Morgunblaðið - 29.10.2014, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 29.10.2014, Qupperneq 18
VI TINN 2014 VITINN Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Vaxandi áhugi er hér á landi á smáum, ómönnuðum loftförum, ýmist í líki þyrlu eða flugvélar, en þessi tæki þykja sérlega hentug til myndatöku í þágu margs konar rannsókna og verkefna, eftirlits, skráningar og hvers kyns hugð- arefna fólks og fyrirtækja. Fyrir nokkrum misserum var viðburður að sjá slík loftför á sveimi innan- lands, en nú eru þau orðin æ al- gengari. Þau eru nefnd ýmsum nöfnum, en algengast er að tala um flygildi og dróna þegar um fjarstýrðar smáflugvélar er að ræða, en orðið þyrildi er oft notað um fjarstýrðar smáþyrlur. Þrjú fyrirtæki Að minnsta kosti þrjú fyr- irtæki hafa verið stofnuð til að veita þjónustu með þessum tækj- um og tvö þeirra vinna einnig að frekari þróun tækninnar og smíði tækjanna. Elst er líklega Flygildi ehf sem sprottið er upp úr rann- sóknum við Háskólann í Reykjavík og starfar með Rannsókn- arstofnun fyrir ómönnuð farartæki við skólann. Að fyrirtækinu standa Leifur Þór Leifsson, Egill Harð- arson, Hjalti Harðarson og Stefán Þór Bjarnason. Í fyrra stofnuðu vélaverkfræðingarnir Tryggvi Stefánsson og Gunnar S. Hilm- arsson nýtt fyrirtæki á þessu sviði, Svarma. Svarmi býður upp á þjónustu með flygildum og þyr- ildum. Þyrildin hafa þeir sjálfir hannað og smíðað frá grunni. Meðal verkefna Svarma í sumar sem leið var selatalning og kort- lagning selalátra fyrir Selasetur Íslands. Ætlunin er að bera ár- angurinn saman við talningar úr mönnuðum þyrlum og flugvélum. Loftförin frá Svarma eru sér- staklega hönnuð með það í huga að geta flogið í miklum vindi. Með þrjá vélknúna erni Nýjasta fyrirtækið er Eagles sem mæðgurnar Elenora Þórð- aŕIngós og Hildur Guðmunds- dóttir stofnuðu á konudaginn í febrúar á þessu ári. Kviknaði hug- myndin við umræður heima í stofu. Í framhaldinu fóru þær að spyrjast fyrir um það meðal kunn- ingja og vina hver þörfin væri fyr- ir ómönnuð loftför meðal kvik- myndagerðarmanna og víðar. Þegar markaður reyndist vera fyrir hendi ákváðu þær að láta slag standa og vinda sér í þennan rekstur. Fyr- irtækið þeirra leigir út ómönnuð loftför eða dróna sem þær kalla erni. Með þeim starfa menn sem hlotið hafa þjálfun við að stýra tækj- unum og einnig ljósmyndarar og kvikmyndagerð- armenn, svo sem Óli Haukur (Ozzo) og Atli Þór. „Við einbeitum okkur að inn- lendum markaði að svo stöddu,“ segir Elenora í samtali við Morg- unblaðið. Hún segir að íslenskur markaður hafi upp á margt að bjóða og næg verkefni séu fyrir hendi. „Við notum .þrjá dróna eða erni af mismunandi stærð,“ segir hún. „Ýmist fjögurra hreyfla, sex hreyfla eða átta.“ Átta hreyfla dróninn er nýjastur og kemur hann frá norskum fram- leiðanda, Dronara UAV, og er sér- smíðaður fyrir Eag- les. Hann ber myndavélar og kvik- myndatökuvélar sem geta vegið allt að tólf kíló. Lagalegt tómarúm Engar opinberar reglur hafa verið settar hér á landi um Ljósmynd/Eagles Eagles F.v. Óli Haukur, Erik eigandi Dronara UAV, Elenora Þórðar’Ingós, Hildur Guðmundsdóttir og Atli Þór. Á sveimi yfir höfðum okkar  Markaður er fyrir ómönnuð loftför Ljósmynd/Eagles Örninn Elenora, annar stofnanda Eagles, ánægð með loftfarið sitt. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 REYKJAVÍK2014Á FERÐ UMÍSLAND Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Um 90% barna og unglinga í Vest- urbænum taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi og hlutfall þetta er óvíða hærra. Kannanir hafa leitt í ljós að krakkarnir finna sig í starf- inu og eru ánægð, líkt og foreldr- arnir. „Umgjörð starfsins er góð. Samstarf skóla, borgarinnar, kirkj- unnar og fleiri slíkra í hverfinu er gott. Það er haldið vel utan um fólk í Vesturbæ, ekki síst börnin. KR kemur að þessu og verður fyrir vik- ið alhliða hverfisfélag,“ segir Stef- án Arnarson íþróttafulltrúi. Fótbolta þarf ekki að auglýsa Í KR-heimilinu við Frostaskjól er iðandi líf allan daginn, en um 2.000 krakkar stunda þar æfingar. Börn af leikskólum í Vesturbænum koma á morgnana og leika sér und- ir handleiðslu kennara. Í eftirmið- daginn þegar kennslu lýkur í grunnskólunum koma krakkar úr yngri bekkjum þeirra á svæðið með rútu. Taka þeir þátt í starfi þar sem dægradvöl hverskonar, fræðslu og íþróttum er blandað saman. Síðdeg- is hefjast svo almennar íþrótta- æfingar, sem standa fram á kvöld. Hjá KR er boðið upp á æfingar í ellefu greinum. „Fótboltinn er vin- sælastur, æfingar í þeirri grein þarf ekkert að auglýsa og þar þarf að skipta iðkendum í hópa svo allir komist að. Áhugi á körfu, hand- bolta og öðrum greinum sem stund- aðar eru hjá félaginu er sömuleiðis mikill,“ segir Stefán. Þá var taek- wondo bætt við í flóruna fyrir nokkrum misserum. „Að taka bardagaíþrótt inn í dagskrána var hluti af þeirri við- leitni að sinna sem flestum. Krökk- um sem eru með til dæmis ADHD eða aðrar slíkar greiningar hentar ekki að æfa í fjölmennum hópum. Taekwondo hæfir þeim hins vegar vel og krafturinn fær útrás,“ segir Stefán. Bætir við að stundataflan í Frostaskjóli sé orðin býsna þétt. Því þurfi hugsanlega að endurskoða framboð þeirra greina sem félagið er með. Hinn leikurinn í stöðunni sé frekari uppbygging á KR-svæðinu sem sé vonandi skammt undan. Félagsleg efling í starfinu Almennt sagt er starf íþrótta- félaganna í dag orðið mun faglegra en áður, segir Stefán Arnarson. Í þessu sambandi nefnir hann verk- efnið KR-ingurinn. Inntaki þess er fléttað inn í allt æfingastarf, en þar er félagsleg efling rauði þráðurinn. Reynslan er góð. „Í samstarfi við skólana fylgjumst við með krökk- um sem eiga undir högg að sækja og á æfingum tökum við tillit til þeirra. Þá er fylgst vel með því að engin áreitni, af hvaða toga, sem hún kann að vera, eigi sér stað, enda getur hún haft langvarandi áhrif á þann sem fyrir verður og smitar jafnvel út frá. Þá er tekið hart á einelti. Festa í starfinu er góð, krakkarnir eru ánægðir og haldast lengur í æfingum en var. Þetta allt tel ég sýna að við séum á réttri leið.“ Umgjörðin góð og þátttakan mikil  2000 KR-krakkar í Frostaskjóli Strákar Líflegum peyjum finnst alltaf gaman að láta taka mynd af sér og fetta sig fyrir framan myndavélina. KR Festa í starfinu og krakkarnir ánægðir, segir Stefán Arnarson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.