Morgunblaðið - 29.10.2014, Page 5

Morgunblaðið - 29.10.2014, Page 5
Fáir efast um að það hafi verið rétt ákvörðun að skipta yfir í hægri umferð á Íslandi enda þótt sú vinstri hafi gengið þokkalega fyrir sig. Við færðum okkur nær nútímanum og tókum samstíga skref í átt til umferðarmenningar sem víðast gilti í heiminum. Á sama hátt er innleiðing rafrænna skilríkja mikið fram- faraskref í íslensku samfélagi. Hún eykur öryggi okkar í raf- rænum heimi, opnar fjölmargar nýjar og fljótvirkari leiðir að persónulegum upplýsingum á netinu, gerir okkur kleift að undirrita skjöl með rafrænum hætti og sparar bæði okkur og umhverfinu sporin á margvíslegan máta. Rafræn skilríki leysa gömlu notandanöfnin þín og lykil- orðin, auðkennislykla, veflykla og flest aðgangsorð af hólmi. Í staðinn býrðu til eitt nýtt númer, leggur það á minnið og gerir að ferðafélaga hvert sem leiðin liggur. Skilríkin einfalda þér lífið, auka öryggi til muna og greiða þér leið í netheimum með því að sanna það á augabragði að þetta sért þú - og enginn annar. Þetta ert þú Nánari upplýsingar fást á www.skilriki.is og einnig m.a. á vefsíðum banka og símfyrirtækja og vefjum ýmissa opinberra aðila sem opna upplýsingasvæði sín fyrir handhafa rafrænna skilríkja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.