Morgunblaðið - 30.09.2014, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.09.2014, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 2014 Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameins- félagsins til að berjast gegn krabbameinum hjá konum. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum og munu bílstjórarnir taka fagnandi á móti þér. Taktu bleikan bíl næst þegar þú pantar leigubíl! „Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október. Styrkjum starfsemi Krabbameinsfélagsins Hreyfill/Bæjarleiðir er styrktaraðili árvekniátaks Krabbameinsfélagsins í október og nóvember Tökum bleikan bíl! Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ásmundur Stefánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, og Ólafur M. Magnússon, fyrrverandi eigandi Mjólku, hafa rætt saman um ummæli Ólafs í DV þar sem haft var eftir honum að Þórólfur Gíslason, forstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, hefði beitt sér gegn því að Mjólka fengi bankalán hjá Landsbankanum. Ásmundur segir að bankalegar forsendur hafi ein- göngu ráðið för við ákvörðun um að hafna lánveitingu. Ólafur segist ekki hafa ástæðu til þess að efast um orð Ásmundar. Hann hafi hins vegar fengið ábendingu innan úr bankanum um að málin væru með þeim hætti sem hann nefndi. „Það er enginn ágreiningur um það hvort það hafi verið bankaleg með- ferð á málinu og hann trúir mér alveg með það að engir utanað- komandi aðilar hafi komið að þessu. Það var einfaldlega ekki unnið þannig að málum í Lands- bankanum þegar ég var banka- stjóri,“ segir Ásmundur. „Ég hef enga ástæðu til þess að efast um það sem Ásmundur segir. Það er mikill léttir fyrir íslenskt samfélag. Ég ætla ekki að láta þetta snúast um einhver aukaatriði en Guðni Ágústsson hafði frum- kvæði að því að fjalla um mín mál með opinberum hætti í býtinu á Bylgjunni á föstudagsmorgun. Guðni sat í ríkisstjórn í áratug sem ráðherra. Í kjölfar þess hrundi heilt efnahagskerfi. Mér finnst hann vera að kasta steinum úr glerhúsi því hrunið kom illa við mín fyrirtæki,“ segir Ólafur. Bankalegar forsendur hafi ráðið för  Ólafur efast ekki um orð Ásmundar  Ræddu saman um ummæli Ólafs Ólafur M. Magnússon Ásmundur Stefánsson Jóni Arnari Baldurs brá heldur bet- ur þegar hann hjólaði á vír sem bú- ið var að strengja yfir brúna við Elliðaárósa síðastliðinn laugardag. Jón slasaðist nokkuð og þurfti að sauma tíu spor í andlit hans og seg- ist hann ætla að kæra atvikið. „Ég mun leggja fram kæru hvort sem sökudólgarnir finnast eða ekki. Mér finnst það bara eðlilegt. Það er ólíðandi fyrir fólk að geta átt það á hættu að lenda í þessu,“ segir Jón, sem segir hjálminn hafa bjargað sér. „Ég lenti með höfuðið í jörðina svo hjálmurinn bjargaði mér.“ Jón segist ekki skilja hvað mönnum gangi til að gera svona. Hjólreiðamaðurinn leggur fram kæru Hundar eru ekki alltaf bestu vinir mannsins og það sannaðist heldur betur í gær því laust upp úr klukk- an tvö barst lögreglunni tilkynning um að stór hundur hefði ráðist á konu við verslunarmiðstöð og fellt hana. Konan var illa bitin á hand- legg auk þess sem fatnaður hennar skemmdist nokkuð við árásina. Fólk sem varð vitni að atvikinu kallaði til aðstoð og kom hunda- eftirlitsmaður á staðinn til að fjar- lægja hundinn. Ekki er vitað hversu mikið konan slasaðist við árásina en hún var flutt á slysadeild til aðhlynningar. Illa bitin á handlegg eftir árás hunds Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úr- skurðað tvo karlmenn í gæslu- varðhald til 3. október. Mennirnir hafa verið í haldi lögreglu frá því á laugardag, en þeir eru sakaðir um frelsissviptingu og líkamsárás. Eru þeir taldir hafa haldið öðrum karl- manni nauðugum í allt að sex klukkk- ustundir á laugardag og veitt honum mikla áverka í andliti. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að málið sé í rannsókn og verið sé að kortleggja atburðarásina. Ekki fæst uppgefið hvert árásarmennirnir fóru með manninn og með hvaða hætti þeir veittu honum áverka. Árás- armennirnir voru handteknir í Breið- holti seinni partinn á laugardag en vitað er að þeir hittu annan mann í Fossvogi fyrir hádegi sama dag og slepptu honum við miðborgina síð- degis á laugardag. Maðurinn gerði lögreglunni sjálfur viðvart og hafði þá hlotið mikla áverka í andliti, en hann er margbrotinn að sögn lögreglunnar. Lögreglan segir mennina alla þekkjast og þeir hafi allir komið við sögu lögreglunnar áður. Þá er talið víst að málið tengist einhvers konar uppgjöri. Frelsis- svipting og ofbeldi  Tveir menn úrskurð- aðir í gæsluvarðhald Green Freezer, skipið sem strand- aði á Fáskrúðsfirði fyrr í þessum mánuði, liggur enn við bryggju í firðinum. Ekki hefur verið ákveð- ið hvert skipið fer næst, hvenær farmurinn verður tekinn úr skip- inu og hvert farið verður með farminn. Skipið siglir ekki fyrir eigin vél- arafli og er m.a. búið að taka stýrið af því. Skipið þarf því að fara í slipp en ekki hefur verið ákveðið hvort það verði hér á landi eða erlendis. Skipið var búið að sækja afla í Vestmannaeyjum og í Reykjavík og átti það eftir að koma við í tveimur til þremur höfnum á Austurlandi þegar það strandaði. Enn á Fáskrúðsfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.