Morgunblaðið - 29.10.2014, Side 36

Morgunblaðið - 29.10.2014, Side 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2014 Verð hleðslutæki 12V Straumur 4A TW 807022 háþrýstidæla 165 bar þrýstingur, vatnsflæði 8,5L/min, 2500W. Pallabursti, þvottabursti, slanga f/stíflulosun og turbo spíss fylgja. LA 809700002C Verð 49.900,- háþrýstidæla 150 bar þrýstingur, vatnsflæði 7,5L/min, 2100W mótor. Pallabursti, þvottabursti og turbo spíss fylgja. LA 80860002C Síðumúla 11 - 108 Reykjavík | Sími 568-6899 | Póstfang: vfs@vfs.is | www.vfs.is Verð 29.900,- 7.990,- Lavor Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Skelin þín er alls ekki svo hörð. Láttu ekkert trufla þig. En þú vilt meira og reynir að verða þér úti um peninga til að hafa efni á því. 20. apríl - 20. maí  Naut Gættu þess að þú standir ekki í vegi fyrir metnaðarfullum tilburðum samstarfs- manns þíns. Leggðu þig fram við að vera samstiga þeim sem eru í kringum þig, það verður mikils metið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert hugmyndaríkur og skarpur en þarft að gæta þess að fara ekki yfir strikið. Láttu ekki teyma þig til neinna út- gjalda nema þau séu algjörlega nauðsyn- leg. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér vinnst vel og þú stefnir ótrauð- ur að settu marki. Best væri að hafa tíma til að njóta alls þessa! 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Leggðu þig fram við að gera drauma þína í vinnunni að veruleika. Gefðu þér góðan tíma og leyfðu þínum innri manni að ráða ferðinni. Vertu varkár og segðu ekkert fyrr en þú ert alveg viss. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú elskar miklar áskoranir og þér er því sama þótt þú sért að glíma við ómögu- lega þraut. Hvað sem verður úr verkefninu, þá þroskastu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú óttast ekki að segja hug þinn í dag. Settu þér ákveðin takmörk til að keppa að bæði í leik og starfi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Leggðu spilin á borðið og láttu engan velkjast í vafa um hvað það er sem þú ætlar þér. Ekki ætla þér um of, því þá eru meiri líkur á að þú gefist upp. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert ekki besti maðurinn til þess að tíunda kosti þína og lesti, því sér- hver er blindur í eigin sök. Reyndu að laga þig að þeim hraða sem er í lífi þínu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Rómantíkin blómstrar með réttu jafnvægi milli vanrækslu og umhyggju. Tal- aðu hreint út við vinnufélaga þína og hug- aðu betur að sjálfum þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er engin ástæða til þess að vera öfundsjúkur út í vini sem fara í ferða- lög og kanna nýja heimshluta. En verðir þú að tala, færðu orð þín þá í tilhlýðilegan búning. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það borgar sig ekki að rífast um eignir og skuldir. Ekki vera með stæla – stattu við orð þín og gjörðir. Það þótti tíðindum sæta að sam-kvæmt nýrri könnun MMR þvoðu Íslendingar rúmföt sín sjaldnar en Bretar. Davíð Hjálmar Haraldsson skrifaði í Leirinn: Mígum við út um allar grundir – oft sjást í frosti gufuský – ætli sú venja valdi því að Bretarnir pissa oftar undir? Skemmtileg orðaskipti hófust á Leirnum með þessari vísu Sigrúnar Haraldsdóttur: Hæglátur djúpar götur grefur, grópar í leður markið sitt, ljóst er að tíminn lengi hefur leikið að vild um andlit mitt. Arnþór Helgason – Arnþórr leir- skáld – svaraði: Tíminn líður, þroskast þú. Þess er rétt að geta að ætíð verður fögur frú sem flestir kunna að meta. Davíð Hjálmar Haraldsson lagði orð í belg: Hafir þú ennþá eyru, lungu, augnakarl, rass og herðablöð, vertu þá ekki að spá í sprungu, sparslað’í hana og vertu glöð. Ágúst Marinósson – Gústi Mar – hefur ráð undir hverju rifi: Hollráð góð ég hagur sem hér á blað þeim pota. Hrukkubani heitir krem það heldri dömur nota. Og Sigrún Haraldsdóttir veit sínu viti: Lítt held ég kremin þau komi að gagni en klók er ég máli að hátta, ég pota í rákirnar passlegu magni af P38. Fyrir rúmum hálfum mánuði skrifaði Hallmundur Kristinsson, iðrandi syndari, að hann hefði verið að halda framhjá Leirnum með Fés- bók og jafnvel stundum með blogg- inu sínu: http://hallkri.blog.is Til að bæta að nokkru fyrir brot sitt henti hann inn smáslatta af and- legum afurðum síðustu daga, en þeir sem þekktu hann vissu, að hér væri ekki ort í eigin orðastað! Ljúft er að vera latur og liggja oftastnær flatur. Er það þó eitt sem öllu fær breytt: mikill og góður matur! Sem aftur gaf Davíð Hjálmari Haraldssyni tilefni til athugasemda eins og oft endranær: Leirinn er aumur og höfuðlaus her án Hallmundar smiðs sem er pratinn og stríðinn og hrekkvís en stórskrýtið er að standandi étur hann matinn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af rúmfötum, hrukkum og iðrandi syndara Í klípu „ÞETTA ER AÐSTOÐARMAÐUR MINN. HANN ER SVONA MEIRA FYRIR AÐ VERA BAK VIÐ TJÖLDIN.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „„AMORS-ALGRÍMIГ OKKAR HEFUR FUNDIÐ TVO MENN FYRIR ÞIG: ATLA HÚNAKONUNG OG GENGIS KAN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að styðja gott málefni fyrir krakka nágranans. ÖNNUR MARTRÖÐ UM HÆKKANDI ALDUR? JEBB NÚ? ÞÚ VIRKAR EKKI SVO HRÆÐILEGUR Á MIG ÉG ER MATSEÐILLINN SEM ÞÚ GETUR EKKI LESIÐ ÁN GLERAUGNANNA SEM ÞÚ FINNUR EKKI ÉGHAFÐIRANGT FYRIRMÉR HELLIÐ SJÓÐANDI OLÍUNNI!! SKAL GERT! P ASS IÐ YKKU R ÞARNA NIÐRI ! JÆJA, ÞAR FÓR HIÐ ÓVÆNTA Víkverji fór á dekkjaverkstæði ívikunni til að láta setja vetrar- dekk undir bílinn. Þar var honum sagt að vetrardekkin væru gatslitin og ráðlegast væri að setja ný dekk undir bílinn. x x x Undarlegt þótti Víkverja þó aðdekkin voru aðeins slitin sam- kvæmt nýrri skilgreiningu í reglum um hversu slitin dekk mega vera. Í fyrra máttu dekk vera slitnari án þess að það teldist tiltökumál. Í fyrra hefði Víkverji sem sagt getað mætt á dekkjaverkstæðið með jafn gatslitin dekk og starfsmenn verk- stæðisins hefðu ekki deplað auga. x x x Víkverji minnist þess að hafa not-að þessi sömu dekk síðastliðinn vetur án þess svo mikið sem að skrensa og voru hliðargötur borgar- innar þó ísi lagðar svo mánuðum skipti. Hann hlýtur þó að hafa verið í bráðri hættu með svo gott sem gatslitin dekk. Hann prísar sig sæl- an að menn skuli hafa áttað sig á að hugmyndir manna um gatslitin dekk á árum áður voru gjörsamlega út í hött. x x x Einn góðan veðurdag á fólk eftirað vakna og velta fyrir sér hvað þetta fólk, sem leyfði gatslitin dekk á ísi lögðum götum, hafi verið að hugsa. x x x Víkverji sér mest eftir því að hafaekki keypt sér hlutabréf í dekkjafyrirtækjum því að hann get- ur ekki ímyndað sér annað en að sams konar vakning hafi átt sér stað um allan heim um gatslitin dekk. Ef þetta þýðir að meðal- ending dekkja minnkar að meðaltali um ár – það er að segja meðalár – hlýtur það að þýða að meðalsala á meðalhjólbörðum eykst að sama skapi. x x x Þetta eru góðir tímar fyrir bíl-stjóra, sem eru öruggari á göt- unum með minna slitin dekk, og dekkjaframleiðendur, sem fá meira að gera. Vonandi hafa þeir við. víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina. Þú breiðir ljóma þinn yfir himininn. (Sálmarnir 8:2)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.