Morgunblaðið - 30.09.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.09.2014, Blaðsíða 4
Tölvuteikning/Sigurður Halldórsson hjá Glámu-Kím CenterHotels Miðgarður Hér eru frumdrög að því hvernig viðbyggingin gæti litið út. Samkvæmt söluyfirliti sem Morgunblaðið hefur undir höndum var söluverð Rauðarárstígs 23 490 milljónir. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hótelkeðjan CenterHotels undirbýr opnun nýs hótels á horni Laugaveg- ar og Rauðarárstígs við Hlemm í Reykjavík. Hótelið mun heita Mið- garður og verður það sjötta í eigu keðjunnar í miðborginni. Það verður fjögurra stjörnu og herbergin um 150. Hótelið verður í endurhannaðri byggingu á Rauðarárstíg 23 og í nýrri viðbyggingu á lóðinni. Rauði krossinn er nú með skrif- stofur í húsinu en Arion banki var þar áður með útibú á jarðhæð. Sunn- an við bygginguna er lágreist bygg- ing og garður. Þar verður byggð nokkurra hæða viðbygging fyrir hót- elið. Með því verður byggingarrétt- urinn á lóðinni fullnýttur. Gert er ráð fyrir að núverandi skrifstofubygging verði hæsta bygg- ingin á lóðinni. Hönnun hótelsins er ekki lokið. Grófar útlínur viðbygg- ingarinnar má sjá á frumdrögum hér fyrir ofan. Aðalhönnuður verk- efnisins er Sigurður Halldórsson hjá Glámu-Kím. Framkvæmdaaðili er Mannverk sem á verkefnið ásamt Center- Hotels, sem annast reksturinn. Verkefnið er fjármagnað af Íslands- banka. Húseignin Rauðarárstígur 23 var í eigu Arion banka og var gengið frá kaupsamningum í ágúst. Hluti herbergja í notkun 2015 Að sögn Kristófers Oliverssonar, framkvæmdastjóra CenterHotels, verða 40-50 herbergi tilbúin í júní næsta sumar. Þau verða í skrif- stofubyggingunni sem er nú í notk- un. Töluverðar breytingar verða gerðar á húsinu. „Eins og nafnið ber með sér mun nýja hótelið sækja inn- blástur í norræna goðafræði. Hönn- unin er ekki komin langt. Það er bú- ið að leggja inn hugmyndir um breytingu á deiliskipulagi og er mál- ið til umfjöllunar hjá skipulags- yfirvöldum. Það er von okkar að hót- elið muni styrkja verslun og þjónustu á efri hluta Laugavegar.“ Norðan við fyrirhugað hótel er bílastæði og segir Hjalti Gylfason, forstjóri Mannverks, útlit fyrir að það muni víkja. „Núgildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir því að bílastæðið víki fyrir einhvers konar opnu svæði og að hið sögufræga hús Norðurpóllinn verði fært þangað. Það er vilji okkar að bílastæðið breytist í eitthvað áhuga- verðara.“ Starfsmenn CenterHotels eru nú um 120 og segir Kristófer að þeim muni fjölga um 20 með nýja hót- elinu. CenterHotels rekur nú hótelin Skjaldbreið, Klöpp, Þingholt, Arnar- hvol og Plaza í miðborginni. Auk fyr- irhugaðs hótels við Hlemm er unnið að fjölgun herbergja á Skjaldbreið, úr 33 í 60. Þegar þeirri stækkun er lokið og Miðgarður verður kominn í fulla notkun verða alls 630 herbergi hjá keðjunni í miðborginni. Rekstur CenterHotels í miðborginni hófst fyrir um 20 árum. Fyrirtækið hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi. Þrír milljarðar í borgarhótel  Nýtt hótel við Hlemm bætist í keðju CenterHotels í Reykjavík  Mun heita Hótel Miðgarður  Framkvæmdastjóri CenterHotels segir að horft verði til norrænnar goðafræði við hönnunina Morgunblaðið/Þórður 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2014 Hjalti Gylfason, forstjóri Mannverks, segir nýja hótelið munu „hafa verulega jákvæð áhrif á svæðið og tengja saman Laugaveg- inn og alla þá miklu íbúðarbyggingu sem nú stendur yfir, m.a. í Stakkholti og Ein- holti“. „Það má segja að þetta sé punkt- urinn yfir i-ið í því að teygja verslun og þjónustu við Laugaveg og túrismann ofar. Á næstu fimm árum mun ásýnd Hlemmssvæðisins gjörbreytast til hins betra. Það er spennandi að sjá hvað borg- in ætlar að gera við gamla Hlemm. Það felast gríðarleg tækifæri í svæðinu; ein hugmyndin væri að láta gamla Hlemm víkja fyrir glæsilegu torgi sem kallast á við Austurvöll. Það gerir Hlemm að áhugaverðum áfangastað á göngu um Reykjavík,“ segir Hjalti. Spurður hvort ekki sé fýsilegt að byggja háhýsi þar sem Hlemmur er nú segist Hjalti þvert á móti telja að þarna sé heppilegt að hafa opið grænt svæði. „Víða erlendis er hægt að ganga á milli torga í miðborgum. Það þarf að vera eitthvað annað en háar byggingar. Það er tímaskekkja að hafa biðstöð fyrir strætisvagna á þessum stað.“ Torg verði gert á Hlemmi NORÐURPÓLLINN LÍKLEGA FLUTTUR Á HLEMM Norðurpóllinn Áform eru um að flytja þetta hús á Hlemm. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gæðavottaðar náttúrulegar og organic snyrtivörur Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Núllið svokallaða, neðanjarðar- almenningssalerni í Bankastræti 0 í miðborg Reykjavíkur, gæti öðlast nýtt líf í nánustu framtíð. Nokkuð er síðan bæði karla- og kvennasal- ernum var lokað og verða þau ekki opnuð aftur sem slík vegna þess að þau uppfylla ekki þær kröfur sem eru nú gerðar til almenningssal- erna. Skrifstofa eigna- og atvinnu- þróunar Reykjavíkurborgar kannar nú möguleika á framtíðarnýtingu Núllsins og er sýningarrými einn þeirra möguleika sem nefndir hafa verið. Á fundi umhverfis- og skipulags- ráðs í síðustu viku var tekið fyrir erindi frá eignasjóði borgarinnar þar sem spurt er hvort breyta megi rýminu við Bankastræti, sem áður hýsti náðhús kvenna, í sýningar- gallerí. Þegar er búið að fá um- sagnir frá skipulagsstjóra, Húsa- friðunarnefnd og Minjastofnun Íslands. Umhverfis- og skipulags- ráð tók vel í hugmynd eignasjóðs og lagði til að að uppfylltum öllum skilyrðum yrði sótt um bygging- arleyfi. Kvennasalernið, sem er 37,5 fer- metrar að stærð, er sunnanmegin í Bankastræti en karlasalernið að norðanverðu. Ekki stendur til að tengja þau saman í einn sýning- arsal en mikið af lögnum í götunni kemur í veg fyrir það. Endanleg ákvörðun um hvort rýminu verður breytt og þá hvernig hefur ekki verið tekin. Samkvæmt upplýs- ingum frá Reykjavíkurborg er mik- ið spurt um þessi rými. Ef þau fara aftur í notkun verða þau auglýst. Vilja að Núllið verði nýtt  Eignasjóður vill breyta kvennasalerninu í sýningargallerí Morgunblaðið/Þórður Bankastræti 0 Áður var þarna kvennasalerni en verður kannski sýningarsalur þegar fram líða stundir. Um klukkan hálftíu í gærmorgun barst lögreglu tilkynning um mann- lausa bifreið á Óseyrarbrú. Við nán- ari skoðun benti ýmislegt til að mað- ur sem hafði verið í bifreiðinni hefði fallið af brúnni í ána. Þegar í stað voru björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út til leitar ásamt sveitum af höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesj- um. Kafarar frá sérsveit ríkislögreglu- stjóra, Slökkviliðinu á höfuðborgar- svæðinu og björgunarsveitum voru til taks á leitarsvæðinu, sem var beggja vegna Ölfusáróss. Rúmlega hundrað björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni sem bar árangur upp úr eitt er maðurinn fannst látinn í fjörunni á Óseyrartanga, um þrjú hundruð metrum vestan við veit- ingastaðinn Hafið bláa. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Selfossi voru skilyrði erfið enda hvassviðri, rigning og sandfok. Maður fannst látinn við Óseyrarbrú í gærdag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.