Fréttir - Eyjafréttir - 28.05.1998, Side 17
Fimmtudagur 28. maí 1998
Fréttir
17
Gódur bati hjá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja 1997:
Tæplega 600
manns fá
lífeyrí úr
sjóðnum
Frá ársfundi Lífeyrissjóðsins.
Ársfundur Lífeyrissjóðs Vest-
mannaeyja var haldinn 25. apríl
1998. Árið 1998 er 29. starfsár
sjóðsins, en upphaf hans má rekja
til kjarasamninga ASÍ og VSÍ frá
19. maí 1969. Frá ársfundi 1997
gegndi Elías Björnsson embætti
stjórnarformanns og Magnús Krist-
insson embætti varaformanns.
Aðrir aðalmenn í stjórn eru Arnar
Sigurmundsson, Eyjólfur Martins-
son, Guðrún Erlingsdóttir og Jón
Kjartansson. Fulltrúar vinnuveit-
enda og verkalýðsfélaga skiptast á
um formennsku í stjórn sjóðsins og
til ársfundar 1999 sinnir Magnús
Kristinsson formannsembætti og
Jón Kjartansson embætti varafor-
manns. Stöðugildi á skrifstofu
sjóðsins eru talin 3,5 og hefur svo
verið óbreytt í um áratug.
Hrein eign sjóðsins til greiðslu
lífeyris í árslok 1997 var kr.
6.937.468.118,- og hækkaði um
12,4% á árinu. Greiðandi sjóðfélagar
voru 2.574 og námu iðgjöld tii sjóðs-
ins 370,8 milljónum á árinu. Aðmeð-
altali ávann hver greiðandi sjóðfélagi
sér 2,36 stig á árinu og voru réttindi
hvers þeirra að meðaltali 23,3 stig í
árslok. Framreiknuð réttindi þessara
sjóðfélaga til 67 ára aldurs svara til um
69 stiga að meðaltali. Alls eiga
rúmlega 12.300 manns einhver
réttindi í sjóðnum.
Lífeyrisgreiðslur sjóðsins námu
150,3 milljónum á árinu og hækkuðu
um 13,6% frá fyrra ári. Alls fengu 596
einstaklingar greiddan lífeyri, sumir
fleiri en eina tegund lífeyris.
Ellilífeyris nutu 267, makalífeyris 102,
örorkulífeyris 197, og bamalífeyri
fengu forráðamenn 83 bama.
Tryggingafræðileg úttekt í árslok
1997 sýnir góðan bata á hag sjóðsins á
liðnu ári, einkum hvað snertir áunninn
lífeyrisrétt sjóðfélaga, en hann er
metinn vera 6.465 milljónir. Hrein
eign sjóðsins til greiðslu lífeyris var þá
472 milljónum hærri, eða um 7%
umfram áfallnar skuldbindingar.
Batinn gefur þó ekki tilefni til
breytinga á reglum sjóðsins, til
hækkunar lífeyris eða til lækkunar
lífeyrisaldurs, enn sem komið er. Að
meðtalinni núvirðingu á skuldabréfa-
eign sjóðsins miðað við 3,5%
raunávöxtun, telst hrein eign sjóðsins
vera um 20% umfram áfallnar skuld-
bindingar og um 3% umfram
heildarskuldbindingar. Orðrétt segir í
lokaorðum tryggingastærðfræðings:
„Það er mitt mat að staða sjóðsins í
árslok 1997 sé allgóð og verulegar
líkur til þess að sjóðurinn geti staðið
við skuldbindingar sínar. Væm hinar
sérstöku skuldbindingar vegna
sjómanna ekki til staðar væri staðan
mjög góð og næsta víst að sjóðurinn
gæti staðið við skuldbindingar sínar
nema veruleg frávik verði á
forsendum."
Lífeyrissjóðurinn ráðstafaði 980,8
milljónum til verðbréfakaupa á árinu
1997. Verðbréfasafn sjóðsins er
fjölþætt og ábyrgðir að baki þess
traustar. Um 73% þess er í skulda-
bréfum (verðbréfum með föstum
tekjum), þar af 62% með rikisábyrgð,
17% með ábyrgð banka og sparisjóða
og um 10% með ábyrgð sveitarfélaga.
Verðgildi þessara eigna er metið
miðað við upphaflega kaupávöxt-
unarkröfu þeirra.
Eign lífeyrissjóðsins í hlutabréfum
og hlutdeildarsjóðum (verðbréfum
með breytilegum tekjum) er um 16%
af fjárfestingum hans, og skiptist
nokkum veginn til helminga á milli
innlendra hlutabréfa og erlendra verð-
bréfasjóða og hlutabréfa.
Bundin innlán í bankastofnunum í
Vestmannaeyjum nema 11 % af fjár-
festingum sjóðsins, en að viðbættum
skuldabréfum sömu stofnana, em 17%
af fjárfestingum ávöxtuð í heima-
byggð.
Um 18,4% af verðbréfaeigninni er
útgefin í eða tengd erlendum gjald-
miðlum, þar með talin innlend
ríkisskuldabréf og skuldabréf Hús-
næðisstofnunar í erlendri mynt.
Fram kom á ársfundinum að
sjóðurinn mun hætta að taka við
Stórframkvæmdir
við Flugstfiðina
„Ákvörðun hefur verið tekin um
stækkun Flugstöðvarinnar á
Vestmannaeyjaflugvelli auk veru-
legra endurbóta og endurskipu-
lagningar og framkvæmdir ættu að
geta hafist í haust," segir Árni
Johnsen alþingismaður í samtali við
Fréttir. Árni á sæti í flugráði sem
forgangsraðar framkvæmdum í
flugmálum og kveðst Arni hafa
verið að vinna að undrbúningi
þessa verkefnis undanfarin ár.
„Flugstöðin verður stækkuð til
austurs um rúma 100m2. biðsalur
rýmkaður og farþegaafgreiðsla færð
til þannig að brottfararfarþegar fara
um sama hluta stöðvarinnar.en
komufarþegar koma inn um
nýbygginguna þótt opið sé á rnilli, því
stöðin verður áfram eitt rými.“
Þá segir Ámi að farangursrými verði
endurskipulagt og stækkað, og húsið
allt tekið í gegn bæði að utan og
innan, m.a. sett nýtt þak. Ráðgert er að
verkið verði boðið út á næstu
mánuðum.
lánsumsóknum frá sjóðfélögum hinn
1. ágúst næstkomandi, en umsóknir
hafa ekki náð því að vera ein á mánuði
að meðaltali undanfarin misseri, auk
þess sem sjóðfélagar eiga orðið völ
hagstæðari kosta í beinum viðskiptum
við bankastofnanir.
Ávöxtun lífeyrissjóðsins hefur verið
mjög góð og nokkuð jöfn undanfarin
ár. Allt frá árinu 1986 hefur rauná-
vöxtun eigna hans verið um og yfir
7% þegar skoðuð em 5 ára meðaltöl,
miðað við lánskjaravísitölu. Meðaltal
hreinnar raunávöxtunar er 7,8% árin
1996 og 1997, miðað við vísitölu
neysluverðs. (Við útreikning hreinnar
raunávöxtunar er rekstarkostnaður
dreginn frá íjármunatekjum.)
Innlend hlutabréf og erlend hlut-
deildarskírteini eru færð á mark-
aðsverði í bókum sjóðsins og fylgja
því sveiflum sem verða á fjár-
málamörkuðum. Með auknu vægi
þeirra í eignum sjóðsins má gera ráð
fyrir að sveiflur verði á ávöxtuninni,
ýmist til hækkunar eða lækkunar, sem
munu hafa áhrif á mat eigna gagnvart
skuldbindingum.
Ársuppgjör er nú gert samkvæmt
nýrri forskrift Seðlabankans um
framsetningu ársreikninga lífeyris-
sjóða. Nýmæli em m.a. að kostnaði er
skipt á milli fjárfestinga annars vegar
og annars rekstrar hinsvegar. Einnig
hefur birtingu kennitalna úr upp-
gjörum lífeyrissjóða verið breytt og
sumar felldar niður, svo sem kennitala
um kostnað sem hlutfall af veltu,
kennitala um endingartíma eignar,
kennitala um réttindahlutfall, kennitala
um lífeyrisgreiðslur sem hlutfall af
hreinni eign, og um innborguð stig
hvers sjóðfélaga að meðaltali á ári, svo
nokkuð sé tíundað.
Ástæður fyrir þessari skiptingu
kostnaðar og breyttum kennitölum
virðast einkum vera þau saman-
burðarfræði, sem tíðkast hafa á milli
lífeyrissjóða og einnig samkeppni
þeirra við verðbréfafyrirtæki, sem reka
séreignasjóði og auglýsa grimmt sitt
eigið ágæti. Hinar nýju kennitölur
virðast hagstæðari stærri sjóðunum en
þeim minni og er efalaust ætlað að
vera hvati til enn frekari sameiningar
lífeyrissjóða.
Á ársfundi voru kynntar tillögur til
breytinga á reglugerð sjóðsins, til
samræmis við ný lög um starfsemi
Ufeyrissjóða, sem taka gildi 1. júlí
næstkomandi, nema þau ákvæði
laganna, sem fjalla um skiptingu
ellilífeyris á milli hjóna, en þau ganga
ígildi l.maíárið 1999. Breytingamar
hafa ekki áhrif á lífeyrisréttindi
sjóðfélaga. Tillögumar gera einnig
ráð fyrir að stofnuð verði sér-
eignadeild við sjóðinn, sem taka mun
við framlögum sjóðfélaga inn á
sérstaka lífeyrisspamaðarreikninga.
í ljósi mikilla breytinga á sviði
h'feyrismála undanfarið og nýrra laga
um starfsemi lífeyrissjóða hefur sjóð-
urinn hafið undirbúning að stefnu-
mótun og framtíðarsýn og fengið til
liðs við sig sérfræðinga í slíkum
málum. Sameiningar lífeyrissjóða
undanfarin ár kalla á nýtt mat á stöðu
Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja og e.t.v
á varnarbaráttu fyrir tilveru hans.
Meta þarf hvernig hag sjóðsins og
sjóðfélaga hans verður best borgið í
framtfðinni og hvaða þýðingu það
hefur fyrir sjóðfélagana, atvinnulíf í
Eyjum og bæjariélagið í heild, að reka
sérstakan almennan lífeyrissjóð í
Vestmannaeyjum.
Frá afhendingu uerðlaunanna, f.u. Sturla Arnarsson, Viktor Smári Kristjánsson, Sindri Úlafsson, Sæliór Jáhannesson,
Kolbeinn Úlafsson og Júlíana Theódórsdóttir sem tók uið uerðlaunum fyrir MargréO Rós dóttur sína.
Sigurvegarar í
stærðfræðikeppiiiimi
Á skólaslitum Framhaldsskólans á laugardaginn voru
tilkynnt úrslit í stærðfræðikeppni Framhaldsskólans
fyrir 8.9. og 10. bekk grunnskólanna sem skólinn stóð
fyrir.
Þátttakendur vom alls 26, 17 úr Bamaskólanum ogníu
úr Hamarsskólanum. Piltar vom 19 og stúlkurnar sjö og
urðu úrslitin þessi:
í tíunda bekk varð Kolbeinn Ólafsson í 1. sæti. Guð-
niundur Eyjólfsson í 2. og Þórir Pálsson og Margrét Rós
Ingólfsdóttir í 3. og 4. sæti. Drengimir em báðir Bama-
skólanum en Margrét Rós kemur úr Hamarsskólanum.
í 9. bekk varð Sindri Ólafsson úr Hamarsskóla í I. sæti.
Sæþór Jóhannesson í 2. sæti og Sigurður J. Ingibergsson í
3. en báðir em í Barnaskólanum. í 8. bekk bar Sigurjón
Viðarsson í Hamarsskóla sigur úr býtum, 2. varð Sturla
Amarsson og í 3. sæli Viktor Smári Kristjánsson en þeir
em báðir í Bamaskólanum.
Verðlaun gáfu Athafnaverið sem gaf öllum
þátttakendum mánaðarkort, íslandsbanki sem gaf öllum
verðlaunahöfum filofax, auk klukku í önnur verðlaun og
forláta penna í fyrstu verðlaun í öllum flokkum. Tölvun
gaf tölvuleik að eigin vali að verðmæti 5000 í fyrstu
verðlaun og KÁ geisladisk að eigin vali í önnur og þriðju
verðlaun.
Umsjón með keppninni var í höndum Ólafs Týs
Guðjónssonar deildarstjóra í stærðfræði við