Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.1998, Qupperneq 10

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.1998, Qupperneq 10
10 Fréttir Fimmtudagur 4. júní 1998 Vegir jassins eru órannsakanlegir og koma sífellt á óvart, ekki síður en aðrir vegir þessa heims. Það er nánast með ólíkindum að verða þess aðnjótandi að komast í jafn mikla veislu lita og tóna sem spruttu úr hljóðfærum fremstu jassleikara þessa lands, eins og sannaðist í Akóges á laugardaginn var og reyndar á sunnudagskvöldið líka. Enn eitt dæmið um það hverju hægt er að áorka ef hugur fylgir máli, hvort sem það er í Vestmannaeyjum eða í heimsborgum jassins. Þaðeru engar fjarlægðir svo miklar að tónlistin og myndlistin geti ekki spannað tímabelti heimsins. Gæltvíð hlustir Heimur jassins kom svo sannarlega við í Vestmannaeyjum þessa hvíta- sunnuhelgi í öllum sínum fjölbreyti- leika blæbrigða þeirrar tónlistar sem er undirstaða allrar alþýðutónlistar sem vermt het'ur hlustir allra kynslóða á þessari öld. Það er allt hægt og ekki síst íjasstónlistinni. Dagskrá tónleik- anna skannaði allt frá Fats Waller til Chiek Corea og gældi allt við hlustir og innbyggða rythmaþörf áheyrenda og flytjenda. Það var Swingbandið sem hóf leikinn á föstudagskvöldið. Swing- bandið samanstendur af ungum og efnilegum hljóðfæraleikurum, þeim Grími Helgasyni á klarinett, Helga S. Skúlasyni á vibrafón. Erni Arnarssyni á bassa og Dag Bergssyni á trommur. Utan um hópinn hélt svo hinn kunni vibrafónleikari Reynir Sigurðsson. sem reyndar lék á píanó með Swing- bandinu. Þegar undirritaður kont á staðinn var bandið að byrja á þeim kunna coolara Take five eftir Paul Desmond. Bandið var ágætlega sam- hæft en klarinettan helst til mjó og spör á tóninn, en enginn ástæða samt til að fara í fimm mínútna pásu svo þeir skelltu sér á heitari stað í Indian Summer og virtust una sér vel á þeim slóðum, því meiri fylling var í öllum leik. Það var því vel við hæfi að halda sér á hlýjum stöðum og þeir gerðu góða lukku með „Spain“ eftir Chick Corea. Spain er eitt af þekktustu lög- um Corea ásamt „La Fiesta". Corea gaf út tvær suðurameríkumettaðar plötur en eftir þær sneri hann sér meira að raftónlist og bræðingi. Swingband- ið skilaði „Spain“ ágætlega, þó að hallaði nokkuð á þá útsetningu miðað við þann flutning sem Tríó Björns Thoroddsen átti á sama lagi sfðar um kvöldið. Samt sem áður góðir og upprennandi ungir jassarar. Næst steig á svið kvartett Ómars Axelssonar, sem skipaður var Ómari Axelssyni á píanó, Hans Jenssyni á saxófón, Gunnari Pálssyni á bassa og Þorsteini Eiríkssyni á trommur. Þeir hófu leikinn á „Look for the silver lining", sem Chet Baker var lengi með á efniskrá sinni. Kvartettinn tók „Silver lining" heldur hægar en í minningunni hjá Baker. Hans var mjög hófstilltur á saxófóninn en þýður og tregafullur. Kvartettinn og sérstak- lega pínaóleikurinn var á köflum nær klassískum píanóleik en jassi en kom ekki að sök með hinum geggjaða trommuleik sem hélt hópnum vel við efnið. Ég hef sjaldan séð nokkum trommara fara jafn víða, verandi þó bundinn handan settsins. Sérstaklega í „Half Nelson“, þar sem saxófónninn vældi og hótaði dauða og í lokaópus þeirra „That’s all“ þar sem trommur, bassi og píanó tóku salinn í makalausu samspili. Sigurður Flosason með saxinn, Matthías Hemstock við trommurnar, Óli Steph kynnir við píanóið og Bjössi Thor með gítarinn sem fáir fitla við af meiri list. af miklum krafti og kom í ljós að saxófónn sem aðalsólóhljóðfærið á alltaf sinn sterka stað í jassinum. Enda var Sigurður í feiknastuði þetta kvöld. eins og í „Exactly like you“ sem var frumflutningur í Vestmannaeyjum á grípandi opus Sigurðar Flosasonar og ekki síður í „The man I love“, Þar sem hægt og veikt intróið klifraði í hæstu hæðir og fjaraði síðan út í bláan blámann. Næst tóku þeir „I can’t give you anything but love..“ Það var eins og nóturnar héngju í lausu lofti en samt njörvaðar niður í tónstiganum og sögðu „anything but love..“ í saxanum og mjúkur bassi Tómasar Einarssonar kitlaði iljamar. í .Foolish things“ sem mig minnir að hafa heyrt hjá Chet Baker f eina tíð var Gunnar rólegur og afslappaður á píanóinu og rythma- gengið fylgdi vel eftir. Sigurður spil- aði þetta hart svo söng í blúsnum. Vaktin lauk svo leik sínum með ,,1’ve found a new baby“. Salurinn var vel með á nótunum í þessu lagi og tók undir með myljandi klappi og fagnaðarhljóðum. Sigurður reif tóninn með saxófóninum eins og gjammandi vélbyssa að éta upp súrefnið í salnum. Það var líka einhvert decadent ártal í hljómnum sem fann leið sína að eyrum áheyrenda svo um munaði. Þóra Gréta hefur góöa raddbreidd og beitingu, eins og einkenna má góða söngkonu. Tóksalinnmeðtrompi Djasskvartett Áma^ Scheving var næstur á svið með Áma á víbrafón, Karl Möller á píanó, Gunnar Hrafns- son á bassa, Einar Val Scheving á trommur og Þóru G. Þórisdóttur sem söng í nokkrum lögum. Kvartettinn var í magísku foimi og tók salinn með trompi. Eftirminnilegustu ópusarnir voru „Honey suckle rose“, þar sem Þóra söng af innlifun með þeirri röddu sem maður veit ekki hvaðan kemur. Hún hefur góða raddbreidd og beit- ingu. eins og einkenna má góða söngkonu. Sérstaklega var hún í essinu sínu í „Blue in dream" eftir Miles Davis. Undirtónninn í „Blue Dream“ er mjög afrómettaður og þegar maður hafði hlýtt á söng og hljóðfæraleik kornst maður að því að þaðan er ekki héðan og maður spyr sig hvaðan er þaðan. Mikill galdur og góður samleikur. Það er ekki spuming að Gunnar Hrafnsson er einn besti jassbassaleikari sem nú plokkar strengi, enda sýndi hann og sannaði að fáir standa honum á sporði í alvar- legum ballöðum og húmorískum tón- myndunum, eins og sérstaklega þó í Benny Golson. Áma brást heldur ekki bogalistin og fór fimlegum slögum um víbrafóninn. Einar Valur Scheving dró einnig sætubragðið fram á tunguna með frábærum trommuleik svo hunang dropaði í hvert eyra. Djassvaktin eða Sveifluvaktin sté næst á svið með ekki ómerkari menn en Sigurð Flosason á altsaxófón, Gunnar Gunnarsson á píanó, Tómas R. Einarsson á bassa og Matthías Hemstock á trommur. Vaktin byrjaði Fráíslenskumstefjumtil Mozarts Tríó Ólafs Stephensen sem í eru, auk Ólafs á píanó, Tórnas R. Einarsson á bassann og Guðmundur R. Einarsson á trommur auk Reynis Sigurðssonar sem lék á vibrafóninn, tók við af Vaktinni og gerði góða yfirferð um tónlistarsöguna. Breidd þeirra í út- setningum og lagavali var ólik því sem á undan hafði farið hjá fyrri flytjendum þetta kvöld. Dekkaðijass- liturinn allt frá íslenskum stefjum til Mozarts. Varð úr þessu einhvers kon- ar jass sem endurspeglaði frumleg húmanísk viðhorf þar sem ánægjan og gleðin réði ríkjum, mátulega alvarlegir og mátulega kærulausir. Allt þeirra spil lét vel í eyrum og náðu þeir að dekra við hlustirnar með látlausum útsetningum, þar sem enginn yfir- gnæfði annan, en allir þakklátir í sínum versereðu sólóum. Þáttur Bjössa Thor Hápunktur kvöldsins var vafalaust Tríó Bjöms Thoroddsen, þess frábæra gítarleikara. Með honum í tríóinu voru Gunnar „megabassi" Hrat'nsson og Guðmundur „papajass’* ísalands á trommur, auk Egils Ölafssonar sem galdraði margan magnaðann tóninn úr barka sínum. Þeir byrjuðu á „Mood Indigo" sem þótti vel við hæfi í blámanum sem umlykur Vestmanna- eyjar. Gítarleikur Bjöms í þessu lagi var frábær og ekki laust við að vibratio Hendrix glitti í gegn á köflum. Næst tóku þeir „Heaven“ og þar með voru allir staddir þar um stund. Því næst tóku þeir „Nobady cares for me“ af ekki ríúnhi innlifun og að lokum „Spain" eftir Chick Corea sem var hreint út sagt snilldarlega flutt. Tónlist tríósins harmoneraði allan tilfinninga- skalann og hreint með ólíkindum hversu vel hljóðfæraleikaramir náðu að beisla salinn allt eftir því hvemig, þeir beittu tækni og tilfinningu hverju sinni. Það vom ánægðir og fullnægðir gestir sem stigu út í nóttina að afloknum þessum tónleikum, sem eiga vafalaust ekki sinn líka í Vest- mannaeyjum, þó margt hafi ugglaust verið vel gert frarn að þessu. Undirritaður þakkar altént vel fyrir sig og vonast til að rneira megi bmgga úr slíku hunangi að njóta alls þess besta sem völ er á í jassinum. Kynnir á tónleikunum var Ólafur Stephensen og fórst honum það vel úr hendi eins og hans húmoríska von og vísa er. Benedikt Gestsson Dagar lita og tóna Bj óða upp á það besta í jassinum

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.