Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.1998, Síða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.1998, Síða 4
L Fréttir Fimmtudagur 26. febrúar 1998 Föstudagsréttur húsbóndans Þorsteinn Finn- bogason, sælkeri síðustu viku, sko-r- aði á klúbbfélaga sinn í Kiwanis og réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur valdi sjálfan forset- ann, Guðmund Jóhannsson sem hér tekur við. „Ég vil þakka „Pippara Greinu" fyrir áskorunina og Huldu fyrir upp- skriftina. Þar sem ég veit að Þor- steinn hefur aldrei nálægt matseld komið, ætla ég að koma með uppskrift sem er mjög auðveld og fljótleg, meira að segja Píparinn gæti gert þetta. Ég bauð honum einmítt upp á þennan rétt síðast þegar hann var einn heima með bömin, þau voru orðin mjög svöng og Hulda ekki endingu yfir. Þetta er borið fram með hvítlauksbrauði, salati og rabarbara- sultu og með þessu er drukkið vatn. I eftirrétt er voða gott að hafa kaffi og koníak (það skal þó tekið fram að bömin hans Steina fengu ekki svoleiðis heldur bara ís en Steini fúlsaði hvorki við kaffinu né koníakinu). Ég var ekki í nokkrum vandræðum með að finna einhvem til að koma með næstu uppskrift. Karlpening- urinn hefur verið fullmikið ráðandi í þættinum að undanfömu og mál til komið að fá kvenþjóðina til leiks á ný. Og þar sem ég veit að ekkert er að gera hjá elsku systur, Þorgerði, ætla ég að skora á hana að koma með eitthvað gott." Guðmundur Jóhannsson, forseti O r 5 0 p o jp heima. Föstudagsréttur húsbóndans: spaghetti 500 g nautahakk 200 g sveppir 1 laukur ltsk. oregano 1 tsk. kjötkraftur tómatsósa Sjóðið spaghetti eftir leiðbeiningum á pakkanum. Saxið laukinn og látið hann kraurna í smáslettu af olíu á pönnu. Skerið niður sveppina og bætið þeim út í. Setjið síðan hakkið saman við og látið það brúnast. Kryddið með oregano og kjötkrafti. Síðan er sett ein sletta af tómatsósu og smávegis af vatni. Látið þetta sjóða í 5-7 mínútur og setjið spaghettíið að Sem kunnugt er hefur Georg Þór Kristjánssyni hlotnast sá heiðurað vera valinn umdaemisstjóri Kiwanis. Slikt útheimtir rnikil ferðalög til annarra landa í heimsóknir til hinna fjölmörgu Kiwanisklúbba víðs vegar í heiminum. Georg hefur haft þann háttinn á að hafa með í farteskinu uppstoppaða lunda sem hann hefur gefið þeim klúbbum er hann hefur heimsótt. Nú segja sögur að samtökin Wild Life, sem eru náttúruverndarsamtök, hafi af því miklar áhyggjur að þetta framtak Georgs Þórs kunni að ganga af lundastofninum í Eyjum dauðum þar sem Kiwanisklúbbar jarðar munu skipta hundruðum þúsunda. Þá eru það sömu samtök sem gengið hafa hvað harðast fram í því að senda háhyrninginn Keiko afjur á sínar heimaslóðir, hingað til Islands. Nú hefur þeirri snjöllu hugmynd skotið upp hjá samtökunurp að hafa skipti. Keiko verði sendur til Islands en Georg Þór komi í hans stað vestur um haf og ílendist þar. Inni á gólfi hjá Vélsmiðjunni Þór er víst allt orðið fullt af jólaskrauti. Þetta er skraut sem prýddi Ijósastaura bæjarins en þoldi ekki vetrarveðrin hér. Þetta er athyglivert í Ijósi þess að skrautið var keypt af erlendum aðilum en bæði Þór og aðrir aðilar innanbæjar töldu að þeir hefðu getað smíðað sams konar skraut á sambærilegu verði. MEST GflMflN MEÐ SIGGU A JEPPANUM 9 Stúlka Þann 28. nóvember 1997 eignuðust Bára Theodórsdóttir ogTommy Westman dóttur. Hún vó 10 merkur og var 47 sm. að lengd. Hún hefur verið nefnd Embla Míra. Fjölskyldan býr í Svfþjóð. NYFfEDDIR VESTMfiNNfiEYINGfiR Stúlka Þann 1. febrúar eignuðust Hlíf Helgadóttir og Kjartan Sigurðsson dóttur. Hún vó 7 1/2 mörk og var 43 sm. að lengd. Hún fæddist á fæðingardeild Landspítalans í Reykjavík. Með henni á myndinni em systur hennar. Eins og lesa mátti í síðustu Fréttum hetur verið stofnað Útgerðarféiag Vestmannaeyja, hlutafélag, sem nú þegar hefur keypt togskipið Breka og í bígerð er að kaupa fleiri skip. Með þessu er ætiunin að sporna við því að kvóti fari burt úr byggðarlaginu og erþetta því hið ágætasta framtak. Segja má að guðfaðir þessa nýja fyrirtækis sé Ásmundur Friðriksson sem rekur Aðgerðarþjónustuna Kútmagakot. Hann skrifaði fyrir nokkru grein, sem birtist i Fréttum, en í henni var einmitt ýjað að þvíað stofna félag til kaupa á skipum og aflaheimildum. Og þarmeð tók boltinn að rúlla og fyrirtækið er orðið að veruleika. Ásmundur er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Fullt nafn? Ásmundur Friðriksson Fæðingardagur og ár? 21. jan. 1956 (einum degi yngri en Siggi Tryggva) Fæðingarstaður? Reykjavík Fjölskylduhagir? Kvæntur Sigríði Magnúsdóttur, og eigum við fimm börn Menntun og starf? Gagnfræðingur frá Skógum ‘73 og 5. bekk frá Reykholti. Fiskverkandi m.m. Laun? Þokkaleg á köflum Helsti galli? Læt aðra dæma. Helsti kostur? Á gott með að vinna með fólki og koma hlutunum í kring. Uppáhaldsdrykkur? Fer eftir tilefninu, en appelsín klikkar aldrei. Uppáhaldstónlist? Er alæta á músik. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Ferðast um óbyggðir með Siggu íjeppanum. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Ryksuga. Hvað myndir þú gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Grynnka á skuldum. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Um þessar mundir, Guðjón Hjörleifsson. Uppáhaldsíþróttamaður? Magnús Karl Ásmundsson. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Oddfellowstúkunni Herjólfi, ÍBV og Golfklúbbnum. Uppáhaldssjónvarpsefni? Fréttir og íþrottir. Uppáhaldsbók? Ég er að lesa Einar Ben, sú bók er frábær. Hver eru helstu áhugamál þín? Áhugamálin eru tengd þeim félags- störfum sem ég sinni og vinnunni. Hvað metur þú mest í fari annarra? Heiðarleika og hreinskilni. Hvað fer mest í taugarnar á þér '9 fari annarra? Það gagnstæða, auk þess sem ég þoli ekki söguburð. Fallegasti staður sem þú hfur komið á? Eyjan okkar er fallegust. Hvenær kviknaði þessi hugmynd hjá þér að stofna sérstakt úgerðarfélag til að halda skipum og afjlaheimildum í bænum? Það var á síðasta ári og verulegur skriður komst á málið þegar menn í alvöru áttuðu sig á því að lóðsbátarnir voru orðnir fleiri en netabátarnir. Ertu sjálfur hluthafi í nýja félaginu? Já ég er hluthafi. Hvernig líst þér á framtíð þessa útgerðarfélags? Ég bind miklar vonir við þetta nýja félag og geri mér vonir um að við Eyjamenn snúum vörn í sókn í atvinnumálum bæjarins. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir þessi orð? - Útgerðarfélag Vestmannaeyja? Kraftur og þor - Kútmagakot? Frábært starfsfólk, góður mórall. - Friðrik Ásmundsson? Það er þegar skólastjórinn var einhvern tíma staddur í íþróttamiðstöðinni, kom út úr þreksalnum og stóð nokkra stund á laugarbakkanum, íklæddur bol með mynd af Batman framan á en hvarf síðan aftur inn í þreksalinn. Þá var í lauginni ungur maður með föður sínum, horfði stórum augum upp á bakkann og sagði síðan þegar skólastjórinn var horfinn á braut: „Pabbi, veistu hver þetta var? Þetta var Leðurblökumaðurinn! Eitthvað að lokum? Ég vona að svartsýni og bölsýni séu að baki og framundan sé tími okkar Eyjamanna og með léttri lund og jákvæðu hugarfari eflum við byggðina okkar, börnum okkar og afkomendum til heilla. Bifreiðaeigendur athugið! Þeir bifreiðaeigendur sem enn eiga ógreidd bifreiðagjöld eru minntir á að byrjað er að klippa af bifreiðum vegna þeirra. Gjalddagi bifreiðagjalda vegna 1. tímabils 1998 var 1. janúar og eindagi 15. febrúar. Innheimta ríkissjóðs í Vestmannaeyjum skorar hér með á viðkomandi að gera skil sem allra íyrst, svo komast megi hjá þessum aðgerðum. Ekki má búast við frekari viðvörunum áður en til þeirra kemur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar: 8. tölublað (26.02.1998)
https://timarit.is/issue/375315

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

8. tölublað (26.02.1998)

Gongd: