Fréttir - Eyjafréttir - 28.05.1998, Síða 16
16
Fréttir
Fimmtudagur 28. maí 1998
Ung kona frá Eyjum nær frábærum
námsárangri í Bandaríkjunum
Meðal átta
efstu úr 350
manna hópi
Á föstudaginn út-
skrifaðist Margrét
Þórarinsdóttir með
BA-próf í sálfræði frá
ríkisháskólanum í
Kaliforníu, California
State University, sem
staðsettur er í North-
ridge skammt frá Los
Angeles. Þarna var
Margrét að ljúka á
þremur ámm, námi
sem yfirleitt tekur
fjögur ár. Þrátt fyrir
það var árangur hennar
glæsilegur og er hún í
hópi bestu nemenda
sem útskrifuðust að
þessu sinni. Er hún
auk þess eini erlendi
námsmaðurinn sem
kemst í þann hóp.
Margrét er borinn og bamfæddur
Vestmannaeyingur, dóttir Sigurlínar
Ámadóttur frá Túni. Fyrir þremur
árunt flutti hún til Bandanlcjanna
ásamt manni sínum og dóttur. Hún hóf
þá strax nám í sálfræði við ríkis-
háskólann í Kalifomíu. Þegar Fréttir
höfðu samband við Margréti vildi hún
ekki gera mikið úr árangri sínum,
sagði þó að hann hefði kostað mikla
vinnu en ekki mætti gleyma þætti
ættingjanna. Hefði tengdafólk að-
stoðað sig á alla Iund og hefði það
ásamt hvatningu og stuðningi frá
fjölskyldunni íEyjum gert sér kleift að
stunda námið af fullum krafti.
Margrét er gift Karli James Gunn-
arssyni sem er fæddur í Bandaríkj-
unum en er íslenskur að uppruna að
þremur fjórðu. Margrét og Karl
kynntust í Vestmannaeyjum en
fluttust til Bandaríkjanna árið 1995
ásamt dótturinni Línu Katrínu sem í
dag er sex ára gömul. „Eg byrjaði
strax í náminu eftir að við komum út,“
segir Margrét í samtali við Fréttir.
„Skólinn er mjög stór, ég held að
nemendur séu í allt um 27 þúsund. Eg
bý í eins og hálfs klukkustundarakstur
frá aðalskólanum en ég er svo heppinn
að útibú frá skólanum er í bænum þar
sem ég bý. Þar hef ég stundaö námið
og útskrifaðist þaðan á föstudaginn.
Ég gat reyndar valið á rnilli þess hvom
megin ég útskrifaðist en ég valdi að
vera hér með fólkinu sem ég hef verið
með síöustu þrjú árin.“
Margrét útskrifaðist með BA próf í
sálfræði og segir aðspurð að sér hatl
gengið ágætlega og í raun og veru
mjög vel. Er það ekki orðum aukið því
árangur hennar er frábær. Hún er ein
átta nemenda seni náði gráðunni
Magna Cum Laude sem er hæsta
gráða sem hægt er að ná. Árangur
Margrétar er frábær sem sést best af
því að hún er í hópi 350 nemenda sem
útskrifaðist í sálfræði, hún lýkur
fjögurra ára námi á þremur ámm og er
eini útlendingurinn íhópi þeirra bestu.
Samhliða náminu hefur Margrét
unnið í litlum háskóla sem hún segir
að sé líkari því að vera framhaldsskóli
eins og við þekkjum þá. „Eftir að
krakkamir útskrifast úr þessum skóla
em tvö ár í háskóla til að ná sér í próf.
Hef ég verið við aðstoðarkennslu,
bæði í tölvunarfræðum og sálarfræði."
Margrét hefur í nógu að snúast
þessa dagana. eftir útskriftina á
föstudaginn tóku við veisluhöld og á
mánudag og þriðjudag var hún að taka
við verðlaunum og viðurkenningum
fyrir námsárangurinn. Margrét hyggur
á frekara nám í sálfræði en fyrst ætlar
hún að taka sér ársfrí. „Mér veitir ekki
af því að taka mér frí _því ég er
gjörsamlega útbrunnin. Ég er ekki
ákveðin í hvað ég geri næsta árið og
það getur vel verið að ég komi heim,“
segir Margrét og útilokar ekki að
koma til starfa í Eyjum. í Eyjum. „Ég
er að láta athuga þessi mál fyrir mig
og væri gaman ef einhver möguleiki
Margrét og Lína Katrín við útskriftina á föstudagínn. Athöfnin stóð í úrjá tíma og
segir Margrét að mjög heitt hafi verið bennan dag.
yrði fyrir mig að fá vinnu heima í
Eyjum. En það yrði að vera innan
einhvers skólans. Ég stefni á masters-
nám og tek þá líklega fyrir skóla-
sálfræði. Mastersnámið tekur tvö ár og
svo verður að ráðast hvort ég held
áfram og fer í doktorsnám."
Eins og áður hefur komið fram vill
Margrét hafa sem fæst orð um þennan
glæsilega árangur. „Árangur í skóla er
ekki spurning um gáfur. Fyrst og
fremst er þetta mikil vinna og ég lagði
mikið á mig. Mér gekk líka vel af því
að fjölskylda Kalla er mjög dugleg að
hjálpa okkur. Kalli vinnur við
olíuvinnslu og er því oft að heiman.
Þetta hefði því aldrei gengið ef fjöl-
skyldunnar hefði ekki notið við.“
Leikskólarnir eiga líka sinn skóladag
Síðastliðinn sunnudag var
haldinn vorfagnaður í
leikskólanum Kirk jugerði.
Þetta er þriðja árið sem slíkur
fagnaður er haldinn í
leikskólanum og var margt sér
til gamans gert. Það er
foreldrafélag Kirkjugerðis sem
sér um framkvæmd dagsins og
er hann öðrum þræði haldinn
til að efla foreldrasamstarfið.
Veðrið lék við börnin og
foreldra sem úðuðu í sig
pylsum, og vöflum með rjóma
og skoluðu niður með
svaladrykkjum. Spicegirls
komu í heimsókn og Emil í
Kattholti talaði við börnin, sem
eltu hann um allan leikskólann
og leikskólalóðina full
aðdáunar.
'W * ® |A 1!E* 1 'tjSlf
f WÍ