Morgunblaðið - 29.10.2014, Page 4

Morgunblaðið - 29.10.2014, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Af fimmtíu læknum á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAK) sem eru í Lækna- félagi Íslands munu tólf sinna bráðaþjónustu í dag þegar verk- fallsaðgerðir lækna hefjast. Að sögn Gróu Bjarkar Jóhannesdóttur, framkvæmdastjóra á lyflækninga- sviði, munu læknar á öllum deildum sjúkrahússins, ef undan eru skildir þeir sem starfa á skurðdeild og bæklunardeild, leggja niður störf. Nær engar aðgerðir verða fram- kvæmdar í dag og á morgun þar sem engir unglæknar og svæfinga- læknar verða að störfum. Bráða- móttaka verður opin og verður um fjórðungur starfsfólks að störfum og mun hann að mestu sinna neyð- arþjónustu. „Þetta riðlar starfsem- inni og mun hafa keðjuverkandi áhrif inn í næstu vikur þannig að biðlistar lengjast,“ segir Gróa. Rólegra í gær en fyrradag Öðrum degi verkfallsaðgerða á Landspítalanum og á heilsugæslum lauk á miðnætti. Samkvæmt upp- lýsingum frá Læknavaktinni í Kópavogi hafði álagið verið mun minna en í fyrradag og lítið hafi verið að gera. Svipaða sögu er að segja frá bráðamóttöku Landspít- alans. „Þetta hefur gengið vel og við höfum alveg haft undan flæðinu og engir sjúklingar þurft að vera á göngunum,“ segir Guðmundur Jó- hannsson, læknir á bráðadeild. Verkfallsaðgerðum á rannsókna- sviði LSH lauk á miðnætti. Í dag hefjast verfallsaðgerðir á lyflækn- ingasviði spítalans. Verkfallsaðgerðir munu ná til flestra deilda á Akureyri  Rólegra á læknavaktinni og vel gekk á bráðamóttöku  Biðlistar lengjast Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sjúkrahúsið á Akureyri Verkfalls- aðgerðir hefjast á SAK í dag. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Í yfirstandandi kjaraviðræðum hefur samn- inganefnd Læknafélags Íslands farið fram á talsverðar kjarasamningsbreytingar, auk launatöflubreytinga og launaleiðréttingar. Sig- urveig Pétursdóttir, formaður samninganefnd- arinnar, segir ítarlegar viðræður hafa farið fram milli samningsaðila um breytingarnar en allt strandi á launaliðnum. „Það bara er ekki í boði neitt sem kostar peninga af hálfu viðsemj- andans,“ segir hún. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag var sagt frá því að læknar hefðu farið fram á 30- 36% hækkun launa en hvorki Sigurveig né Þor- björn Jónsson, formaður Læknafélagsins, vildu staðfesta þessar tölur í samtali við Morg- unblaðið í gær. Sigurveig segir málið ekki svo einfalt. „Allt fer þetta eftir því hvað er sam- þykkt og hvernig hlutirnir vinnast hver enda- talan í kröfunni verður,“ segir hún. Vilja koma inn vinnuverndarákvæðum Meðal þeirra breytinga sem læknar hafa kallað eftir er að sett verði þak á fjölda vakta og yfirvinnustunda á mánuði. „Þetta er náttúr- lega bara orðinn gamall samningur og það er ýmislegt í honum sem þarf að laga og færa til nútímans,“ segir Sigurveig. „Það þarf að koma inn vissum vinnuverndarákvæðum og slíku þannig að fólk sem vinnur við nútímalegri kringumstæður vilji koma til Íslands. Allur leikurinn snýst um að halda sérfræðingunum sem eru hér á landinu, að þeir hætti við að fara til útlanda, og fá fólk sem er í sérnámi erlendis til að vilja koma,“ segir hún. Sigurveig segir að laun lækna ættu að vera í samræmi við laun annarra háskólastétta og að einhverju marki samkeppnishæf við hin nor- rænu löndin. „Við erum ekki að setja fram kröfu um að við fáum sömu laun og norskir læknar. Það væri æskilegt en við vorum ekki svo kröfuhörð. Okkur fannst að það að spenna bogann þangað væri ekki til neins,“ segir hún. Vilja setja þak á vinnuskylduna  Læknar vilja takmarka fjölda vakta og yfirvinnutíma í nýjum kjarasamningi  Prósentuhækkun launa veltur á öðrum samningsatriðum  Hafa ekki farið fram á að fá sömu laun og kollegar í Noregi Verkfall » Í dag og á morgun verður gripið til verkfallsaðgerða á lyflækningasviði Landspítala og á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri. Á föstudaginn verður öll heil- brigðisþjónusta með hefðbundnu móti. » Næstkomandi mánudag og þriðjudag verður farið í verkfall á aðgerðasviði og flæðisviði LSH en á þriðjudaginn hefjast einnig verkfallsaðgerðir skurðlækna. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is ÍAV, sem er í eigu Marti Contrac- tor í Sviss, gekk nýverið frá 10 milljarða króna samningi við norsku vegagerðina í samstarfi við nokkur önnur Marti-systurfyr- irtæki. Um er að ræða byggingu 5,8 km jarðganga undir Nornafjall í sveitarfélaginu Kåfjord í Norður- Noregi, ekki langt frá Tromsø. Samningurinn nær til gerðar jarðganganna ásamt brú yfir Manndalsána og er reiknað með að framkvæmdir hefjist núna í desember. Sigurður Sigurðsson, sem er yfirmaður hjá Marti Norge AS og var áður framkvæmdastjóri hjá ÍAV, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að á vegum þessara fyrirtækja, þ.e. ÍAV og nokkurra Marti-fyrirtækja, væru nú þrjú verkefni í gangi í Noregi. Stærsta upp á 25 milljarða „Það er þetta nýja í Kåfjörd, svo erum við á lokastigi að ljúka jarðgöngum fyrir lestir, verkefni um áramótin lýkur því þriðja, sem er hafnargerð á eynni Træna, sem liggur við norðurheimskautsbaug. Það verk hófst árið 2012. „Eftir áramót verðum við því með þrjú verkefni í gangi, þar af tvö mjög stór,“ segir Gísli. Annað þeirra sé stórt jarðganga- og vegagerðarverkefni í Narvik við Hálogalandsbrú. Því verki á ekki að ljúka fyrr en 2016 og er það upp á um átta milljarða króna, að sögn Gísla. Hitt stóra verkefnið sé jarð- vinna og bygging fimm lítilla vatnsaflsvirkjana við Tosbotn í Norður-Noregi. Einnig eigi að byggja 6,5 km löng jarðgöng, fimm stöðvarhús, inntaksmann- virki og stíflur. Þar sé einnig um að ræða samning upp á um átta milljarða króna. Áætluð verklok þar séu 2017. Loks nefndi Gísli gerð virkjunar í ánni Glommu, sem sé minna verkefni, upp á um 2,5 milljarða króna. Gísli segir að Ístak hafi næg verkefni í Noregi fram á næsta sumar. upp á um níu milljarða króna, og loks erum við að gera stór jarð- göng fyrir Stafangur, sem er okk- ar stærsta verkefni, upp á eina 25 milljarða króna,“ sagði Sigurður. Sigurður segir að ÍAV taki virkan þátt í þessum verkefnum, útvegi mannskap og verksvit. Ístak hefur nýverið lokið vega- framkvæmdum og gerð vegskála fyrir norsku vegagerðina í Ytre Sortvik í Finnmörku, nyrst í Nor- egi. Verkinu var formlega skilað til verkkaupa 1. október sl., sam- kvæmt upplýsingum Gísla H. Guð- mundssonar, sem er fram- kvæmdastjóri yfir starfsemi Ístaks í Noregi. Á milli 300 og 400 starfsmenn Gísli sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að á vegum Ístaks ynnu nú á milli 300 og 400 manns í Noregi að fjórum mismunandi verkefnum. Flestir starfsmann- anna eru Íslendingar en einnig vinnur nokkur hópur Pólverja fyr- ir Ístak í Noregi. Nýverið er einu verkefni lokið og annað er alveg að klárast og Lokahönd Ístak er að leggja lokahönd á vegskála fyrir norsku vegagerðina í Ytre Sortvik í Finnmörku. Öflug verktakastarf- semi Ístaks og ÍAV  Með verkefni í Noregi fyrir hátt í 70 milljarða króna Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Októberfest í Veggsport Persónulegt þjónusta og vinalegt umhverfi 30% afsláttur í golfherminn Skelltu þér í golf í góðu veðri 9 mismunandi golfvellir 2 fyrir 1 í skvass um helgar Bjóddu vini þínum með í skvass!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.