Morgunblaðið - 29.10.2014, Side 1

Morgunblaðið - 29.10.2014, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 9. O K T Ó B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  253. tölublað  102. árgangur  ÞARF AÐ HAFA VÍÐAN SJÓN- DEILDARHRING ÓMÖNNUÐ LOFTFÖR Á SVEIMI LJÓSMYNDAPAR MYNDAR ÁST- FANGIÐ FÓLK EAGLES 18 HEIÐDÍS LJÓSMYNDARI 10GOERNER PÍANÓLEIKARI 38  Fjáreignir er- lendra aðila innan íslenska hagkerf- isins námu 12.929 milljörðum króna í árslok 2013. Þetta kemur fram í nýrri grein- ingu Hagstofu Ís- lands á fjármála- reikningum. Hagstofan segir íslenska fjár- málakerfið enn eitt hið hlutfalls- lega stærsta í Evrópu. »12 Erlendir aðilar eiga 13.000 milljarða Fjölþætt starfsemi » Ístak og ÍAV í samvinnu við önnur systurfyrirtæki sín í eigu Marti eru í fjölþættri verktaka- starfsemi í Noregi. » Nefna má jarðganga-, vega-, brúar-, virkjana- og hafnargerð. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is ÍAV, sem er í eigu svissneska verktakafyrirtækisins Marti Con- tractor, gerði í samvinnu við önnur Marti-fyrirtæki samning upp á tíu milljarða króna við norsku vega- gerðina nú fyrir helgi. Um er að ræða byggingu 5,8 kílómetra jarðganga í Norður- Noregi. Auk þess munu fyrirtækin byggja brú yfir Manndalsána. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist í desembermánuði, sam- kvæmt upplýsingum Sigurðar Sig- urðssonar, yfirmanns hjá Marti Norge AS í Noregi. Jafnframt er fyrirtækið með 25 milljarða samning um jarðganga- gerð við Stafangur og önnur jarð- gangagerð, samningur upp á um níu milljarða, er á lokastigi, sam- kvæmt upplýsingum Sigurðar. Ístak er með öfluga verktaka- starfsemi í Noregi og starfsmenn fyrirtækisins eru á milli 300 og 400. Gísli H. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Ístaks í Noregi, seg- ir að þremur verkefnum verði lok- ið fyrir áramót og eftir áramót verði ráðist í þrjú önnur, þar af tvö mjög stór. Um 70 milljarða verktaka  Ístak, ÍAV og Marti-fyrirtæki í stórum verkefnum í Noregi  Samningar um vegagerð, jarðgangagerð, virkjanagerð og hafnargerð fyrir fleiri tugi milljarða MÖflug verktakastarfsemi »4 Ljósmynd/Miðaldastofa Háskóla Íslands Uppgröftur Hér er unnið að rannsóknum á Skriðuklaustri, sem er eitt klaustranna 14. Umsvif miðaldaklaustra hér á landi voru talsvert meiri en talið hefur verið. Klaustrin gegndu veigamiklu hlutverki í samfélaginu en voru ekki einungis miðstöðvar lærdóms eins og stundum er talið. Þar var hlúð að sjúkum og fátækum og tals- verður fjöldi starfaði þar. Þetta er meðal þess sem rannsóknir þverfag- legs hóps vísinda- og fræðimanna undanfarið eitt og hálft ár hafa leitt í ljós, en hópurinn hefur leit- að fjórtán klaustra sem starfrækt voru víða um land á miðöldum. Í hópnum eru fornleifafræð- ingar, safnafræðingur, vistfræðingur, skordýra- fræðingur og sagnfræðingur. Hópurinn hefur nú þegar rannsakað fimm klausturstaði og skoðar m.a. jarðveg, örnefni og skordýr, auk rústa. Skrif- legir samningar, sem gerðir voru við starfsfólk klaustra, hafa sömuleiðis reynst góðar heimildir. Að sögn Steinunnar J. Kristjánsdóttur, pró- fessors í fornleifafræði, sem vinnur að rannsókn- inni, er þetta í fyrsta skipti sem klausturlíf er skoðað með þessum hætti hér. „Auk þess að leita að klaustrunum erum við að leitast við að setja klaustursögu á Íslandi í stærra samhengi,“ segir Steinunn. annalilja@mbl.is »14 Varpa nýju ljósi á miðaldaklaustrin  Fræðimenn leita fjórtán miðaldaklaustra og hafa nú fundið fimm  Setja söguna í stærra samhengi  Gammabloss- ar, orkumestu sprengingar sem þekktar eru í alheim- inum, geta gert mönnum kleift að kanna vetr- arbrautir í óra- fjarlægð frá jörðinni. Páll Jakobsson, pró- fessor í stjarneðlisfræði við Há- skóla Íslands, vaktar blossana og þarf að vera viðbúinn hvenær sem er sólarhrings þegar hann er á vaktinni. »2 Vaktar sprengingar á himinhvelfingunni Sól EtaCarinae í Vetrarbrautinni gæti endað í blossa.  „Öfugt við það sem mjög stór hluti af vinstri- sinnuðu fólki á Ís- landi heldur fram, þá er jöfnuður mikill á Íslandi á alþjóðlegan mæli- kvarða,“ sagði Ás- mundur Stef- ánsson, hagfræð- ingur og fyrr- verandi forseti ASÍ, í erindi á þingi ASÍ í seinustu viku. Þar fjallaði hann um jöfnuð og velferð og birti tölur um launaþróun. »6 Mikill jöfnuður á al- þjóðlegan mælikvarða Ásmundur Stefánsson Nú hillir undir verklok í fram- kvæmdum við snjóflóðavarnamann- virkin fyrir ofan sunnanverða byggðina á Norðfirði. Nýlega var síðasta grindin sem heldur lögun garðanna fjallmegin sett í síðustu keiluna og lokið við frágang keil- unnar í framhaldi af því. Þá er jarð- vinnu lokið, en mannvirkin saman- standa af leiðigarði syðst á fram- kvæmdasvæðinu, 640 metra löng- um þvergarði og 23 keilum í tveim- ur röðum fyrir ofan þvergarðinn. Benedikt Ólason, staðarstjóri Héraðsverks, sem sér um verkleg- an þátt framkvæmdanna, segir að þær hafi gengið ágætlega. „Það er komið að frágangi sem við munum vinna við í haust eins og veður leyf- ir og svo við eitt og annað með hækkandi sól næsta sumar,“ segir hann. Lagningu göngustíga um garðana sem gerðir hafa verið er einnig lokið að mestu leyti og var kveikt á lýsingunni á göngustíg- unum sama dag og síðasta keilan var kláruð. Svæðið er á góðri leið með að verða útivistarparadís. Hillir undir verklok Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Varnargarðar Starfsmenn Héraðsverks voru kampakátir við tímamótin þegar síðasta grindin var sett á sinn stað í síðustu keilunni. Frá vinstri á myndinni eru Birkir Óli, Kristo, Benedikt, Guðjón, Hafsteinn og Eyþór. Unnið að frágangi við snjóflóðavarnargarða í Norðfirði og síðasta grindin sett í síðustu keiluna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.