Morgunblaðið - 29.10.2014, Page 34

Morgunblaðið - 29.10.2014, Page 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 Lögmennska, starf á fréttastofu og dómgæsla í knattspyrnu –verkefni sem ég hef sinnt í lífinu – eru býsna svipuð þegarallt kemur til alls. Allt snýst þetta um að vera fljótur að setja sig inn í aðstæður og sjá heildarmyndina, en ekki síður að lesa í at- vik og fólk,“ segir Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaður sem er 35 ára í dag. Arnar er fæddur á Húsavík og ólst þar upp til tíu ára aldurs. Lauk stúdentsprófi frá MR 1999. Fór þá í laganám við Háskóla Íslands og tók hluta þess í Kaupmannahöfn. Jafnhliða námi vann Arnar á fréttastofu Útvarpsins, en byrjaði hjá LEX strax þegar lagaprófið var í höfn árið 2004. „Það kemur gjarnan í minn hlut hér að reka mál fyrir dómstólum en annars eru verkefnin hér mjög fjölbreytt. Margt rekur á fjörurnar,“ segir Arnar sem utan starfsins hefur mikla ánægju af ferðalögum. Nefnir í því samband leiðangur þeirra Helga Jóhannessonar, vinnufélaga síns, á Hornstrandir sl. sumar. Einnig ferðir fyrr á árunum til Austurlanda fjær. „Búrma og Norð- ur-Kórea eru eftirminnilegir viðkomustaðir, að kynnast lífi og ör- lögum fólks undir ógnarstjórn. Þar stendur tíminn í stað en Japan sló mig eins og framtíðarríkið sjálf. Það eru andstæður í austrinu,“ segir Arnar sem er í sambúð með Sunnu Jóhannsdóttur viðskipta- fræðingi. Þau eiga tveggja ára dóttur, vænta annarrar eftir nýár. Fyrir á Sunna hálfuppkomnar tvíburastelpur. sbs@mbl.is Arnar Þór Stefánsson er 35 ára í dag Samstarfsmenn Félagarnir Arnar Þór Stefánsson og Helgi Jó- hannsson saman á ferð í sumar, hér staddir á efstu brún Hornbjargs. Lögmaðurinn les í atvikin og fólkið Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Þessir hressu strákar úr Vesturbænum söfnuðu flöskum til styrktar Rauða kross- inum. Alls söfnuðu þeir 22.888 krónum og afhentu þeir Rauða krossinum alla upphæðina. Þetta eru Birgir Steinn Styrmisson, Jón Arnór Héðinsson, Pétur Reidar Rétursson, Benedikt Snær Tómasson og Almar Örn Atlason. Hlutavelta G uðmundur fæddist í Reykjavík 29.10. 1939 og ólst þar upp í bragga- hverfi á Skólavörðuholti, hjá ömmu sinni, Ólafíu K. Sveinsdóttur, og móðursystur, Kristínu Guðmundsdóttur: „Amma var ekkja, vann fyrir okkur í bæj- arþvottahúsinu í sundlauginni og skúraði gólf í verslunum á kvöldin. Ég kynntist vel þessari fátækt heiðarlegs alþýðufólks sem sleit sér út frá morgni til kvölds og skelfilegri húsnæðisekl- unni. Salerni voru engin, heldur úti- kamrar, fæstir höfðu vatnsleiðslur en sóttu vatn í vatnsskúr og upphitun var einn kolaofn og á honum jafnframt eldað. Ég svaf á harmonikubedda sem rúllað var upp á daginn svo hægt væri að ganga um. En ég man ekki eftir að okkur skorti neitt. Amma fékk viðurnefnið „heiðarlega konan“ í hverfinu og mér finnst sú nafngift vera gullkóróna á höfði fá- tækrar konu. Ég vildi verða múrari en með harð- fylgi tókst ömmu að knýja mig í lands- próf og menntaskóla: „Ég hef lagt á mig að ala þig upp og á það hjá þér að þú hlýðir mér í þessu.““ Guðmundur lauk stúdentsprófi frá MR 1959, fyrrihlutaprófi í verkfræði frá HÍ og prófi í byggingarverkfræði frá Den Polytekniske Læreanstalt í Kaupmannahöfn 1966. Guðmundur keppti í glímu og varð Reykjavíkurmeistari unglinga í glímu, Íslandsmeistari í 4 x 1.500 m hlaupi og keppti á heimsmeistaramóti stúdenta í skák í Póllandi. Guðmundur stofnaði Verkfræði- stofu Guðm. G. Þórarinssonar sem síðar var breytt í Fjölhönnun hf. sem svo rann inn í Verkís hf. Hann stofn- aði Verkfræðistofu Suðurlands á Sel- fossi sem síðar rann inn í Eflu hf. og telst því meðal stofnaðila Verkíss og Eflu. Hann stofnaði auk þess með Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur – 75 ára Hópurinn orðinn stór Guðmundur á góðri stund með börnunum sínum, tengabörnunum og barnabörnum. Kom einvígi aldarinn- ar í Laugardalshöllina Ljósmynd/Arinbjörn Guðmundsson Málin rædd Guðmundur og Fischer ræða væntalegt einvígi í febrúar 1972. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Frábært tilboðsver ð, aðeins 10.990.000 kr. 20” álfelgur, loftpúðafjöðrun, lyklalaust aðgengi og ræsing. Rafmagnshleri, Xenon og led ljós, panorama, Nappa leðursæti með hita og kælingu, hiti í stýri, fjarlægðaskynjarar að framan og aftan. Alpine hljómkerfi með 8,4” snertiskjá, 40 GB hörðum disk, Bluetooth fyrir símann og tónlistina í símanum þínum. Bakkmyndavél, 8 gíra, sjálfskiptur, mjög fullkomið fjórhjóladrif með lágu drifi. V6, 3.6, 290 hö með eyðslu aðeins 10,4 í blönduðum akstri og 8,2 í langkeyrslu, Rosalega flottir og vel búnir bílar. 17” álfelgur, lyklalaust aðgengi og ræsing. Rafmagnshleri, rafdrifnar afturhurðar, 7 manna. Glertopplúga, leðursæti með hita, hiti í stýri, fjarlægðaskynjarar að aftan. Stow’n go, Xenon, Alpine hljómkerfi með 7” snertiskjá, 40 GB hörðum disk, Blue- tooth fyrir símann og tónlistina í símanum þínum. Bakkmynda- vél, Blue Ray DVD spilari með 2 skjám afturí og aukatengi möguleikum, HDMI, USB o.fl. V6, 3.6, 290 hö með eyðslu aðeins 11,8 í blönduðum akstri og 9,4 á langkeyrslu, 6 gíra sjálfskiptur. Rosalega flottir, vel búnir og mjög rúmgóðir bílar. Jeep Grand Cherokee Overland 2014 Chrysler Town & Country Limited 2014 Við sérpöntumallar gerðirbíla frá USA og Evrópu Bestu lúxus jeppakaupin í dag Hin fullkomni fjölskyldubíll með öllum lúxus Frábært tilboðsver ð, aðeins 7.990.000 kr. Þverholt 6 - 270 Mosfellsbæ - Sími 534 4433 - Fax 534 4430 - isband@isband.is - www.isband.is Opið alla virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga frá kl. 11-15 Komdu til okkar og skoðaðu stk . e f t i r 1 stk . e f t i r2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.