Morgunblaðið - 01.11.2014, Síða 2

Morgunblaðið - 01.11.2014, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kaupum bíla Hærra uppítökuverð Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum. Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is og við sendum þér staðgreiðslutilboð þér að kostnaðarlausu. Ný húsakynni Barnahúss voru formlega opnuð í gær en það fagn- ar jafnframt sextán ára afmæli starfseminnar um þessar mundir. Í húsinu eru tvö viðtalsherbergi en þar fara fram rannsóknarviðtöl, læknisskoðanir og greining og meðferð fyrir börn sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðisof- beldi. Um fjögur þúsund börnum hefur verið vísað til hússins á þess- um sextán árum. Ólöf Ásta Farestveit, for- stöðumaður Barnahúss, tók við veglegum blómvendi í tilefni dags- ins, og klappaði Eygló Harðar- dóttir, félagsmálaráðherra, henni lof í lófa. Barnahús blómstrar í nýju húsnæði Morgunblaðið/Eggert Sextán ár liðin frá því að starfsemi Barnahúss hófst á Íslandi Baldur Arnarson baldura@mbl.is Haldi fram sem horfir mun jafn mikil hraunkvika hafa streymt úr Holu- hrauni um næstu áramót og þegar Surtsey reis úr sæ árið 1963. Þetta segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og bendir á að nú hafi runnið 0,6 rúmkílómetrar af kviku úr Holuhrauni, borið saman við 1 rúmkílómetra af bergkviku sem streymdi í neðansjávareldgosinu. Hún hafi þó aðallega orðið að ösku, þegar kvikan blandaðist við sjó. Múrsteinn í byggingu Íslands „Það hefur ekki orðið jafn stórt gos síðan 1963. Gosið í Holuhrauni er orðið stórt. Það má segja að hraunið sé eins og nýr múrsteinn í byggingu Íslands. Ef farið er um Austfirði eða Vestfirði má sjá blágrýtismyndanir og lárétt lög í fjöllunum. Þarna er komið eitt slíkt lag,“ segir Haraldur sem hefur reiknað út að eldgosið muni standa fram í febrúar, eða mars, eða þangað til dregið hefur úr þrýstingi í kvikuþrónni, ef engar breytingar verða. „Það eru allir möguleikar á því að á þessum slóðum verði eldgos í nokk- ur ár. Þetta er enda nauðalíkt Kröflueldum, sem voru frá 1975- 1984, í níu ár. Þá komu mörg svona gos í röð. Það getur vel verið að við séum aðeins að sjá fyrsta gosið.“ Haraldur segir aðspurður að öll eldfjöll heimsins losi árlega koldíoxíð í andrúmsloftið sem nemur einum hundraðshluta af losun mannsins. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræð- ingur í loftmengun hjá Umhverfis- stofnun, segir vatnsgufu algengustu gastegundina sem berst frá Holu- hrauni. Þar á eftir komi koldíoxíð og brennisteinsdíoxíð. Þorsteinn segir erfitt að mæla ná- kvæmlega hversu mikið af gasteg- undum berist frá gosinu en áætlað hefur verið að 20 til 60 þúsund tonn af brennisteinsdíoxíði berist frá gos- inu á dag, eins og komið hefur fram. Til samanburðar losa öll ESB-ríkin 28 samtals 14 þúsund tonn á dag og álverið í Reyðarfirði 16 tonn. Milljónir tonna af brennisteini Eldgosið hófst 29. ágúst sl. Undir miðnætti í nótt voru að þeim degi meðtöldum 64 dagar liðnir frá upp- hafi gossins. Hafa því losnað 1,28- 3,84 milljónir tonna af brennisteins- díoxíði frá gosinu, eftir því hvort margfaldað er með 20 eða 60 þúsund tonnum á dag. Það samsvarar losun álversins í Reyðarfirði á brenni- steinsdíoxíði í 219 til 658 ár. Spurður hversu mikið úrkoma muni halda menguninni í skefjum bendir Óli Þór Árnason, veðurfræð- ingur hjá Veðurstofu Íslands, á að Holuhraun sé á einum þurrasta stað landsins. „Vatnajökull er feikilega öflugur skjólveggur. Mest af úrkom- unni kemur í sunnanáttum. Vatna- jökull tekur mest af henni á sig. Það verður því yfirleitt ekki úrkoma hlé- megin jökulsins,“ segir Óli Þór. Hann segir mestar líkur á að mengunin berist til höfuðborgar- svæðisins í hægri og þurri norðaust- anátt. „Síðan þarf að lægja þegar mengunin er komin í nágrenni höf- uðborgarsvæðisins. Það hefur gerst í minnst tvígang síðasta mánuð. Það eru ágætar líkur á að þetta muni endurtaka sig áður en gosinu lýkur.“ Nálgast eldgosið í Surtsey  Talið að kvikan í Holuhrauni verði senn orðin jafn mikil og í Surtseyjargosinu  Brennisteinsmengunin eins og losun frá álverinu í Reyðarfirði í hundruð ára Morgunblaðið/RAX Eldgos Nýja hraunið í Holuhrauni er orðið ríflega 65 ferkílómetrar. Um 550 manns sóttu starfakynningu Eures í Noregi sem haldin var á Centerhotel Plaza í miðborg Reykja- víkur í gær. Það eru um helmingi fleiri en sóttu starfakynningu níu norskra fyrirtækja í fyrrahaust. Sá atburður var hins vegar lítið auglýst- ur og er aðsóknin í takt við síðustu kynningar Eures á Íslandi. Til samanburðar sóttu um 2.500 fyrstu starfakynningu Eures á Ís- landi eftir hrun. Fyrsta kynningin á vegum Eures á Íslandi var haldin 2006 og hefur verið árlegur viðburður síðan. Þrettán sveitarfélög og fyrir- tæki í Noregi kynntu tækifæri fyrir Íslendinga til starfa ytra í gær. At- vinnurekendur kostuðu viðburðinn sem var á vegum Eures í Noregi. Fjölbreyttur hópur Íslendinga Þóra Ágústsdóttir, verkefnisstjóri hjá Eures á Íslandi, samstarfsvett- vangs opinberra vinnumiðlana á EES-svæðinu, segir fjölbreyttan hóp hafa kynnt sér störfin. „Við höfum talað við alls konar fólk. Það hafa t.d. komið margir bílstjórar. Það virðist vanta bílstjóra í Noregi. Að minnsta kosti tvö fyrirtæki hafa leitað að bílstjórum. Fyrirtækin gera kröfur. Þau vilja fólk sem hefur öll leyfi, reynslu og menntun og helst fólk sem talar Norðurlandamálin.“ Spurð um atvinnuástandið í Noregi segir Þóra atvinnuleysi heldur að aukast. „Norðmenn vantar hins vegar fólk í vissar greinar.“ Hún segir laun í Noregi „virðast vera betri“ en á Íslandi. Þau séu þó ekki jafn há og á uppgangsárunum 2007-9 í Noregi. baldura@mbl.is Annríki á Noregskynningu  550 manns sóttu starfakynningu í miðborg Reykjavíkur Bjarni Benedikts- son, fjármála- og efnahagsráð- herra, telur ekki ástæðu til við- bragða eða af- skipta af sinni hálfu vegna frétta að undanförnu um Höllu Sigrúnu Hjartardóttur, stjórnarformann Fjármálaeftirlitsins, FME. „Ég mun ekki hafa afskipti af þessu máli. Formaður stjórnar Fjár- málaeftirlitsins hefur brugðist við þeirri umræðu sem átt hefur sér stað undanfarna daga og hún hyggst ekki sækjast eftir skipun í stjórnina að nýju. Ég tel því ekki ástæðu til af- skipta af minni hálfu á þessu stigi,“ sagði Bjarni í samtali við Morgun- blaðið í gær. Aðspurður hvort fréttir af við- skiptum formannsins og kæru á hendur henni frá Íslandsbanka, þeg- ar hún hætti störfum þar, hefðu veikt stöðu Fjármálaeftirlitsins svaraði Bjarni: „Á meðan málið var óútskýrt, þá var það til tjóns fyrir Fjármálaeft- irlitið. Nú hefur formaður Fjármála- eftirlitsins brugðist við og það sem meira er, hún hefur tilkynnt mér að hún muni ekki sækjast eftir endur- skipun í stjórnina, en skipunartími hennar er alveg við það að renna út. Þar með tel ég að við þessu hafi verið brugðist,“ sagði Bjarni Benediktsson. agnes@mbl.is Mun ekki hafa af- skipti Bjarni Benediktsson  Telur formann hafa brugðist við Slitabú Landsbankans (LBI) og Landsbankinn komust í dag að sam- komulagi um að framlengja aftur frestinn vegna gildisskilyrða í samningi um breytingar á skil- málum skuldabréfa Landsbankans til 17. nóv. nk. LBI hefur sent Seðla- bankanum fjórar undanþágubeiðn- ir um heimild til að greiða hluta- greiðslur til forgangskröfuhafa, alls rúmlega 402 milljarða króna. Landsbankinn fær frest til 17. nóvember Ekkert miðaði á fundi samninga- nefndar tónlistarskólakennara og sveitarfélaganna í gær. Að sögn Sig- rúnar Grendal, formanns Félags tón- listarskólakennara, lögðu kennarar fram hugmynd til lausnar sem hún segir að hafi ekki verið tekið fagn- andi. Næsti fundur hafi verið boðaður í síðasta lagi á þriðjudag. Hún gagnrýnir Reykjavíkurborg harðlega fyrir að halda viðræðunum í gíslingu og eiga stóran þátt í því sem sé ekki hægt að kalla annað en aðför að tónlistarskólakerfinu. Eftir að ríki og sveitarfélög gerðu með sér samkomulag um að efla tón- listarnám árið 2011 hafi borgin verið eina sveitarfélagið sem túlkaði það þannig að hún gæti dregið úr fjárveit- ingum sínum á móti þrátt fyrir að sveitarfélögum beri skv. lögum að standa undir launakostnaði skólanna. Skólarnir í Reykjavík hafi barist í bökkum síðan þá og fjárhagsstaða þeirra aldrei verið verri. Þeir séu bit- bein ríkis og sveitarfélaga um fjár- magn. „Manni sýnist að menn ætli að fara í hrossakaup með þetta samkomulag og hvernig þeir ætla að koma tónlist- arskólakerfinu fyrir í framtíðinni. Við verðum eins og skiptimynt. Það vill enginn borga brúsann,“ segir Sigrún. Segir við- ræður í gíslingu  Tónlistarkennarar séu skiptimynt Bandaríska fyrirtækið Qlik hefur keypt allt hlutafé í íslenska fyrir- tækinu Datamarket. Hjálmar Gísla- son, stofnandi og framkvæmda- stjóri Datamarket, greindi frá þessu á bloggsíðu sinni í gærkvöldi. Þar sagði hann að þjónusta við við- skiptavini fyrirtækisins á Íslandi myndi ekki breytast og það væri ekki á leið úr landi. Qlik er fyrir- tæki á sviði viðskiptagreindar. Bandarískt fyrirtæki kaupir Datamarket

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.