Morgunblaðið - 01.11.2014, Page 11

Morgunblaðið - 01.11.2014, Page 11
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Samhentir Leikstjórinn og hluti handritahópsins. Upptalning frá vinstri: Hjálmar Hjálmarsson, Arnar Ingi Tryggvason, Ómar Ólafsson, Jón Bjarni Ísaksson, Arnór Sindri Sölvason og Davíð Örn Óskarsson. Höfundarnir fjórir segja því af og frá að í revíunni sé bara talað um pólitík. „Nei, nei. Revían er full af þáttum, sk. sketch-um, þar sem bæði menn og málefni eru tekin fyr- ir. Keflavík music festival er eitt dæmi og ýmsir þekktir einstaklingar í bæjarlífinu fá sinn skerf. Við skoð- uðum líka hvernig menning er í bænum og metum hvað fólki finnst um bæinn almennt.“ Nýrisinn stefnumótastaur úr dægurlaginu „Skólaball“ eftir Keflvíkinginn Magnús Kjartansson blasti við blaðamanni á sviðinu svo væntan- lega eru honum gerð skil í revíunni og Guðmundi Stefáni Gunnarssyni yfirþjálfara hjá júdódeild UMFN sést bregða fyrir í sínum fræga bind- isbol, sem hann klæddist m.a. í kosn- ingabaráttunni sl. vor. Margir áberandi karakterar í Reykjanesbæ Það sem kom handritshöfund- um ekki síst á óvart við vinnuna er hversu oft Reykjanesbær er í frétt- um, svona þegar þeir fóru að hlusta eftir því. Þeir sögðu Hjálmar Hjálm- arsson leikstjóra einnig hafa komið með nýjar fréttir í hús á hverri æf- ingu, fréttir sem hann hafði heyrt í útvarpinu á leiðinni, bæði jákvæðar og neikvæðar. Hjálmar sagði þetta svo sem ekkert undarlegt, þetta væri ekki síður stórt landsvæði en stórt bæjarfélag. „Það kemur mjög oft fyrir þegar ég er á leiðinni hingað að það berast fréttir úr bænum eða af svæðinu. Ég kann enga skýringu á því, nema það sé mikil aksjón í bænum. Þið eruð með völlinn, eruð að taka á móti hælisleitendum, eruð með mikið af nýbúum og það er ým- islegt sem gerist í tengslum við þetta. Svo eruð þið með áberandi karaktera hér, þetta er náttúrlega gamli bítlabærinn og flottir lista- menn sem koma héðan og þið hafið verið mjög dugleg í menningarlífinu, að setja ykkur á stall, þannig að það er margt sem hjálpast að við að gera Reykjanesbæ að miðpunkti Íslands með reglulegum hætti,“ sagði Hjálmar í samtali við blaðamann. – Hvað er það við revíur sem gerir þær svona vinsælar? „Ég veit það ekki alveg en hitt veit ég að það er lífsnauðsynlegt að hafa smá húmor og gera grín, bæði að okkur sjálfum og náunganum, sérstaklega þeim sem eru mest áberandi og taka sér þá stöðu, eins og pólitíkusarnir og „fræga fólkið“ og það allt saman. Það er nauðsyn- legt fyrir „almúgann“ að fá að gera grín að „kónginum“ með reglulegu millibili eins og gert var í gamla daga. Ég myndi segja að þetta væri nauðsynlegur spéspegill en í stærri samfélögum er þetta gert í sjónvarp- inu, Áramótaskaupið og Spaug- stofan, en það sem er svo gaman hér í þessu bæjarfélagi er að þetta sam- félag er ennþá það lítið og þétt að þetta er hægt. En þetta er einsdæmi því þetta er stórt svæði, alþjóða- samfélag með fjölbreyttu mannlífi og ég held að það sé nauðsynlegt að fá að hlæja aðeins að sjálfum sér og stjórnmálamönnunum. Hér er líka hlægilegt fólk og svo náttúrlega mikið af hæfileikaríkum leikurum og sprellfjörugum höfundum sem hrista þetta fram úr erminni af því að þessi hefð hefur skapast. Þið haf- ið gert revíur svo lengi, samfleytt í 25 ár. Þeir ungu hafa verið að læra af þeim eldri og þetta eru býsna ungir menn sem eru að skrifa,“ sagði Hjálmar. Auk þeirrar skemmtilegu vinnu og mikla lærdóms sem þeir ungu hafa öðlast, nefndu þeir að eitt það skemmtilegasta væri að sjá eig- in atriði á sviði og fá sýn Hjálmars á það. Þeir bregða sér sjálfir í hin ýmsu hlutverk í revíunni. Bindisbolurinn Guðmundur S. Gunnarsson júdókappi fær skerf í revíunni. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2014 ECCO - KRINGLAN - SÍMI: 553 8050 STEINAR WAAGE - SMÁRALIND & KRINGLAN WWW.SKOR.IS VERIÐ VELKOMIN Í NÝJA OG GLÆSILEGA VERSLUN OKKAR Í KRINGLUNNI Ómar Jóhannsson heitinn var lunk- inn revíuhöfundur og setti Leik- félag Keflavíkur a.m.k. upp fjórar Keflavíkurrevíur eftir hann, þá fyrstu árið 1989 í tilefni af 40 ára afmæli Keflavíkurkaupstaðar. Aðr- ar revíur sem ratað hafa á svið á undanförnum árum hafa verið samdar af hópi leikfélagsfólks eða áhugafólks eins og Breiðbandinu, sem samdi revíuna „Bærinn breiðir úr sér“ og sýnd var 2008. Henni var fylgt eftir með „Bærinn bræðir úr sér“ og hluti af höfundateyminu þar mætt enn á ný í „Með ryk í auga“. Fyrstu revíurnar sem samdar voru og fluttar í Keflavík voru „Svipleiftur Suðurnesja“ árið 1936 og „Draumalandi“ árið 1941. Sú fyrri átti upphaflega að vera skemmtiatriði á sjómannadag árið 1936 en sýningunum fjölgaði vegna vinsælda og urðu alls níu. Höfundar voru Helgi Jónsson og Arinbjörn Þorvarðarson, sem jafnframt léku aðalhlutverkin, gerðu leiktjöld og leikstýrðu. Í revíunum var gert góðlátlegt grín að náunganum og þær þóttu mikið listaverk vegna þeirra revíusöngva sem hafa varð- veist úr sýningunum. Bjarni Jóns- son samdi söngvana í fyrri revíuna og Kristinn Pétursson í þá seinni, að því er fram kemur í „Sögu Keflavíkur 1920-1949“ eftir Bjarna Guðmarsson. Páll Baldvin Baldvinsson sagði í greininni „Og þú skalt sofa í hundr- að ár“ í Skírni árið 1980 að revíur væru samtímabókmenntir í besta skilningi orðsins, þær sæki efni sitt í líðandi stund og þar séu dægur- mál efst á baugi. Vegna þessarar samtímavísunar revíunnar sé hún oft eftirkomendum sem lokuð bók. „Og jafnvel þótt öll gögn, blöð, bækur og tímarit, séu könnuð eru alltaf inn á milli tilsvör sem vísa til atvika sem fáir muna lengur. At- vika sem hafa á sínum tíma verið heilu bæjarfélagi kunn, en voru þess eðlis að þau áttu ekki erindi á blað. … En þrátt fyrir það eru reví- ur skemmtilegar aflestrar. Þær bera með sér sterkan svip tíðar- anda, draga fram þætti sem þagað er yfir í söguritun, og eru síðast en ekki síst óbrotgjarn minnisvarði um kímnigáfu höfunda sinna.“ Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Forseti bæjarstjórnar Halla Karen Guðjónsdóttir bregður sér í revíunni í gervi Önnu Lóu Ólafsdóttur forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Revíur sækja efni sitt í líðandi stund  Revíur hafa átt miklum vinsældum að fagna í Reykjanesbæ í á þriðja ára- tug, að sögn Hjálmars Hjálmarssonar. Keppnin um eftirrétt áarsins 2014 var haldin á Hilton Nordica hóteli hinn 30. október og að því er fram kemur á vefnum www.veitingageir- inn.is luku 34 þátttakendur keppni. Keppnin var haldin í fimmta skipti og var þemað í ár „tropical“ en í því fólst að í eftirréttunum mætti greina suðræn áhrif. Keppendur léku sér að súkkulaði og ávöxtum en á meðal þess sem einkunn er gefin fyrir er samsetning hráefnis, bragð, upp- lifun, frumleiki og framsetning. Sigurður Kristinn Laufdal bar sigur úr býtum í þessum 34 manna hópi. Í öðru sæti varð Axel Þorsteinsson og Aðalheiður Dögg Reynisdóttir í því þriðja. Dómnefnd skipuðu þeir Her- mann Þór Marinósson, sigurvegari ársins 2013, Stefán Hrafn Sigfússon og Jóhannes Jóhannesson. Sigurvegarinn, Sigurður Kristinn Laufdal, hlýtur að launum námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry í Englandi. Nánar um keppnina á vefn- um www.veitingageirinn.is. Eftirréttur ársins 2014 Suðrænir straumar Ljósmynd/Veitingageirinn.is Sigur Aðalheiður, Sigurður og Axel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.