Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 28.05.1998, Page 4

Fréttir - Eyjafréttir - 28.05.1998, Page 4
4 Fréttir Fimmtudagur 28. maí 1998 Sælkeri síðustu viku, Sóley Guð- jónsdóttir, skoraði á . | Dröfn Gísladóttur semnæsta sælkera. „Eg þakka henni Sóley innilega fyrir þessa áskorun. Eg t s ætla að bjóða upp á tvo rétti, aðalrétt og eftirrétt. Humarvertíðin er hafin og því ætti ekki að vera eifitt að nálgast hráefni í aðalréttinn. Humar í hvítlaukssósu með grænmeti: I kg skelfletturhumar 1/2 meðalstór spergilkálshaus 10 stk. meðalstórir sveppir 1/2 stk. blaðlaukur 1 stk. rauð paprika 3 stk. belgbaunir salt og pipar olía til steikingar Hvítlaukssósa: 2 dl físksoð 2 dl rjómi 100 g rjómaostur 3 stk. hvítlauksgeirar, fínt saxaðir 1 msk. sítrónusafi 1/2 búnt steinselja 2 stk. súputeningar Byrjið á að laga sósuna. Blandið öllu saman í pott og bragðbætið með súputeningum salti og pipar. Skerið grænmetið smátt. Steikið humarinn við snarpan hita, kryddið með salti og pipar. Setjið í eldfast mót. Bætið olíu á pönnuna og steikið grænmetið meyrt. Setjið það yfir humarinn. Hellið sósunni yfir og bakið í ofni við 200° hita í 2 lil 3 mínútur. Með þessu er borið fram brauð og hrísgrjón. Frost og funi: I svampbotn 1 dós perur eða ferskjur 3 msk. Grand Mamier 1 lítri vanilluís 5 eggjahvítur 3 1/2 dl flórsykur 50 g möndlur Botninn er látinn í mót og vætt í honum með líkjömum, ávöxtum raðað yfir. Stífþeytið eggjahvítumar, bætið flórsykri í og þeytið ál'rarn í 10 mínútur. Spænið ísinn upp með skeið og leggið yfir ávextina, setjið eggjahvítur yfir og stráið möndlum yfir. Setjið í ofn við 275° hita í 2 til 3 mínútur. Það virðist vera í tísku að sælkerar Frétta haldi sig við fjölskylduna og ég ætla að gera það, að minnsta kosti eina viku til viðbótar. Þórunn systir mín er sérlega góður kokkur og ég ætla að leyfa lesendum blaðsins að njóta þess sem hún kann fyrir sér í matargerðarlistinni. Reyndar er Dröfn Gísladóttir er sælkeri þessarar viku. Huginn ekki síðri í eldhúsinu en þar sem hann er úti á sjó þessa dagana er líklega betra að elsku systir fái að spreyta sig. O x* ð s p o i> - Heyrst hefurað austfirðingar, afsakið Austurríkismenn, hugsi ekki fallega til okkar Eyjamagna þessar vikurnar og þó aðallega til Arna Johnsen. Við séum nefnilega búin að stela af þeim jarðgöngunum og því er þungt í þeim hljóðið í okkar garð. - Ekki á eftir að léttast á þeim brúnin þegar rennur upp fyrir þeim að við séum á góðri leið með að stela Keikó líka. - Fyrirspurn mun hafa borist, til Hauks okkar á Reykjum, um hve mikið hann tæki fyrir að flytja Keikó frá flugvelli og niður að höfn. „Ekki krónu“ svaraði Haukur að bragði en minnugir lesendur orðspors muna að hann var einna fyrstur til að nefna möguleikann á að fá Keikó hingað og bauð strax ókeypis flutning frá flughöfn til hafnar. Ekki er að efa að þetta góða tilboð Hauks ýtir undirhingaðkomu Keikó - Þá er kosningabaráttan um garð gengin og ólíkt rólegra yfir bæjarlífinu. Það fór eins og svo oft áður að báðir sigruðu og flestir ánægðir með sinn hlut ekki síst prentsmiðjurnar sem þrátt fyrir ýmsa aðra fjölmiðla fengu sína vertíð. Þeir sem eiga kamínu eða arin eru sjálfsagt búnir að ylja sér við boðskapinn sem barst í stríðum straumum inn um bréfalúgurnar. Margir eru afar óánægðir. Ekki með úrslit kosningabaráttunnar, heldur að henni sé lokið. Engin alvöru útvarps- stöð, en tvær voru á fullu í kosninga- baráttunni. Engin ókeypis kaffihlað- borð, grillveislur og þess konar uppákomur, sem voru orðnar daglegt brauð. LEIDIST AÐ TAKATILI HERBERGINU MINU Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum stóð í vetur fyrir stærðfræðikeppni hjá nemendum grunnskólanna í Vestmannaeyjum. Þetta er nýbreytni sem mæltist vel fyrir. Við skólaslit Framhaldsskólans á laugardag voru afhentar viðurkenningar til þeirra nemenda sem bestum árangri náðu í keppninni. EinnþeirravarSæþór Jóhannesson en hann erí 9. bekk Barnaskólans. Hann er Eyjamaður vikunnar af því tilefni. Fulltnafn: SæþórJóhannesson. Fæðingardagur og ár? 1. september 1983. Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. Fjölskylduhagir? Bý með móður minni og systur. Menntun og starf? Var að Ijúka 9. bekk í Bamaskólanum. Ber út Moggann. Laun? Frekar lítil. Helstigalli? Þaðveitégekki. Helsti kostur? Það veit ég ekki heldur. Uppáhaldsmatur? Hamborgari. Versti matur? Skata. Uppáhaldsdrykkur? Pepsí og vatn. Uppáhaldstónlist? Alæta á tónlist nema óperur og svoleiðis. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að spila fótbolta. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Taka til í herberginu mínu. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Leggja hana inn í banka. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Enginn, er ekkert í stjórnmálum. Uppáhaldsíþróttamaður? Michael Owen hjá Liverpool. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? ÍBV-íþróttafélagi. Uppáhaldssjónvarpsefni? Vinirog fþróttir. Uppáhaldsbók? Les ekki mikið af bókum. Hver eru helstu áhugamál þín? Fótbolti og tölvan. Hvað metur þú mest í fari annarra? Heiðarleika. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheiðarleiki. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Vestmannaeyjar. Hverer uppáhaldsgreinin þín í skólanum? Smíðí. Af hverju gengur þér svona vel í stærðfræði? Ég veit það ekki, mér hefur alltaf gengíð vel í stærðfræði, frá því að ég varílbekk. Ætlarðu að leggja stærðfræði fyrir þig í framtíðinni? Neí, ég hugsa ekki, mig langar til að læra á tölvur. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir þessi orð? -Stærðfræði? Plús og mínus. -2 + 2? Fjórir. -Pýþagóras? Stærðfræðingur. Eitthvað að lokum? Nei, ekkert sérstakt. NÝFÆDDIR VESTMfiNNfiEYINGfiR Drengur Þann 16. apríl eignuðust Kittý Ásgeirsdóttir og Gísli Elíasson son. Hann vó 16 merkur og var 55 sm að lengd. Hann fæddist á fæðingardeild Landsspítalans. Móðir og bam búa í Kópavogi. Hann hefur verið skírður Aron Elí. Drengur Þann 20. apríl eignuðust Sonja Ruiz Martinez og Birkir Ingvason son. Hann vó 15 1/2 mörk og var53 sm að lengd. Með honum á myndinni er stóra systir Sólveig María. Ljósm. var Guðný Bjamadóttir. HANDVERKSFÓLK í VESTMANNAEYJUM sem áhuga hefur á að taka þátt í handverkssýningu í Reykjavík 5. til 6. júní nk. vinsamlegast hafið samband við Þróunarfélag Vestmannaeyja c/o Auróra, fyrir miðvikudaginn 3. júní. ÞRÓUNARFÉLAG VESTMANNAEYJA Atvinna Aðstoð óskast á tannlæknastofu. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur þægilega framkomu, er snyrtilegur og stundvís. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Áhugasamir hafi samband í síma 481 3067 eða 481 2967 Birgir Ólafsson tannlæknir Frábær staðgreiðsluverð á innimálningu

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.