Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.9. 2014 Matur og drykkir A fbragðskokkurinn Gunnar Karl Gíslason er stofnandi og eigandi veitingastaðarins Dill Restaurant auk þess sem hann er meðeig- andi að Hverfisgötu 12 og Sæmundi í spari- fötunum. Það er því nóg að gera. „Ég er svo lánsamur að vera umkringdur frábærum meðeigendum og ótrú- lega góðu starfsfólki, öðruvísi væri þetta ekki hægt. Ég reyni svo bara að vera með fingurna á sem flest- um stöðum,“ segir Gunnar. Þrátt fyrir þétta dagskrá kom matreiðslubók frá Gunnari út 9. september sl., North: The New Nordic Cuisine of Iceland. Bókina er hægt að fá um allan heim og er hún einstaklega glæsileg. „Ég hafði verið að vinna í bókinni og uppskriftum hennar í ein þrjú ár. Eftir þetta langan vinnutíma var augljóslega ákaflega sætt að fá bókina loksins í hend- urnar,“ segir Gunnar, ánægður með afrekið. Bókin er unnin í samvinnu við Jody Eddy, matarrithöfund og góðvinkonu Gunnars. Þá fengu þau til liðs við sig Ev- an Sung ljósmyndara. „Hugmyndin var að gera bók með fókus á þrjár megináherslur Dill Restaurant, í fyrsta lagi þá framleiðendur sem við verslum hvað mest við og þá einna helst þá sem notast við gamlar hefðir. Í öðru lagi er það náttúran sem er allt í kring- um okkur sem við notum svo mikið, bæði í matinn og sem innblástur. Í þriðja lagi er það svo maturinn á Dill.“ Gunnar Karl er kvæntur Freyju Rós og eiga þau fjögur börn. Hann er fæddur og uppalinn á Akureyri en hefur einnig búið erlendis um tíma. „Lengst af bjó ég í Danmörku og eldaði þar á nokkrum yndislegum stöðum með frábæru fólki,“ segir Gunnar. „Áhugi minn á eldhúsinu kom í raun fyrir slysni þegar ég var að vinna sem uppvaskari með skóla. Ég fann strax að í eldhúsinu leið mér vel og einmitt þess vegna hef ég bara haldið mig þar.“ Hann segir að með brennandi áhuga geti þeir sem vilja orðið færir í eldhúsinu. Áhuginn sé þar lykillinn að leiknum. „Áhuginn kemur fólki ansi langt, sérstaklega í þessu fagi, sem og öllu öðru.“ Ljósmyndir/Jody Eddy Sjómaðurinn síkáti, Dabbi Siggason, sem Gunnar skiptir við. Gunnar verslar taðreyktan mat frá Gylfa á Skútustöðum. MATREIÐSLUBÓK GUNNARS KARLS KOM ÚT FYRR Í MÁNUÐINUM Alltaf liðið vel í eldhúsinu Gunnar Karl Gíslason er ánægður með nýútgefnu bók sína. MATREIÐSLUBÓK GUNNARS KARLS GÍSLASONAR, NORTH: THE NEW NORDIC CUISINE OF ICELAND, KOM ÚT FYRR Í MÁNUÐINUM EN GUNNAR HAFÐI UNNIÐ AÐ BÓKINNI Í ÞRJÚ ÁR. HÉR ER Á FERÐ HÆFILEIKARÍKUR KOKKUR SEM HEFUR MÖRG JÁRN Í ELDINUM. HANN SEGIR ÁHUGANN MIKILVÆGT VOPN SEM FLEYTIR MANNI ÁFRAM, SÉRSTAKLEGA Á SVIÐI MATREIÐSLU EN SJÁLFUM LÍÐUR HONUM AFSKAPLEGA VEL Í ELDHÚSINU. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is 500 g saltfiskur 100 g hvannarstilkar 50 g edik 25 g vatn 25 g sykur 1 egg 80 g súrsuð hvönn 240 g olía salt Saltfiskurinn Skerið saltfiskinn í örþunnar skífur, legg- ið á smjörpappír og þurrkið í ofni á 55°C uns algerlega þurr og stökkur. Súrsaðir hvannarstilkar Hreinsið hvannarstilkana vel og skerið í þunna hringi og setjið í lokanlegt box. Edik, vatn og sykur er sett í pott og suðan fengin upp. Hellið þá yfir stilkana og lokið boxinu. Þetta verður ákaflega gott eftir nokkra klukkutíma en ennþá betra verður þetta eftir nokkra mánuði. Hvannarkrem Setjið eggið í sjóðandi vatn í fjórar mín- útur. Takið það upp úr vatninu og kælið í klakavatni uns kalt í gegn. Takið skurnina af og setjið eggið í blandara ásamt hvannarstilkunum og smá- salti. Blandið vel saman og bætið svo við olíu í mjórri bunu. Þetta skal bragðbæta með leginum frá hvannarstilk- unum og meira salti ef þarf. Raðið þurrkaða saltfiskinum á disk og sprautið svo doppum af hvannarkreminu á hann. Setjið því næst súrsaða hvannarstilka ofan á kremið ásamt nokkrum pínulitlum laufum af hvönn. Saltfiskur frá Elvari á Hauganesi Morgunblaðið/Þórður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.