Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Blaðsíða 17
„Ég fór að velta fyrir mér ólíkum væntingum okkar til kynjanna þeg- ar ég, átta ára gömul, var kölluð „frek“ fyrir að vilja stýra leikritum sem við settum á svið fyrir foreldra okkar – en sama átti ekki við um strákana.“ Svona lýsir leikkonan Emma Watson því þegar hún fór fyrst að velta fyrir sér hvaða hugmyndir fólk gerir sér um kynin og hvers vegna konum og körlum eru ætl- aðar ólíkar kenndir og tilfinningar. Watson fangaði athygli heims- pressunnar í vikunni með magnaðri ræðu sem hún hélt sem velgjörð- arsendiherra UN Women í húsnæði Sameinuðu þjóðanna í New York við upphaf herferðar sem kölluð er HeForShe og miðar að því að virkja karlmenn í baráttu fyrir jafn- rétti kynjanna. Watson var einlæg í ræðunni og talaði út frá sjálfri sér, eins og klausan að ofan um barnaleikina gefur til kynna. Ferill þessarar bresku leikkonu spannar 15 ár þrátt fyrir að hún sé aðeins 24 ára gömul. Watson var ráðin til að leika Hermione Granger í fyrstu Harry Potter-myndinni að- eins níu ára gömul. Hún tók því út stóran hluta æsku sinnar í kvik- myndatökuveri enda lék hún í öllum átta myndunum um galdrastrákinn, þeirri síðustu þegar hún var orðin rúmlega tvítug. Skal því engan undra að hún lítur á meðleikara sína í myndunum, þá Daniel Radc- liffe og Rupert Grint, sem bræður sína. Í ræðunni ræddi hún líka um hvernig henni fannst hún vera gerð að kynveru í fjölmiðlum aðeins 14 ára gömul. Ræða Watson hefur vakið athygli víða um heim en tilefni hennar var upphaf átaksins HeForShe. Átakinu er ætlað að virkja karlmenn í jafn- réttisbaráttu og er hægt að fylgjast með hvernig miðar, þ.e. hversu margir karlar í hverju landi heims hafa lýst yfir stuðningi við átakið, á vefnum www.heforshe.org. Með ræðu sinni hefur Watson tekist að vekja umræður um fem- ínisma og það hvernig við tölum um og við stráka og stelpur. Kannski verður lýsing hennar á leikstjórn- artilburðum hennar sem barns til þess að vekja uppalendur til um- hugsunar um hvernig talað er við börn. Tölum við enn um að stelpur séu frekar en hrósum strákum fyrir ákveðni? eyrun@mbl.is RÆÐA EMMU WATSON VEKUR HEIMSATHYGLI Hún var sögð frek en strákarnir ekki Hin 24 ára Emma Watson vekur at- hygli hvar sem hún fer. Hún hóf að leika í kvikmyndunum um Harry Potter aðeins níu ára og eignir hennar eru nú metnar á 7,2 millj- arða króna. Hún hefur gefið sér tíma meðfram leiklistinni til að klára há- skólanám í enskum bókmenntum og læra til jógakennara auk þess að vera velgjörðarsendi- herra UN Women. AFP LEIKKONAN EMMA WAT- SON HLAUT HEIMSFRÆGÐ Á BARNSALDRI OG NÝTIR NÚ SLAGKRAFT FRÆGÐ- ARINNAR Í ÞÁGU KVENNA Trúlofunarhringar - okkar hönnun og smíði jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind 28.9. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Átta vikna námskeið fyrir foreldra og börn á aldrinum 9-11 ára í vakandi athygli (e. mindfulness) hefst 7. októ- ber í Jógasetrinu í Borgartúni. Kenndar eru hagnýtar og skemmtilegar æfingar til að þjálfa einbeitingu og úthald. Námskeið í vakandi athygli*Gott atlæti er gjöfumbetra. Íslenskur málsháttur Aron Bergmann Magnússon, teiknari, leikmyndahönnuður og hugmynda- smiður, allt í senn, starfar á Pipar auglýsingastofu. Hann á tvær dætur, Chloe og Ísmey Myrru, og eru þau feðgin dugleg að eyða góðum stund- um saman. Þátturinn sem allir geta horft á? Ég myndi segja að þátturinn sem við öll horfum á og höfum gaman af saman sé Útsvar. Við reynum oft að giska á rétt svar og stemningin magnast í takt við það. Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öll- um? Öllum þykir tagliatelle-rétturinn sem ég geri langbestur. Hann er með rjómaostasósu og stökkum beikon- bitum. Rétturinn er í miklu uppá- haldi! Skemmtilegast að gera saman? Það skemmtilegasta sem við gerum sam- an myndi ég segja að væri að föndra saman heima og teikna saman. Það endar þó iðulega með því að pabbi þarf að klára föndrið fyrir skvísurnar. Borðið þið morgunmat saman? Það er misjafnt hvernig morgnarnir eru hjá okkur. Stundum erum við öll á spani, við það að verða of sein. Af og til tökum við léttan morgunmat saman áður en allur herinn heldur af stað í skóla eða vinnu. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Það skemmtilegasta sem við gerum er án efa að fara upp í sumar- bústað eða út í eyju til vinar míns sem er mikil náttúruperla og fullt skemmtilegt að gera. Stelpunum líður alltaf vel í sveit- inni. Svo klikkar ekki að fara í keilu á virkum dögum til að brjóta upp hið daglega amstur vikunnar og hversdagsleikann. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Una sér öll vel í sveitasælunni Aron Bergmann „Þess var ekki vænst að ég eign- aðist börn,“ segir Þorbera Fjöln- isdóttir í fyrirlestri sem birtur er í myndbandsformi á vef Þekkingar- miðstöðvar Sjálfsbjargar. Fyrirlest- urinn er hluti af svokallaðri jafn- ingafræðslu sem miðstöðin er að fara af stað með og er sá fyrsti sem birtur er í röð fyrirlestra með ýmsum umfjöllunarefnum tengdum fötlun og daglegu lífi. Í þessum fyrsta fyrirlestri fjallar Þorbera um fötlun og foreldra- hlutverkið en hún greindist með erfðasjúkdóm á barnsaldri og segir ýmsar siðferðislegar spurningar hafa vaknað þegar hún tók ákvörð- un um að eignast börn. Í fyrstu hafi henni verið ráðlagt að halda sig frá barneignum. Hún lýsir ákvörðunarferli sínu vandlega í fyr- irlestrinum, en öll þrjú börn Þor- beru, 16 ára, 19 ára og 22 ára, eru ófötluð. Fyrirlestur Þorberu í heild er aðgengilegur á vefsíðunni www.thekkingarmidstod.is, undir flipanum Fræðsla og undirflipanum Fyrirlestrar. Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar vill með frumkvöðlastarfi sínu vinna að því að efla þekkingu á málefnum hreyfihamlaðs fólks og stuðla að hugarfarsbreytingu í samfélaginu. ÁHUGAVERÐUR FYRIRLESTUR Þorbera Fjölnisdóttir er með fyrsta fyrirlesturinn í jafningafræðsluröð sem Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar stendur fyrir. Fjallar um fötlun og foreldrahlutverkið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.