Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Blaðsíða 55
Þeir fóru þá að versla saman, verslunin var kölluð Sturlubúð og bræðurnir komust í álnir. „Um 1900 datt nokkrum Reykvík- ingum það í hug, Sturlubræðrum, Ziemsen kaupmanni og fleirum, að það þyrfti að leggja vatnsleiðslur í húsin í kaupstaðnum. Þeir ákváðu að leiða vatnið frá Vatnsmýrinni og keyptu að utan sérstök rör til þess. Fenginn var bor til að bora eftir vatni, Helgi Hermann Eiríksson keypti hann og má sjá hann á Ár- bæjarsafni í dag, en þegar endinn á bornum kom upp sá Helgi ekki bet- ur en það væri gull á honum. Það fréttist um alla Reykjavík og gull- æði rann á fólk. Sturlubræður stofn- uðu þá félagið Málm til að leita að gulli. Þeir létu bora í Vatnsmýrinni en ekkert fannst. Þá þóttist einhver á Mógilsá hafa fundið gull og þar var eitthvað meira gull í göngum sem þeir létu grafa í en það varð ekkert úr þessu.“ Ís, útgerð og kýr Mjölnir nefndist annað félag sem Sturlubræður stofnuðu árið 1908 og höndlaði með nýjung sem kölluð var sement. „Þeir notuðu það til að steypa upp veggi og hús. Grjót var sótt upp í Mosfellssveit og þessu sementi var hrært saman við og byggðir upp kjallarar undir húsin, og jafnvel heil steinhús sem voru múruð. Svo stofnuðu þeir Ísfélagið. Þá hafði Jóhannes Nordal, faðir Sig- urðar prófessors, verið í Kanada og kynnst því hvernig íshús og frysti- hús voru byggð. Þeir stofnuðu slíkt íshús í miðbænum og byrjað var að safna ís í það af Tjörninni á veturna og honum var komið fyrir í þessu íshúsi.“ Það er húsið sem seinna hýsti skemmtistaðinn Glaumbæ og nú Listasafn Íslands. „Þá var hægt að frysta fisk í húsinu,“ segir Sturla. „Ég fór einu sinni þangað fyrir jól að ná í íshellur fyrir móður mína, þegar búa þurfti til ísbúðing fyrir jólamatinn.“ Og bræðurnir komu víða við. Eitt félag þeirra var Síldarútgerðar- félagið og keypti það tvær skonn- ortur en Sturla segir föður sinn ekki hafa verið hrifinn af þeirri framkvæmd. Skonnorturnar voru nefndar eftir bræðrunum, Sturla og Friðrik, og Friðriki þótti það ógn- vænleg tilhugsun ef eitthvað kæmi fyrir skútuna hans og slys yrði. Þeir hættu því útgerðinni. „Jón Pétursson afi minn átti Brautarholt á Kjalarnesi og lét reisa þar kirkju sem enn stendur. Hvað heldurðu að bræðurnir hafi gert þar? Þeir fengu sér 80 kýr og stofn- uðu kúabú. Fenginn var forsjár- maður og konur að mjólka, mjólk- inni var safnað í stóra brúsa og þeir settir í skip sem róið var með til Reykjavíkur. Þar var mjólkinni skipað upp og seld Reykvíkingum úr brúsum en slíkt hafði aldrei verið gert áður. Seinna stofnuðu bræðurnir Briemsfjós við Laufásveg, rétt fyrir innan Laufás. Þar var langt hús, efst var verslun þar sem þeir seldu mjólkina, miðsvæðis var fjósið en neðar við götuna hlaðan og undir henni haughúsið. Þegar Fjólugatan var lögð kölluðu gárungarnir hana „Flórída“, hún var fyrir neðan flór- inn í Briemsfjósi.“ Sem strákur rak Sturla kýrnar í Briemsfjósi út í Vatnsmýrina á beit, þar sem nú er flugvöllurinn, en Sturlubræður áttu landið. „Á sumr- in var farið með geldkýr að Fitja- koti á Kjalarnesi, þar sem þær voru í útigöngu. Ég rak þær þangað og það tók heilan dag. Seinna, þegar þeir lögðu niður Briemsfjós, reistu þeir refabú þar uppfrá,“ segir hann. Harmsaga frá Hverfisgötu Árið 1910 reistu Sturlubræður sér saman tígulegt timburhús í Skugga- hverfi, neðst við Hverfisgötu þar sem nú er danska sendiráðið. Áður höfðu þeir búið með foreldrum sín- um á Laugavegi 1, þar sem þeir voru þá með verslun. „Amma mín hafði búið þar til fallegan blómagarð fyrir neðan húsið, hann náði langt niður á Sölvhól. En svo fluttu bræð- urnir og amma mín í þetta fallega hús við Hverfisgötu, bjuggu þar uppi á annarri hæð og voru oft með gesti. En þar gerist mikil harm- saga,“ segir Sturla. Árið 1912 kveikti aðkomukona sem var að að- stoða vinnukonur við slátursuðu snemma morguns í á jarðhæðinni. Næturvörður sá eldinn og tókst að vekja Sturlubræður inni í húsinu með hrópum, þá var Jarþrúður frænka þeirra hjá þeim og þau lok- uð uppi á annarri hæð vegna eldsins sem geisaði niðri. „Faðir minn hljóp út á svalir og hrópaði til fólks að stigi yrði reistur þar að. Þá skall hurðin aftur vegna dragsúgs og hann var lokaður þar úti. Sturla og Jarþrúður bundu þá saman lök og bjuggu til línu til að hala ömmu mína niður á. Þeim tókst að binda lakið utan um hana og byrjuðu að lóðsa hana niður, en þegar hún var komin hálfa leið raknaði hnútur upp og hún datt nið- ur og hryggbrotnaði. Hún dó síðar um daginn. Húsið brann til grunna. Föður mínum tókst að hlaupa ofan af alt- aninu en rak höndina við það í glugga og skarst heilmikið. Matthías Þórðarson þjóðminja- vörður reyndi að leita í rústunum því í húsinu höfðu verið margir merkilegir gamlir hlutir, meðal ann- ars signethringur Björns Jórsala- fara. En hann fannst ekki. Þegar búið var að hreinsa rústina reistu bræðurnir stóra hvíta stein- húsið sem Danir keyptu nokkrum árum síðar fyrir sendiráð. Það var með tökkum á þakinu en faðir minn sagði að það væri fallegt að hafa svona takka, það líktist breskum köstulum. Þeir steyptu húsið og loftin líka; þeir vildu ekki láta húsið brenna.“ Eftir að hafa selt Dönum húsið við Hverfisgötu árið 1918 reistu Sturlubræður stórhýsin við Lauf- ásveg 53 og 55, þar sem nú er Lauf- ásborg. Þeir seldu þau fljótlega Garðari Gíslasyni og Jóni Ólafssyni bankastjóra og reistu önnur hús, svolítið minni, við hliðina. Við Lauf- ásveg 49 og 51. Þá var Friðrik kom- inn með fjölskyldu í sínu húsi en Sturla bróðir hans kvæntist ekki. „Það er sund milli húsanna, næst- um fangbreitt, og ég gat stokkið á milli þeirra. Veistu hvers vegna þau eru ekki sambyggð? Vegna þess að faðir minn og kona hans, Marta María Bjarnþórsdóttir, höfðu þá eignast tvö börn. Annað þeirra var drengur sem grét og hljóðaði á næt- urnar og ráðskona Sturlu þoldi ekki hljóðin. Þess vegna varð að vera sund milli húsanna. Ég var þessi drengur,“ segir hann og brosir. Viðskiptaævintýri bræðranna sem Sturla greinir frá voru fleiri. Þeir voru til að mynda viðskiptafélagar Einars Benediktssonar í Fossafélag- inu Títan og keyptu með honum vatnsréttindi í Þjórsá, sem þeir hugðust virkja. Alþingi veitti þó ekki virkjanaleyfi. „Svo liðu tuttugu ár þar til íslenska ríkið fór að virkja,“ segir Sturla og hristir höf- uðið hneykslaður. „Tímar liðu og Títan var gert upp, ríkið keypti það um 1947. Ég átti þá marga hluti í Títan sem ríkið keypti.“ Jarlinn af Surtsey Bók Sturlu lýkur þegar hann hefur lokið námi en hann kaus að feta ekki í fótspor föður síns. „Nei, ég var orðinn svo meðtek- inn af veru minni á Laxfossi, þar sem ég var alltaf að grúska í plöntum, steinum og jarðvegi, fugl- um og eggjum. Þegar ég spurði föð- ur minn hvað ég ætti að læra vildi hann ekki ráðleggja mér neitt, vegna þess að hans lærdómsferill var alltaf rangur, sagði hann. Faðir minn málaði myndir, sem ég þarf að sýna einhvern tíma, en ég vildi ekki gerast málari, sagði hann, og það skalt þú heldur ekki gera, Sturla minn, þótt þú sért drátthagur,“ segir hann. Dæmi um teiknihæfileika Sturlu má sjá á kápu nýju bókarinnar. „Þótt þú kunnir að mála gæti verið að enginn vildi kaupa eftir þig málverk, það væri ömurlegt og þú færir á hausinn, sagði hann.“ Friðrik faðir Sturlu lést árið 1938 og Sturla varð stúdent þremur ár- um síðar. Hann vann við skógrækt á sumrin, var einnig við sveitastörf í Suðursveit og kynntist þar jöklum á forvitnilegan hátt; og hann reyndi fyrir sér í læknisfræði í Háskól- anum einn vetur. Svo frétti hann 1942 að Goðafoss myndi sigla til New York og hann skrifaði til Hall- dórs Hermannssonar prófessors og bókavarðar við Cornell-háskóla, fékk þar inngöngu í nám í erfða- fræði og sigldi utan. Og heimkom- inn var ekkert fyrir hann að gera á því sviði. Skógræktarstjóri fól hon- um þá að halda í ævintýraleiðangur til Eldlands, að safna fræjum, og á leiðinni kom Sturla við hjá Ásu Wright frænku sinni, sem átti með manni sínum búgarð á Trínídad og bauð honum að taka við búinu. En Sturla hélt heim eftir Eldlands- ævintýrið og fór hér að rannsaka hvernig ætti að rækta upp örfoka land. Þótt hann færi ekki út í við- skipti eins og Sturlubræður varð hann áberandi í sínu fagi. Svo var það Surtseyjarævintýrið. „Já, þegar Surtsey fór að gjósa árið 1963 varð ég hugfanginn af því að kanna hvernig land fer að því að græðast upp og fyllast lífi. Surtsey varð tilraunastaður fyrir mig, lítið sýnishorn af Íslandi og hvernig það byrjaði að gróa upp eftir ísöld. Það var happafengur, tilraunastaður fyr- ir mig að rannsaka. Ég var kallaður jarlinn af Surtsey,“ segir Sturla og hlær. Fjölskyldumynd við Laugaveg 1, heimili Sturlubræðra og foreldra þeirra. Efri röð: Jón Magnússon ráðherra, kona hans Þóra Jónsdóttir Magnússon, bróðir hennar Friðrik Jónsson, faðir Sturlu, Hannes Þorsteinsson þjóðskjalavörður og kona hans Jarþrúður Jónsdóttir, Sturla Jónsson, Elínborg Jónsdóttir og Arndís Jónsdóttir. Neðri röð: Sigþrúður Guðmundsdóttir, dóttir Arndísar, Sigþrúður Friðriksdóttir Eggerz og maður hennar Jón Pétursson háyfirdómari, og Sturla Guðmundsson. Sturlubræður, Friðrik og Sturla, með systrum sínum Þóru og Arndísi. Sturluhallir við Laufásveg reistu bræðurnir árið 1924. Þar ólst Sturla upp. Sturla 14 ára gamall, árið 1936, með fjölda laxa sem hann veiddi í Norðurá. * Einn bróðir fórmeð konungs-valdið, einn með guðsvaldið og einn með dómsvaldið. Þetta voru merki- legir bræður. 28.9. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.