Morgunblaðið - 29.10.2014, Síða 13

Morgunblaðið - 29.10.2014, Síða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 Veldu persónuleg viðskipti hvar sem þú ert. – Veldu þér Sparisjóð. Hafdís Eiríksdóttir Sparisjóðurinn, Hornafirði www.spar is jodur inn . is „Ef þú vilt persónulega banka- þjónustu skaltu hafa samband við Sparisjóðina, – hvar sem þú ert.“ Suðureyri Bolungarvík Hólmavík Sauðárkrókur Siglufjörður Kópasker Raufarhöfn Þórshöfn Akureyri Grenivík Dalvík Húsavík Laugar Mývatnssveit Neskaupsstaður Breiðdalsvík Djúpivogur Höfn Selfoss Vestmannaeyjar -fyrir þig og þína D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Gott mál er árlegt átak sem Haga- skóli hefur staðið fyrir undanfarin ár til styrktar ýmsum málefnum. Veronika Lárusdóttir í 9. bekk situr í kynningarnefnd. Hún segir að í dag verði safnað til stuðnings bág- stöddum börnum á Gasasvæðinu og krabbameinsdeild Landspítala. „Margir krakkar hafa þurft að leita til krabbameinsdeildarinnar eða ástvinir þeirra,“ segir Veron- ika. Von sé á mörgum gestum og segir hún að í öllum kennslustofum verði fjáröflun af einhverju tagi, með kökubasar, ís eða muffins. Einnig verða tombólur og lottó. Gylfi Þór Sigurðsson knatt- spyrnumaður hafi gefið eina treyj- una sína til að bjóða upp, uppboðs- haldari verði Þorsteinn Joð. kjon@mbl.is Góð mál- efni studd í Hagaskóla  Safna fyrir Gasa og krabbameinsdeild Vettvangurinn Hagaskóli er þekkt kennileiti í Vesturbæ Reykjavíkur. Fyrsta greiðslan úr séreigna- sparnaði þeirra sem sóttu um að ráðstafa honum til niðurgreiðslu á höfuðstóli hús- næðislána fer fram í nóvember. Nákvæm dag- setning liggur þó ekki fyrir. Tryggvi Þór Herbertsson, verkefn- isstjóri um framkvæmd höfuðstóls- lækkunar íbúðalána, sagði við mbl.is, að fjárhæðin færi beint til niðurgreiðslu lánsins en fólk fengi ekki senda undanfarandi tilkynn- ingu um upphæð hennar. Hana verð- ur þó hægt að sjá á vefsíðunni leid- retting.is. Á greiðsluseðli lánsins um mánaðamótin nóvember/desember verður ljóst hver ný fjárhæð höfuð- stólsins verður eftir niðurgreiðsluna. Tryggvi segir að ljóst verði upp úr mánaðamótum hversu mikið höfuð- stóll íbúðarlána þeirra lækkar sem sóttu um höfuðstólslækkunina. End- anlegar tölur liggja ekki fyrir og Tryggvi segir ekki ljóst hvenær myndin skýrist. „Við erum alveg á lokametrunum að reikna.“ Fyrsta greiðsla á lán- in í nóvember Tryggvi Þór Herbertsson Umhverfisráðuneytið vinnur nú að því ásamt Umhverfisstofnun með hvaða hætti móta megi stefnu varðandi plastpokanotkun hér á landi. En eins og sagði frá í Morg- unblaðinu í gær eru verslanir farn- ar að bjóða upp á umhverfisvænni innkaupapoka úr maís í stað hefð- bundinna plastpoka. Maíspokarnir brotna niður í náttúrunni á 10 til 45 dögum en það getur tekið plast- pokann um 500 ár að eyðast. Endurskoða íslenska úrgangslöggjöf Samkvæmt upplýsingum frá um- hverfisráðuneytinu hefur það fylgst grannt með þróuninni í Evr- ópu en framkvæmdastjórn ESB hefur lagt til að Evrópureglum verði breytt á þann veg að gerð verði krafa um að Evrópuríki dragi úr plastpokanotkun um 50% fyrir árið 2017 og um 90% fyrir ár- ið 2019, miðað við magntölur frá 2010. Þarna er um að ræða plast- poka sem eru minni en 0,05 mm að þykkt en það á við um hefðbundna innkaupapoka sem og þunnu pok- ana sem iðulega eru notaðir utan um t.d. grænmeti og ávexti í versl- unum. Lagt er í hendur hvers ríkis fyr- ir sig með hvaða hætti þessum markmiðum verði náð, en hægt er að grípa til ýmissa aðgerða í því skyni, s.s. fræðslu, skattlagningar og hagrænna hvata. Verði þessar breytingar að veruleika munu þær einnig koma til framkvæmda hér á landi vegna EES-samningsins. Samhliða þessari skoðun er ver- ið að endurskoða íslenska úr- gangslöggjöf, sem m.a. tekur til plastúrgangs og endurvinnslu, segir í upplýsingum frá umhverfis- ráðuneytinu. ingveldur@mbl.is Móta framtíðarstefnu um plastpokanotkun á Íslandi  Ríki ESB eiga að draga úr plastpokanotkun um 90% fyrir 2019 Morgunblaðið/Golli Innkaupapoki Maíspoki með áletr- uninni „Ég er ekki plastpoki“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.