Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 24.10.1996, Qupperneq 7

Fréttir - Eyjafréttir - 24.10.1996, Qupperneq 7
Fimmtudagur 24. október!996 Fréttir Eyjaís - Brettaframleiðsla: Smíðin boðin út -Síðasti liður í endurskipulagningu fyrirtækisins Ákveðið hefur verið að bjóða út smíði á brettum sem Eyjaís hf. framleiðir í brettaverksmiðju sinni og er þetta síðasti liðurinn í end- urskipulagningu verksmiðjunnar sem unnið hefur verið að undanfarin misseri. Framkvæmda- stjórinn segir þetta kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja fá sér aukavinnu því haga má vinnutíma að vild. Verksmiðjan framleiðir um 25 þús- und bretti á ári og mest er eftirspumin frá september og fram í febrúar. „Við erum búnir að fara í gegnum alla þætti rekstursins til að ná niður kostnaði og útboð á smíðinni er síðasti liðurinn í að gera reksturinn arðbæran," segir Guðmundur Jóhannsson fram- kvæmdastjóri Eyjaíss. „Þegar hafa sex eða sjö sótt útboðsgögn þannig að áhugi virðist vera fyrir hendi á þessu starfi sem gæti t.d. hentað verktökum í byggingaiðnaði sem vantar verkefni yfir vetrartímann. Eins gæti þetta hentað tveimur eða þremur samhentum mönnum sem vildu hafa þetta sem hiutastarf. Allt efni kemur tilsniðið og það sem þarf að gera er að negla brettin saman. Er það bæði gert í vélum og með loftbyssum,“ sagði Guðntundur að lokum. Gleraugaverslunin ^3 PTIKT Verðum hjá Axel Ó frá 24. til 26. október að báðum dögum meðtöldum. 30 ára þjónusta f Vestmannaeyjum Gleraugnaverslunin Fréttatilkynning frá Krabbavörn Kæru bæjarbúar Við þökkum ykkur innilega fyrir mjög góðar móttökur og veittan stuðning við félagið vegna söluhelgi okkar. Urn leið og við þökkunt harðduglegu sölufólki okkar. viljum við geta þess að umtalað er á Landspítalanum hve Félagið Krabbavöm í Eyjum stendur vel við bak þeirra sem sjúkdóminn hafa hér í Vestmannaeyjum. Kærar þakkir og kveðjur, stjórnin. Löggtm með klippurnar á loftí Lögreglan vill vekja athygli á því að þessa dagana er hún að klippa númer af bifreiðum. Um er að ræða óskoðaðar bifreiðar og bifreiðar sem ekki hafa verið greidd af opinbergjöld. Lögreglan segir þetta heldur leiðinlegt verk og biður þá sem vita upp á sig skömmina að kippa þessum málum í liðinn svo ekki þurfi að klippa. DPTIK LÆKJARTORGI NJÓTTU LÍFSINS í REYKJAVÍK Við höfum fjölgað ibúðum okkar að Skálholtsstíg 2a í Reykjavík, við hliðina á Listasafni íslands. Þetta eru litlar 2ja herbergja íbúðir á besta stað í Rvík. í hverri íbúð er lítið en fullkomið eldhús með öllum búnaði, stofa með le.ðurhúsgögnum, svefnherbergi með bestu gerð hótelrúma. Sjónvarp, sími og fax. Daglega eru íbúðirnar þrifnar, skipt um handklæði, vaskað upp. Fullkomin aðstaða fyrir rómantísk hjón sem hafa sloppið frá börnunum. Hausttilboð til 15. desember: Til þess að kynna þessa frábæru gistingu í Reykjavík bjóðum við nú gestum okkar að greiða allt að 3000 kr. á dag með nótum frá veitingahúsum í Reykjavík!!!!! en afganginn með Visa eða Eurocard. Einu skilyrðin eru þau að gist sé í a.m.k. 3 nætur og að nóturnar séu nýjar. Þitt annað heimili í Reykjavík. Sími: 562 5622 Fax: 562-9165 Siemens sýning Laugardaginn 26. október kL I0 dl I7 Kynning d Siemens Heimilistœkjum Laugardaginn 26. október Sjónvörp Myndbandstæki Þvottavélar Upppvottavélar Eldavélar Helluborð Símtæki Þurrkarar 12% staðgreiðsluafsláttur af öllum SIEMENS vörum. Komið Og gerið góð kaup Maður frá umboðinu verður á staðnum. TREVERK" TREVERKf

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.