Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.10.1996, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 24.10.1996, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 24. október 1996 Sprönguskellur 24,, 25 og 26 Apótek Vestmannaeyja: Ekkibara Apótek Vestmannaeyja er eitt elsta fyrirtæki í bænum, stofnað 1913 af Sigurði Sigurðssyni frá Arnarholti. Hanna María Siggeirsdóttir, sem nú á Apótekið, er sjöundi apótekari frá stofnun. Hún kom frá Stykk- ishólmi og tók við rekstrinum þann 1. janúar 1995. Apótekið hefur frá upphafi verið á sama stað við Vest- mannabrautina og var elsti hluti hússins byggður árið 1905. Hanna María segir að því fylgi að sjálfsögðu erfiðleikar að flytja á nýjan stað og kynnast nýju fólki. „En eftir því sem ég hef kynnst heimamönnum hér betur því betur líkar mér við þá og ég vona að það sé gagnkvæmt. Hvað reksturinn varðar, þá hefur hann bara gengið vel,“ segir Hanna Marfa. Hanna María verslar ekki aðeins með lyf og hefur tekið þátt í Sprönguskelli frá upphafi. „Hérerum við með hjúkrunarvörur. allar al- mennar hreinlætisvörur og sérhæfðar vörur eins og hárhirðuvörur, fóta- hirðuvörur, líkamshirðuvörur að ó- gleymdum fæðubótavörum og heilsuvörum, snyrtivörur, angóru- nærföt og bamavörur sem eru allt frá bleyjum og upp úr. Skart fylgir því að vera með snyrtivörur. Og hér fæst fleira sem tengist heilsu á ýmsan hátt og fólk getur fengið ráðgjöf og leiðbeiningar um allt milli himins og jarðar þegar kemur að heilsu og heilbrigði," segir Hanna María og vísar til þess að sjáf er hún lyfjafræðingur. Auk þess vinna hjá henni Elín Jacobsen lytjafræðingur og lyfjatæknamir Guðfinna Sveinsdóttir og Kristín Guðjónsdóttir og aðrar starfsstúlkur hafa að baki langa reynslu í Apótekinu. Hanna María segist hafa góða reynslu af Sprönguskellinum þó það komi kannski ekki fram í beinni sölu. „En fólk kemur og skoðar og spekúlerar sem skilar sér seinna. Núna ætla ég að bjóða upp á fótahirðuvörur á afslætti. Undir þennan vöruflokk heyra þjalir, klippur og olíur og fleira til að hafa fína fætur,“ sagði Hanna María að lokum. ... .5 W c=SI§ ÍÚ Í'ÍíSamMn^^^í^ll feðlLt MlsíJslaHþlWI M v . Fref i7| ríTfpr , |t| IJ 3 '• i*. — Jjfi > Hanna María, lengst til hæari, ásamt Elínu Jacobsen lyfjafræðinqi, fyrir miðju, og Guðfinnu Sveinsdóttur lyfjatækni. Verslunin Miðbær opnar f dag eftirendurbætur: Full búð af nýjum vérum Ágústa Guðmundsdóttir eða Dúddý í Miðbæ eins og flestir þekkja hana stendur í stórræðum þessa dagana. I rúman hálfan mánuð hafa farið fram breytingar og endurbætur á verslun hennar sem nú er lokið og opnar hún að nýju í dag með fulla búð af nýjum vörum. Dúddý er enginn nýgræðingur sem kaupmaður. Hún opnaði verslunina Miðbæ árið 1972 og flutti að Mið- stræti 14 árið 1978 og þar er hún enn. „Ég er með mikið úrval af fatnaði fyrir dömur og börn, snyrtivörur í helstu merkjunum og prjónagarn," segir Dúddý um verslun sína sem á næsta ári verður aldarfjórðungs- gömul. Þegar Fréttir litu við í Miðbæ á mánudaginn voru endurbætur á verslunarhúsnæðinu á lokastigi og stefndi íað allt yrði klárt fyrir daginn í dag. „Ég lét setja nýtt á gólf og loft og endurnýja innréttingar og á fimmtudaginn (f dag) ætla ég að opna á ný. Það er gaman að það skuli hittast svona á, að Sprönguskellur skuli byrja um leið. Ég ætla að opna með miklu úrvali af nýjum vörum, t.d. nýjustu tískuna í haust- og vetrarfatnaði. Á morgun, föstudag og laugardag verður kynning á Lancome snyrtivörum en með þeim fylgja alltaf myndarlegar gjafn." Sprönguskellurinn hefur komið vel út að mati Dúddýar. „Við höfum fundið fyrir aukinni sölu og ég heyri ekki annað á viðskiptavinunum en að þeir séu ánægðir. Okkar styrkur er að flytja vöruna beint inn frá útlöndum sem skilar sér í lægra verði og það kemur enn frekar frant á og dömu- og herrasnyrtivörur,“ sagði Sprönguskellinum. Núna verðunt við Dúddý að lokum. nteð kápur og frakka á 20% afslætti Ema Sævaldsdóttir, verslunarmaöur í Miðbæ og Dúddý höfðu í nógu að snúast þegar Fréttir heimsóttu þær Sigurborg við afgreiðslu í versiun sinni. Verslunin Undir nálinni: Mikið úrval af úf- saums' og gjahvöru Þann 17. nóveniber opnuðu hjónin Sigurborg Magnúsdóttir og Magni Rósenbergsson verslunina Undir nálinni við Bárustíg þar sem þau buðu upp á ýmis konar vefnaðar og föndurvörur. í vor fluttu þau verslunina að Kirkjuvegi 10 þar sem verslunin er nú. „Við reynum að vera nteð sem mest og best úrval af vefnaðar- og föndurvöru auk útsaums- og gjafa- vöru,“ segir Sigurborg í samtali við Fréttir.,J>etta hefur gengið nokkuð vel hjá okkur og yfirleitt nóg að gera." Hún segir að Sprönguskellurinn hafi kornið vel út hjá. „Hann hefur skilað sér í meiri verslun og ntargir líta við til að skoða sem skilar sér seinna. Núna ætlum við að bjóða alla gjafavöru með 10% afslætti og sami afsláttur verður á flísefnunum vinsælu," sagði Sigur- borg að endingu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.