Morgunblaðið - 01.11.2014, Síða 52

Morgunblaðið - 01.11.2014, Síða 52
reglulega hafi verið haldin spila- kvöld, dansnámskeið, böll, ræðunám- skeið og fleira, „allt sem skólarnir hafa nú yfirtekið“. Helgi er samt bjartsýnn á framtíð ungmennafélaganna. „Ég held að þau verði áfram mikilvæg á ákveðnu uppeldissviði.“ Bendir á að umræða sé í gangi um sameiningu þriggja ungmennafélaga í Flóahreppi – Sam- hygðar, Vöku og Baldurs – og það sé af hinu góða enda hafi skólarnir á svæðinu verið sameinaðir fyrir ára- tug. „Ég held að í framtíðinni verði ungmennafélögin meira íþróttafélög og starfi á vissu menningarsviði í dreifbýlinu,“ segir hann. Almennt félagsstarf hefur breyst mikið með auknum möguleikum á af- þreyingu. „Nú mætirðu hvorki krakka né unglingi án þess að hann glápi á síma. Um leið og við komum úr skólanum á veturna fórum við að renna okkur á skautum eða reyna fyrir okkur í öðrum íþróttum. Það trúir þessu ekki nokkur maður en svona var þetta nú samt.“ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 305. DAGUR ÁRSINS 2014 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Án heimilis á morgun 2. 18 hættu hjá 365 í gær 3. „Þú nauðgaðir konum Bill Cosby“ 4. „Ég var bara að kafna“  Nýtt útilistaverk eftir Halldór Ás- geirsson verður afhjúpað í dag kl. 16 á Borg í Grímsnesi og er viðburðurinn hluti af dagskrá Safnahelgar á Suðurlandi. Útilistaverk Halldórs samanstendur af hringlaga fleti sem er í heild tíu metrar í þvermál með hraunsteini fyrir miðju sem er um það bil tveir metrar á hæð og breidd, eins og segir í tilkynningu. „Hluti hraunsins er logsoðinn en við það umbreytist það í svartgljáandi gler- ung. Í kringum hraunsteininn er hellulögð stétt og á hellurnar eru máluð hrauntákn í ýmsum stærðum með svörtum lit og eru að grunni teikningar sem listamaðurinn hefur dregið upp af svartgljáandi glerungi sem verður til þegar bræddur hraunsteinninn kólnar,“ segir um verkið. Ljóskösturum með ljós- díóðum í mismunandi litum verði beint að hraunvörðunni eftir að dimma tekur þannig að hraungler- ungurinn glitri. Verkið er sagt eins konar samtal náttúrunnar við sköp- unarkraft mannsins. Útilistaverk Halldórs afhjúpað á Borg  Það verður mikið um að vera í Hinu húsinu í dag. Frá kl. 15 til 17 leika hljómsveitirnar Eistun, Major Pink og Sig fyrir gesti, hita sig upp fyrir tón- listarhátíðina Iceland Airwaves í Betri stofunni. Í Gallerí Tukt verður opnuð samsýning ungmenna sem fóru í ferðalag um Eþí- ópíu og í Gallerí Gangi opnar Ganna Shvarova frá Úkraínu sýningu þar sem hún kafar m.a. ofan í kvenleikann. Myndlist og upphitun fyrir Airwaves FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 15-23 og rigning eða slydda norðvestantil, annars mun hægari austan- og suðaustanátt og væta með köflum. Hiti 2 til 10 stig. Á sunnudag Norðaustan 15-23, en hægari suðaustantil fram á kvöld. Víða slydda eða snjókoma og sums staðar rigning við ströndina fyrripartinn. Kólnandi veður. Á mánudag Norðan og norðaustan 8-15, hvassast suðaustantil. Éljagangur austantil, víða bjartviðri sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 6 stig. Kristinn Jakobsson kveður sem besti dómari Pepsi-deildar karla í fótbolta en hann leggur flautuna á hilluna í árslok. Kristinn varð efstur í ein- kunnagjöf Morgunblaðsins á þessu ári og fyrstur til að fá hæstu einkunn fyrir frammistöðu sína. Farið er yfir einkunnir dómaranna á nýliðnu keppnistímabili í blaðinu í dag. »4 Kristinn Jakobsson kveður á toppnum Líður vel á vell- inum í Málaga Ásgeir Örn Hallgrímsson kemur aftur inn í íslenska landsliðið í handbolta þegar það mætir Svartfjallalandi á morgun en hann fékk frí frá leiknum gegn Ísrael vegna fjölgunar í fjöl- skyldunni. „Það er mikil löngun hjá öllum að sýna sitt rétta andlit og maður finnur að það er allt öðruvísi og betri stemning en var í kringum Bosníuleikina í sumar,“ segir Ásgeir. »1 Öðruvísi og betri stemning í liðinu Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Ég gekk í félagið um leið og ég hafði aldur til, 12 ára,“ segir Helgi Stefáns- son, bóndi í Vorsabæ II, en hann, ásamt fjórum öðrum mönnum, var sæmdur heiðursfélaganafnbót í Ung- mennafélaginu Samhygð fyrir góð og heillarík störf í þágu félagins í yfir hálfa öld. Ungmennafélagið Samhygð í Gaul- verjabæjarhreppi var stofnað 7. júní 1908 og hefur verið eitt af öflugustu ungmennafélögunum á Suðurlandi. Stefán Jasonarson, faðir Helga, var mikil driffjöður í félagsstarfinu í sveitinni og var meðal annars for- maður Samhygðar í nær þrjá áratugi. Síðan tók Guðmundur Guðmundsson, einn fyrrnefndra fimmmenninga, við og stýrði félaginu í fimm ár áður en Helgi varð formaður 1970 eftir að hafa verið gjaldkeri í þrjú ár. Hann gegndi formannsembættinu í tvo ára- tugi auk þess sem hann var formaður HSK í eitt ár. „Það var mikið púsl að þjóna öllum, kúnnunum í vinnunni og fólkinu í félaginu, vinnudagurinn var langur, allar helgar og öll kvöld, en þetta gekk allt saman,“ segir Helgi, sem jafnframt hefur verið vörubíl- stjóri í yfir 50 ár, en hann var einnig formaður Landssambands vörubíl- stjóra í 12 ár. Öflugt félagslíf Helgi segir að þorri sveitunga hafi starfað í Samhygð með einum eða öðrum hætti á árum áður. „Þetta var afþreying, holl og góð,“ segir hann. Nefndir eins og skemmtinefnd, leik- nefnd og íþróttanefnd hafi verið mjög virkar, gefnar hafi verið út starfs- reglur fyrir hverja nefnd og gefið hafi verið út fréttabréf sveitarinnar. „Við byrjuðum á því í formannstíð minni, gáfum það út fjórum sinnum á ári, en nú kemur það út mánaðarlega,“ segir Helgi. „Ég var með í íþróttunum en var aldrei mikill keppnismaður,“ heldur hann áfram. Bætir við að Þungavigtarmenn heiðraðir  Hafa starfað fyrir félagið í yfir 250 ár samanlagt Nýkjörnir heiðursfélagar Ungmennafélagsins Samhygðar Frá vinstri: Jón M. Ívarsson, Markús Kr. Ívarsson, Guðmundur Guðmundsson, Helgi Stefánsson og Sigurður Guðmundsson með heiðursviðurkenningarnar. Ljósmynd/HSK Formenn á héraðsþingi HSK 1976 Jóhannes Sigmundsson 1966 - 1976, Helgi Stefánsson og Sigurður Greipsson 1922 - 1966. Helgi var 10. formaður HSK og gaf ekki kost á sér til endurkjörs ári síðar vegna anna. Jón Arnór Stefánsson, lands- liðsmaður í körfubolta, er ánægður með byrjunina hjá einu besta liði Spánar, Uni- caja Málaga. „Mér líður vel á vellinum og það skiptir mestu máli. Mér hefur gengið frá- bærlega í vörninni og í sókn- inni spila ég eins og ég er vanur, læt boltann ganga og tek skotfæri sem bjóðast,“ segir Jón í ítarlegu viðtali. »2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.