Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.1998, Side 6

Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.1998, Side 6
6 Fréttir Fimmtudagur 26. febrúar 1998 LESENDABREF Krakkar í 8. K.B. Hamarsskóla Bréfritarar, f.u. Hörður Snær Pétursson, Gísli Stefánsson, Sigurjón Viðarsson, flmdís Ösk Atladéttir, Snorrí Páli Snorrason, Erna Úsk Grímsdóttir og Gísli Böðuar Guðmundsson. Til skipulagsnefndar: Asimarteso" Af loðnu og öðrum iudeQi fiskum Til íþrótta-og æskulýðsráðs: Fábreytt félagslíf Okkur langar til að koma á tfamfæri hvað félagslíf unglinga héma er fábrotið. Það er þemavika hjá okkur í skólanum núna og þemað er vímuvamir. Ef unglingar hefðu eitthvað að gera á daginn og á kvöldin væm kannski minni líkur á því að þau lentu í eiturlytjum. Þess vegna viljum við benda á nokkuð sem gæti kannski komið í veg fyrir þetta. Félagsaðstaðan gæti verið betri og bíóið mætti hafa sýningar oftar en aðra hverja helgi. Leikfélagið mætti setja oftar upp leikrit og reyna að hafa sýningar alltaf í gangi. Einnig mætti bæta sundlaugina með stökkpalli, rennibraut og fleim. Við viljum einnig benda á að ef yrði sett upp lítil verslunarmiðstöð héma með nokkmm tískuvöruverslunum, kaffihúsi og fleiru myndi bæjarlífið gjörbreytast héma í Vestmanneyjum. Arndís Ósk Atladóttir, Erna ósk Grímsdóttir. Mikil skátahátíð var haldin um síðustu helgi í tilefni af sextíu ára afmæli skátafélagsins Faxa. Þetta er tólfta árið í röð sem þessi dagur er haldinn hátíðlegur með messu, útiveru og skemmtiatriðum. Páll Zóphóníasson segir að dagskráin hafi gengið mjög vel og enginn hafi látið snjókomu og þungt færi á sig fá. „Það voru allir eins og kálfar að vori.“ Páll segir að dagurinn hafi byrjað á því að skátar söfnuðust saman við skátaheimilið og gengið þaðan fylktu liði til Landakirkju, þar sem skátamessa hafi farið fram að viðstöddu miklu fjölmenni. „Eg hugsa að með foreldrum og velunnurum hafi verið vel á annað hundrað manns í kirkjunni, en kannski ekki alveg eins margir í skálanum í Skátastykkinu, þar sem haldin var skemmtun að afiokinni messu.“ Hann segir að fjörutíu skátar hafi verið vígðir í kirkjunni, þar af tuttugu ylfingar og tuttugu skátar. „Að lokinni messu var gengið suður í Skátastykki. Þar voru atriði úr sögu félagsins rifjuð upp auk þess sem ýmis skemmtiatriði voru sett á svið fyrir gesti. Einnig voru starfandi og eldri skátar heiðraðir. Veitt voru sjö heiðursmerki, Þórshamarinn til eldri skáta sem eru í beinu starfi og til bakhjarla skátastarfsins í Vestmannaeyjum, en auk þess fengu tuttugu og fjórir skátaforingjar skipunarbréf, þar af tuttugu flokksforingjar og fjórir sveitaforingjar.“ Páll segir að allt hafi gengið vel á þessum merka afmælisdegi og gestum verið boðið upp á kakó og vöfilur sem síungar skátastúlkur sáu um. Skátar létu ekki snjókomu og erflða færð standa í uegi fyrirbuíað minnast invndarlega 60 ára afmælisFax&Hérsjást beir ganga til kirkju. Crossbrautinn Við eru tveir strákar í Hamarsskóla og okkur langar til koma með smá tillögu. Við óskum eftir því að crossbrautin sem var uppi á Nýja hrauni verði endurbyggð. Ef það yrði gert væri gott að hafa skúr eins og var einu sinni til að geyma hjólin í. Nú er mikil tjölgun á hjólum hér í bænum, bæði stórum Endoro hjólum og skellinöðrum, þess vegna er þörfin meiri nú. Ef þið lagfærið crossbrautina, þá losnið þið við hjólin úr miðbænum og bætið úr brýnni þörf fyrir okkur, því crossbrautin var paradís hjólapeyja í Vestmannaeyjum. Við vitum að það eru miklu fleiri en við tveir sem yrðum ánægðir ef þetta yrði að raunveruleika. Fyrir hönd hjólapeyja, Gísli og Hörður Skátafélagið Faxi 60 ára: Velheppnuð afmælisdagskrá Þá hefur blessuð loðnan haldið innreið sína til Eyja. Þó svo að enn sé hávetur þykir skrifara það alltaf merki um vorkomu að fara á bryggjuna og anda að sér þeim frjósemisilmi sem fylgir hrygningartíma þessa smávaxna fisks. Japanir munu mjög sammála skrifara í þessum málum, alla vega hvað varðar frjó- semina en þar eystra munu loðnuhrogn talin allra meina bót sé eitthvað sem á bjátar í ástalífinu. Enn hafa íslendingar ekki tileinkað sér þann sið japanskra að snæða loðnu svo nokkru nemi enda oft verið seinir á sér að nýta eigið sjávarfang sér til matar. Til að mynda svalt fólk heilu hungri fremur en að leggja sér til munns skelfisk sem rak á fjörur. Karfi þótti lengi vel ekki mannamatur og nokkum tíma voru íslendingar búnir að veiða humar áður en þeim datt sjálfum í hug að leggja sér hann til munns. Þá man skrifari þá tíma til sjós þegar fyrsta verkið var að aflokinni hífingu að ráðast á skötuselinn og fleygja honum fyrir borð. Síðan eru ekki nema rétt um 25 ár og ævinlega man skrifari eftir skelfingarsvipnum á einum mætum skipstjóra hér í bæ og skrifari var matsveinn hjá um tíma. Þá var borinn fram steiktur skötuselur í kvöldverð og skipstjórinn sagðist ekki leggja sér slíkan ódrátt til munns, lét sér nægja súpudisk. Aðrir unt borð kvörtuðu ekki enda ekki ástæða til og nú þykir þessi fyrrum ódráttur einhver mest munaðarvara í sjávarfangi sem þekkist. En loðnan er sem sagt komin og þar með lifnar yftr bænum. Þó svo að einhver vandkvæði séu með frystingu til að byrja með, er bara að vona að það lagist. Alla vega eru bræðslurnar komnar á fullt. Þetta mun verða síðasta vertíðin sem gúanóreyk leggur yfir byggðarlagið. Nokkuð er síðan hætti að rjúka í gúanóinu innfrá og nýi búnaðurinn sem settur verður upp hjá FES á þessu ári á að koma í veg fyrir að reyk leggi frá vinnslunni. Það ætti flestum að verða gleðiefni. Skrifari hefur um mörg undanfarin ár amast yfir gúanóreyk enda veit hann að efni í honum eru lítt heilsubætandi, sérstaklega fyrir þá sem þjást af sjúkdómum í öndunarfærum. Því gleðst hann ásamt öðrum yfir því að brátt muni þetta liðin tíð. Þó þykist hann undir niðri ftnna til þess að hann muni á vissan hátt sakna gúanóreyksins, það hefur verið svo órækt merki þess að hjólin séu farin að snúast þegar reyk hefur tekið að leggja frá bræðslunum. En likast til verður sá söknuður ekki langvinnur. Það sem skrifari hefur hvað mestar áhyggjur af þessa dagana er hver framvindan verður í verkfallsmálum sjómanna. Sem kunnugt er ffestuðu sjómenn verkfalli fram í mars og kornu þar með í veg fyrir lagasetningu á alþingi. Skipuð var nefnd til að reyna að finna lausn á þessum deilumálum en skrifari hefur enn ekki heyrt frá þeim ágætu mönnum og satt best að segja efast hann um að þeir þremenningar muni vinna einhver stórafrek á þeim tíma sem þeim er skammtaður þó svo að þar séu hinir mætustu dugnaðarmenn á ferð. Það sem þeim er falið að leysa er bara svo einstaklega erfitt að jafna mætti því við kraftaverk ef þeim tækist það. Skrifara þykir sennilegast að felldur verði einhvers konar Salómonsdómur í þessu deilumáli, dómur sem líklegast er að allir verði hundóánægðir með. En er á meðan er og meðan friður ríkir er bara að vona að menn róti upp loðnunni og hún verði í því ástandi að japönskum dugi hún við þeim kvillum sem á þá herja annað slagið. Svo vona auðvitað allir að úr deilumálum rætist og vinnufriður fái að ríkja til sjós og lands.Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.