Fréttir - Eyjafréttir - 24.10.1996, Qupperneq 4
Fréttir
Fimmtudagur 24. október!996
Sælkeri vikunnar - Róbert Sigurmundsson
Indverskur karrýréttur
Eyjólfur Heið-
mundsson skoraði á
Róbert Sigurmunds-
son í Prýði sem
sælkera vikunnar.
Get'um Róbert
orðið:
„Eyjólfur veit sem
er að ég er ekki oft
yfir eldhúsverkunum. En heppnin er
oft með mér á lífsleiðinni því ég er
kvæntur húsmæðraskólagenginni
stelpu sem kann sitt fag svo ég gekk í
smiðju hennar. Hún minnti mig á rétt
sem ég hafði eldað með ágætis árangri
hér um árið sem er mjög einfaldur í
vinnslu - en mjög góður. Á fneðan
hann kraumar á eldavélinni getur
maður ryksugað og þurrkað af.
INDVERSKUR KARRÝRÉTTUR
1 kg lambakjöt
2 st. laukur
1 st. hvítlauksrif
28 gr smjör
2 tsk. karrý
1 !/2 msk. hveiti
2-3 tómatar
1 st. lárviðarlauf
2 tsk. kanill
28 gr rúsínur
2 st. epli, rifin
2 msk. pikkles
2 tsk. salt
1 peli vatn
2-3 súputeningar
Allt skorið niður og sett í pott og
látið malla í 2‘/2-3 klst. Síðan borið
fram með soðnum hrísgrjónum. Þessi
uppskrift er fyrir 4-5.
EFTIRRÉTTUR:
FERSKUR ÁVAXTARÉTTUR
2 stk. bananar
1 stk. ananas eða V2 dós
80 stk. jarðarber eða Vi dós
2 stk. epli
2 stk. kíví
Allt skorið niður í 2 sm bita, sett í
tjórar skálar eða eina stóra og borið
fram nieð rjómaís.
Ég ætla svo að skora á Oskar
Björgvinsson ljósmyndara að vera
næsta sælkera en hann kann örugglega
að framkalla gómsæta rétti.
ORÐSPOR -
Stóra skriðdýrasýningin
verður í Eyjum í næstu
viku. Allskoma um 100
dýr sem íslendingar eru
ekkivanirað hafaínátt-
úrunni. Dýrin verðaflutt
með Herjólfi og nú segja gárunganir
að skipið verði héreftir kallað ÖRKIN
HANS NÓA....
Elsta glerverksmiðja ó íslandi
Söluumboð í Eyjum
(Erum með einfalt gler ó lager)
Drangur ehf.
Straridvegi 80 Gengið inn að norðan
Sími 481 -3110 og 481-3120
• Fax 481-3109 Heimas. Kristján 481-
1226 og 481-1822. Þórólfitr 481-2206
Nýfœddir Vc s t m q n n q c y i n g g r
Stúlka Þann 13. okt. sl. eignuðust
Þórunn Rúnarsdóttir og Kristinn
Valgeirsson stúlku. Hún vó 14 merkur og
var 51 sm. Hún er í fangi bræðra sinna,
Daníels Andra og Sveins Ágústs.
Ljósmóðir: Drífa Björnsdóttir.
Stúlka
Þann 14. okt. sl. eignuðust Bergey Edda
Eiríksdóttir og Magnús Steindórsson stúlku.
Hún vó 14 merkur og var 50 sm.
Ljósmóðir: Guðný Bjarnadóttir.
Drengur
Þann 11. okt. sl. eignuðust Lilja
Þórarinsdóttir og Valdimar G.
Hafsteinsson dreng. Hann vó 16,5
merkur og var 54 sm.
Drengurinn er í fangi systkina
Verð kannski
heiðursborgari
í síðasta blaði var greint frá
því því að fyrirspurn Odds
Júlíussonar verkamanns um
ágóða af sölu Happdrættis
DAS í Eyjum, hafi skilað
bænum óvæntum glaðningi
eða á níunda hundruð
þúsund kr. Þessi samningur
mun hafa „gleymst” en ekki á
harða diskinum hjá Oddi.
Fyrirspurn hans skilaði sér líklega í
útsvari hátt í tylftar verkafólks,
hvorki meira né minna. Oddur er
Eyjamaður vikunnar.
Fullt nafn? Oddur Björgvin
Júlíusson.
Fæðingardagur og ár? 1. febrúar
1957.
Fæðingarstaður?
Vestmannaeyjar.
Fjölskylduhagir? Ókvæntur og
barnlaus.
Menntun og starf? Lauk gagn-
fræðaskólaprófi, starfa sem
verkamaður.
Laun? 69.992 kr. miðað við 40
stunda vinnuviku.
Helsti galli? Óþolinmóður.
Helsti kostur? Hvað er nú það?
Uppáhaldsmatur? Fýll og rófur.
Versti matur? Er litið hrifinn af
bjúgum.
Uppáhaldstónlist? Kórsöngur og
orgelmúsík.
Hvar myndir þú vera ef þú yrðir
fluga á vegg í einn dag? í fund-
arsal bæjarráðs.
Uppáhalds stjórnmálamaður?
Ögmundur Jónasson.
Uppáhalds íþróttamaður? ÍBV
liðið í heild sinni.
Ertu meðlimur í einhverjum
félagsskap? Telst vera meðlimur
í mannfélaginu.
Hvert er eftirlætissjónvarpsefn-
iðþitt? Fréttir og fréttatengt efni.
Hvaða sjónvarpsrás horfir þú
mestá? Hefeinungis
Ríkissjónvarpið og sé það í lit.
Uppáhaldsleikari? Gef
áhugafólkinu í Leikfélagi
Vestmannaeyja mitt atkvæði.
Uppáhaldskvikmynd? Kofi
Tómasarfrænda.
Uppáhaldsbók? Bréf til Láru.
Hver eru helstu áhugamál þín?
Hef áhuga á því sem gerist
umhverfis mig. Svo les ég talsvert.
Hvað metur þú mest í fari
annarra? Hreinskilni.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í
fari annarra? Forvitni.
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á? Þingvellirog
Vestmannaeyjar.
Hvernig í ósköpunum mundir
þú eftir þessum samningi á milli
DAS og Vestmannaeyjabæjar?
Kvarnirnar mala. Ég virðist hafa
meira en skammtímaminni.
Finnst þér ekki að þú ættir að fá
einhvers konar verðlaun frá
bænum fyrir þennan tekjuauka?
Ef til vil verð ég gerður að heiðurs-
borgara áður en yfir lýkur.
Hvers vegna ertu að senda inn
þessar fyrirspurnirtil bæjarins
og færðu einhver viðbrögð frá
yfirvöldum? Vegna þess að sam-
félagið kemur okkur öllum við. Mál
fá þetta 2-3 mínútur til umfjöllunar
í bæjarráði. Bæjarstjórnarfundir
standa stutt og ekki ómaka bæjar-
fulltrúarnir sig við að upplýsa
bæjarbúa með greinarskrifum.
Viðbrögðin fyrir fyrirspurnum
mínum eru m.a. tilefni þess að ég
sit nú og svara þessum
spurningum.
Hvað dettur þér í hug þegar þú
heyrir þessi orð:
- DAS? Þarft fyrirtæki um gott mál.
- Svarbréf? Ólatir pennavinir.
- Áhaldahúsið? Þar er
samankomin mikil reynsla og
þekking.
- Eitthvað að lokum? Er ekki mál
að linni? Ég gæti endað í heilu
blaði að lokum.
Stúlka
Þann 10. okt.
sl. eignuðust
Hulda Karen
Róbertsdóttir
og Bergur Kristinsson stúlku. Hún
vó 14 nierkur og var 52 sm. Hún
er í fangi stóru systur, Áslaugar
Dísar. Ljósmóðir: Guðný
Bjarnadóttir.
sinna Þórarins Inga og Birgitar
Óskar og Guðný frænka er líka á
myndinni. Ljósmóðir: Drífa
Björnsdóttir
Drengur
Þann 18. sept. sl. eignuðust
Margrét Sveinsdóttir og
Guðmundur Guðmundsson
dreng. Hann vó 18 merkur og
var 54 sm. Hann er í fangi systur
sinnar, Láru Daggar. Ljósmóðir:
Drífa Björnsdóttir.
Móðir okkar
GUÐRÚN ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR
Heiðarvegi 55
lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 23. október sl.
Böm, tengdaböm, barnaböm og bamabarnaböm