Morgunblaðið - 29.10.2014, Side 8

Morgunblaðið - 29.10.2014, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 Andríki fjallar um atvinnuleysi íFrakklandi og bendir á að það aukist enn: „Nú er um þrjár og hálf milljón Frakka skráð atvinnulaus og fjölgaði um 19.200 manns í síðasta mánuði. Atvinnumálaráðherrann í vinstristjórninni í landinu, François Rebsamen, segir nú að baráttan við atvinnuleysið sé töpuð. Hagvöxtur sé nauðsynlegur eigi að bæta ástandið.    Og hvað ætlar franska vinstri-stjórnin að gera næst? Hún ætlar að niðurgreiða 50.000 vinnu- samninga, og er kostnaðurinn við þá aðgerð talinn nema um 200 millj- ónum evra sem aflað verður með skattlagningu. Í sósíalistastjórninni dettur líklega engum í hug að sú skattlagning muni hafa nein áhrif á atvinnulífið eða hegðun skattgreið- enda.    Í Frakklandi hefur lengi veriðtekist á um efnahagsmál. Vinnu- vikan hefur verið stytt, eftirlauna- aldur lækkaður. Ef reynt að breyta þessu í litlum mæli er efnt til óeirða. Verkföll eru tíð. „Mótmæli“, sem ætlað er að lama atvinnu- starfsemi tímabundið, hafa lengi verið ótrúlega algeng. Allskyns reglur íþyngja atvinnulífinu. Franska ríkið skuldar gríðarlegar fjárhæðir. Fjárlagahallinn er mik- ill.“    Og Andríki bætir við: „Ef mennvilja bæta lífskjör, bæði þann- ig að atvinnulausir fái vinnu og kjör þeirra sem hafa vinnu batni, eiga þeir að gefa atvinnulífinu frið til að dafna. Reyna ekki að troða pólitísk- um kreddum upp á það. Halda skattlagningu í lágmarki. Auka við- skiptafrelsi.“    Frönskum stjórnvöldum og öðr-um væri hollt að hafa þetta í huga. Holl ráð STAKSTEINAR Veður víða um heim 28.10., kl. 18.00 Reykjavík 2 léttskýjað Bolungarvík 2 alskýjað Akureyri 1 slydda Nuuk -3 léttskýjað Þórshöfn 5 skýjað Ósló 12 skýjað Kaupmannahöfn 12 heiðskírt Stokkhólmur 12 heiðskírt Helsinki 11 skýjað Lúxemborg 7 skýjað Brussel 10 léttskýjað Dublin 8 skýjað Glasgow 10 léttskýjað London 17 heiðskírt París 10 alskýjað Amsterdam 10 heiðskírt Hamborg 10 heiðskírt Berlín 10 heiðskírt Vín 6 léttskýjað Moskva 7 léttskýjað Algarve 22 heiðskírt Madríd 22 heiðskírt Barcelona 20 léttskýjað Mallorca 20 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 13 skýjað Winnipeg 2 slydda Montreal 8 alskýjað New York 17 heiðskírt Chicago 14 léttskýjað Orlando 27 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 29. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:02 17:22 ÍSAFJÖRÐUR 9:18 17:16 SIGLUFJÖRÐUR 9:02 16:58 DJÚPIVOGUR 8:34 16:49 „Það hefur komið á óvart hve margar tegundir heimsækja garða að vetri. Það hafa sést yfir 80 fuglategundir í görðum hjá athug- endum,“ sagði Ólafur Einarsson líffræðingur. Um er að ræða bæði staðbundna fugla, farfugla og einnig flækingsfugla. Einn vet- urinn voru t.d. uglur áberandi. Árleg garðfuglakönnun Fugla- verndar hófst 26. október og stendur til 25. apríl. Félagsmenn í Fuglavernd og áhugasamir fugla- skoðarar fylgjast þá með og skrá fugla sem koma í garða. Mark- miðið er að athuga hvaða fuglateg- undir heimsækja garðana, hve margir fuglar koma og hvernig samsetning tegundanna breytist yfir vetrarmánuðina. Niðurstöð- urnar eru svo bornar saman við fyrri ár. Fólk getur notað húsagarða sem athugunarsvæði en einnig svæði innan almenningsgarða, garðlönd við sumarbústaði eða skógarlundi. Mælt er með því að telja nokkrum sinnum í viku en vikuleg talning er þó fullgild. Niðurstöðurnar eru skráðar á eyðublað sem hægt er að nálgast á heimasíðu Fuglaverndar (fuglavernd.is). Fyrsta garðfugla- könnunin var gerð á vegum Fugla- verndar veturinn 1994-1995. Ólafur sagði að fylgst hefði ver- ið með fuglum í görðum víða um landið, þó mest á Suðvesturlandi. Helst skortir á að fuglar í görðum á Vesturlandi og Vestfjörðum séu taldir. Auðnutittlingar og hrafnar hafa lært að sækja sér fóður í garða, en hrafnar sáust sjaldan í görðum þegar garðfuglatalning- arnar voru að byrja. gudni@mbl.is Garðfugl- arnir taldir Morgunblaðið/Ómar Auðnutittlingur Vetrarfuglarnir sækja í fóður sem þeim er gefið. Málþing með notendum Faxaflóahafna Miðvikudaginn 29. október, kl. 16:00 í HÖRPU Til þess að kynna það sem efst er á baugi hjá Faxaflóahöfnum sf. og fræðast um starfsemina á hafnarsvæðum fyrirtækisins boða Faxaflóahafnir sf. til málþings miðvikudaginn 29. október kl. 16:00 í Hörpu (salur: Ríma). Dagskrá málþingsins á að snerta málefni sem flestra á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf. og verður sem hér segir: • Ávarp: Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður stjórnar Faxaflóahafna sf. • Gísli Gíslason, hafnarstjóri: - Rekstur og framkvæmdir á vegum Faxaflóahafna sf. árið 2015. • Bergþóra Bergsdóttir: - Skýrsla um atvinnulíf og þróun í Sundahöfn. • Davíð Stefánsson: - Silicor - staða og framhaldsþróun verkefnisins. • Einar Bárðarson: - Samspil ferðaþjónustu í borginni við þróun hafnsækinnar ferðaþjónustu í Reykjavík. • Umræður og fyrirspurnir. Fundurinn er opinn öllum, en þeir sem eru með starfsemi á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf. eru sérstaklega hvattir til að mæta. Á fundinum gefst tækifæri til þess að koma með fyrir- spurnir og ábendingar um það sem varðar hafnarrekstur, þjónustu og aðstöðu fyrir viðskiptavini. Gísli Gíslason, hafnarstjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.