Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.09.2014, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.9. 2014 Morgunblaðið/Golli Leikkonan og fyrirsætan Halla Vilhjálmsdóttir er nú í óðaönn að undirbúa brúðkaup sitt sem verður eftir 12 vikur en þá gengur hún í það heilaga með unnusta sínum til nokkurra ára, Harry Koppel. Brúðkaupið verður í Bogotá, höfuðborg Kólumbíu, þaðan sem Koppel er. Halla þykir skipulögð með eindæmum og dugleg að koma hugmyndum sínum í fram- kvæmd en fyrir fjórum vikum var hún á tindi hæsta fjalls Evrópu; Elbrus, og fjallamennska hefur átt hug hennar allan síðan hún kynntist Koppel. Ljóst er að skipulagsgáfa Höllu er afar góð og því forvitnilegt hvernig haldið verður utan um skipulag brúðkaupsins en í vikunni tók Halla til í fataskápnum sínum og birti myndir á Instagram til að sýna afraksturinn. Ekki bara var allt nákvæmlega sorterað heldur merkti hún hverja hillu með miðum þar sem á stóð ým- ist „íþróttastuttbuxur“, „íþróttabolir“, „bolir með löngum ermum“, „bolir með stuttum erm- um“ og svo mætti áfram telja og telja. Brúðkaup eftir 12 vikur Halla Vilhjálms- dóttir er skipu- lögð með ein- dæmum. Þar sem ég sat við sjónvarpið um daginn ogbeið eftir niðurstöðu úr þjóðaratkvæða-greiðslunni í Skotlandi vonaði ég að sjálf- stæðissinnar hefðu haft betur. Ég á reyndar engra hagsmuna að gæta í Skotlandi, eða á Bret- landi yfirleitt. Ég fer sjaldan á þessar slóðir og þekki í raun lítið til dagslegs lífs hins svokallaða venjulega manns á eyjunni miklu. Álitaefni um sjálfstæði þjóðar eru hins vegar ekki staðbundin og því var fróðlegt að fylgjast með kosningabar- áttu já- og nei-manna. Kosningabaráttan var hefðbundin sem slík. Slagorð og hræðsluáróður á báða bóga. Ég var fegin að fylgjast með baráttunni úr fjarlægð og geta þannig óhikað stutt sjálfstæðissinna. Það hvarflar að mér að efi hefði sótt að mér hefði ég verið í meira návígi við ómálefnalegan málflutn- ing sjálfstæðissinna en eitt helsta vopn þeirra var, að þeirra mati, að með sjálfstæði þyrfti Skotland aldrei að þola ríkisstjórn íhaldsmanna. Ætli hræðsluáróður sambandssinna eins og Gordons Browns, sem „hótuðu“ því að höf- uðstöðvar hins marggjaldþrota banka RBS myndu hverfa frá Skotlandi, hefði þó ekki vegið á móti. Jú, ég hefði kosið með sjálfstæði Skotlands. En þótt sjálfstæði þjóðar skipti miklu máli þá skiptir sjálfstæði einstaklinganna meira máli. Það er lítið varið í að búa í sjálfstæðu ríki ef stjórnvöld þar haga sér eins og bestíur. Sjálf- stæðir verða einstaklingar ekki nema þeir njóti frelsis til þess að haga sínum málum sjálfir. Fátt skerðir frelsi manna meira en skattur, sem er ekki annað en eignaupptaka. Sjálfstæðissinn- arnir í Skotlandi lögðu mikla áherslu á að fá skattlagningarvaldið heim til Skotlands. Ég er sammála því að best fari á því að skattlagning fari fram sem næst þeim sem þurfa að búa við hana. Stjórnmálamenn veigra sér alla jafna við að þjösnast á þeim sem næst þeim standa. Því er meiri von til þess að skattlagningu sé stillt í hóf þegar henni er ráðið sem næst skattgreiðend- unum. Sjálfstæðissinnarnir í Skotlandi fjölluðu hins vegar ekkert um þetta í kosningabaráttunni. Þvert á móti gaf málflutningur þeirra til kynna að þeir hefðu áhuga á meiri skattlagningu en tíðkast hefur á eyjunni. Þeirra málflutningur gaf þannig ekkert tilefni til þess að ætla þeir vildu meira sjálfstæði fyrir Skota, heldur bara Skot- land. En samt eiginlega ekki heldur því sjálf- stæðissinnarnir vildu áfram vera í Evrópusam- bandinu og lúta reglusetningu um hvaðeina frá Brussel. Þrátt fyrir öll þau undarlegheit sem mörkuðu þessa þjóðaratkvæðagreiðslu í Skotlandi, bæði að formi til og efni, hefði ég samt stutt sjálfstæði Skotlands í þeirri von að sjálfstætt ríki auki lík- urnar á því að einstaklingarnir verði sjálfstæðir. Hversu langt nær sjálfstæðið? * Fátt bendir til að þjóð-aratkvæðagreiðslan íSkotlandi hafi lotið að sjálfstæði Skota. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridurandersen.is Jón Gnarr segir frá því á Face- book í gær að hann hafi tekið þátt í athygl- isverðum um- ræðum í breskum útvarpsþætti á fimmtudag um leiðbeiningabækl- inga. „Bretunum fannst athygl- isvert að heyra að yfirleitt eru leiðbeiningar á Íslandi ekki þýdd- ar á íslensku heldur fáum við þær oftast á ensku eða hinum Norðurlandamálunum.“ Guð- ríður Haraldsdóttir blaðamað- ur, eða Kaffi Gurrí eins og hún er oft nefnd, var ein þeirra sem tóku þátt í umræðunum sem spunnust út frá þessum skrifum. „Mér tókst einu sinni að tengja vídeótæki (meira að segja með RÚV á 1 og Stöð 2 á 2) eftir hollenskum leiðbeiningum og kann ekki orð í hollensku. Það efldi sjálfstraustið til muna,“ skrifaði Guðríður. Samkvæmisleikur sá að nefna 10 plötur sem hafa haft áhrif á mann sjálfan og biðja svo aðra um að nefna þær 10 plötur sem mótuðu þá er í fullum gangi á Facebook. Bergsteinn Sig- urðsson útvarps- maður tók saman lista yfir þær 10 plötur sem hann segir hafa mótað sig og eru það plöturnar: Pottþétt 1, Pottþétt 2, Pottþétt 3, Pott- þétt 4, Pottþétt 5, Pottþétt 6, Pottþétt 7, Pottþétt 8, Pottþétt 9 og Pottþétt 10. Út frá þessari játningu spunnust umræður um ýmsar íslenskar safnplötur sem heita nöfnum eins og Reif í kroppinn. Heiða Kristín Helga- dóttir, stjórn- arformaður Bjartr- ar framtíðar, játaði í kjölfarið að vegna fjölskyldutengsla ætti hún heiðurinn af nafnbótinni Algjört möst sem fylgdi í kjöl- far safnplötunnar Ýkt stöff. „Mitt stærsta framlag til íslenskr- ar tónlistar,“ skrifar Heiða Krist- ín. AF NETINU Vettvangur Sýningar á fimmtu þáttaröðinni af breska myndaflokknum Downton Abbey hefjast í Ríkissjónvarpinu sunnudaginn 19. október næstkomandi. Sérstök eftirvænting ríkir fyr- ir seríuna að þessu sinni en meðal gesta verð- ur óskarsverðlaunaleikarinn og hjartaknús- arinn George Clooney. Þátturinn sem Clooney leikur í verður sýndur á jóladag í Bretlandi og er hluti af góðgjörðum sjón- varpsstöðvarinnar ITV og er þátturinn skrif- aður sérstaklega fyrir þetta tilefni. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, kveðst í samtali við Morgunblaðið von- góður um að geta sýnt jólaþáttinn strax laug- ardaginn 27. desember en það velti þó á því að hann berist til landsins í tæka tíð. Nokkur leynd hvílir yfir því hvert hlutverk Clooneys verði í Downton Abbey en í morg- unþættinum This Morning í Bretlandi á dög- unum gaf Laura Carmichael, sem leikur Lady Edith í þáttunum, vísbendingu. „Það er magnþrungið augnablik með Maggie Smith [sem leikur Violet Crawley] og George. Ég veit ekki hvort ég vil segja meira. En George vill fá koss og Maggie endar í gólfinu. Þetta er dásamlegt,“ sagði Carmichael. Þessar upplýsingar verða að duga aðdá- endum Downton Abbey og George Clooney að sinni en Smith er að líkindum ekki fyrsta konan sem endar í gólfinu af völdum hjarta- knúsarans – og örugglega ekki sú síðasta. Koss í Downton Abbey? Hjartaknúsarinn góðkunni George Clooney er í þann mund að ganga í heilagt hjónaband. AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.