Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 24.10.1996, Síða 23

Fréttir - Eyjafréttir - 24.10.1996, Síða 23
23 Fimmtudagur 24. október 1996 ÍÞRÓTTIR Knattspyrna • Bjarni Jóhannsson þjálfari IBV á þjálfaranámskeiði í Aþenu Bjarni Jóhannsson, nýráðinn þjálf- ari IBV í knattspyrnu, segist leggja mikla áherslu á að allir leiknienn liðsins sem voru í sumar verði áfram. Það sé forsenda þess að hægt sé að efla IBV liðið enn frekar fyrir næsta sumar. Enn hafa þeir leik- menn, sem voru með samning sem rann út í haust, ekki endurnýjað sinn samning við liðið. Það eru Ingi og Magnús Sigurðssynir en talið er að þeir verði áfram, markverðirnir Gunnar Sigurðsson og Friðrik Friðriksson, Leifur Geir Hafsteins- son, Ivar Bjarklind og Sumarliði Arnason. Fréttir náðu tali af Bjarna á mánudaginn þar sem hann var á þjálfaranámskeið í Aþenu í Grikk- landi. „Þetta er tvímælalaust mjög spenn- andi verkefni. Eyjamenn hafa sett skemmtilegan svip á íslenska knatt- spyrnu undanfarin tvö ár. Framundan eru spennandi verkefni eins og Evrópukeppni bikarhafa og svo auðvi- tað Islandsmótið og bikarinn. Þess vegna er mjög mikilvægt fyrir banda- lagið að halda sínum mannskap og ég vona að þeir verði allir áfram. Jafnframt hefur verið rætt um að fá liðsstyrk en mérfinnst mikilvægast að halda þeim mannskap sem fyrir er. Verði liðið styrkt legg ég aðal áherslu á að það verði vamarlega," segir Bjami. Hann er þegar farinn að undirbúa vetraræfingamar. Fyrsta skrefið hjá honum var að fara til Aþenu á þjálf- araráðstefnu knattspyrnuþjálfara Evrópu sem stendur yftr þessa dagana í Aþenu. Þar er m.a. Evrópukeppnin í sumar krufin til mergjar og farið yftr það nýjasta sem er að gerast í knattspymuþjálfun. „Eg vil nú spara allar stóru yfir- lýsingamar enda langt í að mótið hefjist og ekki ljóst hvaða mannskap ég hef í höndunum. Eg hef ekki sett mig inn í umhverfið í Eyjum. En ég hef alla tíð borið virðingu fyrir íþrótta- lífinu í Vestmannaeyjum, sérstaklega hvað varðar uppbyggingu knattspym- unnar. Vestmannaeyingar hafa verið framarlega í flokki með mót fyrir yngri flokka og þaðan hafa komið góðir fótboltamenn í gegnum tíðina. Eg vona að umhverfið verði þannig að það haldi áfram að skapa góða fót- boltamenn og gott lið. I mínum huga er mikilvægt að menn sameinist í þessum markmiðum sínum,“ segir Bjami. Hvaða áherslur hefur þú sem þjálf- ari? „Eg legg mikið upp úr því að spila fótbolta þannig að þetta langa undirbúningstímabil hér landi verði «--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------1 Handbolti karla • IBV mætir FH í Eyjum á morgun „Góð stígandi í ÍBV liðinu" | Næsti leikur karlaliðs ÍBV er á | morgun, tostudag, gegn FH heinia | í Eyjum. Leikurinn hefst kl. 20.00. ■ IBV átti að leika gegn Stjörnunni í * gærkvöldi á útivelli ekki var útlit ! fyrir að flug yrði þegar blaðið fór í * prentun. I í síðustu viku fékk ÍBV Selfyssinga I í heimsókn. Jafnræði var með I liðunum í fyrri hálfleik. En undir lok | hálfleiksins kom Guðfinnur ■ Kristmannsson inn á hjá ÍBV og ■ hann gjörbreytti gangi leiksins. ■ Guðfinnur fór hamfömm. skoraði | grimmt og spilaði upp á félaga sína * ásamt því sem hann batt vömina I mjög vel saman. Sigmar Þröstur fór I líka að veija eins og honum einuni er I Iagið og þá fara andstæðingamir í | baklás enda vita þeir að þegar Sigmar ■ er í stuði er við ofurefli að etja. ■ Guðfinnur leysti sjálfan landsliðs- ■ manninn Gunnar Berg af og var ! maður leiksins að öðmm ólöstuðum. * Eyjamenn gerðu út um leikinn í I upphafi seinni hálfleiks og unnu með I sjö marka mun, 27-20. Eftir þennan I leik vom Eyjamenn með 6 stig og í 4. | sæti. | Guðfinnur og Belany vom markahæ- ■ stir með 5 mörk. * Sigmar Þröstur varði 16 skot. ! Maður leiksins: Guðfmnur 1 Kristmannsson. L Á morgun koma FH-ingar í heim- sókn, eða vínarbrauðsdrengimir eins og þeir em kallaðir. Eyjaliðið hefur hlotið nafnið leikskólagengið hans Þorbergs, fær verðugt verkefni til að fylgja eftir ágætri byrjun. Jóhann Pétursson lék í mörg ár á líunni hjá ÍBV og hann fylgist enn vel með gangi niála hjá strákunum. Hvað finnst honum um IBV liðið það sem af er? „Mér finnst vera góð stígandi í liðinu. Að ósekju hefði að mínu inati vera meira um innáskiptingar í leikjum liðsins, breiddin er það góð. Sem gamall línujaxl myndi ég t.d. gera kröfu um það að þeir tveir línu- menn sem við eigum, sem eru mjög góðir, spili ekki nema þeir standi sig vel. Þá er breiddin fyrir utan góð eins og sýndi sig gegn Selfyssingum þegar Guðfinnur kom inn á. Ég er bara bjartsýnn á þetta og er sáttur við leiki liðsins ef Gróttuleikurinn er frá- talinn," segir Jóhann. Um andstæðinga LBV, lið FH, sem mætir ÍBV á morgun sagði Jóhann að aldrei mætti vanmeta FH sem væri lið sem aldrei er léttur biti. „FH-ingar búa yfir mikilli leikreynslu og hefð sem skilar sér þó mannskapurinn hafi oft verið sterkari. Ef ekki er spilað af skynsemi gegn FH refsa Jieir okkur með hraðaupphlaupum. Eg býst við því að engin vandkvæði verði á því að skora hjá þeim en lykillinn að sigri felst í góðri vöm. Ef vömin verður sterk þá vinnum við því okkar liðs- heild er sterkari. Spumingin er hvort nýi sprellikarlinn í markinu hjá FH sé búinn að jafna sig af meiðslum en ég vænti þess að okkar menn vinni með 3 til 4 mörkum,“ sagði Jóhann. eins aðlaðandi fyrir leikmenn og þjálf- ara og kostur er. Ég vil að lið mitt sé í stakk búið til þess að fara með ferðina í Ieikjum og að verjast. Ég legg áherslu á að við ögum liðið þannig að heildarvamarleikur liðsins verði sem bestur.“ Bjarni er íþróttakennari að mennt og kennir við framhaldsskóla í Reykjavík. Hann segir að sitt starf henti sér ákaflega vel samhliða þjálfun liðsins. „Ég mun koma til Eyja eins fljótt í maí og kosturer. Ég legg mikið upp úr því að koma eins oft til Eyja og kostur er. Mér finnst mikilvægt að setja mig inn í málin í Eyjum eins fljótt og kostur er. Helnúngur Iiðsins býr í Reykjavík og ég mun sjá um þann hóp sjálfur. Ég er ekkert óvanur því að vera með svona tvískiptan hóp, hef lent í því áður hjá liði sem ég þjálfaði. En það kostar enn meiri vinnu. Að sjálfsögðu hef ég fylgst vel með þessum ÍBV strákum og tel mig geta bætt þá sem knattspyrnumenn,“ segir Bjami. Hann hlakkar til að takast á við verkefnið og vonast til að eiga sem best samstarf við leikmenn, stjóm og aðra bæjarbúa. Bjami kemur til Eyja um helgina til að funda með leikmönnum. Æfingar hefjast um miðjan nóvember. Bjarni hefur þjálfað Tindastól, Grindavík, Fram (aðstoðarþjálfari) og Breiðablik. Hann tók sér frí frá þjálfun í sumar. 1. deild kvenna Kolbrvn hetja ÍBV ÍBV stelpur unnu sinn fyrsta leik í Islandsmótinu þegar þær unnu Val á útivelli sl. föstudag, 10-8. Eins og markatalan gefur til kynna var sterkur vamarleikur aðalsmerki liðanna en sóknarleikurinn að sama skapi ekki upp á marga fiska. Staðan í hálfleik var 4-3 fyrir Val. Þegar 15 mín. vom til leiksloka hafði Valur enn yfir, 5-4. En þá kom Kolbrún Ing- ólfsdóttir inná hjá ÍBV og gjörbreytti gangi leiksins. Hún skoraði þrjú mörk í röð og ÍBV vann svo öruggan sigur, 10-8. “ Kolbrún og Laufey Jörgensdóttir markvörður voru bestar hjá ÍBV og stóðu sig með prýði. Þótt leikurinn sem slíkur hafi ekki verið upp á marga fiska gefur þetta IBV stelpunum aukið sjálfstraust upp á framhaldið að gera. Næsti leikur ÍBV er gegn Víkingi í Eyjum á laugardaginn kl. 16.30. „Við getum alveg unnið Vfking. Þær hafa misst marga góða leikmenn eins og við. Sigurinn gegn Val var mikilvægur fyrir okkur og ég held að við getum bara bætt okkur hér et'tir. Þetta er allt að koma hjá okkur,“ sagði Stefanía Guðjónsdóttir, stórskytta ÍBV. Eyjamenn prííð- astir ísumar Eyjamenn hafa fengið nokkuð yerðlaun að lokinni knattspymu- vertíð. Hlynur Stefánsson var val- inn prúðasti leikmaður íslands- mótsins, sem ermikil viðurkenning fyrir hann, sérstaklega með tilliti til þess sem gekk á eftir bikarúrslita- leikinn f sumar. ÍBV liðið fékk einnig viðurkenningu fyrir að vera prúðasta lið Islandsmótsins, sem er einnig mikill heiðurtyrir Eyjamenn og sýnir þann aga sem var í liðinu undir stjóm Atla Eðvaldssonar. Sfðast en ekki sfst var Hermann Hreiðarsson valinn í lið ársins sem tilkynnt var á lokahófi knattspymu- manna sl. föstudag en það var valið af íþróttafiréttamönnum. Gott hjá Tý í körfuboltanum Drengjaflokkur Týs (16-18 ára piltar) í körfubolta undir stjórn Júlíusar Ingasonar gerði sér lítið fyrir og sigraði fyrsta tjölliðamóti vetrarins í 2. deild urn síðustu helgi. í 2. deild er leikið í tveimur riðlum og fara efstu liðin í vor í úrslita- keppni þar sem keppt verður um sæti í 1. deild. Týr vann Aftureldingu 76-35. Stigahæstir hjá Tý voru Davíð Arnórsson með 24 stig, Bogi Hreinsson 14 og Ragnar Jóhannsson 10. í næsta leik vann Týr lið ÍR-b 57- 34. Stigahæstir hjá Tý voru Henrý Henrýsson með 18, Ragnar 8 og Davíð 7. I síðasta leiknum vann Týr lið Vals-b 56-42. Stigahæstir voru Bogi Hreinsson tneð 18 stig, Henrý með 14 og Davíð með 8. „Það var gaman að byrja svona og gefur okkur sjálfstraust og kraft fyrir veturinn. Þetta eru efnilegir strákar við ætlum að reyna að komast í 1. deild,“ sagði Júlíus. ÍVÍ2. deild ÍV sendir lið í 2. deildina í körfu- boltanum í vetur. Liðið hefur reyndar orðið fyrir mikilli blóðtöku en ætlar sér samt sem áður stóra hluti í vetur. Fyrsta fjölliðamót vetrarins í 2. deild verður um helg- ina en ÍV tekur þátt í Suður- landsriðli. 3. flokkur drengja ÍBV vann 3. deild 3. flokkur drengja ÍBV vann tjöl- liðamót í 3. deild í handbolta um síðustu helgi. ÍBV sigraði Þór Akureyri 16-14, Fjölni 21-18 og Hörð frá ísafirði 20-17. Jóhann Halldórsson og Óskar Jósúason voru markahæstir hjá ÍBV með 10 mörk hvor, Gottskálk Ágústsson skoraði 9, Birgir Stefánsson og Bjami Geir Viðarsson 7 hvor, Richard Guðmundsson 6, Andri Sigurðsson 5 og Ragnar Jóhanns- son 3. Símon Halldórsson varði alls 31 skot í leikjunum. Þetta er efni- legt lið sem ætti hæglega að geta komið sér upp í 1. deild. Strákamir vildu koma á framfæri þakklæti til Davtðs Þórs og Gunnars Bergs fyrir „hjálpina“. Þess má geta að 2. flokkur ÍBV lék tvo leiki um þar síðustu helgi uppi á landi. Ekki var um fræðgar- för að ræða því þeir steinlágu í báðum leikjunum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.