .. . ..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.