Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.1998, Side 7
Fimmtudagur 26. febrúar 1998
Fréttir
7
Lesendabref:
SlGURGEIR SCHEVING
Nlilliarðaganga
-en veiðarfærin óuppsett
Það vekur furðu
mína að í öllum
þeim umræðum
sem undanfarið hafa
átt sér stað bæði á
borgarafundi og í
blöðum, aðallega
ritstýrðum af meirihluta bæjarstjómar
og þeirra fylgifiskum, hefur hvergi
verið minnst á þá atvinnugrein sem er
í mestum uppgangi hér á landi og
víðar og á ég þar við ferðaþjónustuna.
Talið er að ferðaþjónustan gefi af
sér í þjóðarbúið a.m.k. 18 milljarða á
þessu ári og til ársins 2006 er talið að
sú upphæð tvöfaldist eða fari í 36
milljarða.
Það væri einhver útgerðarmaðurinn
farinn að gera veiðarfærin klár ef vel
veiðanlegar fiskigöngur fyrir slíkar
upphæðir væru væntanlegar að land-
inu árlega.
Úti um allt land er unnið ötullega að
uppbyggingu á þessu sviði bæði af
forráðamönnum bæjarfélaga og ein-
staklingum, studdum og hvöttum af
sömu forystumönnum og skapar þessi
uppbygging ótal störf.
A Egilsstöðum er talað um það í
alvöru að byggja upp aðstöðu, ferða-
mönnum til fróðleiks og afþreyingar,
fyrir tvo og hálfan til þrjá milljarða.
Frá sunnanverðum Austfjörðum og
þar suður með heyrir maður fréttir um
hundruð milljóna tjárfestingu fyrir
ferðaþjónustuna og tala fólks sem við
slíkt starfar, hefur margfaldast. Á
Hofsósi er búið að koma upp safni í
minningu um vesturfara. A Flateyri
tala menn um að endurbyggja frægt
hús af sömu gerð og geftð var til
Reykjavíkur á sínum tíma. Talið er að
það muni kosta um 45 milljónir og á
það að notast sem safnahús í staðinn
fyrir það sem fór undir snjóflóð fyrir
ekki alllöngu.
Bæjarstjóm Akureyrar hefur gert
nokkurra ára áætlun um uppbyggingu
á gömlum húsum og ýmiss konar
aðstöðu í Listagilinu svokallaða,
ferðamönnum og bæjarbúum til
afþreyingar og ánægju, fyrir á annað
hundrað milljónir.
Við Eyjamenn höfum alla tíð verið
taldir stórhuga dugnaðarvargar og
yfirleitt verið í forystu. Við áttum
stærsta vélbátaflotann og vomm
fyrstir til að vélvæða hann. Keyptum
tíl landsins fyrsta björgunarskipið sem
síðar varð upphaf að Landhelgisgæslu
íslands. Áfar okkar og langafar
byggðu upp stærsta samkomuhús
landsins með berum höndum og
þannig mætti lengi telja. Annars
ættum við ekki að vera undrandi yftr
þvf þó „forystumenn'1 í bæjamiálum
-flokkurinn- vilji lítið um ferðamál
tala og atvinnumöguleika á því sviði
því að í þeim málum má segja að
andsk... ekkert haft verið gert á
undanfömum árum. Við fáum
sjálfsagt að sjá myndir af útsýnis-
pöllum í Fylki fyrir kosningar og er
það hið besta mál. Annað er í
endalausum súluritum, unnið af
ýmsum fræðingum og geymt niðri í
skúffum. Kannski verða þau líka
dregin upp fyrir kosningar og útlistuð
fyrir okkur almúganum - eða haldið
vandlega leyndum vegna þess að súlur
fara lækkandi.
Landlyst var á sínum tíma riftn og
fúnar nú í geymslu uppi í Dölum þrátt
fyrir árlegar ijárveitingar frá ríkinu og
kröfu um endurbyggingu. Rústimar
af Blátindi við Heimagötuna fyrr-
verandi eru að hmni komnar og
báturinn Blátindur, sem fyrir dugnað
og framsýni nokkurra manna var
bjargað frá báli og fluttur hingað til
Eyja, grotnar niður í slippnum.
Áhuginn fyrir því að bjarga Skaft-
fellingi kemur annars staðar frá en úr
Eyjum. Umhverfið við Sprönguna,
þar sem komið er með þúsundir
ferðamanna, auk forseta, kónga,
drottninga og annarra fyrirmanna
erlendra, er til skammar.
Ekki var heldur nóg að missa um
400 hús undir ösku og hraun. Niðurrif
af mannavöldum er tekið við og
miðbærinn orðinn eins og skörðóttur
tanngarður. Tangahúsið horfið
o.s.frv., o.s.frv.
Ég vil taka fram, þar sem ég er nú
að hripa þessar línur niður í
Húnavallaskóla í Torfulækjarhreppi
við Blönduós, að þetta er ekki skrifað
í svartsýni eins og sumir vilja kalla
allagagnrýniídag. Heldurer hér-því
miður- verið að fjalla um blákaldar
staðreyndir sem menn geta skoðað
sjálfir ef þeir líta upp og horfa í
kringum sig.
Þar sem ég er bjartsýnismaður og
hef ennþá óbilandi trú á Eyjamönnum
(flestum) og veit að við eigum
ómetanlegan sjóð í dugnaðarfólki á
öllum aldri veit ég að við getum snúið
við blaðinu og orðið aftur í forystu á
sem flestum sviðum.
íslandsmeistaratitillinn í knatt-
spymu sannar okkur margt. Þar hafa
eldhugar lagt sig fram árum saman og
er uppskeran nú að koma fram. í
öðrum íþróttagreinum hafa samtaka
fjölskyldur og einstaka dugnaðar-
forkar líka náð frábærum árangri.
Shellmót, Pæjumót og Golfævintýri
eru okkureinnig til mikils sóma. Þar
er samtakamáttur Eyjamanna að verki
með slíkum árangri að aðdáun vekur.
í menningarmálum og listum eig-
um við líka eldhuga sem reyna að
halda kyndlinum á lofti, oft við erfiðar
aðstæður og skilningsleysi.
Ég held að við Eyjamenn ættum að
hugsa alvarlega okkar gang og reyna
að virkja eldmóðinn í þeim sem sýna
hann en láta þá sem orðnir eru
samdauna sinnuleysinu og virðast
endalaust sætta sig við „sæmilegt"
víkja.
Við eigum ekki að sætta okkur við
eitthvað „sæmilegt" ef metnaður,
stórhugur og frjóar hugmyndir geta
gert sama hlutinn stórkostlegan.
Sigurgeir Scheving
Höfimdur er einn af þeim óháðu
Eyjamönnum sem vill jákvœðar
umbœtur í bœjarmálum með metnað,
stórlmg og bjartsýni að leiðarljósi.
Lin
Mikið úrval - Verið velkomin
Gleraugnaþjónusta
verður nú í versluninni
í dag, á morgun
og á laugardag.
Nýtt frá
Matsuda
Takumi Oval
Traction Production
Alain Mikli
^^l=élóferð 6. mars fyrir 8. 9. og 10. bekk
^^^^feeinasti innritunardagur á morgun
Hin árlega Félóferð verður fain 6. mars nk. og verður
m.a. farið á Samfésball, sem ersameiginlegt ball allra
félagsmiðstöðva á landinu. Þátttökugjald er 3.500 krónur
og eru allar ferðir, matur, miði á ballið, bíómiði og gisting
innifalin í gjaldinu.
Þeir sem hafa tekið þátt í starfinu í Féló í vetur, eru í 8. -
10. bekk og hafa hug á að taka þátt í ferðinni, þurfa að
skrá sig í lúgunni í Féló í seinasta lagi á morgun,
föstudaginn 27. febrúar
Fundur vegna Félóferðar
Fundur vegna félóferðar verður haldinn mánudaginn 2.
mars klukkan 17 í Féló.
Allir sem hafa skráð sig í ferðina og ætla að taka þátt í
ferðinni, eiga að mætaáfundinn. Þeirforeldrarsem
áhuga hafa, mega mæta á fundinn.
Ljósmyndasamkeppni
Ákveðið hefur verið að kanna hvort ekki sé áhugi fyrir því
að haldin sé keppni í Ijósmyndun. Um getur verið að
ræða einstaklingskeppni eða tveir saman.
Skráning verður í lúgunni í Féló í seinasta lagi 5. mars
nk.
Nánari upplýsingar í Féló
Við í Féló
§tÁ>ulaná£eifuM/
Land og
synir
á Höfðanum
laugardagskvöld
Strandvegi 65
Sími 481 1475
HITACHI
HÚSEV
BYGGINGAVÖRUVERSLUN
VESTMANNAEYINGA
HUSEY