Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.1998, Qupperneq 13

Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.1998, Qupperneq 13
Fimmtudagur 26. febrúar 1998 Fréttir 13 Nanna Leifsdóttir: „Æfingarnar hafa skilað sér“ Nanna var fyr irf erðarmikil í fiölmiólum á bessum árum. Uppstokkun á sorphirðu: Gámaþjónustan yfir- tekur Sorpeyðíngarstöðina -Helgafellsgryfju verður lokað um mánaðamótin og gryfjan við Búastaðabraut verður notuð til urðunar í framtíðinni Frá og með 1. mars næstkomandi mun nýr samningur miili Bæjarveitna Vestmannáeyja og Gámaþjónustu Vestmannaeyja taka gildi. Aðalatriði samningsins er að Gámaþjónustan yfírtekur rekstur Sorpeyðingarstöðvarinnar. Hluti af samningnum felur í sér nýjar verklagsreglur um móttöku, þjónustu og urðun alls sorps sem til fellur í Vestmannaeyjum. Bæjarveitur eiga áfram Sorpeyðingarstöðina og mun hún áfram heyra undir stjórn Bæjarveitna. Friðrik Friðriksson hjá Bæjarveitunum segir þennan samning og nýjar verklagsreglur stórt skref í umhverfismálum Vestmannaeyinga. „Allt soip sem kemur í stöðina verður flokkað. Allt brotajám verður flutt brott af eyjunni og brennanlegt sorp brennt í stöðinni svo að eftir mun standa mjög lítið af urðanlegum úrgangi, sem urðaður mun verða í Búastaðagryfju. Frá og með mánaðamótum verður Helgafellsgryfju lokað og gengið frá því svæði þannig að sómi sé að.“ í nýju verklagsreglunum felst þjónusta við viðskiptamenn í flokkunarstöð. Þar er kveðið meðal annars á um góða flokkunarþjónustu við Vestmannaeyinga, og að viðmót og þjónusta leiði til beni flokkunar, aukinnar brennslu og minna viðhalds. Þetta ákvæði á einnig að miða að betri ímynd stöðvarinnar og að gera fólk jákvæðara gagnvart flokkun og bættri umhverfisvitund. Allt sorp skal urðað í Búíistaðagiy'fju og skal einungis urða óbrennanlegt sorp. Efni sem fer til urðunar í Búastaðagryfju skal urða samdægurs og urðun skal vera með þeiin hætti að allt umhverfi Um 5000 tonn af sorpi falla til í lyjum á huerju ári. urðunar sé ávallt snyrtilegt og uppfylia skilyrði hollustuvemdar. Einnig er kveðið á um umgengni neðra plans, en það skal vera snyrtilegt geymsluplan með góðu eftirliti og þjónustu. Auk þess er fjallað um umgengni og þjónustu á gámaplani, og móttöku sorps á lokunartíma flokkunarstöðvarinnar. Að lokum er svo fjallað um almenn þrif á Sorpeyðingastöðinni og að halda umhverfi hennar hreinu. Friðrik segir að samningurinn sé til fimm ára, hins vegar eigi Gámaþjónustan þrjú ár eftir af núverandi samningi sem framlengist því í samræmi við það. Hann segir að gerður hafi verið samstarfssamningur við Furu í Hafnarfirði sem muni taka við brotajámi frá Eyjum. „Brotajámið verður flutt í gámum til Þorlákshafnar á vegum Bæjarveitna, en verður á ábyrgð Fum þaðan í frá. í gámunum til baka mun verða velbrennanlegt orkuríkt efni sem hægt verður að brenna í sorpeyðingarstöðinni. Við reiknunt með að þetta verði einn luttugu feta gámur á viku. Spilliefni munu verða send frá stöðinni til Sorpu í Reykjavík sem mun sjá um eyðingu þeirra" Friðrik segir að það falli til um 5000 tonn af sorpi á ári í Vestmannaeyjum og frant að þessu hafi um 2500 tonnum verið brennd og 1500 tonn verið urðuð auk brotajáms. „Það verður þvf óverulegt magn sem fer til urðunar og ekkert brennanlegt efni. Það er liins vegar Gámaþjónustan sent kemur til með að sjá um kynningu og upplýsa fólk um breytt verklag í stöðinni og hún ætti að sjá sér hag í því.“ Thomas Möller með fyrirlestur um tímastjórnun á vegum Stjórnunarfélags Vestmannaeyja: Ánægður starfsmaður mikilsuirði Um fimmtíu manns sóttu fyrirlestur um timastjórnun. greininni og er sagt að Júgóslavar hafi ekki viljað láta harmleikinn frá sumar- ólympíuleikunum í Munchen endur- taka sig þegar arabískir hermdar- verkamenn myrtu tólf manns úr ísraelska hópnum á leikunum. Um þátttöku Nönnu í leikunum segir: Nanna varð fyrir því óhappi er hún fór af stað í síðari ferð stórsvig’sins að missa annan stafinn. „Einn keppandinn missti bæði stafinn og hanskann svo ég ákvað nú að halda fast um stafina er ég fór af stað. En ósjálfrátt losaði ég takið og annar þeirra varð eftir. Ég gat með naumindum ýtt mér af stað. Það var að sjálfsögðu erfitt að renna sér niður án stafsins - maður notar hann svo sem ekki mikið á leiðinni, en það er mikið jafnvægisatriði að hafa hann. En ég veit að ég hefði aldrei klárað þessa ferð nema vegna þess að hér var um Ólympíuleika að ræða. Það er svo mikill heiður að fá að taka þátt í þeim að ég lagði allt í sölumar til að standa niður,“ segir Nanna sem varð í 38. sæti af 42 stúlkum sem luku keppni. Konurnarkyngreindar f viðtalinu kemur Nanna inn á atriði sem eflaust þykir fáránlegt í dag en hún þurfti. eins og reyndar allar konur sem þátt tóku í leikunum, þurfti að fara í hormónapróf daginn eftir að hún kom til Sarajevó. Um þetta segir í Morgunblaðinu: „Og þeirfundu það út að ég væri kvenmaður!" sagði Nanna og var hin ánægðasta, þó ekki hafi neinn verið í vafa um hvers kyns hún er.“ Þá er þess getið að Tómas, bróðir Nönnu. tók þátt í vetrar- ólympíuleikunum í Innsbruck 1976 og voru þau þá a.m.k. einu systkinin sem höfðu náð þeim áfanga að keppa á Ólympíuleikum. Lítiðmáberaútaf Þegar talið berst að leikunum í Japan segist Nanna ekki hafa fylgst svo mikið með þeim í sjónvarpinu enda útsendingar á nóttinni en hún lét sig hafa það að vaka nóttina sem Kristinn Bjömsson keppti í sviginu. Það stakk hana strax hvað skyggnið var lélegt því hún lenti í því sama í stórsviginu í Sarajevó þar sem þokan var enn verri. Hún sagðist auðvitað vera svekkt yfir slöku gengi íslendinganna en sagðist ekki vilja dæma þá svo hart. „Það segir enginn orð yfir þvf þegar knattspymumaður skýtur að marki og hittir ekki. Þetta er nákvæmlega það sama, þú átt möguleika en þeir eru ekki miklir. Svo er færið svo hart að Vestmannaeyingar myndu ekki standa það þó það væri á jafnsléttu. Það má lítið bera út af sem sést best á því hvað margir falla úr í keppninni. En ég var gífurlega spennt þegar Kristinn lagði af stað. Ég dofnaði í löppunum, nokkuð sem ég hef aldrei fundið áður og auðvitað voru það gífurleg vonbrigði þegar hann datt. Þeir voru að gera grín að þessu í Spaugstofunni á laugardaginn. Mér fannst það fyndið en hafði þó ákveðna samúð með honum. Þó maður sé ekki einn af þremur fyrstu skiptir það ekki neinu, það gildir að vera með og þama á gamli góði ungmennafélagsandinn vel við.“ Saknar þess að komast ekki áskíðí af ogtil Nanna flutti til Vestmannaeyja árið 1992 með Friðrik Friðrikssyni manni sínum sem þá tók að sér að veija mark ÍB V í fótboltanum. Þau eru ekki mörg tækifærin sem gefast til skíðaiðkana í Eyjum eins og allir vita en saknar Nanna þess ekki að komst ekki annað slagið á skíði? „Ég hætti keppni árið 1986 og þá var ég búin að fá nóg. En auðvitað saknar maður þess að komast ekki á skíði hérna en við fömm norður um hverja páska. Fyrst eftir að við kynntumst fór Friðrik aldrei á skíði - þorði það ekki út af fótboltanum en nú er hann farinn að bregða sér á skíði og er bara efnilegur," sagði Nanna að lokum. Miðvikudaginn 18. febrúar s.l. flutti Thomas Möller framkvæmdastjóri erindi um tímastjórnun á vegum Stjórnunarfélags Vestmannaeyja. Vel var mætt á fundinn eða um fimmtíu manns. Thomas er gagn- kunnugur markaðssetningu, skipu- lagningu vinnunnar, tímastjórnun og hvað einkennir árangursríkan stjórnanda. Stjómunarfélag Vestmannaeyja mun vera eina félag sinnar tegundar utan Reykjavfkur og sýnir kannski hversu framsýnir og meðvitaðir Vestmannaeyingar em um stjómun og markaðssetningu. Thomas Möller segir að þeir sem ekki setji sér markmið og beini kröftum sínum í ákveðinn farveg séu í raun að fela stjóm lífs síns í hendur öðmm. „Sama á við um starfsmenn. Þeir gefa mest af sér þegar þeir fá að stjóma starfi sínu sem mest sjálfir. Það á að duga að segja þeim frá markmiðum fyrirtækisins, restin er svo í þeirra höndum. Það felst mjög mikill tímaspamaður í því að setja markmið.“ Thomas segir að töluverðar breyt- ingar hafi orðið í mótun stjórnunar undanfarin ár. Hann segir það gamla hugmynd að kúnninn sé alltaf númer eitt. Hann vill heldur að stjómendur fyrirtækja snúi dæminu við. Nefni- lega að gera stafsmanninn fyrst ánægðan, því ánægður starfsmaður geri viðskiptavininn ánægðan. Hér horfir Nanna aðdáunaraugum á bandaríska skíðamanninn Phile Mahre, sem uar einn af skærustu stjörnunum í Sarajeuó.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.