Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Blaðsíða 30
Sue Hodder nýtur mikillar virðingar heima- fyrir og hefur meðal annars verið valin vín- gerðarmaður ársins í Ástralíu, síðast 2010. Spurð um nálgun sína og hugmyndafræði í starfi segir hún brýnt að virða söguna og hefðina. „Vín með sögu njóta alltaf meiri og meiri hylli. Wynns-vín hafa getið sér gott orð gegnum tíðina og mitt hlutverk er að við- halda því. Ég er forráðamaður þessa merkis og þarf að hegða mér í samræmi við það. Vínin okkar eru fræg fyrir að eldast hægt og vel og mér ber að tryggja að svo verði áfram. Það geri ég með því að blanda saman eldri aðferðum sem hafa sannað sig gegnum árin og nýjum og spennandi aðferðum. Það eru forréttindi að rækta vín í hinum fræga „rauða jarðvegi“ í Coonawarra.“ Hodder kveðst ekki beinlínis finna fyrir þrýstingi sem aðalvíngerðarmaðurinn á svo virtri vínekru. „Ég finn fyrir ábyrgð. Hafandi sagt það eru árin misjöfn og þegar illa árar er pressan meiri en ella. Það segir sig sjálft.“ 80% af víninu sem Wynns framleiðir fara á Ástralíumarkað en Hodder segir æ fleiri lönd sækja í merkið. Stærstu markaðirnir, utan heimalandsins, eru Kanada, Hong Kong og Bretland. „Vonandi bætist Ísland fljótlega í þann hóp!“ Matur og drykkir Leita uppi áhugaverð vín Eiríkur S. Svavarsson og Sue Hodder. *Eiríkur S. Svavarsson stofnaði vínklúbb fyrir réttum 20 árum ásamt félögumsínum. „Kannski frekar sérstakt áhugamál þegar maður er rúmlega tvítuguren í krafti fjöldans gátum við á námsárunum nurlað saman fyrir betri vínumtil smökkunnar. Hópurinn samanstendur af tíu einstaklingum sem eiga sérfjölbreyttan bakgrunn og starfa á ólíkum sviðum,“ segir Eiríkur. Klúbburinnhittist mánaðarlega yfir vetrarmánuðina og hefur í gegnum tíðina smakkaðýmsar tegundir rauðvíns og hvítvíns frá öllum heimshornum. „Við reynum oft í ferðum okkar erlendis að leita uppi eina og eina flösku af áhugaverðu víni til að koma með á klúbbfundi,“ segir Eiríkur. S nemma á þessu ári var Eiríkur S. Svavarsson, hæstarétt- arlögmaður og vínáhugamaður, ásamt eiginkonu sinni á ferð um Ástralíu og mátti til með að sækja heim eina af sínum uppáhaldsvínekrum, Wynns í Coonawarra-héraði í suðurhluta landsins. Var honum tekið með kostum og kynjum og fékk meðal annars leiðsögn um vínekruna og -kjallarana hjá aðalvíngerðarmanni Wynns, Sue Hodder. Vel fór á með þeim og þótti Hodder merkilegt að Eiríkur væri kominn alla þessa leið. „Þennan mann verð ég að hitta,“ mun hún hafa sagt. Þegar þau kvöddust hvatti Eiríkur Hod- der til að sækja sig heim væri hún á ferð í Evrópu. Hún tók hann á orðinu og í vinnuferð sinni í Bretlandi hafði hún þriggja daga við- komu á Íslandi. Dvaldist á heimili Eiríks og var heiðursgestur í vín- smökkunarklúbbi sem hann hefur átt aðild að í tvo áratugi. „Vín sameinar fólk. Það er gömul saga og ný. Þetta hefur verið stórskemmtileg heimsókn og ég er upp með mér að hér á Íslandi séu til menn sem kunna svona vel að meta vínin sem við framleiðum á Wynns og safna þeim jafnvel. Ég verð bara að gæta þess að láta ekki slá að mér því ég á að dæma í vínkeppni í Adelaide í Ástralíu um næstu helgi,“ segir Hodder sem þykir íslenska haustið býsna napurt. Eiríkur staðfestir þetta allt. Hann hafi lengi haldið upp á Wynns og shirazinn þeirra sé einn sá albesti sem hann hafi smakkað. „Því miður er ekki hægt að fá Wynns í vínbúðum hér á landi.“ Megináhersla Wynns er á rauðvín, cabernet sauvignon, shiraz og merlot en hvítvín er líka framleitt þar, bæði riesling og chardonnay. Bakgrunnur Hodder er í landbúnaði, hún er komin af bændum í Alice Springs sem er í landinu miðju, þó ekki víngerðarfólki. „Þeim þykir samt gaman að drekka góð vín,“ segir hún brosandi. Víngerð heillaði Hodder snemma og eftir að hafa aflað sér tilhlýðilegrar gráðu árið 1992 réð hún sig fljótlega til Wynns í Coonawarra. „Skól- inn var fínn grunnur en það er með víngerð eins og svo margt ann- að; maður lærir alltaf mest þegar maður er kominn út á ekrurnar. Ég hef verið hjá Wynns í 22 ár og lært eitthvað nýtt á hverju ein- asta ári,“ segir Hodder sem verið hefur aðalvíngerðarmaður ekr- unnar frá 1998. Vín hefur verið ræktað á landareigninni frá árinu 1891 en Wynn- fjölskyldan festi kaup á víngerðinni og ekrunum árið 1951. Stolt Wynns hefur verið cabernet sauvignon, Black label, sem kom á markað fyrir réttum sextíu árum. „Cabernet sauvignon-þrúgan okk- ar er einstök að því leyti að við ræktum hana ennþá, eftir sextíu ár, á sömu ekrunni. Mörg helstu cabernet-héruð heims, svo sem Napa Valley og Bordeaux, hafa þurft að endurplanta á sínum ekrum vegna rótarskemmda. Við erum mjög stolt af þessu.“ Lykillinn án efa loftslagið Hún segir lykilinn að gæðum víns sem framleitt er í Coonawarra án efa loftslagið. Þar sé svalara en víðast annars staðar í Ástralíu. Fyr- ir vikið þroskast þrúgurnar hægar sem hefur áhrif á bæði bragð og styrk án þess að koma niður á sýrustiginu. Heldur hefur hlýnað í Coonawarra og þar, eins og í heiminum öllum, fylgjast menn grannt með loftslagsbreytingum enda geta þær haft afgerandi áhrif á grein- ina til lengri tíma litið. „Við búum okkur undir enn frekari hlýnun.“ Árið 2002 hrinti Wynns af stokkunum gæðaverkefni, þar sem stuðst er við nýjustu tækni og vísindi á sviði vínræktar. Hodder seg- ir þetta hafa gert sér kleift að búa til ennþá fágaðri og glæsilegri vín en áður. „Þetta verkefni, sem kollegi minn og lærifaðir Allen Jenkins stýrir, hefur verið afskaplega vel heppnað og styrkt stöðu okkar til muna. Við erum betur í stakk búin núna til að framleiða góð vín en við vorum áður en til verkefnisins var stofnað.“ Hodder býr á Wynn-landareigninni og víkur aldrei frá meðan á uppskerunni stendur. Þess utan ferðast hún töluvert, innan lands sem utan, til að kynna sína vöru, hitta aðra víngerðarmenn og dæma á vínsýningum. Spurð hvort henni sé tekið sem njósnara í herbúðum annarra framleiðenda hlær Hodder. „Nei, alls ekki. Auðvitað er sam- keppni milli víngerðarmanna, það liggur í hlutarins eðli, en þeir geta líka unnið saman. Skipst á skoðunum og upplýsingum. Það er mik- ilvægt að heimsækja önnur vínræktarhéruð til að fylgjast með nýj- ungum og mér er alltaf vel tekið. Svo lengi sem framleiðslan er létt vín stöndum við saman. Óvinirnir eru þeir sem framleiða bjór og brennda drykki,“ segir hún brosandi. Morgunblaðið/Ómar GÖMUL SAGA OG NÝ Vín sameinar fólk! SUE HODDER, EINN FREMSTI VÍNGERÐARMAÐUR ÁSTRALÍU, VAR STÖDD HÉRLENDIS Í VIKUNNI EN HÚN HEFUR VERIÐ VÍNGERÐARMAÐUR WYNNS Í ÁSTRALÍU Í 22 ÁR. HODDER ER MARGVERÐLAUNAÐUR VÍNGERÐARMAÐUR SEM SEGIR LYKILINN AÐ GÆÐUM VÍNS SEM FRAMLEITT ER Í COONAWARRA-HÉRAÐI ÁN EFA LOFTSLAGIÐ. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sue Hodder með rauðvín frá Wynns Coonawarra Estate. Vín með sögu njóta meiri hylli Sýnishorn af vínunum frá Wynns-vínekrunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.