Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.1998, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.1998, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 4. júní 1998 Fréttir 11 Eggjaferð í Súlnasker Þar sem lofthræðslan getur verið lífshættul Súlnaskerið er óneitanlega einna tignarlegast Vestmannaeyja. Það dregur nafn sitt af fjórum súlum sem kollurinn stendur á. Súlna- skerið rís milli 80 og 90 metra upp úr sjó og er ásamt Geldungnum sú eyjan sem erfiðast er að klífa. Óskar Björgvinsson, ljósmyndari, fór í sókningsferð með Hjálmari Guðnasyni á Bravó í síðustu viku. Óskar festi á filmu það sem fyrir augu bar í ferðinni. Honum fannst nóg um að sjá karlana spranga upp lóðrétt bergið eins og á jafnsléttu væri. Óskar segir að ferðin verði sér ógleymanleg en hann eftirlét Hjálmari, sem margoft hefur sótt í Skerið og einu sinni farið upp, að lýsa staðhátum. Súlnasker ber nafn sitt af fjórum súlum sem eyjan stendur á og er ein þeirra fyrirferðarmest. Saman mynda tvær þeirra helli eða hvolf inni í eyjunni sem opin er til austurs og vesturs og nær upp í 60 til 80 metra að mati Hjálmars. „Það er ekkert mál að fara inn í hellinn á bát eins Bravó eða jafnvel stærri bát. Dýpi er mikið og leiðin alveg hrein en það getur orðið mikill veltingur þama inni,“ sagði Hjálmar. Hjálmar segir að það sé ekki fyrir lofthrædda að fara upp í Súlnasker og í raun lífshættulegt. „Fyrst er farið upp á steðja og þaðan upp á Bænabekk þar sem farið er með bæn áður en lagt er á eyna. Eftir það er leiðin þverhnípt, reyndar er ekki farin beinasta leið en það er sjór undir nema rétt síðustu metrana þegar farið er upp í gegnum skarð rétt neðan við bjargbrúnina. Mjög sleipt getur verið á leiðinni upp. Sérstaklega neðst og þá fara karlamir í ullarsokka utan yfir skóna. Dugar parið tvær ferðir. Eins sjá má er þetta ekki leið fyrir lofthrædda enda er fátt hægt að gera frjósi ntenn úr hræðslu á miðri leið.“ Menn lesa sig upp á keðjum og böndum sem fest em á bolta sem em reknir inn í bergið. Hjálmar segir nauðsynlegt að endumýja búnaðinn reglulega. „Við ætlum að fara eina ferð í sumar og laga bönd og keðjur. Það þarf að gera á nokkurra ára fresti þvf veðrunin er ótrúlega mikil." Hjálmar segir að fuglalíf sé fjölbreytt í Skerinu þar sem er m.a. að ftnna súlu, langvíu, álku. lunda og teistu í einni kös. „Súlan hefur mtt sér meira til rúms í Skerinu undanfarin ár en hinar fuglategundimar virðast ætla að halda velli þrátt fyrir það.“ En Hjálmar segir að ekki sé nóg með að í Skerinu sé mikið og fjölbreytt fuglalíf, allt í kring iði sjórinn af lífi. Ekki er sigið í Súlnasker en eggin eru látin síga beint niður í sókningsbátinn. „Okkur finnst vera minna af eggjum en í fyrra en frá því við fómm í fyrstu sóknina 19. maí sl. hefur leiði aldrei verið eins gott og núna. Við sækjum eggin á tveggja daga fresti svo þau nái ekki að stropa. Venjulega stendur eggjatakan í hálfan mánuð og á mánudag fómm við síðustu ferðina í ár,“ sagði Hjálmar. Texti er eftir frásögn Hjálmars Guðnasonar sem oft hefur sótt í Súlnasker. Myndir Óskar Björgvinsson. Erfitt getur uerið að komast upp á steðjann í mikilli ðkyrrð en langt er síðan eins auðuelt hetur uerið að sækja í Skerið og í ár. Ualur Andersen hefur klifið Súlnasker oftar en flestir aðrir. Hann er klædður ullarsokkum sem reynast uel á hálu berginu. Hjálmar giskar á að huolfið í Súlnaskeri sé millí 70 og 80 metra hátt Þessi beljuuegur er ekki fyrir lofthrædda. Ekki er uitað huað Jakob Erlingsson hef ur saf nað mörgum eggjum í peysuna en byrðin hlýtur að uera farin að síga uerulega í.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.