Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Síða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.9. 2014 Matur og drykkir A fbragðskokkurinn Gunnar Karl Gíslason er stofnandi og eigandi veitingastaðarins Dill Restaurant auk þess sem hann er meðeig- andi að Hverfisgötu 12 og Sæmundi í spari- fötunum. Það er því nóg að gera. „Ég er svo lánsamur að vera umkringdur frábærum meðeigendum og ótrú- lega góðu starfsfólki, öðruvísi væri þetta ekki hægt. Ég reyni svo bara að vera með fingurna á sem flest- um stöðum,“ segir Gunnar. Þrátt fyrir þétta dagskrá kom matreiðslubók frá Gunnari út 9. september sl., North: The New Nordic Cuisine of Iceland. Bókina er hægt að fá um allan heim og er hún einstaklega glæsileg. „Ég hafði verið að vinna í bókinni og uppskriftum hennar í ein þrjú ár. Eftir þetta langan vinnutíma var augljóslega ákaflega sætt að fá bókina loksins í hend- urnar,“ segir Gunnar, ánægður með afrekið. Bókin er unnin í samvinnu við Jody Eddy, matarrithöfund og góðvinkonu Gunnars. Þá fengu þau til liðs við sig Ev- an Sung ljósmyndara. „Hugmyndin var að gera bók með fókus á þrjár megináherslur Dill Restaurant, í fyrsta lagi þá framleiðendur sem við verslum hvað mest við og þá einna helst þá sem notast við gamlar hefðir. Í öðru lagi er það náttúran sem er allt í kring- um okkur sem við notum svo mikið, bæði í matinn og sem innblástur. Í þriðja lagi er það svo maturinn á Dill.“ Gunnar Karl er kvæntur Freyju Rós og eiga þau fjögur börn. Hann er fæddur og uppalinn á Akureyri en hefur einnig búið erlendis um tíma. „Lengst af bjó ég í Danmörku og eldaði þar á nokkrum yndislegum stöðum með frábæru fólki,“ segir Gunnar. „Áhugi minn á eldhúsinu kom í raun fyrir slysni þegar ég var að vinna sem uppvaskari með skóla. Ég fann strax að í eldhúsinu leið mér vel og einmitt þess vegna hef ég bara haldið mig þar.“ Hann segir að með brennandi áhuga geti þeir sem vilja orðið færir í eldhúsinu. Áhuginn sé þar lykillinn að leiknum. „Áhuginn kemur fólki ansi langt, sérstaklega í þessu fagi, sem og öllu öðru.“ Ljósmyndir/Jody Eddy Sjómaðurinn síkáti, Dabbi Siggason, sem Gunnar skiptir við. Gunnar verslar taðreyktan mat frá Gylfa á Skútustöðum. MATREIÐSLUBÓK GUNNARS KARLS KOM ÚT FYRR Í MÁNUÐINUM Alltaf liðið vel í eldhúsinu Gunnar Karl Gíslason er ánægður með nýútgefnu bók sína. MATREIÐSLUBÓK GUNNARS KARLS GÍSLASONAR, NORTH: THE NEW NORDIC CUISINE OF ICELAND, KOM ÚT FYRR Í MÁNUÐINUM EN GUNNAR HAFÐI UNNIÐ AÐ BÓKINNI Í ÞRJÚ ÁR. HÉR ER Á FERÐ HÆFILEIKARÍKUR KOKKUR SEM HEFUR MÖRG JÁRN Í ELDINUM. HANN SEGIR ÁHUGANN MIKILVÆGT VOPN SEM FLEYTIR MANNI ÁFRAM, SÉRSTAKLEGA Á SVIÐI MATREIÐSLU EN SJÁLFUM LÍÐUR HONUM AFSKAPLEGA VEL Í ELDHÚSINU. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is 500 g saltfiskur 100 g hvannarstilkar 50 g edik 25 g vatn 25 g sykur 1 egg 80 g súrsuð hvönn 240 g olía salt Saltfiskurinn Skerið saltfiskinn í örþunnar skífur, legg- ið á smjörpappír og þurrkið í ofni á 55°C uns algerlega þurr og stökkur. Súrsaðir hvannarstilkar Hreinsið hvannarstilkana vel og skerið í þunna hringi og setjið í lokanlegt box. Edik, vatn og sykur er sett í pott og suðan fengin upp. Hellið þá yfir stilkana og lokið boxinu. Þetta verður ákaflega gott eftir nokkra klukkutíma en ennþá betra verður þetta eftir nokkra mánuði. Hvannarkrem Setjið eggið í sjóðandi vatn í fjórar mín- útur. Takið það upp úr vatninu og kælið í klakavatni uns kalt í gegn. Takið skurnina af og setjið eggið í blandara ásamt hvannarstilkunum og smá- salti. Blandið vel saman og bætið svo við olíu í mjórri bunu. Þetta skal bragðbæta með leginum frá hvannarstilk- unum og meira salti ef þarf. Raðið þurrkaða saltfiskinum á disk og sprautið svo doppum af hvannarkreminu á hann. Setjið því næst súrsaða hvannarstilka ofan á kremið ásamt nokkrum pínulitlum laufum af hvönn. Saltfiskur frá Elvari á Hauganesi Morgunblaðið/Þórður

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.