Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.1998, Side 14

Fréttir - Eyjafréttir - 26.02.1998, Side 14
14 Fréttir Fimmtudagur 26. febrúar 1998 Landakirkja Fimmtudagur 26. febrúar Kl. 11:0() Kyrrðarstund á Hraun- búðum Kl. 17:00 T.T.T. (10- 12ára) Föstudagur 27. febrúar Kl. 14:00 Útför Bjarkar Aðal- heiðarBirkisdóttur Laugardagur 28. febrúar Kl. 11:00 Útför Guðrúnai' Ei- ríksdóttur Kl. 14:00 Útför Arnbjargar Magn- úsdóttur. Sunnudagur 1. mars KL 11:00 Sunnudagaskólinn. Kl. 14:00 Almenn Guðsþjónusta á Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar. Æskulýðsfulltrúar Landakirkju, Gylfi Sigurðsson og Hulda Líney Magnúsdóttir ásamt unglingum úr KFUM & K Landakirkju þjóna í messunni. Fjölskyldur fermingarbama sérstaklega hvattartil kirkjugöngu! Pönnukökur og kleinur til sölu í messukaffi. Ágóði rennur til æskulýðsstarfsins. Kl. 20:30 Útgáfutónleikar í safnaðarheimilinul! Barnakór Landakirkju Litlir Lærisveinar kynnir nýjan geisla- disk ásamt hljómsveit. Stjómandi kórsins er Helga Jónsdóttir. Enginn aðangseyrir en diskurinn verður til sölu í safnaðarheimili. Pönnukökur og kleinur til sölu á eftir. Ágóði rennur til KFUM & K Landakirkju. Nú á að fjölmenna!! Mánudagur 2. mars Kl. 20:30 Bænasamvera og Biblíulestur í KFUM & K- húsinu Þriðjudagur 3. mars Kl.l6:00 Kirkjuprakkarar (7-9 ára) Kl. 20:30 Eldrideild KFUM & K fundar í liúsi félaganna. Miðvikudagur 4. mars Kl. 10:00 Mömmumorgunn Kl. 12:10 Kyrrðarstund í hádegi Kl. 15:30 Fermingartímar - Barnaskólinn Kl. 16:30 FermingíU'tímar - Hamarsskólinn Kl. 20:00 KFUM & K húsið opið unglingum Hvítasunnu- KIRKJAN Þriðjudagur Kl. 17:30 Krakkakirkja (aldurinn 9 -12 ára) Finimtudagur Kl. 20:30 Biblíulestur Föstudagur KL. 17:30 Krakkakirkja af lffi og sál (fyrir börn frá 3 - 9 ára) Kl. 20:30 Unglingastarfið Laugardagur Kl. 20:30 Bænasamkoma Sunnudagur Kl. 15:00 Vakningarsamkoma Lilja Óskarsdóttir talar. Samskot tekin til kristniboðsins. Aðventkirkjan Laugardagur 28. febrííar. Kl. 10:00 Biblíurannsókn Allir vdkomnir. BaháíSAM- FÉLAGIÐ Opið liús að Kirkjuvegi 72B. Kl. 14:00 Sunnudaginn 1. mars mun guðfræðineminn Þorkell Óttarsson fjalla um Kristni í ljósi Bahá’í-trúarinnar Allir velkomnir. Baháí’ar Lesendabref: ly®wi F0 íuwnaíííín ^ \ Brevtinga er bðrf Mjög víðtæk umræða er nú meðal hinna ýmsu verkalýðsfélaga landsins um sameiningu. Þessi umræða hefur átt lítinn hljómgrunn hér í Vest- mannaeyjum. ÍMBL sunnudaginn 21. febrúarer sagt frá umræðum í Reykjavík, Ámessýslu og Vestfjörðum. Nú reka félög launþega í Vestmannaeyjum skrifstofur á a.m.k sjö stöðum í bænum, nokkur í sameiginlegu hús- næði og önnur heima hjá gjaldkerum sumra félaganna. Hvað kostar þessi rekstur félögin? Það er skoðun mín að þessi rekstur kosti ekki undir 35 milljónum á ári.Þessi kostnaður er utan alls vel- sæmis og væri peningunum betur varið til sterkari sjúkrasjóða og jafn- vel fleiri mála er horfi til framtíðar, s.s. aukinni fræðslu til trúnaðarmanna og annarra félagsmanna. Fyrir allmörgum árum voru uppi á borðum hugmyndir að viðbyggingu austan við Alþýðuhúsið, þar sem reka mætti sameiginlega skrifstofu fyrir öll félögin hér í Eyjum, jafnvel Starfs- mannafélag Vestmannaeyjabæjar. Þessa byggingu mætti fjármagna með þvf húsnæði sem félögin eiga í dag og nýta mætti sem íbúðarhúsnæði. Slíkar skrifstofur eru reknar víða, s.s. á Húsavík og víðar. Þau félög, sem ekki hafa skrifstofuþjónustu í dag gætu gerst samstarfsaðilar slíkrar skrifstofu. Einnig mætti reka At- vinnumiðlun þá sem nú er á Bæjar- skrifstofu í Ráðhúsinu, á þessari sameiginlegu skrifstofu. Þetta yrði fyrsta skrefið að sameiningu margra félaganna s.s. beggja verklýðsfélaganna, verslunar- manna og fleiri. Með öllum þeim breytingum sem orðið hafa á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sem Alþingi samþykkti á vordögum 1996 er slík samvinna og sfðan hugsanleg sameining lífsspursmál fyrir okkur. Allt hjáróma tal um sameiningu, yrði því kveðið í kútinn og verkin vonandi látin tala. Fyrirtækjasamningar yrðu auðveldari og vonandi yrði þetta til að bæta kjör verkafólks hér í Eyjum, kjör sem verður að bæta til að haldauppi því samfélagi, sem við öll viljum stuðla að, Eyjunum okkar til fram- dráttar. Guðni F. Gunnarsson fiskverkamaður Minning: Björk A. Birkisdóttir Fædd 18. 10. 1956. Dáin 19.2. 1998. Mér er orðið ljóst að stundum lendum við í þeirri aðstöðu í lífinu að ekki verður annað gert en að taka eitt skref í einu og lifa frá einni andrá til annarrar. Björk A. Birkisdóttir var í stjóm og trúnaðarmannaráði Verkakvennafé- lagsins Snótar um árabil og gegndi þeirri vinnu af alúð og ósérhlífni. Ég minnist Bjarkar sem mjög kjarkaðrar konu, sem sagði hlutina eins og þeir voru. Þó að veikindin væru farin að há henni og hún hefði nóg í að snúast heima við, gaf hún sér alltaf tíma í að kikja í kaffi hjá stelpunum í Snót svona til að athuga hvemig gengi í samningunum. Voru þá teknar upp rökræður um kosti og galla þeirrar vinnu sem lá fyrir, oft vom umræðurnar svo heitar að ég gleymdi því að þama væri kona sem ætti við alvarleg veikindi að stríða. Eins þótti mér vænt urn upphring- ingamar á morgnanna, var þá oftast rætt um lífið og tilveruna og það tímabil þegar við unnum báðar í ísfélaginu. Elsku Björk nú kveð ég þig með þakklæti fyrir samvemna og sam- vinnuna. Fann ég eigi orðin þá er ég segja vildi, varð þó feginn eftir á að þegja skyldi. Ókunnur höfundur Elsku Beddi, Þórður, Birkir og Guðný megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. F.h. Verkakvennafélagsins Snótar Linda Hrafnkelsdóttir AMundur Líknar: Guöbjörg ósk Jóns- dóttir áfram formaður Kvenfélagið Líkn hélt aðalfund sinn 2. feb. sl. í félaginu em nú 115 félagskonur og einn heiðursfélagi. Allar þessar konur vinna saman að hinum ýmsu störfum félagsins eftir bestu getu og hentugleikum. Á síðasta ári gaf félagið til ýnissa líknar- og félagsmála samtals 1.578.619 krónur. Stjóm félagsins skipa nú: Guðbiörg Ósk Jónsdóttir, formaður; Ema Ölöf Ólafsdóttir, gjaldkeri; Sjöfn Sigur- bjömsdóttir, ritari; Helga Guðjóns- dóttir, varaformaður; Svanbjörg Gísladóttir, vararitari og Drífa Kristjánsdóttir meðstjómandi. Lfknarkonur þakka bæjarbúum góðan stuðning og velvild á liðnum árum og vonast eftir stuðningi bæjarbúa hér eftir sem hingað til, því að án ykkar emm við lítils megnugar. Kærar kveðjur og þakkir. F.h. Líknar. Guðbjörg Ó. Jónsdóttir (F réttatilkynning) Elín gerð að heiðursfélaga Sjúkraliðadeildar Vm Afmælisfagnaður Sjúkraiiðadeildar Vestmannaeyja var haidinn fyrir skömmu. Þar var Elín Guðlaugsdóttir gerð að heiðursfélaga deildarinnar. Heil 24 ár eru síðan hún útskrifaðist frá Landspítalanum. Hér sést Elín ásamt Kristínu Þórarinsdóttur, en hún er fyrsti heiðursfélagi deildarinnar. Á Æskulýðsdegi Þjóikirkjunnar: Útgáfutónleikar Litlu lærisueinanna Á Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar. sunnudaginn kemur kl. 20:30, rennur upp stór stund í safn- aðarheimilinu er haldnir verða útgáfutónleikar í tilefni af hinum nýja geisladiski bamakórs Landa- kirkju. Lítilla Lærisveina. Geysileg undirbúningsvinna er að baki og nú er diskurinn kominn og veldur gleði og aðdáun allra sem heyrt hafa. Við leyfum okkur að fullyrða að skemmtilegri og metn- aðarfyllri bamadiskur hefur ekki komið út lengi og aldrei hefur söfnuður á íslandi gefíð út annað eins tónlistarefni fyrir böm. Stór orð, ensönn! Öll lögin og textamir eru eftir Helgu Jónsdóttur sem jafnframt er stjórnandi kórsins. Er útgáfan afrakstur af samstarfi ótal aðila sent unnið hafa frábært starf í því skyni að lífskrafturinn og gleðin sem einkennir Litla Iærisveina komist til skila inn á íslensk heimili og nái að móta ungar sálir til góðs. Hinn einfaldi og skýri trúarboð- skapur einkennist af helgri glaðværð sem smitar alla sem hlusta. Diskurinn er gefinn út í 2000 ein- tökurn og mun kosta 2000 krónur. Unnt verður að kaupa hann í anddyri safhaðarheimilisins eftir tónleikana á sunnudaginn auk þess sem gengið verður í hús næstu daga. Hvetjum við allt fólk til að fjölmenna á skemmtilega tónleika og sýna þannig í verki stuðning við einstakt menningarátak á æskulýðsdegi þjóð- kirkjunnar. Prestar Landakirkjn. Bikarkeppni Suðurlands í brids: Sveit Magneu komin í úrslit Sveit Magneu Bergvinsdóttur heldur áfram sigurgöngu sinni í bikarkeppni Suðurlands í brids. Um síðustu helgi vann hún sigur á sveit Sigfúsar Þórðarsonar, sterkri sveit frá Selfossi, og er þar með komin í úrslit keppninnar. ( Úrslitaleikurinn verður háður innan tíðar við sveit Þórðar Sigurðssonar frá Selfossi. Með Magneu em í sveitinni þeir Daníel Lee Davis. Bjarki Guðnason, Guðbjöm Guðmundsson og Jón Hauksson. Sveitir frá Eyjum hafa á undanfömum árum tekið þátt í þessari keppni en aldrei fyrr komist í úrslit.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.