Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.9. 2014 Þ órhildur Þorleifsdóttir leikstýrir óperunni Don Carlo eftir Guiseppe Verdi sem frumflutt verður í Hörpu í næsta mánuði. Í aðalhlutverkum eru Jó- hann Friðgeir Valdimarsson, Helga Rós Indriðadóttir, Kristinn Sig- mundsson, Oddur Arnþór Jónsson og Hanna Dóra Sturludóttir. Þór- hildur er afar reyndur leikstjóri og hefur leikstýrt leikritum, óperum og söngleikjum. Reyndar hefur hún sviðsett fleiri óperur og söngleiki en nokkur annar íslenskur leik- stjóri, þar á meðal Töfraflautuna, Il Trovatore, Otello og Niflungahring- inn sem sýndur var á Listahátíð árið 1994 og vakti mikla athygli er- lendis. Þórhildur er fyrst spurð hvort það sé öðruvísi að leikstýra óperu en hefðbundinni leiksýningu? „Bæði og. Ég lít á óperu sem leik- verk sem tónlist hefur verið bætt við og hún er að sumu leyti harðari húsbóndi en texti. Góðir óperuhöf- undar, og Verdi er sannarlega einn sá albesti, setja mikla dramatík í tónlist sína. Slíkur óperuhöfundur er skáld ekki síður en sá sem setur orð á blað og tónlist lýsir tilfinn- ingum og því sem er að gerast al- veg jafnglöggt og orð. Þetta gerir kröfur til þess að maður byggi upp sýninguna á sama hátt og leikrit. Maður rýnir í karakterana og reyn- ir að draga fram áherslur, skoðar samskipti og kannar hvað býr und- ir niðri, eins og maður gerir við leiksýningu og gætir þess svo auð- vitað að tónlistin njóti sín sem best.“ Valdinu fylgir hræðsla Hvað er heillandi við þessa óperu Verdis, Don Carlo? „Auðvitað fyrst og fremst stór- brotin, dramatísk tónlist Verdis. Hann byggir óperuna á leikriti Schillers um Don Carlo Spán- arprins, son Filippusar II Spán- arkonungs. Talsvert er breytt út frá raunveruleikanum en helstu bjórar eru þó sögulega sannir. Að hluta til er þetta átakanlegt og átakamikið fjölskyldu- og sál- fræðidrama um samband föður og sonar þar sem ástleysi föðurins brýtur soninn niður. Sonurinn Don Carlo er algjörlega sjálfsmynd- arlaus, óöruggur, veiklundaður og hvatvís. Faðirinn hefur orðið fyrir vonbrigðum með hann, fyrirlítur hann og þykir hann ekki glæsilegur arftaki en um leið óttast faðirinn soninn, sem er áhugaverður vinkill. Einvaldar eins og Filippus II eru alltaf logandi hræddir því valdinu fylgir hræðsla og tortryggni. Á þessum tímum voru konur skiptimynt til að binda bönd milli ríkja, landa og ætta og Don Carlo á að giftast dóttur Frakkakonungs í því skyni að reyna að koma á friði milli Spánar og Frakklands. Kon- ungurinn ákveður á síðustu stundu að betra sé að hann taki hana sjálf- ur og sonurinn festist í þráhyggju- kenndri hugmynd um að hann geti átt framtíð með prinsessunni, sem er algjörlega vonlaust. En afleið- ingin er að líf tveggja ungmenna hefur verið lagt í rúst og því bæði dauðanum merkt. Þetta er fjölskyldudrama sem lýsir því hvernig er fyrir börn að búa við ástleysi, grimmd og höfnun. En þetta er líka saga um valdið og beitingu þess. Þarna eru átök kirkju og hins veraldlega valds, Rannsóknarrétturinn starfar af fullum krafti og styrjöld geisar niðri í Niðurlöndum þar sem mót- mælendatrúin er að ryðja sér til rúms og Spánarkonungur svífst einskis í því að bæla hana niður. Það er mjög átakanlegt að vera með 150 ára gamalt verk sem byggist á sögu frá 16. öld og sjá að það er eins og ekkert hafi gerst. Í verkinu er lýst ástandi í Niður- löndum þar sem árnar hafa breyst í blóðstrauma, konur hlaupa um grátandi með börnin í fanginu og líkin liggja eins og hráviði. Slíka at- burði sjáum í dag enda er valdið alltaf samt við sig.“ Ógæfa í samfélagi Þú ert baráttumanneskja, hvernig finnst þér að horfa upp á það að heimurinn skuli lítið skána? „Við verðum að muna að það eru ekki nema tæp 200 ár frá því við Íslendingar vorum að hálshöggva fólk, brennimerkja það og drekkja konum. Evrópa hefur breyst mjög mikið en ég get ekki dæmt um breytingar í öðrum álfum. Það er uggvænlegt ástand í heiminum í dag þar sem geisa heiftarlegar trúarbragðastyrjaldir, ekki mjög ólíkt því þegar kristnir fóru eins og logi yfir akur um allar álfur. Ég trúi því samt að mannkyninu miði áfram, þótt hægt sé. Ef maður trú- ir því ekki þá getur maður allt eins lagt upp laupana.“ Nú er sagt og reyndar vitað að konur sem komnar eru yfir miðjan aldur eiga oft mjög erfitt með að fá verkefni. Þú færð þetta mikla leik- stjórnarverkefni, hefurðu alltaf fengið nóg að gera? „Nei, ekki undanfarið. Leikhúsið er mjög upptekið af tískustraumum og haldið sama sjúkdómi og sam- félagið allt, sem er að henda og byrja upp á nýtt. Mér finnst það mikill skaði að reynsla eins og sú sem ég bý að sé ekki nýtt. Eitt á ekki að útiloka annað. Auðvitað á ungt fólk að koma inn í leikhúsið eins og öll önnur svið en fólk á ekki að detta af færibandinu þegar það er um það bil að ná fullum þroska. Ég hef haldið dampi lengur en margir aðrir, þannig að ég er svosem ekkert að kvarta þótt ég vildi gjarnan fá fleiri verkefni. Ég hef fulla orku og fulla getu og mér finnst synd að þeirri getu, og margra annarra á þessum aldri, skuli vera hafnað með þeim hætti sem við sjáum. Mér finnst það ógæfa í samfélagi að henda meira og minna fullorðnu fólki og láta eins og það sé ekki til og sé ekki tækt til nokkurs skapaðs hlutar. Á þessum aldri held ég til dæmis að konur búi yfir gríðarlega víðtækri þekkingu vegna þess að þær hafa svo fjölþætta reynslu af lífinu. Það er slæmt ef þjóðfélagið vill ekki nýta sér þekkingu þessara kvenna.“ Þú sast í stjórnlagaráði, finnst þér það vera vonbrigði hvernig þau mál hafa þróast og áttu von á að sjá nýja stjórnarskrá? „Þetta var frjó og skemmtileg vinna og það voru forréttindi að fá að sitja í stjórnlagaráði, ein af mörgum sem mér hafa verið rétt í lífinu. Ég gerði mér samt ekki von- ir um að tillögur okkar í stjórn- lagaráðinu myndu renna ljúflega í gegn. Ég er þó sannfærð um að þetta starf var ekki til einskis því umræða um stjórnarskrána og ým- islegt þar að lútandi hefur aukist gríðarlega. Áður var bókstaflega aldrei minnst á stjórnarskrána, ég held að flestum hafi fundist hún vera plagg uppi í hillu sem engum kæmi við. Núna eru flestir meðvit- aðir um að það skiptir máli hvernig stjórnarskráin er og stöðugt ber á góma að þessu eða hinu þurfi að breyta. Nú tala menn til dæmis meira en áður um gagnsæi, aukið lýðræði, persónukjör, þjóðarat- kvæðagreiðslur, umhverfisvernd og auðlindagjöld. Allt er þetta til um- ræðu vegna stjórnarskrárvinn- unnar. Stjórnarskránni verður breytt, enda væri annað mikill kjánaskapur, og þá mun sú stjórn- arskrá sem stjórnlagaráð samdi koma við sögu.“ Kröfur á ungum konum Þú ert þekkt kvenréttindakona, hefur ekki heilmikið áunnist í þeirri baráttu frá því þú varst ung kona? „Jú, það hefur heilmikið áunnist, ekki síst í formlegum réttindum. Um leið hefur samt ýmislegt breyst til hins verra. Staðal- ímyndir, bæði kvenna og karla, hafa fest sig í sessi og afþreying- ariðnaðurinn, poppið, tískubransinn og íþróttir eiga þátt í því, enda tengd sölu og peningum. Ég held að það sé ekki auðveldara að vera ung kona núna en þegar ég var ung kona. Það eru gríðarlegar kröfur á ungum konum. Annars vegar að þær geti allt og kunni allt en um leið eiga þær að líta út eins og kvikmyndastjörnur og vera síglaðar. Að sumu leyti á þetta líka við um unga karlmenn sem eiga að vera vöðvabúnt og folar. Þetta eru skrýtnir tímar og ég held að konur lendi þar í tvöföldu hlutverki, sem er erfitt fyrir þær.“ Hvernig líst þér á pólitíkina í landinu? „Ég held að menn séu að berja höfðinu við steininn og standa á móti breytingum sem eru óumflýj- anlegar. Það er kvartað undan lítilli kosningaþátttöku og að ungt fólk hafi ekki áhuga á pólitík. Ungt fólk hlýtur að hafa áhuga á lífinu og því samfélagi sem það býr í og um leið hlýtur það að hafa áhuga á pólitík, Saga um valdið og beitingu þess ÞÓRHILDUR ÞORLEIFSDÓTTIR, SEM LEIKSTÝRIR ÓPERUNNI DON CARLO, SEGIR ÞAÐ VERA ÓGÆFU Í SAMFÉLAGINU AÐ LÁTA EINS OG FULLORÐIÐ FÓLK SÉ EKKI TIL. HÚN RÆÐIR EINNIG JAFNRÉTTISBARÁTTUNA OG TVÖFALT HLUTVERK UNGRA KVENNA. VITANLEGA ER EINNIG RÆTT UM MAGNAÐA ÓPERU VERDIS. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is * „Mér finnst það ógæfa í samfélagi aðhenda meira og minna fullorðnu fólkiog láta eins og það sé ekki til og sé ekki tækt til nokkurs skapaðs hlutar.“ Svipmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.