Fréttir - Eyjafréttir - 24.10.1996, Qupperneq 6
Fréttir
Fimmtudagur 24. október 1996
Sýn til Eyja
Sjónvarpsstöðin Sýn mun á næstu
viku stækka dreiftketfi sitt. Meðal
annars mun Sýn ná til
Vestmannaeyja en dagskráin
verður send á örbylgju á UHF-
rásum til Eyja. <Áhorfendur þurfa
því engan viðbótarútbúnað til að ná
útsendingunum. Stefnt er að því að
útsendingar hefjist til Eyja eftir 6-8
vikur.
34 þús. upp í
170 millj. kr.
kröfur
34 þúsund upp í 170 millj. kröfur
Skiptum í þrotabúi útgerðar-
félagsins Kleifa hf. í
Vestmannaeyjum er lokið en búið
var tekið til gjaldþrotaskipta í
nóvember 1994. Almennar kröfur
námu tæpum 170 milljónuin króna.
Alls greiddust rúmar 34 þúsund
krónur upp í almennar kröfur. Tvær
stærstu kröfuhafar voru íslands-
banki og Skeljungur en kröfur
þeirra voru samtals 129 milljónir.
Kleifar hf. gerði nt.a. út Gjafar VE.
SPURT&SVARAÐ:
Ersaltkjöt
rómantískt?
Eiríkur Sæland í Eyjablómum:
„Þaö má setja margt annað
ofan í pottana en pottablóm.
Þetta er bara í framhaldi af
grænmetissölunni hjá mér
um daginn og er til að
trekkja að viðskiptavini auk
þess að sýna fram á fárán-
leikan í verslun og
viðskiptum í Vestmanna-
eyjum nú til dags“
Eiríkkur Sæland blómasali
auglýsir saltkjöt til sölu í
Sprönguskelli. Fyrir skömmu
hóf hann að selja kartöflur og
grænmeti í blóma- og
gjafavörubúð sinni.
Simi 481 1151 • Fax 481 3202 • KL 460195-2179 • Vak. 45288
Garöavagur 15 • 900 Vestmannaayjar
VESTMANNAEYINGA
Barnalög Helgu Jónsdóttur hljónna nú í öllum kirkjum landsins og í sjónvarpi:
Ævintýrí ííkast
Eins og sjá mátti í sunnuda-
gaskóla Ríkissjónvarpsins sl.
sunnudagsmorgun voru Vest-
mannaeyjar þar í aðalhlutverki.
Litlir lærisveinar, barnakór Landa-
kirkju, sungu lag Helgu Jónsdóttur
en þess var farið á leit við hana í vor
að semja lög fyrir fræðsludeild
Þjóðkirkjunnar í sunnudagaskólum
landsins í vetur eins og kom fram í
Fréttum á sínum tíma. Helga samdi
tíu lög og voru fjögur af þeim valin
og sett í fræðsluhefti Þjóðkirkj-
unnar sem er lagt til grundvallar
starfi sunnudagaskólanna í landinu.
Ekki nóg með það heldur voru tvö
lög tekin upp á myndband og öll tíu
lögin sem Helga sendi til fræðslu-
deildar kirkjunnar voru tekin upp
af Ríkissjónvarpinu til að sýna í
sunnudagaskóla morgunsjónvarps-
ins á sunnudögum í vetur.
Helga sagði í samtali við Fréttir að
þetta væri rnikill heiður fyrir sig. Hún
hefði verið að semja barnalög í
gegnum tíðina en búist við því að það
yrði aðeins fyrir sig og sína nánustu.
Helga starfaði í barnastarfi Hvíta-
sunnukirkjunnar í mörg ár en sl. vetur
var hún og eiginmaður hennar, Amór
Hermannsson, fengin til þess að vera
með í sunnudagaskóla Landakirkju
þar sem Helga hefur kynnt lög sín við
frábærar undirtektir. Elín Jóhanns-
dóttir, sem sér um bamastarfið á
vegum fræðsludeildar Þjóðkirkjunnar,
heyrði af lögum Helgu vegna
ábendingar frá séra Jónu Hrönn
Bolladóttur. Elín varð yfir sig hrifin og
ákvað að koma þeim á framfæri. Segja
má að boltinn hafi farið að rúlla fyrir
alvöru eftir ábendingu Jónu Hrannar
því lög Helgu hljóma nú í sunnuda-
gaskólum í kirkjum landsmanna um
land allt. Og ekki nóg með það heldur
tók Ríkissjónvarpið, eins og fyrr segir,
lög Helgu upp á arma sína.
„Fræðsludeild kirkjunnar hefur
einnig beðið mig að sentja jólalag sem
senda á öllum leikskólum á landinu.
Þá vantaði einfalt jólalag sem semja
átti út frá ákveðinni sögu. Ég er
nýbúin að senda lagið frá mér og búin
fá það samþykkt. Ég hef fengið þau
skilaboð frá þjóðkirkjunni að hún
hyggi á meira samstarf við mig í
framtíðinni. Fyrir mig er þetta algjört
ævintýri. Ég er mjög þakklát fyrir að
hafa fengið að starfa í sunnudagaskóla
Landakirkju. Annars hefði ég aldrei
fengið þetta tækifæri. Mér hefur nú
Helga og Arnór ásamt Bjarna
Landakirkju sl. sunnudag.
verið falið að stjóma bamakór í
Landakirkju sem við köllum Litla
lærisveina. Það er kórinn sem syngur
lögin í sjónvarpsupptökunum og mér
sýnist við hafa nóg að gera í vetur,“
segir Helga.
Lög Helgu eru skemmtilega upp
byggð. Þeim fylgja ýmsar einfaldar
hreyfingar, táknmál og hljóð og höfða
því vel til bamanna. Það hefur blaða-
maður sjálfur séð í sunnudaga-
skólanum.
„Uppbygging laganna er meðvituð
hjá mér, ég verð að semja lögin í takt
við tíðarandann til að ná athygli bam-
anna. Boðskapurinn er einfaldur þar
sem ég höfða til vináttu, réttlætis og
reglusemi. Sem dæmi er mér
hugleikin saga úr Biblíunni sem ég
ákveð að semja lag um. Ég einfalda
guðfræðina og sleppi smáatriðum og
reyni þannig að aðlaga textann að
hugsanagangi og orðaforða iítils
bams. Ég er allt frá einum degi og upp
í tvo mánuði að semja lögin, það er
allur gangur á því. Ég reyni að hafa
lögin þannig að þau hafi uppeldislegt
gildi. Það er einfaldlega mín ábyrgð
þar sem þau eru farin að ná til fjöld-
presti með barnakórnum Litlum lærisveinum í sunnudagaskóla
ans,“ segir Helga.
Fullt hefur verið út úr dyrurn í sun-
nudagaskóla Landakirkju í vetur.
Helga segir bamastarf í Landakirkju í
miklum blórna og sé leitun að öðru
eins á landsvísu og þótt víðar væri
leitað. Aðdáunarvert sé einnig að sjá
hversu foreldrar em duglegir að koma
með bömin sín í sunnudagaskólann
„Ég er þakklát fyrir það örlæti frá
Guði að hafa gefið mér þessa gjöf. Ég
vona að ég ofmetnist aldrei," sagði
Helga ennfremur.
10%10 afsláttur %1i 0%
... á flísfataefnum
... á útsaum ... á gjafavörui Undir nál m INA
Stóra skriðdýra-
sýningin í fyjm
ínæsfvviku
Stóra skriðdýrasýningin sem notið
hefur mikill vinsælda í Reykjavík,
kemur til Eyja í næstu viku. Hún
verður í gamla samkomuhúsinu
(sal Hvítasunnusafnaðarins)
þriðjudag, miðvikudag og fimm-
tudag í næstu viku og verður opið
frá kl. 14-21.
Að sögn Jörundar Guðmunds-
sonar, sem hefur veg og vanda af
komu skriðdýrasýningarinnar, munu
koma hingað tugir lifandi skriðdýra
auk annaira dýra. Þar má nefna hæt-
tulegustu og eitruðustu slöngu í
heinri, mömbur. skröltomrar, mokka-
sínormar, afrískir Adder o.s.frv.
Einnig verða risasnákar, bóaormar
og pythonslöngur, eðlur, skjald-
bökur, tarantullur og sporðdrekar.
Þá má geta þess að hundruðir
suðrænna fiðrilda eru í safninu.
„Þegar þið heimsækið sýninguna
verðið þið að minnast þess að öll
dýrin eru í sínu eðlilega umhverfi,
sem þýðir til dæmis að í eitruðu slön-
gunum eru bæði eitur og eitur-
tennumar til staðar. Þið skulið ekki
halda að dýrin séu með nokkrum
hætti svæfð niður eða deyfð í kulda.
Það er eðlilegt að rnenn gætu haldið
að svo sé vegna þess að hættir
skriðdýra eru þess eðlis að þau
hreyfa sig ekki mjög mikið og geta
verið klukkustundunum saman á
einum stað. Dýrin í sýningunni em
einnig orðin vön því að á þau sé
horft. Markmiðið með skriðdýra-
sýningunni er að koma á framfæri
réttum upplýsingum um skriðdýr
sem ekki eru í okkar umhverft. Þess
vegna höfum við um þau fastmótaðar
hugmyndir og oft ranghugmyndir og
álíta margir þau vera blaut og köld
kvikindi. Á kynningunum sem verða
í salnum megið þið jafnvel eiga von
á að fá að koma við lifandi slöngu,“
segir Jömndur.
Skriðdýrin koma með Herjólfi
eftir helgi. Jömndur sagði að þar sem
hiti þyrfti að vera góður þyrfti að
skrúfa upp alla ofna í gamla sam-
komuhúsinu eins og kostur væri.
„Ég hef ávallt reynt að koma til
Vestmannaeyja með ýmsar sýningar
sem ég hef staðið fyrir. Ég vona að
Vestmannaeyingar kunni að meta
þetta framlag rnitt og að öll fjölskyld-
an hafi gagn og gaman að.“ sagði
Jömndur.